Morgunblaðið - 17.11.1996, Qupperneq 6
6 SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Matvælaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna beint gegn næringarskorti
UNNIÐ á hrísgrjónaakri í Thailandi.
Baráttan gegn
hungri krefst þátta-
skila í líftækni
Yfírskrift ráðstefnu
Matvæla- og landbún-
aðarstofnunar Samein-
uðu þjóðanna í Róm er
að binda eigi enda á
hungur. Til þess að svo
megi verða þarf meira
en góð áform. Rann-
sóknir á sviði líftækni
eru lykilatriði eigi að
ná því markmiði ráð-
stefnunnar að fækka
vannærðu fólki í heim-
inumum helming á
næstu 20 árum.
LEIÐTOGAR 100 þjóða
komu saman í Róm í síð-
ustu viku til að lýsa yfir
stuðningi við áform um að
fækka vannærðu fólki í heiminum
um helming á næstu tveimur áratug-
um.
Unhið er að því að auka matvæla-
framleiðslu til jafns við fólksfjölgun,
en samkvæmt Matvæla- og landbún-
aðarstofnun (FAO) Sameinuðu þjóð-
anna gengur það mjög erfíðlega. Að
mati stofnunarinnar munu 680 millj-
ónir manna teljast til hinna vannærðu
árið 2015 verði ekki gripið til sameig-
inlegra aðgerða. Það er aðeins 19%
fækkun frá því sem nú er, en á okk-
ar dögum teljast 840 milljónir manna
búa við næringarskort.
Áherslubreyting í rannsóknum
Um þessar mundir er að eiga sér
stað áherslubreyting í rannsóknum,
sem miða að því að hjálpa bændum
í vanþróuðum ríkjum.
Sérfræðingar segja að áður fyrr
hafi rannsóknir miðað að því að
bæta uppskeru tegunda á borð við
hveiti, maís og hrísgijón. Þetta eru
tegundir, sem hagstæðast er að
rækta í stórum stíl og
henta bændum, sem að-
eins rækta eina tegund.
Rannsóknir til að bæta
uppskeru þessara tegunda
munu halda áfram, en
meiri áhersla verður Iögð
á vandamál bænda, sem hafa minna
landsvæði til umráða.
Alex McCalla, yfirmaður landbún-
aðar- og náttúruauðlindadeildar Al-
þjóðabankans, segir að á undanföm-
um 30 árum hafi tekist að tvöfalda
uppskera helstu tegunda og gott
betur með því að komast að því
hvernig mætti gera plöntur móttæki-
legri fyrir utanaðkomandi áhrifum,
til dæmis áburði.
Nýjustu spár bandaríska landbún-
aðarráðuneytisins bera þessum orð-
um hans vitni. 12. nóvember hækk-
aði ráðúneytið áætlaða uppskeru
maís og sojabauna í Bandaríkjunum.
Nú er búist við því að maísuppskeran
verði 9,27 milljarðar skeppa (skeppa
er rúmmálseining, ein skeppa er
35,24 lítrar) eða sú þriðja mesta frá
upphafi, en uppskera sojabauna verði
2,4 milljarðar skeppa, eða sú næst-
mesta frá upphafi.
McCalIa sagði að stóran hluta
aukinnar framleiðslu mætti rekja til
áveitna, en nú væri svo komið að
ekki væri eftir mikið land, sem hægt
væri að gera hæft til ræktunar með
áveitum. „Vandamálið er því: Hvern-
ig er hægt að tvöfalda uppskeru aft-
ur á sömu spildunni?" sagði McCalla
og bætti við að það yrði að gera með
umhverfisvænum hætti.
Vísindamenn velta nú þeirri spum-
ingu fyrir sér hvemig auðveldast sé
að hjálpa bændum að nota það, sem
fyrir hendi er á staðnum, til að auka
afköst. „Það hefur orðið mikil breyt-
ing í afstöðu til rannsókna," sagði
McCalla. „í þróunarríkjunum byggist
landbúnaður að mestu leyti á að
margar tegundir séu
ræktaðar á litlum skika
og má til dæmis búast við
að sætar kartöflur, kín-
verskar kartöflur, kassa-
varunnar og bananar séu
ræktuð á tveggja hektara
Einfaldar lausnir og flóknar
Stundum er hægt að finna einfaid-
ar lausnir og má í því sambandi nefna
leiðir til að endurvinna næringarefni
í jarðvegi. McCalla benti á að í Malawí
fjárfestu bændur mikið í búpeningi,
en notuðu hvorki lífrænan úrgang til
jarðvegsbóta né mykju til áburðar.
En málið er ekki alltaf svo einfalt
að dugi að breyta vinnubrögðum til
að ná árangri. Vísindamenn við Bú-
peningsrannsóknastofnunina í Na-
irobi í Kenýa og Addis Ababa í Eþíóp-
íu hafa blandað saman eþíópsku
nautgripakyni og tegundum frá Evr-
ópu. Útkoman er kýr, sem getur
dregið plóg og nota má til annarra,
erfiðra verka, án þess að hún mjólki
minna eða eignist færri kálfa.
Með líftækni má hraða leitinni að
leiðum til að gera plöntutegundir
harðgerari gagnvart skaðvöldum og
erfiðum aðstæðum. Til dæmis greindi
plöntuerfðafræðingur við bandaríska
landbúnaðarráðuneytið frá því í októ-
ber að hann hefði fundið gen í rúgi,
sem inniheldur skrá um prótein, er
kemur í veg fyrir að rætur plöntunn-
ar dragi í sig ál úr jarðvegi. Á1 er
eiturefni í súrum jarðvegi. Algengt
er að sýrustig sé hátt í jarðvegi á
hitabeltissvæðum. í rómönsku Amer-
íku á það við um 51% jarðvegs, í
Afríku 38% og Asíu 27%, samkvæmt
Ráðgjafarstofnun um alþjóðlegar
landbúnaðarrannsóknir (CGIAR),
sem stofnuð var af 52 þjóðum og
nýtur fulltingis Alþjóðabankans og
tveggja stofnana Sameinuðu þjóð-
anna. Ef hægt yrði að setja álgenið
úr rúgi í hveiti yrði hægt að rækta
hveiti á jarðnæði, sem nú er óhugs-
andi til slíks.
Vísindamönnum í sextán rann-
sóknastöðvum CGIAR um allan heim
hefur tekist að auka afköst ýmissa
jurtategunda og ber það því vitni
hvemig rannsóknir hafa verið notað-
ar til að metta hungraða undanfarna
tvo áratugi.
Með tilverknaði hinnar svokölluðu
„grænu byltingar" hefur tekist að
auka mjög uppskera hveitis á undan-
förnum áratugum og vísindamenn
Alþjóðlegu hrísgijónarannsókna-
stofnunarinnar á Filippseyjum, sem
er á vegum CGIAR, eru nú að vinna
að nýju afbrigði „ofurgijóns", sem
talið er að muni gefa af sér tvöfalda
núverandi uppskeru.
Á undanförnum áratugum hefur
tekist að auka uppskera hveitis um
116,6% og nú er verið að leita að
genum í villtu grasi í þeirri von að
setja megi þau inn í hveiti og hjálpa
því þannig að veijast skordýrum og
erfiðum aðstæðum.
Maísuppskera hefur aukist um
80% frá árinu 1970 og nú hefur vís-
indamönnum við Alþjóðlegu maís-
og hveitirannsóknastofnunina í Mex-
íkó, sem einnig er á vegum CGLAR,
tekist að þróa afbrigði af maís, sem
þolir vel þurrka og gæti aukið upp-
skera um 30% til viðbótar.
Deilt hefur verið á ýmsar þær
aðferðir, sem notaðar era í landbún-
aðarrannsóknum, og hefur notkun
Iíftækni helst verið höfð að skot-
spæni. Umhverfisverndarsamtök
hafa til dæmis mótmælt erfðabreytt-
um tómötum og sojabaunum frá
Bandaríkjunum.
Lágt verð getur leitt
til sinnuleysis
Sérfræðingar segja hins vegar að
möguleikar rannsókna
hafi síður en svo verið
tæmdir. Þó sé ekki nóg
að auka uppskeru eigi að
metta hungraða munna.
Landbúnaðarhagfræðing-
ar eru margir þeirrar
hyggju að ódýr matur geti leitt til
sinnuleysis, í hinum þróaða heimi að
minnsta kosti, og ríki haldi áfram
að forðast að hvetja bændur til að
fjárfesta og framleiða.
McCalla sagði að margt benti til
þess að í ríkjum, sem mismunuðu
landbúnaði beint eða óbeint, væri
ekki bragðist við nýjum rannsóknum.
Sh'k mismunun getur verið fólgin
í beinum sköttum á landbúnað eða
háum tollum á vörur, sem bændur
þurfa á að halda.
;,Miklar umbætur hafa verið gerðar
í Úganda og þar er mjög líklegt að
verði örar framfarir," sagði McCalIa.
í Úganda var hætt að skattleggja
landbúnaðarafurðir, ýtt undir mark-
aðsbúskap og tollar lækkaðir.
Félagslega hliðin
Lester Brown, forseti World-
watch-stofnunarinnar í Washington,
er þeirrar hyggju að félagsmál hafi
einnig áhrif. Samkvæmt spám stofn-
unarinnar fara auðlindir á borð við
land, áveituvatn og fisk þverrandi.
Brown sér fyrir sér að með því að
mennta konur og gera átak í fjöl-
skyldumálum í þróunarríkjum verði
hægt að draga úr fæðingum og með
þeim hætti verði hægt að ná því
marki að allir jarðarbúar hafí til
hnífs og skeiðar á næstu 30 árum.
Ýmsir hagfræðingar telja einnig
sérlegt áhyggjuefni að fjárveitingar
til landbúnaðarrannsókna hafi
minnkað.
Minni peningar
„Á sjöunda áratugnum jókst fjár-
framlag til landbúnaðarrannsókna
ört,“ sagði Philip Pardey, vísinda-
maður við rannsóknastofnun um al-
þjóðlega stefnu í fæðumálum í Was-
hington. „Á áttunda áratugnum fór
framlagið að standa í stað og á þeim
níunda og tíunda hefur það minnk-
að.“
Verst er ástandið í Afríku og þar
er neyðin jafnframt mest. Pardey
bendir á að árið 1961 hafi 19 Afríku-
þjóðir varið 260 milljónum dollara
(miðað við núverandi gengi) (17
milljörðum króna) til landbúnaðar-
rannsókna. Framlagið hafi náð há-
marki í 701 milljón dollara árið 1981,
en tíu áram síðar hafi það aðeins
numið 680 milljónum dollara.
Pardey segir að á níunda áratugn-
um hafi Afríkuríki verið að skera
niður til að uppfylla skilyrði fyrir
alþjóðlegum lánum. Á þeim tíma
hafi ríkisstjómir lítið gert til að gera
greinarmun á milli þess hvað skipti
máli og hvað ekki, heldur hafi ein-
faldlega verið skorið niður á öllum
vígstöðvum.
En rannsóknarfé er einnig af
skornum skammti í hinum vestræna
heimi. McCalla bendir á að erfitt sé
að færa rök fyrir ágæti rannsókna
þegar verið sé að knýja fram fjárlög,
einkum og sér í lagi vegna þess að
það líði svo langur tími þar til fjár-
festingin beri ávöxt. Það geti tekið
á milli 10 og 20 ár frá því að rann-
sóknir á nýju afbrigði hefjast þar til
bændur geta farið að rækta það.
Þetta gæti haft sérstaklega slæm-
ar afleiðingar í för með
sér ef spá Worldwatch-
stofnunarinnar er rétt.
Stofnunin á í deilu við
FAO og Alþjóðabankann
um horfur á næstu 15
árum. FAO, sem sér um
að gera spár um framboð og eftir-
spurn eftir matvælum, og Alþjóða-
bankinn spá því að framboð á korn-
vöra muni aukast og verð lækka.
Worldwatch telur hins vegar að
skortur sé í vændum og verð muni
hækka. Spár um aukið framboð og
lækkandi verð geti leitt til þess að
of lítið verði íjárfest í rannsóknum
með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.
Niðurstaðan er því tvíþætt. Framf-
arir í vísindum gefa tilefni til bjart-
sýni á aukna uppskeru og matvæla-
framleiðslu, en skortur á fé til rann-
sókna og röng stefna gagnvart iand-
búnaði er fyrirboði vandamála.
Skortur á
rannsóknafé
fyrirboði
vandamála
svæði.“
Framfarir
í vísindum
gefa tilefni tíl
bjartsýni
/y1) SILFURBÚÐIN
Kringlunni 8-12 • Sími 568 9066
- Þar fœrðu gjöfina -
Clinton heitir her-
sveitum til Bosníu
Washington. Reuter.
BILL Clinton, Bandaríkjaforseti, til-
kynnti í gærkvöldi, að Bandaríkja-
menn væru reiðubúnir til þess að
senda 8.500 hermenn til friðar-
gæslustarfa í Bosníu á nsæta ári.
Umboð 50.000 manna gæslu-
sveita NATO í Bosníu rennur út í
næsta mánuði, og unnið er að því,
að nýtt 31.000 manna herlið, einnig
undir stjórn NATO, taki við af þeim
og verði í landinu allt þar til í júni
1998 til að tryggja frið og stöðug-
leika.
Varkárni einkenndi viðbrögð
Bandaríkjaþings við yfirlýsingu
Clintons á föstudagskvöld. Repú-
blikanar sögðu að forsetinn hefði
vísvitandi dregið að gefa út yfirlýs-
inguna fram yfir kosningar þar sem
vitað hefði verið að um óvinsæla
ráðstöfun væri að ræða.
Alger Hiss látinn
New York. Reuter.
Bandaríkja-
maðurinn Álger
Hiss, sem sak-
aður var um
njósnir i upphafi
kalda stríðsins,
lést á föstudag
92 ára að aldri.
Blaðamaður-
inn Whittaker
Chambers Sakaði
Hiss árið 1948
um að hafa látið sig hafa ríkis-
leyndarmál til að afhenda Sovét-
mönnum. Richard Nixon, sem þá
var þingmaður, sagði að þekkti
„bandaríska þjóðin hið raunvera-
lega eðli Algers Hiss mundi hún
steikja hann í olíu“.
Hiss neitaði að hafa verið njósn-
ari og stefndi Chambers fyrir róg-
burð. Enn er ekki Ijóst hvort Hiss
var borinn röngum sökum.
Ekki var hægt að stefna Hiss
fyrir njósnir vegna fymingar sak-
argifta, en hann sat þtjú og hálft
ár í fangelsi fyrir meinsæri.
Hiss starfaði í utanríkisráðuneyt-
inu og var meðal annars ráðgjafí
Franklins D. Roosevelts forseta á
leiðtogafundinum í Jalta árið 1945.
)
\
\
1
I
I
r
l