Morgunblaðið - 16.11.1996, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.11.1996, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1996 25 l\ljj viðharf Átjánda öldin í Englandi var að mörgu leyti róstusöm, erlendir straumar bárust að, þensía myndað- ist innbyrðis sem ól af sér ný við- horf. Velmegun jókst og millistéttin stækkaði. Margir fjárfestar efnuð- ust vel á viðskiptum sínum við Aust- urlönd. Fjöldi félaga og einstaklinga missti að vísu fótfestuna um stund- arsakir eða fyrir fullt og allt. Drykkjuskapur var algengur. Fjöl- skylduharmleikir voru margir og sumir átakanlegir. Þeir sem sluppu voru reynslunni ríkari. Ófáir höfðu líka auðgast verulega á forsjálni eða hreinu glópaláni. Valdastéttirnar höfðu mun meiri tök á ríkisvaldi og atvinnulífi en þekktist á meginlandi Evrópu. Margir efnamenn eignuðust jarðir eða landareignir og hnýttust þannig sterk bönd milli stórjarðeigenda og auðmanna. Bændastéttin hafði ¦ flosnað upp. A 18. öld mót- aðist enskt þing- ræði svo að það hefur ótrúlega lítið breyst síð- an. I engu öðru landi nutu menn jafnmikilla borgaralegra réttinda á þess- um tíma. Rétt- indi þessi voru að miklu ef ekki að öllu leyti bundin við eignir. Þátttaka í stjórnmálum var langtum meiri í Bretlandi en nokkru öðru landi og frelsi þegn- anna til orðs og æðis hvegi sam- bærilegt annars staðar í álfunni. Auður opnaði mönnum jafnvel fleiri dyr en ættgöfgin ein, þegar hér var komið. Enska þjóðin var eins og tvær þjóðir sem bjuggu við gjörólíkt hlutskipti. Hurðarhúnninn varð að list________ . Efri stéttin bar yfirleitt mjög gott skyn á verðmæti hlutanna. Húsa- kynni hennar þóttu glæsileg, enda var það þessi stétt sem gaf tóninn varðandi tískuna, hvort.sem var í klæðaburði eða húsbúnaði. Marga fýsti að vita hvernig þessi stétt bjó; sjón, jafnvel á mynd, er sögu ríkari. Gegnfágaður smekkur var þó áber- STÓLL úr mahóní, Georg III, frá 1765. andi. Hvorki fyrr né síðar hefur hönnun verið jafn falleg í Bretlandi og á átjándu öldinni. Listmunir og húsgögn voru handunnin, það var ekki fyrr en á 19. öld að fjöldafram- leiðslan tók við. Það var jafnvægi milli fegurðar og notagildis, sem kom fram í því að hurðarhúnninn varð að list, sama máli gegndi um súpuskeiðina, vínglasið og kommóð- una. Hlutirnir voru ekki bara til yndisauka heldur höfðu talsvert notagildi. John Gloag sagði: „Það var ekkert sem stakk í augu í hús- búnaði á þessu tímabili." Það leikur enginn vafi á því, að bestu húsgögnin sem smíðuð hafa verið í Englandi eru frá 18. öld eða georgíska tímabili í Englandi. Vissulega voru húsgögn hönnuð með tilliti til efna og hvernig fólk lifði. Lögun stóls og útskurður á húsgögnum gefur okkur vísbend- ingu um stöðu og efni fólks í þjóðfé- laginu. Feg- urstu húsgögnin eftir þekkta hönnuði voru dýr og það var einungis á færi forréttindastétt- arinnar að kaupa þau. Engu að síður voru húsgögnin sem voru smíð- uð fyrir milli- stéttina í háum gæðaflokki og þykja enn í dag góð fjárfesting. Borðstofuhús- gögn urðu vinsæl á þessu tímabili. Mikið var lagt upp úr borðstofu. Áhersla var lögð á að hafa kvöld- verðarboð sem glæsilegust, þar sem siðareglur voru í hávegum hafðar. Kvöldverðurinn gat tekið upp undir fimm klukkustundir. Bókaherbergið hafði herralegan blæ, en setustofan var fínlegri. Tedrykkja var orðin vinsæl. Smíðuð voru borð sem aðeins þóttu hæfa tedrykkju. Kvöldverður og tedrykkja var meira en afþrey- ing, áhersla var á góða mannasiði og fágun, að taka þátt í samræðum létt og leikandi, allt þetta ræktuðu menn með sér eins og listgrein. Það var þó ekki fyrr en um 1740 að rókókóstíllinn barst til Bretlands og hafði þá rutt sér til rúms á meg- inlandi Evrópu. Veruleg þáttaskil urðu í enskri húsgagnagerð með Chippendale stílnum. Fjallað verður um hann í næstu grein. I LÆGRI hlíðum Mont Blanc. HELGI ;í tindi Kirkjunnar í Öræfajökli i' roki og brunagaddi. FJallgangur í fjarlæg- um heimshornum F JALLAMENNSKA er eitt af því sem heillar marga og fer sá hópur ört stækkandi sem leggur stund á fjaUgöngur, ekki aðeins hér heíma heldur einnig í öðrum heimsáifum. Helgi Benediktsson hefur stundað fjallamennsku frá unga aldri og er án efa einn af reyndustu íjaUmönnum landsins. Helgi hefur farið víða um lönd til að stunda þetta áhugamál sitt og meðal annars klifið fyrstur manna margar leiðir hér heima svo sem Kirkjuna í Ör- æfajöklí, Fingarbjövgí Mávabyggðum í Breiða- merkurjökli og norðvesturhlið HvannadaisíyúJcs. Þá hefur hann éinnig klifið þrisvar Matterhorn í Sviss, Mt. Btenc 1 Frakklandi, íöiímatyaro og Mt Kenya í Afríku, Mt. McKinley í Alaska, ásamt nokkrum tindum í Indlandi og Nepal. Hæsta fjaE sem Helgi hefur kíifið erÐir&n í Pakistan, en það er 7.273~metrar á hæð. Aðspurður um hvað fengi menn til að leggja upp í dýrar og stundum hættulegar ferðir upp um fjöll og fímindi sagðí Helgí, að það væri líklega þörfin fyrir að reyna sig við náttúruöflin og sjáífan sig í falleg- asta og stórbrotnasta umhverfi sém hugsast getur. Fyrir þá sem vUja kynnast nánar áhugamáU Helga og ijafiamennsku almennt xab. benda á að hann, ásamt Ara Trausta Guðmundssyni og Hreíni Magn- ússyni, mun halda fyrirlestur og^myndasýningu í nýjum sýningarsal Ferðafélags Islands í Mörkmni næstkomandi þriðjudagskvöld. „falendmgw eíga tialle$a&ta \jélk í heimi - því kunnum við be&t við að hanna tallegar cg vandaðar vörur íólenök hönnun heturset/cl aérgott orð. bœði hér heima og erlendii. iilemkir hónnuðir þekkja krófiur í&lemkra neytenda 03 vita vel að aðeim það beita er nógu gott. Berðu alitat iaman verð og gcedi. íólenskur iðnaður á heimsmœlikvarða :¦« & SAMTÖK IÐNAÐARINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.