Morgunblaðið - 17.11.1996, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 17.11.1996, Qupperneq 26
26 SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR/Regnboginn hefur tekið til sýninga nýjustu mynd Bernardo Bert- olucci, „Stealing Beauty", með Liv Tyler, Jeremy Irons, Sinead Cusack og Carlo Cecchi í aðalhlutverkum. Náttúran blómstrar í Toscana SINEAD Cusack leikur Diana Grayson. AÐ ER smástimið unga, Liv Tyler, sem fer með aðalhlut- verkið í þessari nýjustu kvikmynd hins þekkta ítalska kvikmynda- gerðarmanns, Bernardo Bertolucc- is. Hún leikur Lucy Harmon, 19 ára ameríska stúlku, sem tekst á hendur ferðalag til hinna frjósömu sveita í Toscana-héraði á Ítalíu. Hún ætlar að eyða sumrinu með fjölskylduvinum og henni gengur tvennt til; að endumýja kunnings- skap við fyrstu ástina sína, mynd- arlegan, ungan mann úr nágranna- fjölskyldu og að leysa gátu sem Lucy hefur rekist á í dagbók móð- ur sinnar, skáldsins og fyrirsæt- unnar Söm. Sara var bóhem og jafnóðfús að reyna eitthvað nýtt og hún var ófús að bera ábyrgð. Lucy granar að í olífutrjálundunum í Toscana fínni hún svör við spum- ingum sem brenna á henni og hún krefst svara við í leit að sjálfri sér. Nærvera Lucy kemur eins og ferskur vindur inn í tilvera fólksins sem hún heimsækir og gesta þess. Hún hefur djúpstæð áhrif á freðið tilfinningalíf þessa fólks og kemur af stað lostafullri ólgu í hjörtum næstaddra sem vakna til minninga um þá sælu og þær sorgir sem æskan veitir færi á að upplifa. „Stealing Beauty" var tekin upp sumarið 1995 í Chianti-héraði í Toscana. Bemardo Bertolucci, leik- stjórinn, samdi sjálfur söguna sem myndin er gerð eftir. Bertolucci er vanastur því að skrifa handrit eigin mynda en að þessu sinni fól hann verkið banda- ríska rithöfundinum Susan Minot. Þegar handritið lá fyrir fóra Ber- tolucci og framleiðandinn, sem hann hefur unnið eingöngu með undanfarin ár, Bandaríkjamaður- inn Jeremy Thomas, að ráða leik- ara til starfa. Óskarsverðlaunahaf- inn Jeremy Irons var ráðinn til þess að leika Alex, sem kemur í heimsókn til Grayson-fjölskyldunn- ar á sama tíma og Lucy. Diana Grayson, húsráðandinn, er leikinn af hinni írsku Sinead Cusack og landi hennar, Donal McCann, leikur hr. Grayson. Meðal annarra leikara má nefna Jean Marais, sem er á níræðisaldri, en öðlaðist á sínum tíma frægð fyrir leik í myndum Jean Cocteau. Ekki má láta hjá líða að geta þess að það er hinn stórkostlegi kvikmyndatökumaður Darius Khondij, sem stjómar myndatökum í „Stealing Beauty“. Khondij er fransk-íranskur og hefur stjórnað kvikmyndatökum í myndum Jeunet og Caro, „Delicatessen" og Borg hinna týndu bama, einnig í make- dónísku verðlaunamyndinni Fyrir regnið. Síðast en ekki síst var það Darius Khondij sem var ábyrgur fyrir hinu ótrúlega drangalega og ógnvekjandi yfírbragði sem var á. myndatöku „Seven“, með Brad Pitt og Morgan Freeman í aðalhlutverk- um. Þegar Bertolucci og Khondij vora að undirbúa samvinnuna lagði leikstjórinn línuna með því að segja myndatökumanninum að koma sér í rétta stemmningu fyrir „Stealing Beauty“ með því að stúdera mál- verk franskra fauvista á borð við Matisse og Derain og með því að hlusta á tónlist Mozart. Höfundur sviðsmyndarinnar, Gianni Silvestri, fékk þau fyrir- mæli að vega upp á móti léttleik- anum sem einkenndi söguna með því að nota þunga, höfga liti. Dimmrauðir og bláir litir einkenna sviðsmyndina og Silvestri gekk m.a. svo langt að láta lita mölina í hlaði heimilis Grayson-fjölskyld- unnar, ægifögru húsi í grennd við Siena. JEREMY Irons og Liv Tyler í myndinni „Stealing Beauty". LIV Tyler ieikur Lucy Harmon í myndinni „Stealing Beauty“ eftir Bemardo Bertolucci. Ungá LIV Tyler varð 18 ára meðan á tök- um „Stealing Beauty“ stóð í Toscana á Ítalíu. Leið hennar á stjörnuhimin- inn hefur verið ótrúlega hröð frá því að hún lék fyrst í tónlistarmynd- bandi hljómsveitarinnar Aerosmith en hún er einmitt dóttir söngvara hijómsveitarinnar, Steven Tylers. Liv Tyler hélt reyndar þangað til hún var 10 ára að hún væri dóttir annars poppara, Todd Rundgren, en eftir því sem stúlkan stækkaði og þroskaðist varð hið sanna lýðum Ijóst. Liv ákvað að gerast fyrirsæta 14 ára gömul og skömmu siðar birtist hún á forsíðu tímaritsins Vogue. Fyrsta kvikmyndin sem hún lék í var „Silent Fall“ eftir Bmce Beresford þar sem Richard Dreyfuss var í aðal karlhlutverki. „Stealing Beauty“ er fjórða kvikmyndin sem hún leikur í á 18 mánuðum. Síðan hefur hún m.a leikið í „Heavy“ með Shelley Winters og Debby Harry. Hún vann nýlega með Woody Allen og var meðal leik- enda í „That Thing You Do“, fyrstu myndinni sem Tom Hanks leikstýrir. Aftur á Ítalíu Stealing Beauty er fyrsta kvikmyndin sem Bernardo Bertolucci gerir heima á Ítalíu í fimmtán ár, eða síðan hann gerði Tragedia de un uomo ridicolo, Harmsögu um fárán- legan mann, árið 1981. í milli- tíðinni hefur hann lokið við gerð þess sem hann kallar aust- ræna þríleikinn sínn; banda- rísku myndimar The Last Emperor, The Sheltering Sky og Little Buddha. Bertolucci er fæddur í Parma á Ítalíu árið 1941, sonur ljóð- skálds. Hann var tvítugur há- skólastúdent í Róm þegar hann var kynntur fyrir kvikmynda- gerðarmanninum Pier Paolo Pasolini, sem var þekktur fyrir myndir sem mörgum þóttu hneykslanlegar. Pasolini bauð Bertolucci vinnu við að aðstoða sig við gerð myndarinnar Acc- attone. Bertolucci þáði boðið og lét nám sitt lönd og leið. Næsta ár skrifaði hann svo handrit að eigin mynd. Sú heit- ir La Commare Secca, Maður- inn með ljáinn og hlaut feiki- góðar viðtökur á kvikmyndahá- tíðinni í Feneyjum eins og sú sem eftir fylgdi árið 1964, Prima de la Rivoluzione, Fyrir byltinguna. Árið 1967 bað Sergio Leone Bertolucci um að skrifa drög að handriti myndarinnar góð- kunnu Once upon a time in the West og árið eftir leikstýrði hann eftir eigin handriti mynd- inni Félagi. Árið 1970 gerði hann tvær myndir. Strategia del Ragno, Kænskubragð köngulóarinnar og Taglhnýt- inginn, La Comformista, eftir skáldsögu Alberto Moravia. Árið 1973 vakti hann svo mikla alþjóðlega athygli fyrir hina djörfu myndi Síðasti tangó í París með Marlon Brando og Mariu Schneider í aðalhlut- verki. Árið 1976 gerði Bert- olucci myndina 1900 og aftur vann hann með bandarískum og frönskum leikurum, að þessu sinni Robert De Niro og Gerard Depardieu. 1979 lék Jill Clayburgh aðalhlutverkið í La Luna og 1981 kom frá Bemardo Bertolucci myndin Harmsaga um fáránlegan mann, Tragedia de un uomo ridicoío, með Ugo Tognazzi og Anouk Aimee í aðalhlutverk- um. Óskarsverðlatmahafi Eins og fyrr sagði hefur Bertolucci haldið sig utan hei- malandsins frá gerð þeirrar myndar, og myndað tengsl við menn ( Hollywood. Árið 1986 gerði hann myndina Síðasta keisarann um síðasta keisar- ann í Kína og hlaut hún hvorki fleiri né færri en 9 óskarsverð- Iaun, þar á meðal sem besta kvikmynd ársins og Bertolucci sjálfur hlaut viðurkenningu sem leikstjóri ársins. Árið 1990 gerði hann mynd í Sahara eftir skáldsögu Paul Bowles, The Sheltering Sky en meðal leik- enda voru Debra Winger og John Malkovich. 1992 sneri Bertolucci afturtil Austurlanda fjær og gerði myndina um Buddha litla í Nepal og í klaustrum í hinu afskekkta furstadæmi Bhutan. Bertolucci hefur oftast skrif- að liandrit eigin mynda og auk þess hefur hann komið fram sem leikari ! nokkrum kvik- myndum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.