Morgunblaðið - 16.11.1996, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 16.11.1996, Blaðsíða 49
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NOVEMBER 1996 4Í> \0 SNNLENT Fyrirlestur um Indland í Norræna húsinu í FYRIRLESTRARÖÐINNI „Ork- anens 0je" í Norræna húsinu verður haldinn fyrirlestur um Indland sunnudaginn 17. nóvember kl. 16. Sendiherra íslands á íslandi, S.K. Mathur, segir frá Indlandi og nefn- ir fyrirlesturinn „A Land of Divers- ity". A undan fyrirlestrinum verður sýnt stutt myndband um Indland °g á eftir fyrirlestrinum gefst áheyrendum tækifæri til að varpa fram spurningum. Shankar Kumar Mathur hefur gegnt stöðu sendiherra Indlands á Islandi frá 1993. Hann hefur aðset- ur í Ósló og er hann einnig sendi- herra Indlands í Noregi. Aður en hann tók við sendiherraembættinu starfaði hann á vegum utanríkis- ráðuneytisins í Malaví í Mið-Afríku 1990-1993. Þar áður hefur hann verið stjórnarerindreki í Egypta- landi, Burma, Sri Lanka, Ástralíu, Saudi-Arabíu og Afganistan. Ekkí „minni- háttar" líkams- meiðsl í FRÉTT á bls. 2 í Morgunblaðinu á miðvikudag var frá því skýrt að tveir drengjanna, sem réðust á pilt- inn við Bústaðakirkju á mánudags- kvöld, hafi áður komið við sögu í „vegna minniháttar líkamsmeið- inga". Einn aðstandenda fórnar- lambsins í tilfellinu, sem rætt er um, hafði samband við Morgunblað- ið og óskaði eftir því að fram kæmi, að að mati aðstandenda drengsins, sem ráðizt var á, sé hæpið að tala um að líkamsmeiðingarnar hafi ver- ið minniháttar. SWMMauglýsingar KENNSLA Ljósblik Þrihyrningurinn Ljósblik verður með námskeið fyrir menn og konur sem hafa áhuga á að vinna fyrir Ijósið og jörðina og vera meðvitað starfsfólk Ijóssins í daglegu lífi sínu. Námsefni m.a.: Ljósið í hjartanu, fyrstu skrefin á vegi Ijóssins, heilun jarðar og manns og margt fleira. Aðalleiðbeinandi: Jytta Eiríks- son, stofnandi Norræna heilun- arskólans 1985. Um er að ræða 7 helga námskeið 1x í mánuði. Kennsla hefst 16. nóv. kl. 19 í Ingólfsstræti 5, 3. hæð. Nánari upplýsingar í síma 554 0194. FÉLAGSLÍF Landsst. 5996111616 (k kl. 16.00. ,l KRISTIÐSAMFÉLAG Dalvegi 24, Kópavogi Almenn samkoma í dág kl. 14.00. Allir hjartanlega velkomnir. v* Hallveigarstig 1 • sími 561 4330 Dagsferð 17. nóvember kl. 10.30: Þjóðtrú, skrímsli. Sögnin um Kleifarvatnsskrímslið og þær álögur, sem á vatninu eru taldar hvíla. Skoðaðurverður Austur-Engjahver, stærsta leir- hverasvæði á Suðvesturlandi. Verð kr. 1.000/1.200. Netslóð http://www.centrum.is/utivist Frá Sálarrannsóknarf élagi íslands Breski huglæknirinn Joan Reid er hér á landi um þessar mund- ir. Joan, sem komið hefur reglu- lega til íslands síðasta aldar- fjórðunginn og er mörgum af góðu kunn, verður áttræð mánudaginn 18. nóvember. SRF( gengst fyrir afmælishófi í Akoges-salnum, Sigtúni 3 (Sól- túni), sunnudaginn 17. nóvem- ber kl. 14.30-17.30. Þá, sem langar að hitta Joan í tilefni af- mælis hennar, eru boðnir vel- komnir og verða kaffiveitingar seldar á kr. 600. SRFÍ. 90 ÁRA þríburablóm í frönskum garði. ÞRIBURABLOM (Bougainvillea spp.) BLOM VIKUNNAR 325. þáttur msjón ÁgúsU Björnsdóttir NU HAFA kaldar krumlur vetrarins læst sig um landið. Þau blóm sem hvað lengst hafa þráast við og glatt augað, svo sem anemónur, stjúp- ur, haustliljan eða Kíhavöndurinn, verða nú að láta undan síga. En þegar vetrar eru inniblómin mikils virði, gleðigjafí í grá- manum ef vel er um þau hugsað. Einar I. Siggeirs- son hefur sent Blómi vikunnar þennan pist- il um inniblóm, sem ávallt vekur eftirtekt fyrir glæsi- leika þegar það stendur í blóma. Bougainvillea, eða þríburablómið er trjákenndur og marggreindur runni af Nyctaginaceae-ættinni. Hún er ættuð frá Brasilíu, þar sem hitabeltisloftslag ríkir. Ekki er hægt að rækta þríburablómið úti hér á landi en það vex mjög vel í stofum inni og í gróðurskálum. Bougainvillea í blóma er mjög glæsileg þar sem hún skartar í hvítu, fjólubláu, bleiku eða Ijós- rauðu skrúði. En þetta sem vekur athyglina er ekki blómið sjálft, það er lítið og óásjálegt. Það eru efstu laufblöðin, sem hafa umbreyst og skarta sterkum litum til að draga að skordýr til frjóvgunar. Svona. blöð eru kölluð háblöð. Annað blóm sem skreytir sig með „láns- fjöðrum" ef svo má segja, nýtur stöðugt meiri vinsælda sem stofuprýði á jólum. Þetta er jólastjarnan, sem er mjög glæsileg með sterkrauðum eða hvítum háblöðum, en gul smáblómin sitja í miðjum blaðkransin- um. Stöngull þríbura- blómsins er gráleitur með mörgum, hár- beittum, __ brúnum þyrnum. í öxlinni milli stönguls og þyrna vaxa laufblöðin og einnig hliðarsprotar. Laufblöðin eru oftast egglaga og mjókka fram í odd. Þau hafa þykkt miðrif og eru fjaðurstrengjótt og gagnstæð, vaxkennd viðkomu. Hér á landi fara þau að falla af plöntunum í september og fram í október. Standi plantan í hita byrja að myndast ný laufblöð eftir 4 til 5 vikna hvíld og samtímis þeim myndast blóm. Blómin, sem standa þrjú saman, vaxa út frá blaðöxlun- um. Blómblöðin (háblöðin) eru þrjú, pappírskennd og standa mjög lengi. Blómblöðin eru laus hvert frá öðru. Þau hafa þykkt miðrif og eru áberandi breiðust í miðj- unni en ganga fram í odd. Fræv- urnar eru þrjár, grænleitar, en frænið venjulega hvítt. Þríbura- blómið myndar venjulega ekki fræ, en því má fjölga á vorin með hliðar- sprotunum. Þeir eru settir í vatn til að fá rótarmyndun og síðan er ungplantan gróðursett í pott. Gott er að bera á þá rótarhormón. Rót- in er marggreind og vex grunnt. Eins til tveggja ára gömul planta þarf pott sem er 20-25 sm í þver- mál. Neðst í pottbotninn þarf að setja þykkt lag af vikri eða grófri möl til að ekki safnist fúlt vatn fyrir í pottinum og umfram vatn renni í burtu. Þríburablóm þolir ekki frost. Sumarlangt getur það hæglega staðið í köldum gróður- skála en því þarf að bjarga í hús áður en frystir. Þríburablómið er dugleg klifurplanta, en það er líka oft ræktað sein runni. Þá er það klippt niður á haustin 10-20 sm fyrir ofan rótarhálsinn. Vaxa þá nýir stönglar upp síðari hluta vetr- ar eða næsta vor. Stönglarnir eru veikbyggðir og þurfa því stuðning, annars leggjast þeir út af og vaxa lárétt í allar áttir. Þegar vorar er gott að skafa 2-4 sm ofan af moldinni í pottinum og setja í stað- inn vikri blandaða laufmold. Meðan plantan er í hvíld þarf að stilla vökvun mjög í hóf, en á sumrin þarf að vökva vel og gefa þríburablóminu alhliða tilbúinn áburð. Rósaáburður hefur reynt mjög vel. Háskóli Islands Endurmenntunarstofnun Markaðs- og útflutningsnám - eins árs nám með starfi - hefst í febrúar 1997 Þátttaka í náminu: Nám í markaðs- og útflutningsfræöum er fyrir þá, sem ná vilja betri árangri í starfi við sölu og markaðssetningu vöru og þjónustu, hvort sem er á heimamarkaði eða erlendis. Þeir einir geta tekið þátt í náminu, sem uppfylla öll eftirtalin skilyrði; hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegu námi, hafa tveggja ára starfsreynslu í atvinnulífinu, geta skilið og lesið ensku og talað hana þokkalega. Kennarar: Umsjónarmenn og um leið aðalkennarar námskeiða verða þau Gísli S. Arason, lektor, Birna Einarsdóttir, forstöðumaður markaðs- og þjónustudeildar (slandsbanka, Eggert Ág. Sverrisson, forstm. hjá íslandsbanka, Halldór S. Magnússon, forstöðum. hjá íslandsbanka, Jón Björnsson, frkvstj. hjá Ferskum kjötvörum, Þorgeir Pálsson deildarstjóri sjávarútvegssviðs Útflutningsráðs fslands, Ágúst Einarsson, alþingismaður og Ingjaldur Hannibalsson, dósent. Námsgreinar: Rekstrarhagfræði (20 klst.) Stjórnun og stefnumörkun (20 klst.) Markaðsfræði (50 klst.) Markaðsathuganir (30 klst.) Sölustjórnun og sölutækni (30 klst.) Flutningafræði (20 klst.) Fjármál milliríkjaviðskipta (40 klst.) Utanríkisverslun, hagræn landafræði og áhrif menningar á viðskiptavenjur (50 klst.) Valnámskeið fyrir þá er það kjósa [ viðskiptatungumálum: Enska, þýska, franska (50-70 klst.) Kynnisferð. Stjórn námsins: Stjórn Endurmenntunarstofnunar hefur skipað eftirtalda einstaklinga í stjórn námsins: Ingjald Hannibalsson, dósent, Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóra Útflutningsráðs, Margréti S. Björnsdóttur, endurmenntunarstjóra HÍ, Þórð Sverrisson, rekstrarhagfræðing og markaðsráðgjafa hjá Forskoti ehf. úr stjórn ÍMARK. og Helga Gestsson, deildarstjóra í Tækniskóla íslands. Kennslutími, kennslufyrirkomulag og verð: Kennslustundir verða 260 klst. auk tungumálanámskeiðs fyrir þá, sem það velja. Námið hefst í febrúar 1997, stendur í eitt ár og er kennslutími kl. 16.00-20.00 einu sinni í viku. Auk þess er kennt, samtals þrisvar í mánuði, ýmist á föstudögum kl. 14.00-18.00 eða á laugardögum kl. 9.00-13.00. (lok námsins er fyrirhuguð kynnisferð til Evrópu til að kynnast nýjungum í markaðssetningu og milliríkjaverslun. Þá ferð greiða nemendur sérstaklega. Umsóknarfrestur til 27. nóvember 1996. Nánari upplýsingar um námið, ásamt umsóknareyðublöðum, fást hjá: Endurmenntunarstofnun Háskóla íslands, Tæknigarði, Dunhaga 5,107 Reykjavík. Sími 525 4923. Bréfsími 525 4080. Netfang: endurm@rhi.hi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.