Morgunblaðið - 17.11.1996, Page 2
2 SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Forsetaheimsóknin vekur
athygli danskra fjölmiðla
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
EF marka má fjölda danskra fjöl-
miðla, sem hafa skráð sig til að
skrifa um heimsókn Ólafs Ragnars
Grímssonar, forseta íslands, og eig-
inkonu hans, Guðrúnar Katrínar
Þorbergsdóttur, vekur heimsóknin
ótvítræðan áhuga Dana. Það vekur
einnig athygli að forsetahjónin verða
saman um dagskrána, þar sem for-
setafrúin hefur kosið að fylgja manni
sínum í stað þess að gerð verði sér-
stök dagskrá fyrir hana.
Á föstudaginn, þegar fjölmiðlar
máttu sækja aðgangskort sín að
atburðum heimsóknarinnar, höfðu
39 fjölmiðlar tilkynnt þátttöku, þar
á meðal báðar stóru sjónvarpsstöðv-
arnar, danska ríkisútvarpið, öll
helstu blöðin og einnig mörg tíma-
rit. í þessum hópi eru ýmsir fjölmiðl-
ar, sem annars sinna ekki opinberum
heimsóknum, en nefna má að þegar
forseti eins Eystrasaltslandanna var
Kynning á íslenskum vörum samhliða
hér á ferð nýlega vakti heimsókn
hans engan áhuga fjölmiðla. Mestur
er áhuginn á blaðamannafundi for-
setahjónanna, sem haldinn verður í
Kristjánsborgarhöll á miðvikudaginn
að afloknum hádegisverði er forsæt-
isráðherra Dana heldur til heiðurs
þeip hjónum.
í heimsóknum þjóðhöfðinga er
venjan að auk dagskrár hans sé
skipulögð sérstök dagskrá fyrir
makann sem í flestum tilfellum er
eiginkonan. Þannig var ætlunin að
Guðrún Katrín færi í heimsókn á
Karen Blixen-safnið og í danskan
skóla. Það verður hins vegar úr að
Blixen-safninu verður sleppt og þau
fara bæði í skólaheimsókn, en Guð-
rún Katrín mun fara í stutta heim-
sókn í Rósenborgarhöll þar sem
meðal annars eru geymdir skartgrip-
ir dönsku krúnunnar og önnur verð-
mæti.
„íslenskt? Já, takk“
Þegar Soren Haslund-Christensen
hirðmarskálkur kynnti að vanda
dagskrá heimsóknarinnar fyrir
dönskum blaðamönnum um daginn
vakti það óskipta athygli blaða-
mannanna, sem margir hveijir hafa
þá sérgrein að fylgjast með opinber-
um heimsóknum, að forsetahjónin
skyldu heimsækja pizzustaðinn
Pizza 67, sem er í eigu íslenskra
aðila og kjörbúð. Skýringin er sú
að tíu SuperBrugsen búðir á Stór-
Kaupmannahafnarsvæðinu standa
um þessar mundir að mikilli kynn-
ingu á íslenskum vörum.
Búðirnar eru hluti af dönsku sam-
vinnuhreyfingunni sem rekur hér
öfluga búðarkeðju undir fyrrnefndu
nafni þar sem lögð er áhersla á góð-
ar og ódýrar vörur. í búðunum blasa
nú við kunnugleg skilti þar sem á
stendur: „íslenskt? Já, takk“, ís-
lenskt sælgæti er í haugum á besta
stað, flatkökurnar hjá munaðarvör-
um eins og ítalskri parmaskinku og
íslenska lambakjötið er í frystiborð-
inu. Vænt lambalæri kostar á bilinu
120-150 danskar krónur sem er
dijúgt miðað við að heldur minni
læri frá Nýja-Sjálandi fást iðulega
á tilboði fyrir 50 krónur.
Torben Vogter, verslunarstjóri
SuperBrugsen í Hellerup, á veg og
vanda af kynningunni sem dyggilega
er studd af Útflutningsráði. Torben
er slátrari og bjó á íslandi fyrir þijá-
tíu árum, vann þá meðal annars hjá
Sfld og fiski, í Kjötbúðinni Borg og
hjá Sláturfélagi Suðurlands.
Samkeppni
lækkar
plötuverð
VERÐ á geisladiskum hefur farið
lækkandi í verslunum á höfuðborg-
arsvæðinu að undanförnu. í kjölfar
opnunartilboða nýrrar búðar, Virgin
Megastore, hefur Bónus lækkað verð
á geisladiskum, Skífan hefur fram-
lengt afmælistilboð sitt og Spor býð-
ur nú 20% afslátt af geisladiskum
fram í desember. Ódýrustu nýju ís-
lensku geisladiskamir fást á tilboði
í Bónus á 1.299 kr. en lækkunin
annars staðar nemur 200-400 kr.
Á opnunartilboði Virgin eru tveir
nýútkomnir íslenskir geisladiskar
seldir á 1.499 kr. Annað nýtt ís-
lenskt og erlent efni er selt frá 1.699
krónum. Auk þess fæst þar töluvert
af geisladiskum sem framleiddir
hafa verið með litlum tilkostnaði, á
299 til 499 kr.
Steinar Berg ísleifsson, fram-
kvæmdastjóri hjá Spori, sagði að
mögulega væru sviptingar á mark-
aðinum viðvarandi. Geisladiskar út-
gefnir hjá Spori seljast á 1.599 kr.
en kostuðu áður 1.999 kr. en auk
þess er afsláttur af nokkrum eriend-
um geisladiskum „Við bjóðum þenn-
an afslátt í verslunum okkar næstu
vikumar og sjáum svo til hvað setur
en við höfum hug á að mæta auk-
inni samkeppni með lægra verði á
íslenskum plötum," sagði Steinar
Berg.
Viðvarandi afsláttur
Afmælistilboð Skífunnar hefur
verið framlengt fram yflr helgi og
segir Tómas Tómasson, markaðs-
stjóri fyrirtækisins, að vel gæti farið
svo að afslátturinn sem er um 20%
af vinsælu efni verði viðvarandi.
„Engar ákvarðanir hafa verið teknar
en ég á ekki von á að verðstríð sé
í uppsiglingu. Aukin samkeppni er
hins vegar af hinu góða,“ sagði Tóm-
as. Skífan býður nýútkomið erlent
efni frá 1.699 krónum og tuttugu
vinsælustu diskamir kosta á bilinu
1.359 til 1.799 krónur.
Jón Ásgeir Jóhannesson, fram-
kvæmdastjóri Bónuss, segir hrær-
ingar hafa verið í verðlagi á vinsæl-
ustu geisladiskunum að undanfömu
í kjölfar opríunar nýju verslunarinn-
ar. „Bónus býður yfirleitt lægsta
verðið en Virgin opnaði með lægri
tilboð í tveimur tilfellum á fimmtu-
dag. í snarhasti lækkuðum við verð-
ið þannig að tilboðin em að nýju
hagstæðust hjá okkur," sagði Jón
Ásgeir. í verslunum Bónuss fást um
200 tegundir af geisladiskum sem
kosta á bilinu 1.399 - 1.557 kr. Á
tilboði eru tveir íslenskir geisladiskar
á 1.299 kr.
SOGRÖR eru til margra hluta
nytsamleg. Það má drekka
kókómjólk með þelm og svo
má iíka nota þau til að fram-
leiða einkennileg hljóð og til
I kennslu-
stund?
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
margvíslegrar annarrar
skemmtunar. Engu er líkara en
að hér leiðbeini sá eldri og
reyndari ungviðinu um notkun
þessa þarfaþings.
Talsmenn útvarpsstöðva furða sig á gagnrýni tónlistarfólks
Hlutur íslenskrar
tónlistar ekki lítill
TALSMENN Ríkisútvarpsins, Bylgj-
unnar og Aðalstöðvarinnar og X-ins
fullyrða að hlutdeild íslenskrar tónlist-
ar í dagskrá stöðvanna sé ekki of lít-
il. Þrenn hagsmunasamtök tónlistar-
fólks hafa vakið athygli á því að hlut-
deild íslenskrar tónlistar sé aðeins á
bilinu 5%—21% á útvarpsstöðvum og
krafið forsvarsmenn þeirra svara
hvers vegna svo lítið sé Ieikið af ís-
lenskri tónlist. Talsmenn Bylgjunnar
og Aðalstöðvarinnar/X-ins sögðust
furða sig á gagnrýni tónlistarfólks
og töldu hana ekki maklega.
Bergþóra Jónsdóttir, tónlistarrit-
stjóri rásar 1, segir að mikið sé rætt
um það á Norðurlöndum að innlend
tónlist eigi í vök að veijast gegn er-
lendum tónlistaráhrifum. „Ég tel að
hlutur íslenskrar tónlistar hafi ekki
minnkað og hún á a.m.k. enn sinn
samastað á rás 1. Nefna má að dag-
skrárgerð um íslenska tónlist og tón-
listarmenn hefur aukist," sagði hún.
Á hinn bóginn segir Bergþóra að
tónlist hafi almennt fengið meira
vægi í dagskrá RÚV og þess vegna
kunni hlutdeild íslenskrar tónlistar að
vera hlutfallslega heldur minni en
áður fyrr. „Það hefur alltaf verið
stefna okkar að spila sem mest af
íslenskri tónlist og svo verður áfram."
í réttu hlutfalli við framboð
Jón Axel Ólafsson, dagskrárstjóri
Bylgjunnar, segir að sér komi veru-
lega á óvart gagnrýni tónlistar-
manna. Bylgjan hafí átt mjög gott
samstarf við þá á undanförnum árum
og m.a. átt frumkvæði að tölvuskrán-
ingu tónlistar. „Ég tel að hlutur ís-
lenskrar tónlistar sé ekki fyrir borð
borinn á Bylgjunni eða á öðrum
stöðvum. Það er á hinn bóginn spurn-
ing hvort hlutfall íslenskrar tónlistar
sé ekki í réttu hlutfalli við framboð
af tónlist á landinu," sagði hann.
Að sögn Jóns Axels hefur aldrei
verið mörkuð stefna á Bylgjunni að
takmarka íslenska tónlist. „Þvert á
móti viljum við hafa gott samstarf
við íslenska tónlistarmenn og við vilj-
um spila meiri góða íslenska tónlist.
Við spilum þó fyrst og fremst þá
tónlist sem hlustendur okkar vilja
heyra,“ sagði hann.
Þormóður Jónsson, dagskrárstjóri
Aðalstöðvarinnar og X-ins, segir
gagnrýni tónlistarfólksins bera vitni
um hroka og telur erindi þeirra vart
svaravert. Hann segir að áhersla
hafl verið lögð á að leika íslenska
tónlist á Aðalstöðinni og m.a. þess
vegna væri gagnrýni tónlistarmanna
illskiljanleg. A X-inu væri á hinn
bóginn leikin sú tónlist sem sé vinsæl
hverju sinni. Þar sé hlutur íslenskrar
tónlistar mestur um jól þegar útgáfa
er mest. Bendir hann á að íslensk lög
myndi þriðjung spilunarlista X-ins
fyrir jólin.
„Ég hef ekki trú á því að margir
tónlistarmenn, sem við höfum unnið
með í gegnum tíðina, hefðu skrifað
undir þetta bréf. Ég hef þegar borið
erindið undir nokkra tónlistarmenn
og telja þeir að okkur vegið,“ sagði
Þormóður.
► 1-56
Bjartsýnn á
að álver rísi
►Lögfræðingurinn Kenneth Pet-
erson var lítt efnum búinn árið
1986 er hann fékk þá hugmynd
að endurreisa álver sem búið var
að loka. Nú rekur hann margar
arðbærar verksmiðjur í áliðnaði og
ef allt gengur að óskum er álver
á Grundartanga næsta stórvirki
hans. /10
Evrópusamruninn
af sjónarhóli
Bundesbank
►Helmut Schlesinger, fyrrverandi
aðalbankastjóri þýska seðlabank-
ans, Bundesbank, hefur lýst at-
hyglisverðum hugmyndum um evr-
ópska myntsambandið og fram-
vindu þess. /12
Nýr baraaspítali
nauðsynlegur
►Vilji er fyrir að ráðast í að reisa
nýjan bamaspítala við Landspítal-
ann, en aðstaðan nú er alls ófull-
nægjandi og verður ekki leyst
nema með nýbyggingu. /22
Fall varfararheill
►í Viðskiptum/Atvinnulífl á
sunnudegi er rætt við bræðuma
Harald og Sturlaug Sturlaugssyni
í Haraldi Böðvarssyni hf. á Akra-
nesi. /24
B
►l-32
Karabískir draumar
►Töfrar Dóminikana leynast víð-
ar en á afgirtum svæðum glæsihót-
ela. Þar býr líka glaðvært og heill-
andi fólk sem brosir með augunum.
/1 og 16-17
Menningarlegur
dyravörður
►Sigurður G. Valgeirsson, dag-
skrárstjóri innlendrar dagskrár-
deildar ríkissjónvarpsins, hefur
víða komið við um dagana. /8
Eitthvað spennandi
►Móeiður Júníusdóttir og Eyþór
Amalds í Bong eru með breiðskífu
í burðarliðnum, en kynning á nýj-
ustu tölvutækni tekur æ meiri tíma
frá tónlistinni. /14
C
FERDALÖG
► 1-4
Andorra
►Af fríverslun í flöllunum. /2
Skoða norðurljósin
á íslandi
►Gert er ráð fyrir að um 500 jap-
anskir ferðamenn komi til landsins
í vetur í þessum erindagjörðum. /4
D
BILAR
► 1-4
Reynsluakstur
►Vel búinn Fiat Brava á áhuga-
verðu verði. /2
íslenskir fornbílar
í Færeyjum
► Félagar úr Fombflaklúbbi ís-
lands fóru með bíla sína til Fær-
eyja á árlega fombílasýningu
Föroya Ellis Akför á Ólafsvökuhá-
tíðmni 1996. /4
fastir þættir
Fréttir 1/2/4/6/bak
Leiðari 28
Helgispjall 28
Reykjavíkurbréf 28
Minningar 32
Myndasögur 40
Bréf til blaðsins 40
ídag 42
Brids 42
Stjömuspá 42
Skák 42
Fólk í fréttum 44
Bló/dans 46
lþróttir 60
Utvarp/sjónvarp 52
Dagbók/veður 55
Kvikmyndir 5tl
Gárur 61
Mannlífsstr. 61
Dægurtónlist 121
Skoðun 301
INNLENDAR FRÉTTIR-
2-4-8-BAK
ERLENDAR FRÉTTIR-
1&6