Morgunblaðið - 16.11.1996, Page 17

Morgunblaðið - 16.11.1996, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ URVERINU LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1996 17 Nýir tímar í fiskviðskiptum hjá Seagold Limited í Hull SEAGOLD Ltd. í Hull var stofnað 1. maí 1 vor til að annast sölu á sjófrystum afurðum Samheija hf., dótturfyrirtækja og samstarfs- fyrirtækja í Bretlandi og á nálægum mörkuðum. Guðni Einarsson ræddi við Gústaf Baldvinsson framkvæmdastjóra um Seagold Ltd. sem líklega er yngst í hópi fyrirtækja íslendinga á Humberside-svæðinu. Morgunblaðið/Guðni GÚSTAF Baldvinsson er framkvæmdastjóri Seagold Ltd. VIÐSKIPTI Eignarhaldsfélagið Alþýðubankinn hf. Selur 6% hlut í ís- landsbanka EIGNARHALDSFÉLAGIÐ Alþýðu- bankinn hf., stærsti hluthafi Islands- banka hf., hefur selt helming hluta- bréfa sinna í bankanum. Félagið átti um 12,4% hlut í bankanum eða um 480 milljónir að nafnvirði, en seldi kringum 240 milljónir að nafnvirði. Kaupendur bréfanna voru nokkrir lífeyrissjóðir, samkvæmt upplýsing- um Morgunblaðsins. Kaupverð fékkst ekki uppgefið í gær, en ljóst er að verðið er nálægt núverandi markaðsverði bréfanna á Verðbréfa- þingi. Hlutabréf í íslandsbanka hafa verið að seljast á genginu 1,80 í vik- unni, þannig að söluverðmætið hefur að öllum líkindum verið í kringum 430 milljónir. Hjá Eignarhaldsfélag- inu er gert ráð fyrir að stærstum hluta fjármagnsins verði varið til kaupa á skráðum hlutabréfum á Verðbréfaþingi. Félagið hefur raunar fjárfest töluvert að undanförnu. Það jók við hlut sinn í Tæknivali nýlega um 6 milljónir og greiddi 40 milljón- ir fyrir bréfin. Þá voru lagðar 25 milljónir í nýtt hlutafé i Stöð 3. Fólk Ráðinn yfirmaður markaðsviðskipta Búnaðarbankans • ÁRNI Oddur Þórðarson við- skiptafræðingur hefur verið ráðinn yfirmaður markaðsviðskipta Bún- aðarbankans. Hann mun hefja störf hinn 1. febrúar næst- komandi. Mark- aðsviðskipti Búnaðarbank- ans sinna við- skiptum við fyr- irtæki og stofn- anafjárfesta á sviði verðbréfa, gjaldeyris og framvirkra samninga. Arni Öddur lauk cand. oecon. prófi frá Háskóla íslands árið 1993 og hefur frá brautskráningu starfað hjá Fjárfestingarfélaginu Skandia. Hann var forstöðumaður fyrir- tækja- pg stofnanasviðs þess fyrir- tækis. Á háskólaárum sínum sinnti hann ýmsum trúnaðarstörfum, var m.a. formaður Mágusar, félags við- skiptafræðinga, 1991-1992 og sat í stúdentaráði fyrir hönd Vöku, fé- lags lýðræðissinnaðra stúdenta, um tveggja ára skeið. Markaðsviðskipti Búnaðarbankans eru hluti af hinu nýstofnaða verðbréfa- og fjárstýr- ingarsviði bankans. Gústaf á að baki 10 ára dvöl í Hull. Að loknu BA-prófi í sagn- fræði frá Háskóla íslands fór hann til framhaldsnáms í stjórn- unarfræðum við háskólann í Hull og lauk þaðan MA-prófi. Gústaf vann síðan í átta og hálft ár hjá Isberg Ltd. þar til Seagold Ltd. var stofnað. Auk Gústafs vinnur Ingibjörg Aradóttir hjá fyrirtæk- inu. Reiknað er með að þriðji starfsmaðurinn bætist við fljót- lega. Fiskur frá fjórum löndum „Fyrirtækið var fyrst og fremst stofnað til að selja afurðir Sam- heija hf., dótturfyrirtækja og sam- starfsfyrirtækja og við seljum fyr- ir aðra líka,“ sagði Gústaf. Dóttur- fyrirtæki Samheija utan íslands eru Framheiji í Færeyjum, Deutsc- he Fischfang Union í Þýskalandi og Onward Fishing Company í Skotlandi. Gústaf segir að Samheijahópur- inn geri út 10 frystitogara. Frá stofnun hefur Seagold Ltd. selt 400-500 tonn af frystum flökum á mánuði. Áætlað er að ársveltan verði um 1,5 milljarðar króna. Gústaf segir það jafna út sveiflur í framboði hvað fiskurinn kemur víða að. í sumar komu til dæmis 1.300 tonn frá Þýskalandi á 10 vikum en síðan þá hefur framboð þaðan minnkað, en aukist að sama skapi frá Færeyjum og íslandi. Gústaf segir að megnið af þessum fiski hafi selst í Bretlandi, einnig fór nokkuð til Frakklands og Bandaríkjanna. „Við erum einvörðungu með sjó- fryst flök,“ segir Gústaf. „Vænt- anlega mun Seagold Ltd. einnig hafa umsjón með sölu á ísfiski af skipum Onward Fishing Company, þótt stefnan sé alls ekki að fara út í sölu á ferskfiski eða rækju.“ Að sögn Gústafs á Samheiji hf. mjög gott samstarf við Royal Greenland í rækju og engin ástæða til að hrófla við því. Kjarvalsstaðir Frá framleiðanda til neytenda Gústaf segir að með stofnun Seagold Ltd. sé stefnt að því að stytta bilið á milli framleiðenda og neytenda. „Samheiji vill hafa ítök í afurðum sínum alla leið á áfangastað." Hann segir að Sea- gold sé afsprengi nýrra tíma í fis- kviðskiptum. Það sé úrelt að fisk- urinn fari í gegnum marga millil- iði, hvort heldur á íslandi eða í Englandi. Kaupendurnir fylgi fisk- inum en ekki sölumönnunum. Gústaf sagði Samheija hf. hafa frá upphafi lagt megináherslu á mikil og jöfn gæði. Framleiðsla þeirra undir merkinu Ice Fresh hefði á sér gæðastimpil og væri þekkt víða. Með áhrifum sínum erlendis hefði fyrirtækið fylgt sömu gæðakröfum. „Samheiji er í þeirri lykilaðstöðu að geta aðlagað veiðar og vinnslu þörfum markaðarins og þar með þjónað viðskiptavinum með jöfnu framboði á fyrsta flokks vöru,“ sagði Gústaf. Um 90% af sjófrysta fiskinum, sem Seagold Ltd. selur í Bret- landi, fer til „Fish and Chips“ (fiskur og franskar) veitingastaða. „Mínir viðskiptavinir eru litlir heildsalar um allt land sem dreifa fiskinum. Dæmigerður viðskipta- vinur áA~5 sendibíla og dreifir daglega fiski til 100-200 veitinga- staða,“ segir Gústaf. „Það er ekki hægt að komast nær ferskleika en að nota sjófrystan fisk. Kaup- endur okkar þíða flökin eftir þörf- um og djúpsteikja. Stærri flökin eru skorin í bita og smæstu flökin eru djúpsteikt heil. Þeir eru mjög meðvitaðir um gæði og gera mikl- ar kröfur, en eru jafnframt tilbún- ir að borga vel.“ Fiskur og franskar Gústaf segir að fiskur og franskar að hætti Breta sé fyrsta flokks matur. Sjálfur borðar hann oft slíkan mat en sleppir þó edik- inu. „Ég mæli með því fyrir íslend- inga að þeir prófi Fish and Chips þegar þeir koma í verslunarferðir hingað,“ segir Gústaf. Hann á fjögur börn, frá 7 mánaða upp í 12 ára aldur, með konu sinni Önnu Gunnlaugsdóttur. Þegar fjölskyld- an gerir sér dagamun og fer út að borða vilja krakkarnir ekki hamborgara heldur fisk og fransk- ar. „En ég hef sagt við krakkana að um leið og þau fari að fá sér edik út á fiskinn, þá sé_ kominn tími til að fara heim til íslands." oÚtihurðir «gluggar Smíðum útihurðiry bílskúrshurðir, svalahurðir, glugga, fog ogfleira. Vélavinnum efni. BjLDSHÖFÐA 18 • 112 REYKJAVIK SIMI 567 8100 • FAX 567 9080 Árni Oddur Þórðarson Stærsti viðburður á sviði upplýsingatækni hér á landi til þessa Ráðstefna um Scandic Hótel Loftleiðir 26. - 27. nóvember ► Network ► Sjáðu ,-V ... TI:YM ■ GF/- <~3Jz Fc rzl'cl ár, íyrrrluGÍncrj «-r'«=*==* Oracle • Sun • Netscape • Legato • Skýrr • Þróun • Intranet • ie • Unisys • http://www.oracle.is/

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.