Morgunblaðið - 17.11.1996, Page 12
12 SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 1996
MORGU NBLAÐIÐ
Evrópusamrun-
inn af sjónarhóli
Bundesbank
Nýlega skrífaði Helmut Schlesinger, fyrrver-
andi aðalbankastjóri þýska seðlabankans,
Bundesbank, grein um evrópska myntsam-
bandið og framvindu þess. Sigrún Davíðs-
dóttir var á ferð í Þýskalandi og leitaðist
við að rýna í þær hugmyndir, sem Schles-
inger setur fram í greininni.
AÐ vekur verðskuldaða at-
hygli, þegar fyrrverandi
aðalbankastjóri Bund-
esbank, þýska seðlabank-
ans, lætur í ljós álit sitt á myntsam-
bandinu evrópska, EMU, og Evróp-
usamrunanum eins og hann gerði í
grein í breska blaðinu The Economist
nýlega. Helmut Schlesinger var aðal-
bankastjóri bankans 1991-1993, en
hefur starfað í bankanum síðan 1952.
Þessi lágvaxni og hlýlegi maður er
íhaldssamur Bæjari af gamla skól-
anum í orðsins bestu merkingu og
hefur af mörgum verið álitinn þýsk
efnahagsstefna holdi klædd. Innan
bankans þótti hann frábær vinnufé-
lagi og hann hefur aldrei glatað
hæfileikanum til að skynja hvað
venjulegir Þjóðveijar hugsa, þrátt
fyrir stöðugt samband við forystu-
menn á sviði stjórnmála og efnahags-
mála. Hann er eftirsóttur fyrirlesari,
en veitir ógjaman viðtöl.
Og sama á reyndar við um flesta
starfsbræður hans í Bundesbank.
Þaðan kemur sjaldan annað en vand-
lega yfirvegaðar fréttatilkynningar,
enda geta ummæli þaðan skekið
gjaldeyrismarkaðina. Rétt eins og
skilningur sjálfs Guðs almáttugs á
biblíunni gæti verið áhugaverðari en
ýmissa minni spámanna þá er skiln-
ingur Schlesingers á eðli og fram-
vindu myntsambandsins áhugaverð-
ari en margra annarra, þvi hann
hefur um áratuga skeið fylgst með
og haft áhrif á mótun hugmynda og
áætlana um evrópska myntsamband-
ið.
Hverjir verða með og hverjir
ekki?
Spumingin, sem brennur á allra
vörum, er hvort myntsambandinu
verður hleypt af stokkunum í árs-
byijun 1999, eins og lýst hefur ver-
ið yfir og þá með hversu mörgum
meðlimum. í grein sinni bendir
Schlesinger á að enginn geti haldið
því fram að undirbúningstíminn sé
stuttur, því tímamörkin og að-
gangskröfur hafi legið fyrir frá og
með Maastricht-sáttmálanum 1991
og frestun þjóni engum tilgangi. En
Schlesinger minnir á að forsendur
sáttmálans fyrir EMU-aðild séu ekki
allar jafn strangar. Þó þriggja pró-
senta verðbólgumörkin séu ófrávíkj-
anleg, nægi að opinberar skuldir séu
eða stefni í 60 prósent þjóðarfram-
leiðslu og að íjárlagahalli sé undir
eða stefni í 3 prósent. Allar nákvæm-
ar tölulegar útleggingar séu erfiðar.
Ef litið er nánar á þýðingu þessa
fyrir einstök lönd er ekki fjarri lagi
að sex til tíu lönd gætu uppfyllt
skilyrðin eða verið nógu nálægt til
að komast með. Franska stjórnin
berst eins og ljón við að fá réttar
tölur í ríkisbúskapinn, meðal annars
með því að yfirfæra 37 milljarða
franka frá France Telecom til ríkis-
ins. Þegar Romano Prodi forsætis-
ráðherra Ítalíu sá þetta sagði hann
að ítalir gætu svosem líka töfrað
fram nokkrar tölur. En þýska stjórn-
in gæti einnig þurft á smá talnatil-
færingum að halda og í því sam-
bandi má nefna að mörk ríkis-
búskaparins eru ekki alltaf skörp og
því ýmsir möguleikar til að skjóta
til tölum. En enn er of snemmt að
segja nákvæmlega hvernig ástand
landanna og hæfni þeirra til að fylgja
kröfunum verður metin og út í þá
sálma hættir Schlesinger sér ekki.
Að vilja er ekki það sama og
mega - og öfugt
Bundesbank mátti ekki svo sjald-
an þola ergelsi evrópskra starfs-
bræðra, sem sökuðu Bundesbank um
að þjóna einungis þröngum þýskum
hagsmunum, en taka ekki tillit til
evrópsku heildarinnar. í eyrum Bun-
desbankamanna hljómaði slík gagn-
rýni undarlega, því bankinn var nú
einu sinni þýskur seðlabanki, ekki
evrópskur. Sem bankastjóri varði
Schlesinger þýska hagsmuni, en
grein hans sýnir greinilega að eins
og fleiri af hans kynslóð þá álítur
hann Evrópusamrunann einu leið
Evrópu og það hefur komið ýmsum
á óvart. I grein hans vottar heldur
ekki fyrir kvíða um stöðugleika
EMU, þó margir Þjóðveijar séu hik-
andi að hverfa frá traustu marki
yfir í loftkennt EMU. Til að sefa
þann kvíða hefur Theo Waigel fjár-
málaráðherra Þýskalands stungið
upp á svokölluðum stöðugleikasátt-
mála með tröllauknum sektum til
landa, sem slöguðu af mjórri braut
EMU. Nú stefnir í mun vægari út-
gáfu þessa.
Halda mætti að Schlesinger tæki
heilshugar undir slíka viðleitni, en í
grein sinni nefnir hann aðeins að
sáttmáli Waigels sé góður grundvöll-
ur fyrir umræður um aðhald. Frá
sjónarmiði seðlabankamanna er ekki
ósennilegt að hugmynd Waigels sé
fyrst og fremst tilraun þýsks stjórn-
málamanns til að friða landa sína.
í augum alvörugefínna seðlabanka-
manna vilja stjórnmálamenn eitt í
dag og annað á morgun, meðan
þeir fylgja sjálfir afmarkaðri og
skýrari takmörkum en þeim að verða
kosnir í næstu kosningum. Hans
Tietmeyer eftirmaður Schlesinger
hefur sagt að með EMU bindist lönd-
in í óuppleysanlegu bræðralagi. Þá
bitnar óábyrg hegðun á öllum og
engin ástæða til að ofmeta viðleitni
Waigels. Þjóðveijar geta ekki stillt
sér upp sem lögregluþjónn í ESB,
jafnvel þótt þeir hafi traustasta
gjaldmiðilinn, heldur verður að
treysta á að löndin muni eftir sem
áður sjá sér hag í skynsamlegri hag-
stjórn.
Grein Schlesingers gefur engin
fyrirheit um að öll iöndin komist
með í EMU. Hingað til hefur þróun
Evrópusamstarfsins gengið fyrir sig
í skrefum og stökkum og löndin
ekki verið samstíga. Ef Italía og
Spánn komast ekki með í EMU í
fyrstu umferð er sögulega séð engin
ástæða til að örvænta, þó að leiðtog-
ar landanna taki allar efasemdir um
EMU-aðild þeirra sem dauðlega
móðgun.
En svo eru það líka Danmörk og
Bretland, sem hafa fengið undan-
þágu frá EMU, en geta einnig hætt
við að hætta við. Sænska stjórnin
lætur eins og henni sé í sjálfsvald
sett hvort landið gerist aðili að EMU
eða ekki. Af grein Schlesingers má
marka að ESB-lönd, sem formála-
laust hafa undirritað Maastricht-
sáttmálann séu skuldbundin til
EMU-aðiIdar. Sænski fjármálaráð-
herrann túlkar einnig upp á eigin
spýtur að sænska krónan þurfi ekki
að tengjast gengissamstarfinu,
ERM, þó slík aðild sé ein af varnögl-
um Maastricht-sáttmálans til að
tryggja aðlögun, en þeirri túlkun
hefur Tietmayer andmælt. Þessi
skoðanamunur sýnir glögglega að í
Evrópukerfinu er enn sem komið er
engin „lögga“, sem getur fyrirskipað
hinn eina rétta skilning. Því verður
fróðlegt að sjá hvernig tekið verður
á Svíum, fari svo að þeir uppfylli
forsendurnar. Á endanum verða það
leiðtogar ESB-landanna, sem á
grundvelli skýrslu evrópsku seðla-
bankastjóranna, Evrópsku gjaldeyr-
Nasser í nýrri sig-
urför um arabalönd
London. The Sunday Telegraph.
VINSÆLASTA kvikmyndin í
arabalöndum um þessar mundir
er um byltingarhetju, sem þorði
að standa uppi í hárinu á breska
heimsveldinu og hrifsaði til sín
Súezskurðinn úr höndum þess og
Frakka fyrir 40 árum. Þá er að
sjálfsögðu átt við Gamal Abdel
Nasser, forseta Egyptalands á
þessum tíma.
Nasser '56 hefur farið mikla sig-
urför um arabaheiminn. I
Kairó kiappa áhorfendur
ákaft þegar Nasser eða leik-
arinn Ahmad Zaki, „hinn
arabíski Robert de Niro“,
kemur upp um samsæri sí-
onista og heimsvaldasinna
og það lá við götuóeirðum
þegar sýningar á myndinni
hófust í Karþagó í Túnis.
Tíu sinnum fleiri vildu
kaupa miða en húsið rúm-
aði. I Beirut hefur verið
metaðsókn og sýningar eru
að hefjast í Kúveit.
Myndin fjallar um „100 dagana"
svokölluðu í kringum yfirlýsingu
Nassers um, að Súezskurðurinn
yrði þjóðnýttur. Fer hún að mestu
fram í reykmettuðum herbergjum
þar sem byltingarráðið er að
leggja á ráðin um næstu aðgerðir
eða á heimili Nassers þar sem hann
lýsir því fyrir konu sinni hvað dag-
urinn hafi verið erfiður.
Hápunktur myndarinnar er þeg-
ar Nasser lýsir því yfir frammi
fyrir þúsundum manna á Manshia-
torgi í Alexandriu, að „við eigum
skurðinn". Þykir það mjög áhrifa-
mikið. I myndinni eru engin stríðs-
atriði og henni lýkur með því, rétt
áður en Bretar réðust inn í Egypta-
land, að Nasser hrópar frá forseta-
höllinni: „Allah er mikill.“
Gagnrýnendur eru ekki á einu
máli um myndina. Einn lýsti henni
sem „mjög áhrifamikilli" en annar
sagði hana „einu verstu mynd, sem
ég hef séð“, ekkert annað en „op-
inbera aftöku á minningu hetjunn-
ar“, þ.e.a.s. Nassers.
Nasser ’56, sem egypska sjón-
varpið lét gera, er eina stórmynd-
in, sem komið hefur frá Egypta-
landi i langan tíma. Kairó eða
„Hollywood á Nílarbökkum" eins
og borgin er stundum kölluð hefur
yfirleitt séð öllum arabaheiminum
fyrir afþreyingarefni af þessu tagi
en að undanförnu hefur hún átt
undir högg að sækja vegna sam-
keppninnar við gervihnattasjón-
varpið.
Mohammed Rouda, gagnrýnandi
við líbanska dagblaðið AJ Hayed,
er einn af aðdáendum Nasser ’56
og kemur raunar ekki auga á neitt,
sem betur mætti fara, en Rose Issa,
umboðsmaður arabískra mynda í
London, segir, að myndin sé skelfi-
leg. „Það örlar varla á leik í mynd-
inni,“ segir hún. „Ahmed Zaki
reynir að vísu en hann er lágvaxn-
ari en aðrir ímyndinni og bara
hlægilegur. Ég veit ekki í hvað
peningarnir fóru því að jafnvel
lýsingin og hljóðsetningin eru mis-
lieppnaðar."
Issa segir um Ieikstjórann, Mo-
hammed Fadel, að hann hafi ekki
hæfileika til að gera neitt annað
en sápuóperur en hann segir, að
aðsóknin að myndinni segi sína
sögu og sýni, að áhorfendur kunni
að meta söguleg viðfangsefni.
NASSER forseti innan um landa
sína og stuðningsmenn.
Deilt um hárið á leiðtoga breska Verkamannaflokksins
Blair reynir að greiða
úr,, kvennavandanum ‘ ‘
ÁSTAND
hársins á Tony
Blair, leiðtoga
breska Verka-
mannaflokk-
sins, varð eitt
af helstu deilu-
málunum í
breskum
stjórnmálum á
dögunum. Til-
efni umræð-
unnar er frétt
í The Financial
Times þess
efnis að Blair
hafi „sléttað
þyrilhárið" í
því skyni að
höfða til kvenna og breytt áherslum sínum til að styrkja
stöðu sína meðal kvenna.
Ráðgjafar Blairs eru sagðir reyta hár sitt og skegg
vegna lítils fylgis flokksleiðtogans meðal kvenna, sem
gætu ráðið úrslitum í kosningunum á næsta ári. Verka-
mannaflokkurinn hefur yfirleitt notið minni stuðnings
meðal kvenna en íhaldsflokkurinn síðustu áratugi og
reynir nú að bæta úr því. Það virðist hafa tekist því
skoðanakannanir benda til þess að flokkurinn sé að
sækja í sig veðrið meðal þessa mikilvæga kjósendahóps.
í síðustu þingkosningum fékk íhaldsflokkurinn 4%
meira fylgi meðal karla en Verkamannaflokkurinn og
munurinn var mun meiri meðal kvenna, eða 10%. Ný
skoðanakönnun bendir hins vegar til þess að munurinn
á fylgi flokkanna meðal kvenna hafi minnkað um helm-
ing og sé nú aðeins þijú prósentustig.
Það sem veldur ráðgjöfunum áhyggjum er að sama
könnun bendir til þess að hlutfall þeirra kvenna, sem
eru ánægðar með framgöngu Blairs, hafi minnkað um
sjö prósentustig frá því í mars. Meðal karla hefur þetta
hlutfall hins vegar aukist um fímm prósentustig. 43%
kvenna voru ánægð með framgöngu Blairs en 60%
karla.
„Of sléttur og felldur“
Nefndar hafa verið ýmsar skýringar á þessum mikla
mun. í könnun, sem gerð var fyrir Verkamannaflokk-
inn, kemur
m.a. fram að
konur telja að
Blair sé „of
sléttur og felíd-
ur“ og hneigist
til að koma sér
hjá því að svara
erfiðum spurn-
ingum. Konun-
um mun einnig
hafa fundist
hann kuldaleg-
ur og ekki nógu
karlmannleg-
ur.
Samkvæmt
breskum blöð-
um hafa þessar
vísbendingar orðið til þess að ráðgjafar Blairs hafa
beint sjónum sínum að hári hans, sem mun hafa þynnst
nokkuð og gránað frá því hann varð leiðtogi flokksins
fyrir tveimur árum.
Dagblaðið The Independent skýrði frá því að tölvu-
þijótar hefðu komist í tölvupóst aðstoðarmanna Blairs
og fært hann inn á alnetið. Mesta athygli vöktu skila-
boð frá ritara Blairs til fjölmiðlafulltrúa hans: „Getur
þú gert eitthvað við hárinu?“
Ahöld eru þó um hvort Blair hafi í raun og veru
breytt hárgreiðslunni í því skyni að höfða til kvenna.
Talsmenn hans brugðust í fyrstu hinir verstu við frétt
Financial Times og sögðu þetta virta blað hafa beðið
mikinn álitshnekki með því að birta vangaveltur sem
enginn fótur væri fyrir.
Síðar slógu þeir á léttari strengi og gáfu út frétta-
tilkynningu þar sem þeir hæddust að frétt Financial
Times. „Vandi minn felst ekki í því að breyta hárinu.
Vandinn er að halda því,“ var þar haft eftir Blair.
Talsmenn leiðtogans hafa þó ekki vísað á bug frétt-
um um að hann hafi breytt aðferðum sínum í þeirri
viðleitni að höfða til kvenna. Hermt er að hann leggi
nú m.a. kapp á að heimsækja sem flest börn á sjúkra-
húsum og tala við mæður þeirra í stað þess að leggja
áherslu á að ræða við karla í jakkafötum um efna-
hags- og atvinnumál.
TONY Blairá
góðum degi.
LEIÐTOGINN úfinn
og stúrinn.