Morgunblaðið - 16.11.1996, Síða 32
32 LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1996 33
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
SAMKOMULAG UM
LÍFEYRIRÍKIS-
STARFSMANNA
ÞAÐ HLÝTUR að teljast til tíðinda, að samkomulag
hefur tekizt milli fjármálaráðuneytis og samtaka ríkis-
starfsmanna um nýtt lífeyrissjóðakerfi. Því er ætlað að
tryggja starfsmönnum eigi síðri lífeyrisréttindi en nú er
og reyndar bætt lífeyriskjör í framtíðinni. Jafnframt er við
það miðað að nýja lífeyriskerfið standi undir skuldbinding-
um sínum með tíð og tíma. Samkomulagið kostar ríkissjóð
veruleg útgjöld frá því sem nú er, því iðgjaldagreiðslur
verða 11,5% (af heildarlaunum) í stað 6% nú (af dagvinnu-
launum), auk þess sem ríkissjóður verður að greiða að fullu
80-100 milljarða skuldbindingar núverandi kerfis. A móti
er komið í veg fyrir áframhaldandi skuldasöfnun þess.
Blasað hefur við um langt skeið að óhjákvæmilegt er
að breyta lífeyrissjóðakerfi ríkisstarfsmanna þar sem skuld-
bindingar hafa hlaðizt upp á ríkissjóð og stefndi í algjört
óefni. Hins vegar er jafnljóst að ekki er unnt að svipta
ríkisstarfsmenn áunnum réttindum sínum og þess vegna
felur samkomulagið í sér að eldra kerfið verður aðeins fyr-
ir núverandi starfsmenn. Þeir munu áfram greiða 4% af
dagvinnulaunum, lenjgst í 32 ár. Þeir búa áfram við svokall-
aða 95 ára reglu. Ýmsar minniháttar breytingar eru þó
gerðar á eldra kerfinu.
Um áramót er ætlunin að taka upp nýtt lífeyriskerfi sem
á að standa undir skuldbindingum sínum. Ríkisstarfsmenn
munu greiða 4% af heildarlaunum alla starfsævina en ríkis-
sjóður greiðir 11,5% eða nær tvöfalt meira en nú er á al-
mennum vinnumarkaði. Iðgjald ríkisins verður greitt jafnóð-
um og endurskoðað árlega miðað við afkomu sjóðsins. Það
getur því lækkað verði ávöxtun sjóðsins góð en hækkað
ári illa. Núverandi starfsmenn eiga þess kost að flytja sig
í nýja sjóðinn telji þeir það hagkvæmara. Væntanlega fer
það eftir starfsaldri hvers og eins hvað er álitlegast. Viðbót-
arútgjöld ríkissjóðs frá því sem nú er ráðast að miklu leyti
af því hversu margir óska eftir flutningi milli sjóða. Fjár-
málaráðherra áætlar að viðbótarútgjöld verði 5-600 millj-
ónir á næsta ári, en það er samkvæmt gefnum forsendum
sem óvíst er að standist.
Augljóst er að samkomulagið mun kosta ríkssjóð veru-
lega fjármuni þegar til framtíðar er litið, en áframhaldandi
skuldasöfnun núverandi kerfis hefði jafnframt orðið dýr-
keypt.
NÝIR TÍMAR í
VERKTÖKUMÁLUM
NÝIR tímar eru runnir upp í verktökumálum á Keflavík-
urflugvelli. Dæmi um það er mikil aðsókn verktakafyr-
irtækja að fundi sem varnarmálaskrifstofa utanríkisráðu-
neytisins og varnarliðið gengust fyrir í fyrradag um forvals-
reglur og útboðsaðferðir vegna kaupa varnarliðsins á vör-
um, þjónustu og verklegum framkvæmdum.
Hið gamla kerfi, þar sem utanríkisráðuneytið úthlutaði
fáeinum verktakafyrirtækjum öllum verkefnum á Keflavík-
urflugvelli og allir aðrir voru útilokaðir, er nú að miklu
leyti úr sögunni. Þegar hafa verið tekin upp útboð á kaup-
um varnarliðsins á vöru og þjónustu, svo og á þeim mann-
virkjaframkvæmdum sem Mannvirkjasjóður NATO kostar.
Á næstu átta árum verður einkaréttur íslenzkra aðalverk-
taka og Keflavíkurverktaka á framkvæmdum, sem Banda-
ríkin fjármagna, svo afnuminn í áföngum.
Hinn mikli áhugi verktakafyrirtækja á framkvæmdum
fyrir varnarliðið sýnir að von er á virkri samkeppni um
verkefni á Keflavíkurflugvelli. Slík samkeppni er öllum til
hagsbóta. Það eru í fyrsta lagi gagnkvæmir hagsmunir
íslands og Bandaríkjanna að kostnaður við rekstur varnar-
stöðvarinnar lækki. í öðru lagi hefur frjáls samkeppni í för
með sér betri og skynsamlegri nýtingu vinnuafls og fjár-
muna og stuðlar þannig til lengri tíma að aukinni verðmæta-
sköpun. í þriðja lagi er frjáls samkeppni réttlætismál -
gamla kerfið þar sem fámennum hópi manna var réttur
stórgróði af varnarframkvæmdum á silfurfati, var óþolandi.
Gömlu einokunarfyrirtækin, Islenzkir aðalverktakar og
Keflavíkurverktakar, þurfa nú að horfast í augu við að þau
starfa ekki lengur í vernduðu umhverfi pólitískrar úthlutun-
ar. Þau hljóta að leggja metnað sinn í að ganga óstudd inn
í frjálst markaðsskipulag.
KLEFAR í gömlu fangelsisbyggingunni eru litlir. Þar geta fangar
nú tekið á móti gestum á heimsóknartíma.
HEIMSÓKN í FANGELSIÐ LITLA-HRAUN
INÝRRI fangelsisbyggingu eru klefar rúmgóðir og fangar koma
þar fyrir ýmsum munum.
Nýir og stórir klefar og
stórbætt íþróttaaðstaða
Morgunblaðið/Júlíus
NÝR íþróttasalur verður tekinn í notkun í næsta mánuði, þegar steypa í gólfi hefur
þornað að fullu og hægt verður að leggja gólfefni.
KRISTJÁN Stefánsson, framkvæmdastjóri Litla-Hrauns og Þór
Hafdal Ágústsson, deildarstjóri, við sýnishorn af númeraplötum
sem fangar framleiða.
Fangar á Litla-Hrauni
starfa meðal annars við
þvotta, hellusteypu,
númeraplötugerð og tré-
smíðar, auk þess sem
ieir geta stundað bók-
nám eða nám í málm-
suðu. Þá geta þeir til
dæmis stundað íþróttir í
tómstundum sínum.
Ragnhildur Sverris-
dóttir heimsótti Litla-
Hraun og kynnti sér að-
stæður þar.
KRISTJÁN Stefánsson,
framkvæmdastjóri fang-
elsisins, bauð fréttamönn-
um að skoða fangelsið,
svo þeir gætu kynnt sér staðhætti,
starfsemina og aðbúnað fanga. Hann
tók þó fram, að virða yrði óskir fang-
anna sjálfra, til dæmis um hvort
skoða mætti klefa þeirra, enda væri
fangelsið heimili þeirra.
Skoðunarferðin hófst í öryggis-
byggingu, þar sem eru m.a. klefar
fyrir gæsluvarðhaldsfanga, eftir að
Síðumúlafangelsið var Iagt niður. í
öryggisálmu eru einnig 4 klefar þar
sem þeir fangar geta þurft að dvelja
um skemmri tíma, sem brotið hafa
agareglur fangelsisins ítrekað. Klef-
ar þeirra eru eins og klefar gæslu-
varðhaldsfanga, en sá munur er á
aðbúnaði að sameiginlegt rými er
fyrir framan klefana, þar sem fang-
amir geta t.d. horft á sjónvarp.
Einn klefi er einnig í öryggisálm-
unni, sem heimamenn kalla „sell-
una“. Þangað fara menn eingöngu
ef þeir ganga berserksgang eða
hegða sér á svipaðan hátt og er vist-
unartími þar einn sólarhringur hið
mesta. Við öryggisbygginguna er
afgirtur garður til útivistar.
Gömlu klefarnir notaðir á
heimsóknartímum
Gamla fangelsið á Litla-Hrauni,
sem tekið var í notkun árið 1929,
er greinilega bam síns tíma, en fang-
ar hafa ekki verið vistaðir þar frá
því að ný fangelsisbygging var tekin
í notkun í fyrra. Klefarnir 24 í gömlu
byggingunni eru litlir, gólfflöturinn
aðeins 1‘A x 4 metrar. Klefana nota
fangar nú á heimsóknartímum og
geta lokað að sér.
Á vegg við þessi heimsóknarher-
bergi er tilkynning frá Kristjáni
framkvæmdastjóra, þar sem gestum
er bannað að færa föngum matvæli,
reyk- og neftóbak, sælgæti og hrein-
lætisvörur, en bent á að fangarnir
megi þiggja peninga og þeir geti þá
keypt sér þessar vömr í verslun fang-
elsisins. „Við settum þessar reglur í
byijun þessa árs, til að koma í veg
fyrir smygl fíkniefna inn í fangels-
ið,“ sagði Kristján aðspurður um
skýringar á banninu.
Nú lá leið gestanna yfir í vinnu-
skála. 35-40 fangar em í vinnu eða
stunda nám. Fangelsið rúmar 87
fanga og er nýting þess um 90%.
Kristján segir að sumir fanga vilji
hvorki vinna né stunda nám, aðrir
séu öryrkjar og geti ekki nýtt sér
þessa möguleika, en eftir standi að
ekki sé hægt að útvega öllum föng-
um sem viljá starf. Stöðugt sé þó
unnið að því að leita fleiri verkefna
fyrir fanga, en nú eru 5 fangar á
biðlista eftir vinnu.
í ferð um vinnuskálana var fyrst
komið við í þvottahúsinu, en þar
starfa þrír fangar hveiju sinni. „Frá
síðasta von höfum við þvegið allan
þvott hér. Áður voru aðeins föt fanga
þvegin hér, en rúmfötin send annað,“
sagði Krisiján, sem bætti því við að
vinna í þvottahúsinu væri eftirsótt.
Þessu næst var jámsmíðaverk-
stæðið heimsótt. Þar hófst kennsla
í rafsuðu á þessu ári og nýttu sex
fangar sér þennan möguleika í byij-
un, en aðeins einn stundar námið
enn og sagði Kristján Stefánsson
þetta brottfall mikil vonbrigði. Verk-
stæðið hefur þó nýst vel, því þar
voru t.d. rúmstæði í nýja fangelsið
smíðuð og á trésmíðaverkstæðinu
var einnig unnið að innréttingum.
Þar em nú smíðaðir gluggar og tré-
bretti.
Kristján Stefánsson sagði að Litla-
Hraun væri óvenjulegur vinnustaður
að því Ieyti, að þar væri gerð krafa
um að framleiðslan væri mannfrek
og ekki væri æskilegt að hún væri
flókin, þar sem mannaskipti em tíð.
Hann sagði einnig reynt að miða
við, að ekki væri farið inn á verk-
svið einkaaðila. Þannig væri heildar-
markaður fyrir bretti á bilinu
500-800 þúsund stykki á ári og
framleiðsla Litla-Hrauns væri aðeins
örlítið brot af því.
Fangar á Litla-Hrauni vinna einn-
ig við að framleiða númeraplötur á
bíla, þeir stokka upp línu fyrir báta
frá Þorlákshöfn og steypa auk þess
hellur. Ef lítið er að gera í plötugerð-
inni fást fangar við gerð pappaaskja
og fangar í línustokkun endurvinna
pappír þegar ballana vantar.
Laun fanga fyrir störf og nám em
á bilinu 175-250 krónur á tímann.
Lægst er borgað fyrir ræstingar og
nám, en flokksstjóri fanga fær hæst
laun. 225 krónur á tímann em al-
geng laun fyrir framleiðslu á sölu-
vöru. Fangarnir vinna í 6 tíma á
dag, en þeir sem eru án atvinnu fá
300 krónur á dag.
Núverandi íþróttasalur fanga var
skoðaður, en þar er að finna öll al-
gengustu líkamsræktartæki. Nýr
salur verður tekinn í notkun um
miðjan næsta mánuð og er hann
nógu stór til að fangar geti leikið
handbolta, körfubolta, innanhússfót-
bolta eða stundað svipaðar hópíþrótt-
ir. í herbergi inn af salnum eru ný
líkamsræktartæki. Sturtuklefi og
búningsaðstaða eru smækkuð útgáfa
af aðstöðu í litlu íþróttahúsi.
Fríðindi í samræmi við hegðun
Heimsókn blaðamanna lauk í nýju
fangelsisbyggingunni. Þar var farið
inn á gang, þar sem þeir fangar búa
sem mest fríðindi hafa. Fangelsið
er deildaskipt og fara ýmis fríðindi
fanga, s.s. fjöldi símhringinga og
heimsókna og rýmri notkun íþrótta-
salar, eftir hegðun þeirra. Þá sögðu
fangaverðir, að reynt væri að taka
tillit til aldurs, afbrotaferils og svip-
aðra þátta þegar ákveðið væri hvar
fangar væm vistaðir við komuna í
fangelsið, en það er svo fanganna
sjálfra að halda agareglur.
í nýju fangelsisbyggingunni em
klefar mun stærri og rúmbetri en í
gömlu byggingunni og sama á við
um allt sameiginlegt rými. Fangar
geta haft ýmsa persónulega muni
þar inni og fengið leyfí fyrir hljóm-
flutningstækjum, sjónvarpi, tölvum
og hljóðfærum. Bókasafn er í fang-
elsinu, læknir er til viðtals tvisvar í
viku og fangar geta pantað viðtal
við sálfræðing, auk þess sem prestur
er til reiðu.
Fangarnir em lokaðir inni í klef-
unum frá kl. 22 á kvöldin til ki. 8 á
morgnana. Fangaverðir á Litla-
Hrauni eru um 30 og ganga þeir
tólf tíma vaktir. Til viðbótar starfa
10 verkstjórar á dagvöktum, auk
yfirmanna og annars starfsfólks.
Fréttabréf fanga
Fangar á Litla-Hrauni hófu í haust
útgáfu á fréttabréfínu Hraunbúanum.
Þar fjalla þeir um ýmis áhuga- og
hagsmunamál sín. í pistli um afþrey-
ingu, sem fangi ritaði í 3. tölublað
Hraunbúans, kemur fram sú skoðun
hans að það hljóti að eiga við í fang-
elsi eins og annars staðar að fyrst
stundi menn vinnu eða skóla og hugi
svo að tómstundum og furðar fanginn
sig á áhugaleysi samfanga á námi.
Fanginn lýsir ánægju sinni með fót-
boltavertíð sumarsins og segir að
bylting verði í íþróttamálunum þegar
nýr salur verði tekinn í notkun. Hann
varpar fram hugmyndum um skák-
og bridsmót milli deilda, billjardmót,
félagsvist og bingó.
4. tölublað Hraunbúans kom út á
fimmtudag og er þar heitið verðlaun-
um fyrir bestu smásöguna. í pistli
fanga segir að á Litla-Hrauni ráði
menn hvernig þeir vilji taka út sína
refsingu. „Nú er löngu orðið tíma-
bært að kveða niður það almennings-
álit að Litla-Hraun sé Sódóma vorra
tíma og hér fari ekkert fram nema
fíkniefnaneysla og mannskemmdir!“
segir fanginn.
Nýjungar í flugstjórn
Gervihnattaleið-
sögn á flugleiðum
Norrænu flugleiðsögu- ogfjarskiptaráðstefnunni
lauk í Reykjavík í gær. Helga Kr. Einarsdóttir
ræddi við einn fyrirlesara á ráðstefnunni.
EINNI GPS-jarðstöð með
leiðréttinga- og viðvörun-
arbúnaði fyrir flugsögu-
kerfí verður komið upp á
íslandi á næsta ári að sögn Hauks
Haukssonar varaflugmálastjóra.
Búnaðurinn verður síðar hluti af al-
þjóðlegu neti leiðréttingastöðva (Wide
Area Augmentation System, WAAS)
og búist við að slíkt net innan Banda-
ríkjanna verði komið í gagnið árið
1998. í alþjóðlega kerfínu eru stað-
setningarleiðréttingar sendar frá
gervihnetti sem staðsettur er yfír
miðbaug. Mun það nýtast íslending-
um á Norður-Atlantshafssvæðinu, frá
Norðurpól niður undir Afríkustrendur
og innanlands að auki að Hauks sögn.
Bandaríkjamaðurinn Per Enge,
prófessor við Stanford-háskóla, flutti
fyrirlestur á norræna fjarskiptaþing-
inu í gær. Hann segir gervihnattaleið-
sögutækni mjög mikilvægt öryggis-
net í flugsamgöngum og að hún hafi
þróast þvert á það sem við var búist.
GPS-tæknin, sem er skammstöfun á
„Global Positioning System", kom
fyrst til sögunnar í hernaði og segir
Enge að þá hafi verið talið að ekki
yrðu not fyrir fleiri en 30-40.000 stað-
setningartæki á meðan hún yrði við
lýði. í dag séu hins vegar framleidd
80.000 GPS-tæki í hveijum mánuði.
Almenningsnot
Almenningur nýtir sér GPS-tæki
með margvíslegum hætti og þess
ekki langt að bíða að tækjabúnaður
bílsins geti vísað ökumanni veginn
um ókunna borg með aðstoð radd-
gervils og sýnt landakort á litlum
skjá til frekari glöggvunar. GPS-bún-
aður er jafnframt notaður til sjós og
fjalla og við landmælingar svo eitt-
hvað sé nefnt.
Skekkjumörk staðsetningarkerfís-
ins hafa verið allt að 100 metrar og
því nauðsynlegt að koma upp föstum
GPS-jarðstöðvum með leiðréttingar-
búnaði til þess að tæknin nýttist sem
skyldi í flugleiðsögu. Enge hélt fyrir-
lestur um rannsóknir sem unnið er
að fyrir bandarísk flugmálayfirvöld
en hann hefur einkum sérhæft sig í
lendingum flugvéla.
Tækin í GPS-jarðstöðinni gegna
margþættum tilgangi en þar er eftir-
lits- og mælibúnaður sem leiðréttir
staðsetningarmerkin frá gervihnött-
PER Enge með með GPS-stað-
setningartæki og gagnabúnað,
sem hægt er að nota við Iand-
mælingar.
unum og ef það er ekki hægt sendir
hann boð um að sniðganga staðsetn-
ingu viðkomandi gervihnattar. „Eft-
irlitsbúnaðurinn er til þess að fylgjast
með mælibúnaðinum og hann tekur
einnig við merki frá gervihnettinum
á sama hátt og flugvélin til þess að
ganga úr skugga um að allt sé í lagi.
1 flugvélinni eru síðan þijú miðunar-
tæki sem fá boð frá jarðstöðinni. Þau
eru borin saman og ef allt er með
felldu fær sjálfstýringarbúnaður flug-
vélarinnar merki um að fljúga eftir
þeim,“ segir Enge en þessi gagna-
flutningur er stöðugur og upplýsingar
fluttar á milli á brotum úr sekúndu
að hans sögn.
Spennandi
„Þetta er mjög spennandi verkefni
því markmiðið er auðvitað að full-
komna kerfíð sem er afar erfítt.“
Segir hann að þess sé krafist að að
líkumar á flugmaður fái rangar upp-
lýsingar séu ein á móti tíu billjónum.
Per Enge segir aðspurður að öryggi
þess flugleiðsögukerfis sem nú er í
notkun sé mjög gott en dýrt að halda
því við. Segir hann 13,5 milljörðum
króna varið til slíks viðhalds á hveiju
ári í Bandaríkjunum. Þá minnist hann
á kostnað fyrir flugfélögin sem felst
í kaupum á margs konar staðsetning-
arbúnaði í vélarnar og þjálfun flugá-
hafna. Markmiðið sé því að gera tæk-
in einfaldari svo auðveldara sé að tiÞ
einka sér þekkinguna og nýta hana.
Enge segir að um leið og nákvæm-
ari upplýsingar um staðsetningu fást
með gervihnattasambandi sé kleift
að færa flugleiðir véla nær hver ann-
arri. „Þetta er afar mikilvægt því
með þessu móti er hægt að fljúga
fleiri vélum eftir beinustu og hag-
stæðustu leiðunum, miðað við vindátt
og vindhraða, svo dæmi séu tekin.
Af þessu leiðir að flugtími styttist og
þar af leiðandi sparast eldsneyti."
Einnig segir hann stefnt að því að
flugvélar lendi samtímis á samsíða
flugbrautum og að verið sé að þróa
gervihnattaleiðsögn „frá hliði til
hliðs“ en þá berast upplýsingar um
staðsetningu til vélar við landgang á
brottfararstað þar til rennt er að lancFT
gangi á áfangastað. „En eitt af þvi
erfiðasta í flugstjórn er að lenda vél-
inni og stjórna umferð eftir flugbraut-
um,“ segir hann.
Minni aðskilnaður
Haukur Hauksson varaflugmála-
stjóri sagði í samtali við Morgunblað-
ið í gær að fyrirhugað væri að minnka
lágmarkshæðaraðskilnað á milli véla
á Norður-Atlantshafí úr 2.000 fetum
í 1.000 fet árið 1997. Lágmarkskröf-
ur um hliðaraðskilnað milli véla eru
nú 60 sjómílur og 15 mínútna flug-
tími frá vél til þeirra næstu fyrir fram-
an og stefnt að því að helminga hvort
tveggja árið 1998. Einnig segir hajm
ráðgert að minnka lágmarksfjarlægð
í hliðaraðskilnaði í 15 sjómílur frá
1998-2015 og að þegar upp verði
staðið geti menn flogið nánast eins
og þeir vilja með aðstoð gervihnatta-
leiðsagnar.
Haukur segir ennfremur að breska
flugmálastjórnin hafí reiknað út gróf-
lega hugsanlegan ávinning af alþjóð-
legu neti GPS-leiðréttingastöðva til
flugleiðsagnar, miðað við 4% aukn-
ingu á flugumferð á ári fram til 2015.
Erfítt verður að koma allri þeirri flug-
umferð fyrir í núverandi flugleiðsögu-
kerfí. Niðurstaðan er sú að ef núver-
andi kerfí er óbreytt en flugumferð
eykst sem spáð er verður árlegt tekj-
utap flugfélaga rúmir sex milljarðar
króna á flugleiðinni yfir Norður-Atl-
antshaf. Ef gervihnattaleiðsaga er
notuð og minni fjarlægð leyfð milli
véla myndi aukakostnaður verða 660
milljónir til 1,9 milljarðar króna á ári
samkvæmt útreikningunum.