Morgunblaðið - 16.11.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.11.1996, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Gönuhlaup prófessorsins ARNÓR Hannibalsson prófessor skrifar í Dag-Tímann miðvikudaginn 6. nóvember og Morgunblaðið 10. nóvember og fjallar um stóriðju á Grundartanga, bæði verksmiðju ís- lenska jámblendifélagsins og fyr- irhugaða verksmiðju Columbia álfyr- irtækisins. Þessi umíjöllun einkennist af órökstuddum fullyrðingum og sleggjudómum sem sæma ekki vís- indamanni og prófessor við Háskóla íslands. Prófessorinn sparar hvergi stóru orðin, hann vegur þungt að umhverfís- og landbúnaðarráðherra, Landsvirkjun og iðnaðarráðuneyti, Columbia álfélaginu og íslenska jámblendifélaginu. Umfjöllun hans um Jámblendiverksmiðjuna á Grund- artanga er hlægileg og vart svara- verð, en að sama skapi mjög alvarleg vegna tilhæfulausra fullyrðinga sem valda meiri skaða en hægt er að bæta fyrir með leiðréttingum í blaða- grein. í grein prófessorsins í Degi-Tím- anum segir á einum stað: „Þegar Jámblendiverksmiðjan var reist, fóm fram einhveijar rannsóknir á nátt- úmfari (1978-79). Síðan ekki söguna meir. Mengun frá þeirri verksmiðju hefur ekki verið rannsökuð. íslensk yfírvöid hafa ekki hirt um að láta fylgjast með þeirri mengun." í þessu sambandi skal tekið fram að gerðar hafa verið 10 rannsóknir á lífríki og umhverfi við Grundartanga, frá því verksmiðja fslenska járnblendifé- lagsins var reist. Skýrslur um rann- sóknir þessar em fyrirliggjandi. Við- fangsefnin em íjölbreytt og sem dæmi má nefna rannsóknir á þung- málmum í mosa, jarðvegi og regn- vatni, fuglalíf og athuganir á botn- dýralífi og lífríki í fjöm. Fjórar skýrslur hafa verið gerðar um mæl- ingar á efnislosun frá verksmiðjunni. Þar er fjallað um dreifni og samsetningu afgass verksmiðjunnar, efna- innihald vatns frá úr- gangshaug og brenni- steinstvíoxíðmælingar á Grundartanga. Fullyrð- ingar prófessorsins eiga því við engin rök að styðjast. Á öðrum stað segir prófessorinn: „Kjósveij- ar fá svo sannarlega að finna fyrir því, þegar hnausþykkan og helblá- an eiturmökkinn leggur frá honum (innskot: hér er vísað til hreinsibún- aðar verksmiðjunnar) yfír býli og bæi í Kjósinni." Ekki verður hjá því kom- ist að útskýra fyrir prófessomum eðli hreinsibúnaðarins og samsetn- ingu afgass ofnanna. Ofnamir em lokaðir að hluta og á yfirborði þeirra brenna reykul efni úr hráefnunum og skila sér sem afgas. Að auki verð- ur til kísilryk (Si02), skaðlaust en örfínt ryk sem m.a. er notað í se- mentsframleiðslu og málningarfram- leiðslu. Gasið er mjög heitt inni í ofnunum og til kælingar er það blandað með lofti sem dregið er inn í ofnana um hliðarlúgur. Hlutfall venjulegs andrúmslofts í gasi frá ofnunum er því yfirgnæfandi. Gasið streymir upp úr ofnunum um skor- steina og það er leitt í kælivirki til að kæla það sem mest áður en það kemur í reykhreinsivirki. Þar er kís- ilrykinu pakkað í sekki og það síðan selt til viðskiptavina hér heima og erlendis. Sjálft gasið fer til umhverf- isins. Langstærstur hluti þess er venjulegt andrúmsloft eins og áður segir. Að öðru leyti endurspeglar samsetning gassins samsetningu hráefn- anna, þar er koltvíoxíð (C02) og brenni- steinstvíoxíð (S02) í örlitlum mæli. Báðar þessar gastegundir eru litlausar og greinast því ekki með berum aug- um. Fyrir kemur að reykhreinsivirkið er stöðvað tímabundið vegna viðhaldsvinnu. Undir slíkum kringum- stæðum er gasinu frá ofnunum hleypt út um skorsteina á þaki ofn- hússins. Þessi reykur er ljós og vel sýnilegur vegna hins skaðlausa kís- ilryks sem fyrr var nefnt. I starfs- leyfí verkmiðjunnar eru ákvæði um hve oft þetta ástand má skapast, þessum ákvæðum hefur ætíð verið fylgt eftir af hálfu verkmiðjunnar og stöðvanir reykhreinsivirkja eru fátíðar og standa yfír í skamman tíma í senn. Þess má geta að vatn er notað til að kæla bráðið kísiljám og flýta storknun þess. Við þetta verður til mikil vatnsgufa og er henni hleypt út um hlið verksmiðjuhússins. Streymi vatnsgufu frá verksmiðjunni er þvi viðvarandi, enda er framleiðsl- an í gangi allan sólarhringinn. Víkjum nú að því gasi sem fer til umhverfísins frá Jámblendiverkmiðj- unni. Skýrslan „Útstreymi gróðurhú- salofttegunda á íslandi árið 1990“ var gefín út árið 1992 af umhverfís- ráðuneytinu. Þar kemur m.a. fram að árið 1990 fóru um 214 þúsund tonn af koltvíoxíði til umhverfisins Helgi Þór Ingason frá Járnblendiverksmiðjunni. Til samanburðar má nefna að það ár var heildarútstreymi koltvíoxíðs af mannavöldum 2.900 þúsund tonn á íslandi. Stærstur hlutinn, eða 58%, kom frá bmna gasolíu og svartolíu, aðallega á skipaflotanum, en 14% komu frá bruna bifreiðabensíns. Aukin framleiðsla koltvíoxíðs er al- þjóðlegt vandamál sem orsakast af aukinni iðnframleiðslu og velmegun víða um heim. Búist er við því að á allra næstu árum verði undirritaðir alþjóðlegir samningar með það meginmarkmið að stöðva hinn mikla vöxt í framleiðslu koltvíoxíðs. Þar munu þjóðir heims skuldbinda sig til að takmarka framleiðslu sína á koltvíoxíði við það magn sem sömu þjóðir framleiddu árið 1990. í þessu sambandi skal tekið fram að magn koltvíoxíðs sem kemur frá Járn- blendiverksmiðjunni er í réttu hlut- falli við framleitt magn kísiljárns hjá verksmiðjunni sem er nokkurn veg- inn það sama nú og árið 1990. Að öllu jöfnu leggur engan sjáanlegan reyk frá Jámblendiverk- smiðjunni, segir Helgi Þór Ingason. Einungis vatnsgufu. í áðurnefndri skýrslu umhverfís- ráðuneytisins frá 1992 er einnig fjall- að um uppsprettur brennisteinstvíox- íðs á íslandi. Árið 1990 var heiidarút- streymi brennisteins 13.500 tonn. Þar af komu 870 tonn frá Járnblendi- verksmiðjunni, 1.660 tonn komu frá bruna svartolíu í skipum en 8.000 tonn komu frá jarðvarmavirkjunum. Þess má geta að tekist hefur að minnka losun brennisteinstvíoxíðs frá Járnblendiverksmiðjunni undanf- arin ár, einkum með því að velja hráefni sem innihalda lítið magn brennisteins. Árið 1995 komu þannig 540 tonn af brennisteini frá verk- smiðjunni, eða 62% af því magni sem kom árið 1990. Orð prófessors við Háskóla íslands hafa mikið vægi og eftir þeim er tek- ið í þjóðfélaginu. Hann ber því tals- verða ábyrgð, ekki aðeins gagnvart Háskólanum heldur einnig gagnvart því fólki sem les og trúir því sem hann skrifar í ijölmiðla. Ekki er gott að átta sig á hvað prófessor Amór Hannibalsson á við er hann talar um „hnausþykkan og helbláan eitur- mökk“ í grein sinni. Að öllu jöfnu leggur engan sjáanlegan reyk frá verksmiðjunni, einungis vatnsgufu. I undantekningatilfellum þarf að hleypa skaðlausu kísilryki upp um skorsteina verksmiðjunnar vegna við- haldsvinnu sem tekur yfírleitt mjög skamma stund í hvert skipti. Gasteg- undirnar koltvíoxíð og brenni- steinstvíoxíð eru ósýnilegar og hvorki „hnausþykkar" né „helbláar". Losun þeirra til umhverfísins er óhjákvæmi- legur fylgifískur hins iðnvædda þjóð- félags. Oll þurfum við að huga að leiðum til að stemma stigu við auk- ningu þeirra. Prófessor Arnór Hannibalsson getur lagt sitt litla lóð á þær vogarskálar, til dæmis með því að draga úr óþarfri sóun á dag- blaðapappír. íslenska Járnblendifé- lagið hefur ekki aukið losun þessara gastegunda undanfarin ár, hún hefur þvert á móti minnkað og grannt er fylgst með tækninýjungum er gagn- ast gætu við að draga enn úr losun þeirra. í starfi mínu hjá íslenska járn- blendifélaginu hef ég átt ánægjulegt og árangursríkt samstarf við nem- endur, sérfræðinga og prófessora við Háskóla íslands, einkum við Verk- fræðideild og Raunvísindadeild. Ég veit af eigin reynslu að starfsmenn Háskólans ráða yfir verðmætri sér- þekkingu, dugnaði og nákvæmum vísindalegum vinnubrögðum. Blaða- grein prófessors Arnórs Hannibals- sonar er hins vegar full af órökstudd- um fullyrðingum og rangfærslum og er í eðli sínu skaðleg Háskólanum, þar sem höfundurinn kvittar fyrir með því að flagga stöðu sinni hjá skólanum. Ég kýs að skoða grein prófessorsins sem gönuhlaup sem best er gleymt og grafið. Höfundur er verkfræðingur. „ILLT er til þess að vita að fötluð- um sé skipt í tvær þjóðir, annarri fengið allt sem unnt er en hin sett alfarið hjá“ eru niðurlagsorð í grein Páls Péturssonar félagsmálaráðherra í Morgunblaðinu þann 12. nóvember síðastliðinn. Grein sem opinberar vanþekkingu hans á viðkvæmum málaflokki. Hann sparkar í fyrirrenn- ara sinn, undirritaða, í aumkvunar- legri tilraun til að klóra yfír niður- skurð í málaflokki fatlaðra. Já, það er illt til þess að vita að enn verður töf á að fatlaðir sem bíða búsetuúrræða fái úrlausn sinna mála. Sú töf er ekki vegna gjörða annarra. Sú töf er vegna þess að Páll Péturs- son hefur tekið þá afdrifaríku ákvörðun að stór hluti af lögformlegu framlagi til Framkvæmdasjóðs fatl- aðra, um 60% erfðafjárskattsins, renni í ríkissjóð. Samkomulag um útskriftir íbúa á Kópavogshæli sem átti sér margra ára aðdraganda kall- ar ráðherrann „ábyrgðarlausan samning gerðan í hita kosningabar- áttu“. Hann skirrist ekki við að saka hagsmunasamtök fatlaðra um rang- indi og reynir að koma því inn hjá þjóðinni að málflutningur samtak- anna sé útúrsnúningur, í besta falli misskilningur. Gefur til kynna að samtökin séu óábyggileg. Ráðherrann ber frá sér það fólk sem í áralangri baráttu hefur unnið sjalfboðaliðsstarf í þágu fatlaðra, hefur verið tilbúið að taka höndum saman við hið opinbera í mótlæti jafnt sem meðbyr. Fólk sem þekkir best hve miklu varðar að ekki sé vikið af þeirri braut framþróunar sem fetuð hefír verið á Iiðnum árum í málaflokknum. Að sátt sé milli stjórnvalda og hagsmunasamtaka um Framkvæmdasjóðinn og vinnu- brögð. Sú sátt hefur nú verið rofín. Tekjur Framkvæmdasjóðs fatlaðra Samkvæmt lögum eiga tekjur Fram- kvæmdasjóðs fatlaðra að vera óskertar tekjur erfðafjársjóðs. Félags- málaráðherra flytur nú um það lagabreytingu i svokölluðum „band- ormi“, sem er fylgi- frumvarp fjárlaga og er til meðferðar á Al- þingi, að af áætluðumn 420 milljónum króna erfðafjárskatti skuli einungis 165 milljónir renna til Framkvæmdasjóðs. Mismunurinn, sem er 255 milljónir króna á að renna í ríkissjóð. Hann segir orðrétt í grein sinni: „þá er ákveðið að ijúfa tengsl- in milli erfðafjárskatts og Fram- kvæmdasjóðs". Þetta er mergurinn málsins. Erfðafjárskatturinn hefur verið trygging fyrir áframhaldandi uppbyggingu í málaflokki fatlaðra. Trygging sem nú er felld úr gildi. Ráðherrann staðhæfír að erfðafjár- skatturinn hafi ekki verið krafínn í Framkvæmdasjóðinn á liðnum árum. Hið rétta ér að uppsöfnuðum um- framtekjum af erfðafjárskatti hefur verið ráðstafað af stjórn Fram- kvæmdasjóðs. Stefna Páls Péturssonar í dag er staða Framkvæmdasjóðs sú að fyrir utan þegar bundin fram- lög til framkvæmda er aðeins veitt fjármagn til eins nýs verkefnis en það er heimili fyrir einhverf böm og ungmenni í Reykjanesi. í fyrra var 20 milljóna króna fjárveiting úr ríkissjóði til sambýlis fyrir geðfatlaða og tek- ið fram að það væri fjórða greiðsla af fímm samkvæmt sérstöku fímm ára átaki frá stjómartíð Alþýðu- flokksins. í fjárlögum þessa árs er ekki minnst á fimmtu greiðsluna. Við þessa aðstæður ákveður ráð- herrann að markaður tekjustofn renni í ríkis- sjóð. Hann afsakar sig með að rekstrarverk- efni hafí verið flutt frá sjóðnum og það réttlæti niðurskurð- inn. Staðreyndin er að á miklum samdráttartímum var gripið til þess ráðs að setja heimildarákvæði fyrir sjóðinn um að veita mætti framlög til sérstakra rekstrarverkefna, að því tilskyldu að sjóðurinn fengi óskertar tekjur Erfðafjársjóðs. Verkefnin voru stoðþjónusta, svo sem liðveisla og stuðningsfjölskyldur, sem ákveðin voru með nýjum Iögum um málefni fatlaðra fyrir 5 árum. í lögunum fólst m.a. að hverfa frá stofnanaþjón- ustu og auka stoðþjónustu við fatlaða svo þeir gætu lifað sem sjálfstæðustu lífí og notið stuðnings á vinumark- aði. Þessi rekstrarverkefni draga verulega úr þörf fyrir byggingu skammtímavistana og vemdaða vinnustaði þó þau úrræði verði að sjálfsögðu einnig að vera fyrir hendi. Það hefði mátt vænta þess að flokk- urinn „með fólk í fyrirrúmi“ hefði fellt út heimildarákvæðið um rekstr- arframlög, án niðurskurðar, á þeim björtu hagvaxtartímum sem ríkis- stjómin hefur ítrekað bent á og skap- að aukið svigrúm til að leggja fjár- magn í uppbyggingu sambýla á suð- vesturhominu. Það svæði var látið bíða meðan fullnægt var vistunarúr- ræðum á Norðurlandi svo unnt væri að útskrifa af Sólborg á Akureyri og selja hana. Það er alvarlegt um- hugsunarefni að við fjárlagaumræð- una í fyrra var ítrekað bent á and- virðið fyrir Sólborgu, 80 milljónir króna, sem aukið ráðstöfunarféð Framkvæmdasjóðs og niðurskurður þannig réttlættur þá, meðan framlag á fjárlögum nú er borið saman við framlagið í fyrra án andvirðisins fyr- Félagsmálaráðherra hefur látið hafa sig í það, segir Rannveig Guðmundsdóttir, að skera Framkvæmdasjóð niður við trog. ir Sólborgu. Samanburðurinn er nefnilega hagstæðari þannig. Kópavogshælið Þegar fyrrnefnd lög vora sett fyr- ir fímm áram var þess sérstaklega getið í nefndaráliti félagsmálanefnd- ar að taka þyrfti á málefnum íbúa Kópavogshælis þar sem þeir byggju á sjúkrastofnun og ættu ekki kost á þeim nýju þjónustuúrræðum sem í lögunum fólust. Þetta álit studdu framsóknarmenn, þá reyndar í minnihluta. Þessi mál komu til skoð- unar milli ráðuneyta á áram sem í hönd fóru eri komust fyrst á skrið þegar sú stefnumörkun var gerð af hálfu stjómar Ríkisspítala að Kópa- vogshæli yrði breytt í endurhæfíng- ar- og hæfíngardeild Ríkisspítalanna. í þeirri stefnumörkun fólst jafnframt að áfram yrðu mikið fatlaðir einstakl- ingar vistaðir þar. Þessi mál era mér hugstæð og ég tók þessari stefnu- mörkun fagnandi. Fljótlega eftir að mér var falið ráðuneyti félagsmála var skipaður samstarfshópur heil- brigðis- og félagsmálaráðuneytis með þátttöku forsvarsmanna Kópa- vogshælis. Sá starfshópur setti niður samkomulag sem ráðherrar stað- festu. Miklu skipti að flytja átti 37 stöðugildi með 37 vistmönnum frá Kópavogshæli og eðlilegt að næsta átak á eftir útskriftum af Sólborgu yrði í þágu þeirra íbúa Kópavogshæl- is sem notið gætu annarra búsetur- ráða. Þetta var tvíhliða samningur byggður á framtíðarsýn bæði hvað varðar þá íbúa Kópavogshælis sem ekki þurfa vistun á heilbrigðisstofnun og ekki síður hvað varðar þann mikil- væga þátt heilbrigðisþjónustu sem endurhæfíngarstöðin er. Félags- málaráðherra sakar mig um ábyrgð- arlausan samning gerðan í kosninga- hita. Ég svara margur heldur mig sig og vísa sakargiftum af þessu tagi heim til föðurhúsanna. Ráðherra í vanda Félagsmálaráðherrann er í miklum vanda. Við honum blasir að í stjórn- artíð Alþýðuflokks risu 50 af 60 sam- býlum fatlaðra og þrátt fyrir efna- hagsþrengingar og niðurskurð varð 52% raunaukning í málaflokkum. Hann veit að upp á hann stendur krafan um fólk í fyrirrúmi. Hann hefur látið undan þrýstingi og látið hafa sig í að skera Framkvæmdasjóð niður við trog. Hann á engin úrræði til handa þeim sem biðu þolinmóðir meðan byggt var upp fyrir norðan, handa fólkinu í Reykjavík og fólkinu í Reykjanesi. Hann fellur i þá gryfju að fela sig á bak við Rannveigu og samning um útskriftir af Kópavogs- hæli. Slík brigsl duga hvergi í þessum málaflokki. Aðstandendur fatlaðra er fólk sem fylgist vel með fram- vindu mála og hvort staðið er vörð um málaflokkinn. Þeim er alveg ljóst hver ber ábyrgðina ef fötluðum er skipt í tvær þjóðir og önnur er alfar- ið sett hjá. Höfundur er þingmaður Alþýðuflokks úr Reykjaneskjördæmi. Miklir menn emm við, Páll minn Rannveig Guðmundsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.