Morgunblaðið - 17.11.1996, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 17.11.1996, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 1996 9 FRETTIR Vill afnám skyldu- áskriftar að RÚV AFNÁM skylduáskriftar að Rík- isútvarpinu og innheimtuaðferðir afnotagjalda þess komu til umræðu á Alþingi í vikunni. Viktor B. Kjart- ansson, varaþingmaður Sjálf- stæðisflokks, mælti fyrir þings- ályktunartillögu, sem miðar að því að menntamálaráðherra leggi fram frumvarp um afnám skylduáskrift- ar almennings að RÚV. Viktor sagði afnotagjöld RÚV raska samkeppni á íslenzkum fjöl- miðlamarkaði, þar sem það væri í samkeppni við einkaaðila bæði á markaði fyrir áskrift og auglýsing- ar. Auk þess leggi skylduáskriftin hömlur á valfrelsi almennings, sem verði að teljast grundvallaratriði í fijálsu markaðsþjóðfélagi. „Niður- felling afnotagjalda er því rétt- lætismál,“ sagði Viktor, „bæði í skilningi valfrelsis neytenda og jafnræðis á milli keppenda á sama markaði." Margir þingmenn urðu til að andmæla tillögunni. Ásta Ragn- heiður Jóhannesdóttir, þingflokki jafnaðarmanna, sagði undarlegt, að á sama tíma og eignarhald á fjölmiðlum hér á landi sé að fær- ast á æ færri hendur komi fram tillaga um það að afnema skuli skylduáskrift almennings að Ríkis- útvarpinu. Hún sagði RÚV vera hluta opinberrar þjónustu, sem séu lagðar ýmsar skyldur á hendur, sem einkareknar útvarps- og sjón- varpsstöðvar þurfi ekki að sinna. Sértilboð til London 25. nóvember frá kr. 17.570 liven<er er /_ 21. nóv **• nóv,;_ 28. nóv J-8s*« Nú eru síðustu sætin að seljast til London og við bjóðum nú sértilboð þann 25. nóvember hvort sem þú vilt aðeins flugsæti eða gista á einu vinsælasta hótelinu okkar, Butlins Hotel, einföldu en góðu hóteli skammt frá Oxford stræti. Öll herbergi með sjónvarpi, síma og baðherbergi. Og að auki getur þú valið um fjölda annarra hótelvalkosta í hjarta London. Siðustu sætin 25. nóvember Verð kr. 17.570 Flugsæti. Verð með flugyallarsköttum, mánudagur til fimmtudags í nóvember. Verð kr. 20.700 M.v. 2 í herbergi, Butlins Hotel, með morgunverði 25. nóvember, 3 nætur. Sértilboð í helgarferð 28. nóvember. Austurstræti 17, 2. hæð. Sími 562 4600 Hagsmunir ríkisrekins fjölmiðils séu hagsmunir almennings, á með- an hagsmunir einkarekins fjölmið- ils séu bundnir eigendum sínum. Einnig sagði Asta Ragnheiður nauðsynlegt, að Ríkisútvarpið hafi afnotagjöldin sem sjálfstæðan tekjustofn, þannig að það haldi sjálfstæði sínu gagnvart fjárveit- ingavaldinu. Viðræður um samstarf UA og KEA FORSVARSMENN Útgerðarfélags Akureyringa og Kaupfélags Eyfirð- inga hafa hist á tveimur fundum þar sem rætt hefur verið um hugsanlegt samstarf félaganna í sjávarútvegi. Guðbrandur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri ÚA, segir að ekki sé á þessari stundu verið að ræða um möguleika á samruna félaganna: „Við höfum verið að horfa á mögu- leika á hagræðingu í útgerðar- og hráefnisþættinum hjá okkur. Á þess- um fundum hefur m.a. verið rætt um sameiginlega útgerðarstjóm og ýmsar útfærslur á þeim möguleika." Utsalan hefst á morgun Blað allra landsmanna! Laugavegi 70, sími 551-4515. -kjarni málsins! Nýtt útbob ríkisvíxla mánudaginn 18. nóvember Ríkisvíxlar til 3, 6 og 12 mánaba, 18. fl. 1996 Útgáfudagur: 19. nóvember 1996 Lánstími: 3, 6 og 12 mánuðir Gjalddagar: 19. febrúar 1997, 20. maí 1997 19. nóvember 1997. Einingar bréfa: 500.000, 1.000.000, 10.000.000, 50.000.000, 100.000.000 kr. Skráning: Verða skráðir á Verðbréfaþingi íslands Viðskiptavaki: Seðlabanki íslands Sölufyrirkomulag: Ríkisvíxlarnir verða seldir með tilboðsfyrirkomulagi. Öllum er heimilt að bjóða í ríkisvíxla að því tilskyldu að lágmarksfjárhæð tilboðsins sé ekki lægri en 20 milljónir. Öðrum aðilum en bönkum, sparisjóðum, fjárfestingalánasjóðum, verðbréfafyrirtækjum, verðbréfasjóðum, lífeyrissjóðum og tryggingafélögum er heimilt í eigin nafni, að gera tilboð í meðalverð samþykktra tilboða, að lágmarki 500.000 krónur. Öll tilboð í ríkisvíxla þurfa að hafa borist Lánasýslu ríkisins fyrir kl. 11:00 á morgun, mánudaginn 18. nóvember. Útboðsskilmálar, önnur tilboðsgögn og allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu ríkisins, Hverfisgötu 6, í síma 562 4070. LANASYSLA RIKISINS Hverfisgötu 6, 2. hæö, 150 Reykjavík, sími 562 4070. Melka dagar 14. - 21. nóvember Melka HAGKAUP Quality Men’s Wear * Bolur fylgir hverri sölu * JL Melka Quality Mhn's Wear

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.