Morgunblaðið - 16.11.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.11.1996, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ 4 fMttQmibiáblb STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SAMKOMULAG UM LÍFEYRIRÍKIS- STARFSMANNA ÞAÐ HLÝTUR að teljast til tíðinda, að samkomulag hefur tekizt milli fjármálaráðuneytis og samtaka ríkis- starfsmanna um nýtt lífeyrissjóðakerfi. Því er ætlað að tryggja starfsmönnum eigi síðri lífeyrisréttindi en nú er og reyndar bætt lífeyriskjör í framtíðinni. Jafnframt er við það miðað að nýja lífeyriskerfið standi undir skuldbinding- um sínum með tíð og tíma. Samkomulagið kostar ríkissjóð veruleg útgjöld frá því sem nú er, því iðgjaldagreiðslur verða 11,5% (af heildarlaunum) í stað 6% nú (af dagvinnu- launum), auk þess sem ríkissjóður verður að greiða að fullu 80-100 milljarða skuldbindingar núverandi kerfis. Á móti er komið í veg fyrir áframhaldandi skuldasöfnun þess. Blasað hefur við um langt skeið að óhjákvæmilegt er að breyta lífeyrissjóðakerfi ríkisstarfsmanna þar sem skuld- bindingar hafa hlaðizt upp á ríkissjóð og stefndi í algjört óefni. Hins vegar er jafnljóst að ekki er unnt að svipta ríkisstarfsmenn áunnum réttindum sínum og þess vegna felur samkomulagið í sér að eldra kerfið verður aðeins fyr- ir núverandi starfsmenn. Þeir munu áfram greiða 4% af dagvinnulaunum, lengst í 32 ár. Þeir búa áfram við svokall- aða 95 ára reglu. Ymsar minniháttar breytingar eru þó gerðar á eldra kerfinu. Um áramót er ætlunin að taka upp nýtt lífeyriskerfi sem á að standa undir skuldbindingum sínum. Ríkisstarfsmenn munu greiða 4% af heildarlaunum alla starfsævina en ríkis- sjóður greiðir 11,5% eða nær tvöfalt meira en nú er á al- mennum vinnumarkaði. Iðgjald ríkisins verður greitt jafnóð- um og endurskoðað árlega miðað við afkomu sjóðsins. Það getur því lækkað verði ávöxtun sjóðsins góð en hækkað ári illa. Núverandi starfsmenn eiga þess kost að flytja sig í nýja sjóðinn telji þeir það hagkvæmara. Væntanlega fer það eftir starfsaldri hvers og eins hvað er álitlegast. Viðbót- arútgjöld ríkissjóðs frá því sem nú er ráðast að miklu leyti af því hversu margir óska eftir flutningi milli sjóða. Pjár- málaráðherra áætlar að viðbótarútgjöld verði 5-600 millj- ónir á næsta ári, en það er samkvæmt gefnum forsendum sem óvíst er að standist. Augljóst er að samkomulagið mun kosta ríkssjóð veru- lega fjármuni þegar til framtíðar er litið, en áframhaldandi skuldasöfnun núverandi kerfis hefði jafnframt orðið dýr- keypt. NÝIR TÍMAR í VERKTÖKUMÁLUM NÝIR tímar eru runnir upp í verktökumálum á Keflavík- urflugvelli. Dæmi um það er mikil aðsókn verktakafyr- irtækja að fundi sem varnarmálaskrifstofa utanríkisráðu- neytisins og varnarliðið gengust fyrir í fyrradag um forvals- reglur og útboðsaðferðir vegna kaupa varnarliðsins á vör- um, þjónustu og verklegum framkvæmdum. Hið gamla kerfi, þar sem utanríkisráðuneytið úthlutaði fáeinum verktakafyrirtækjum öllum verkefnum á Keflavík- urflugvelli og allir aðrir voru útilokaðir, ér nú að miklu leyti úr sögunni. Þegar hafa verið tekin upp útboð á kaup- um varnarliðsins á vöru og þjónustu, svo og á þeim mann- virkjaframkvæmdum sem Mannvirkjasjóður NATO kostar. Á næstu átta árum verður einkaréttur íslenzkra aðalverk- taka og Keflavíkurverktaka á framkvæmdum, sem Banda- ríkin fjármagna, svo afnuminn í áföngum. Hinn mikli áhugi verktakafyrirtækja á framkvæmdum fyrir varnarliðið sýnir að von er á virkri samkeppni um verkefni á..Keflavíkurflugvelli. Slík samkeppni er öllum til hagsbóta. Það eru í fyrsta lagi gagnkvæmir hagsmunir íslands og Bandaríkjanna að kostnaður við rekstur varnar- stöðvarinnar lækki. í öðru lagi hefur frjáls samkeppni í för með sér betri og skynsamlegri nýtingu vinnuafls og fjár- muna og stuðlar þannig til lengri tíma að aukinni verðmæta- sköpun. í þriðja lagi er frjáls samkeppni réttlætismál - gamla kerfið þar sem fámennum hópi manna var réttur stórgróði af varnarframkvæmdum á silfurfati, var óþolandi. Gömlu einokunarfyrirtækin, íslenzkir aðalverktakar og Keflavíkurverktakar, þurfa nú að horfast í augu við að þau starfa ekki lengur í vernduðu umhverfi pólitískrar úthlutun- ar. Þau hljóta að leggja metnað sinn í að ganga óstudd inn í frjálst markaðsskipulag. HEIMSÓKN í FANGELSIÐ LITLA- KLEF AR í gömlu fangelsisbyggingunni eru litlir. Þar geta fangar nú tekið á móti gestum á heimsóknartíma. INYR Nýir og stórir klef\ stórbætt íþróttaaðí Fangar á Litla-Hrauni starfa meðal annars við þvotta, hellusteypu, númeraplötugerð og tré- smíðar, auk þess sem þeir geta stundað bók- nám eða nám í málm- suðu. Þágetaþeirtil dæmis stundað íþróttir í tómstundum sínum. Ragnhildur Sverris- dóttir heimsótti Litla- Hraun og kynnti sér að- _____stæður þar.______ KRISTJÁN Stefánsson, framkvæmdastjóri fang- elsisins, bauð fréttamönn- um að skoða fangelsið, svo þeir gætu kynnt sér staðhætti, starfsemina og aðbúnað fanga. Hann tók þó fram, að virða yrði óskir fang- anna sjálfra, til dæmis um hvort skoða mætti klefa þeirra, enda væri fangelsið heimili þeirra. Skoðunarferðin hófst í öryggis- byggingu, þar sem eru m.a. klefar fyrir gæsluvarðhaldsfanga, eftir að Síðumúlafangelsið var lagt niður. í öryggisálmu eru einnig 4 klefar þar sem þeir fangar geta þurft að dvelja um skemmri tíma, sem brotið hafa agareglur fangelsisins ítrekað. Klef- ar þeirra eru eins og klefar gæslu- varðhaldsfanga, en sá munur er á aðbúnaði að sameiginlegt rými er fyrir framan klefana, þar sem fang- arnir geta t.d. horft á sjónvarp. Einn klefi er einnig í öryggisálm- unni, sem heimamenn kalla „sell- una". Þangað fara menn eingöngu ef þeir ganga berserksgang eða hegða sér á svipaðan hátt og er vist- unartími þar einn sólarhringur hið mesta. Við öryggisbygginguna er afgirtur garður til útivistar. Gömlu klefarnir notaðir á heimsóknartímum Gamla fangelsið á Litla-Hrauni, sem tekið var í notkun árið 1929, er greinilega barn síns tíma, en fang- ar hafa ekki verið vistaðir þar frá því að ný fangelsisbygging var tekin í notkun í fyrra. Klefarnir 24 í gömlu byggingunni eru litlir, gólfflöturinn NÝR fþróttasalur verður tekinn í notkun í næsta mánuði, þega þornað að fullu og hægt verður að leggja gólft 103J ' ?CD 123: , KRISTJÁN Stefánsson, framkvæmdastjóri Litla-Hrauns og Þór Hafdal Agústsson, deildarsljóri, við sýnishorn af númeraplötum sem fangar framleiða. aðeins IV2 x 4 metrar. Klefana nota fangar nú á heimsóknartímum og geta lokað að sér. A vegg við þessi heimsóknarher- bergi er tilkynning frá Kristjáni framkvæmdastjóra, þar sem gestum er bannað að færa föngum matvæli, reyk- og neftóbak, sælgæti og hrein- lætisvörur, en bent á að fangarnir megi þiggja peninga og þeir geti þá keypt sér þessar vörur í verslun fang- elsisins. „Við settum þessar reglur í byrjun þessa árs, til að koma í veg fýrir smygl fíkniefna inn í fangels- ið," sagði Kristján aðspurður um skýringar á banninu. Nú lá leið gestanna yfír í vinnu- skála. 35-40 fangar eru í vinnu eða stunda nám. Fangelsið rúmar 87 fanga og er nýting þess um 90%. Kristján segir að sumir fanga vilji hvorki vinna né stunda nám, aðrir séu öryrkjar og geti ekki nýtt sér þessa möguleika, en eftir standi að ekki sé hægt að útvega öllum föng- um sem viljá starf. Stöðugt sé þó unnið að því að leita fleiri verkefna fyrir fanga, en nú eru 5 fangar á biðlista eftir vinnu. í ferð um vinnuskálana var fyrst komið við í þvottahúsinu, en þar starfa þrír fangar hverju sinni. „Frá síðasta vori höfum við þvegið allan þvott hér. Áður voru aðeins föt fanga þvegin hér, en rúmfötin send annað," sagði Kristján, sem bætti þyí við að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.