Morgunblaðið - 16.11.1996, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1996
ERLENT
MORGUNBIAÐIÐ
Tekst Korzhakov að launa
Tsjúbajs lambið gráa?
Getur komið sér
illa fyrir Jeltsín
oskvu. Reuter.
Korzhakov
FRIÐURINN,
sem ríkt hefur
milli núverandi
o g fyrrverandi
innanbúð-
armanna í
Kreml, virðist
vera úti, að
minnsta kosti
milli þeirra Ana-
tolís Tsjúbajs,
skrifstofustjóra Borís Jeltsíns, for-
seta Rússlands, og Alexanders
Korzhakovs, fyrrverandi yfirmanns
forsetalífvarðarins.
Moskvublaðið Moskovskí Komso-
molets birti í gær samtal milli
Tsjúbajs og tveggja aðstoðarmanna
Jeltsíns og sagði blaðið, að það hefði
verið hlerað 22. júní sl. Það var
tveimur dögum eftir að Jeltsín rak
Korzhakov að kröfu Tsjúbajs, sem
þá stýrði kosningabaráttu forsetans.
Af blaðinu mátti skilja, að það hefði
heimildir sínar frá Korzhakov eða
einhveijum honum nánum.
Samkvæmt samtalinu voru þeir
Tsjúbajs og Víktor Íljúshín, einn
helsti aðstoðarmaður Jeltsíns, að
leggja á ráðin um hvernig koma
mætti í veg fyrir rannsókn á máli
tveggja manna,
sem Korzhakov
hafði látið hand-
taka. Unnu þeir
að endurkjöri
Jeltsíns en voru
að sögn með
hálfa milljón
dollara, 33 millj-
ónir ísl. kr., þeg-
ar þeir voru
teknir þótt þeir og aðrir talsmenn
forsetans hafí aldrei viðurkennt
það.
Samkvæmt því, sem fram kemur
í blaðinu, hafði Íljúshín hringt í
Júrí Skúratov, ríkissaksóknara í
Rússlandi, og sagt honum að gera
ekkert í málinu fyrr en eftir síðari
umferð forsetakosninganna í sum-
ar. Þá skipar Tsjúbals svo fyrir, að
Korzhakov skuli sagt að þegja, „ella
sting ég honum í steininn". Segist
hann hafa nóg á hann, „þjófnað,
morð og misþyrmingar", til að loka
hann á bak við lás og slá í 15 ár.
Rússneska þingið eða dúman
hefur ákveðið að kanna þetta mál
frekar en þar eru andstæðingar
Jeltsíns í meirihluta og enginn óvin-
sælli meðal þeirra en Tsjúbajs.
Reuter
Til stuðnings Wang
NOKKUR hópur manna efndi til
mótmæla í Hong Kong í gær og
krafðistþess, að kínversk sljórn-
völd leystu úr haldi andófsmann-
inum Wang Dan. Wang var
dæmdur í 11 ára fangelsi fyrir
samsæri gegn ríkinu og í gær
var áfrýjun hans hafnað. Voru
mótmælin á sama tíma og verið
var að ræða um væntanlegan
héraðsstjóra í Hong Kong undir
sljórn Kínveija og var Qian Qic-
hen, utanríkisráðherra Kína, við-
staddur fundinn.
Afsögn Antonios Di Pietros áfall fyrir Ítalíustjórn
Telur sig skotspón
hatursfullra manna
Róm. Reuter.
Fljótabátur
sökk á Níl
Ottast að
20 hafi
farist
Qalh al-Jabal. Reuter.
EGYPSKIR froskmenn fundu
í gær fimm lík um borð í
fljótabáti, sem sökk á Níl í
fyrradag, en óttast er, að enn
séu 12 lík ófundin. Flestir
þeirra, sem fórust, voru
ferðamenn frá Tékklandi og
Slóvakíu.
Skipið sökk í miklu veðri
um 580 km fyrir sunnan
Kairó og liggur nú á hliðinni
í hálfu kafi. Um borð var
nokkuð á annað hundrað
manns, erlendir ferðamenn
og Egyptar. Ekki þykja mikl-
ar líkur á, að þeir, sem sakn-
að er, geti enn verið á lífí
inni í skipinu en þó er það
ekki talið útilokað með ein-
hveija. Meðal þeirra, sem
fórust, eru þrír egypskir
skipveijar þannig að hugsan-
lega hafa 20 manns týnt lífi
í slysinu.
Siglt í
versta veðri
Ashraf Bennan, egypskur
fararstjóri, sagði, að á fjórða
tímanum í fyrradag hefði
skyndilega komið mikil slag-
síða á skipið og vatnið fallið
inn. Tókst að bjarga næstífm
öllum, sem voru uppi við, en
þeir, sem fórust, voru aðal-
lega fólk, sem hafði lagst
fyrir í klefum sínum.
Skipið sökk við bæinn Qalh
al-Jabal og segjast íbúar þar
furða sig á því, að siglingu
skipsins skuli hafa verið hald-
ið áfram eins og veðrið var á
fimmtudag. Auk þess sé Níl
mjög straumþung nú vegna
mikilla rigninga í Eþíópíu á
þessu ári.
TALIÐ er, að ríkisstjóm Romano
Prodis, forsætisráðherra Ítalíu, muni
standa af sér skyndilega afsögn
Antonios Di Pietros, ráðherra opin-
berra framkvæmda. Di Pietro, sem
er hetja í augum flestra landa sinna
vegna framgöngu sinnar í spillingar-
rannsóknunum á síðustu árum, er
nú sjálfur sakaður um að hafa mis-
notað vald sitt sem dómari og auðg-
ast óeðlilega I embætti.
„Þetta er áfall fyrir ríkisstjórnina
en ég sé ekki fyrir mér neina stjórn-
arkreppu," sagði ítalski stjómmála-
fræðingurinn Franco Pavoncello og
ráðherrar ríkisstjómarinnar vísuðu á
bug kröfum stjómarandstöðunnar
um að Prodi segði af sér.
Di Pietro, sem kunngerði ákvörð-
un sína á fimmtudag, segir af sér á
erfiðum tíma fyrir stjómipa því að
hún er nú að reyna að koma í gegn-
um þingið mjög aðhaldssömum íjár-
ALESSANDRA Mussolini, leikari
og þingmaður, hefur sagt skilið
við Þjóðarbandalagið, sem boðar
fasisma, og virð-
ist því ekki leng-
ur eiga hug-
myndafræði-
lega samleið
með afa sínum,
Benito Mussol-
ini, fyrrverandi
leiðtoga Ítalíu.
Mussolini
sagði að ástæð-
an fyrir því að
hún yfirgæfi flokkinn væri „pólit-
ískur ágreiningur" og flutti sig
yfir á vinstri vænginn til flokks,
sem nefnist Sjálfstæðisráðið.
Hún er þingmaður fyrir Þjóð-
arbandalagið í Napolí og telst enn
félagi í flokknum, en ekki er búist
við að það vari lengi. Hún hefur
verið í flokknum í fjögur ár og
margir félaga hennar urðu bæði
klökkir og hamingjusamir þegar
lögpim fyrir næsta ár. Það var því
mikill sigur fyrir hana í gær þegar
neðri deildin samþykkti þau að
mestu leyti, aðeins nokkrum klukku-
stundum eftir að Di Pietro sagði af
sér. Gert er ráð fyrir að lækka fjár-
lagahallann um 3.700 milljarða kr.
á næsta ári.
Afsögn með tilþrifum
Di Pietro sagði af sér með sömu
tilþrifunum og einkennt hafa allan
hans feril. Þegar hann komst að því,
að málefni hans væru til rannsóknar,
skrifaði hann Prodi og sagði, að hann
væri skotspónn hatursfullra manna,
sem vildu sverta hann og spillingar-
rannsóknimar, sem steyptu af stóli
ef svo má segja hinni ráðandi stétt.
Bað hann Prodi að láta það vera að
biðja sig að sitja áfram.
Di Pietro hefur áður sagt af sér
embætti í mikilli skyndingu. Hann
hún bauð sig fram fyrir hann
snemma árs 1992. Það þótti ekki
lítill ávinningur að nafnið Mussol-
ini skyldi standa á framboðslist-
um flokksins.
Reif upp flokkinn
Áhrifa þess að hún gekk til liðs
við flokkinn var skammt að bíða.
Bæði sýndu fjölmiðlar flokknum
nú meiri athygli en áður og kjós-
endur urðu einnig örlátari á at-
kvæði sín til samtaka, sem höfðu
verið í kuldanum í hálfa öld.
Auknar vinsældir flokksins og
nýtt nafn, sem var tekið upp til
að veiða atkvæði á miðjunni fyrir
síðustu kosningar, leiddu hins
vegar til þess að hörðustu flokks-
hætti sem dómari í desember 1994
skömmu eftir að rannsókn hófst í
máli Silvio Berlusconis, þáverandi
forsætisráðherra, en hann var sak-
aður um mútur. Aldrei gefur fengist
skýring á þeirri ákvörðun hans.
Trúa á sakleysi hans
Sagt er, að ýmsir samráðherrar
Di Pietros gráti afsögn hans þurrum
tárum en á Ítalíu er mikill áhugi á
þessu máli og hvað við muni taka
hjá Di Pietro. Samkvæmt skoðana-
könnun í dagblaðinu Corriere della
Sera telja 59%, að hann sé saklaus
og takist honum að hreinsa nafn sitt
þykir ljóst, að vinsældir hans muni
aukast um allan helming. Þetta er
raunar ekki í fyrsta sinn, sem hann
er sakaður um að hafa óhreint mjöl
í pokahominu því að dómarar í Bresc-
ia sökuðu hann um spillingu en ákær-
um þeirra var vísað frá í apríl sl.
mennirnir fóru að efast um heil-
indi barnabarns „II Duce“ eða
leiðtogans og gruna hana um
óviðeigandi hófsemi.
Grunsemdir um að hún væri
farin að hneigjast til vinstri vökn-
uðu fyrst þegar hún lofsöng An-
tonio Bassolino, hinn vinstrisinn-
aða borgarstjóra Napólí, sem
jafnframt átti að heita hennar
helsti andstæðingur.
Eftir að Mussolini, sem einnig
er frænka leikarans Sophiu Lor-
en, eignaðist barn í fyrra fór að
bera á stuðningi við feminisma,
fóstureyðingar og réttindi sam-
kynhneigðra í málflutningi henn-
ar. Hún og sex aðrar konur úr
röðum þingmanna komust í frétt-
Róm. The Daily Telegraph.
Alessandra Mussolini
segir skilið við fasista
Alessandra
Mussolini
Foringj-
ar styðja
Mladic
Han Pyesak. The Daily Telegraph.
GLUNDROÐI var meðal
serbneskra yfirvalda í Bosníu
á miðvikudagskvöld eftir að
Biljana Plavsic, forseti Bosn-
íu-Serba, reyndi að svipta
Ratko Mladic, sem hefur ver-
ið sakaður um stríðsglæpi,
embætti yfirmanns hersins.
Þótt Mladic og tugir stuðn-
ingsmanna hans hafi verið
reknir um helgina er ekki að
sjá að þeir hyggist virða þá
ákvörðun. Á þriðjudag lýstu
100 stuðningsmenn Mladic
úr foringjasveit hers Bosníu-
Serba yfir því að þeir ætluðu
að reka sína eigin herstjórn
í nokkrum sprengjubirgjum í
Han Pijesak, þar sem Josip
Tito marskálkur hafði eitt
sinn bækistöðvar.
í yfirlýsingunni sökuðu
foringjarnir Plavsic um að
ógna stöðugleika í lýðveldinu
Srpska, þeim hluta Bosníu,
sem Serbar ráða. „Tvöföld
stjóm hersins flækir ástandið
í lýðveldinu Srpska, en her-
ráðið [sem styður Mladic]
framkvæmir allar skyldur
sínar,“ sagði í yfirlýsingunni.
Arekstrar-
hætta yfir
Skotlandi
London. Reuter.
FLUGSTJÓRAR farþega-
þotna British Airways og
AirUK segja flugvélar sínar
hafa verið hættulega nálægt
hvorri annarri yfir Skotlandi
í fyrradag. Tjlkynntu báðir
um árekstrarhættu til bresku
flugmálastjórnarinnar
(CAA).
Þota British Airways, af
gerðinni Boeing-767, var á
leið frá London til Edingborg-
ar og Fokker F-100 þota
AirUK á leið frá Amsterdam
til Glasgow er leiðir þeirra
skárust í 20.000 feta flug-
hæð. Óljóst er hversu langt
var á milli þeirra en flugmenn
geta tilkynnt um árekstr-
arhættu ef hæðaraðskilnaður
er innan við 1.000 fet og lá-
réttur aðskilnaður allt að 8
km. Flugmenn beggja áttuðu
sig á hvert stefndi.
Talsmaður CAA sagði, að
rannsókn á atvikinu hefði
verið sett í gang í gær.
ir þegar þær fengu samþykkt
frumvarp, sem herti viðurlög við
nauðgun svo um munaði. Lög
þessi komu í stað laga, sem afi
hennar setti á fjórða áratugnum.
Hún gagnrýndi einnig hægri-
sinnaða snoðhausa, sem settu allt
á annan endan á fæðingarstað afa
gamla, með orðunum: „Þetta
mundi aldrei gerast ef vinstri-
menn ættu í hlut.“ Hún sagði for-
ustu flokksins vera einráða og
reyna að þagga niður í þeim, sem
væru á öndverðum meiði.
„Einn af mínum göllum er sá
að ég segi alltaf það, sem ég
hugsa, en hið pólitíska umhverfi
einkennist af hræsni og þagna-
reiði mafíunnar," sagði Mussolini.
Flótti Mussolini frá fasistum
kemur mönnum því ekki að öllu
leyti í opna skjöldu. Hann gæti
hins vegar valdið vandræðum þjá
flokknum, sem hefur þrefaldað
styrkleika sinn á þingi frá því að
hún gekk til liðs við hann.
I
i
t
!
)
)
)
I
>
I
f