Morgunblaðið - 17.11.1996, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 17.11.1996, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 1996 31 BÓKIN varð til í ðveiyulegu samstarfi tveggja vina — þeirra Júrís og Eyvindar Erlendssonar. þeir sem hærra standa halda sig víðs fjarri. Hann er ekki annað en þýðandi og túlkur, fenginn hingað til starfa af því hann, kannski af einskæru ístöðuleysi, lenti í því, á sínum tíma að læra þetta skrýtna tungumál, - sem enginn kann nema þetta fólk hér, utan við heiminn - langt norður í hafi. Njósnasaga af Miðnesheiði Það er einn góðan veðurdag. Kom- ið haust en veðrátta sumarsins hefur orðið eftir, kannski gleymst. Hún er hér enn. Milt, sól á lofti en farin að lækka svo það er ekki heitt. Svali af sjónum. Það hafa staðið kyrrviðri í allt haust með vægu næturfrosti svo trén standa enn með laufum, flestum gulum og rauðum, sum enn- þá græn. Konan farin heim til Moskvu í frí, innfæddir allir að sinna sínu, sumir liggja í kartöflugörðum, aðrir í timburmönnum. Enda „ekki talið æskilegt" að sendifulltrúar séu inni á gafli hjá þeim, svo undarlegt sem það nú er. Ekkert fyrir einmana útlending við að vera. Birtist þá ekki félagi ívan ívanó- vits á jeppa sendiráðsins að bjóða í ökuferð. Ivan ívanóvits er að vísu múlasni, þegjandalegur riddari hinn- ar ósýnilegu reglu, skráður „um- sýslumaður bifreiðahalds" alltaf klæddur gráleitum jakkafötum með bjánalegt kúrekabindi, beinnefjaður og beinn í baki og brosir aldrei nema einhver detti á svelli. Hlátur hans kemur í gusu, - aldrei nema ein. Sinkfyllingar og svart í tönnum. Semsagt - múlasni. En, á degi sem þessum mátti maður verða honum feginn. Og boði slíks manns er ekki ráð að hafna. Það er kyrrlátt á þjóðveginum eftir að kemur suður á heiðina, rauða og gullna í haustlitunum. Malbikið hefur mjúkan gljáa eins og fáin leðu- ról, í sveigjum um litskrúðugt haust- landið. Melankólskir tröllkarlar drúpa höfði, hugsi uppi á hólum. A sjónum, spegilfögrum, bláum aldrei þessu vant renna einstaka litiir mót- orbátar með einum karli, á leið út á mið. Fjallið handan fjarðar liggur fram á lappir sínar og lygnir augum. Fyrstu snjóélin hafa klórað því um bakið í nótt. Álfarnir sjást ekki. Það er hvíldardagur hjá þeim eins og öðrum. Þeir sitja sennilega sunnan- undir og leika sér að gulltöflunum sínum eða eru að horfa á farfuglana æfa þegjandi oddaflug, hátt í lofti, fyrir ferðina löngu suður yfir höf. Einstaka hvítt lamb, eins og dún- hnoðri til að sjá, kviknar í litadýrð- inni, - rekur upp bergmálandi jarm. Bráðum koma bændurnir á gúmmí- skóm, með hesta sína og hnífa, að sækja þau úr sumarhögum. Þegar komið er suður, þar sem flotastöðin dreifir óhugnanlegu drasli sínu, gaddavírsgirðingum og gráum tumum, um mjúkdregnar, kvenlegar línur heiðarinnar, stöðvar ívan ívanóvits bifreiðina, á útskoti við vegaskurð, þegir góða stund, svipbrigðalaus, snýr sér svo hægt við, horfir freðýsuaugum á ferðafé- laga sinn, dregur að sér andann, hægt og mælir: - Ég þarf aðeins að skreppa hérna, - bak við hól, (með íbygginni áherslu), oní skurð. Það er best þú hinkrir á meðan. Nú jæja. Merkilegt fyrirhyggju- leysi af manni jafn vönum að vinna eftir plani að hafa ekki lokið þeim verkum heima, áður en lagt er af stað, en fara að sinna þeim í hvarfi ofan í skurði. En hann um það. Seg- ist ívan ívanóvits þurfa að skreppa ofan í skurð þá er ekki túlksins að bera brigður á það. Sem sagt: ívan ívanóvits þarf oní skurð. Hann hverfur ofan í skurðinn. En líklega hefur honum ekki líkað að- staðan þar, því nokkrum augnablik- um síðar skýtur honum upp við hinn enda skurðarins eins og hann sé að leita sér að þægilegri stað, skýst þar hálfboginn milli kletta og hverfur niður í næsta skurð, sem liggur í átt að ruslahaugum hersins. Tíminn líður. Ef til vill ætti maður að gá? fvan ívanóvits kannski fastur í botnleðjunni. Nei, varla. Hann er vanur skurðum. Auk þess: - Far- þegi í ökuferð á ekki að ráða ferð- inni. Gestgjafinn ræður. Vilji hann drekkja sér í skurði þá það, - ekki túlksins að leiðrétta það. Það er líka ágætt að fá smástund til að leggja sig aftur á bak í hlýjan mosann og horfa á farfuglana hátt í lofti og frosthrein ský háloftanna fljóta hjá. Þarna uppi er hið fræga ózónlag. Ekkert gat að sjá. Og þarna ennþá lengra úti i óendanleikanum þessi níutíu prósent af efnismassa alheimsins sem enginn getur fundið. Á meðan bijótast menn um hér neðra bullsveittir í leðjunni, út af hégóma. Loksins eftir langa mæðu birtist gestgjafinn ívan ívanóvits, umsýslu- maður bifreiðaeignar sérlegs sendi- herra með fullu umboði, - upp úr skurði. Hin ágætu jakkaföt leir- stokkin, krumpuð og tætt. Skórnir ein leðja, svo og buxnaskálmar upp á kné. Lafmóður. Með stolt bardaga- hetjunnar í svipnum. Framan á mag- anum dinglar mikilfengleg ljós- myndavél, - nýjasta módel af frægri kapítalískri gerð. Hér fór greinilega maður sem kunni að bjarga brókum sínum. En æ, æ, æ! Þessi samferðamaður hans, sem hefði átt að verða fullur lotningar, var því miður svo illa upp alinn, undir siðspillandi áhrifum stærðfræðinga og músíkanta, að hann missti út úr sér: - Kæri ívan ívanóvits. Er nú ekki synd að stórskemma svona þessi góðu föt fyrir ekki merkilegra málefni? Ég hefði sem best getað keypt kort með ljósmyndum af þessu svæði, sem þér hafið svona ástríðu- kenndan áhuga á, - úti í sjoppu, - miklu betri myndir - í fullum litum! Og þetta var engin lygi. Víst var hægt að kaupa túristakort með myndum af svæðinu í hverri búð. Enda engu að leyna í svona flota- stöð. Þær eru allar eins búnar og allir þekkja þann búnað. En ívan ívanóvits er ekki í skapi fyrir neitt spaug. Leiðin heim ekin þegjandi. Áður en hann kveður, á tröppunum segir hann: - Þér eruð unggæðingslegri og græningjalegri en mig hefði grunað Júrí Alexandersson. Til hvers ætti ég að kaupa ódýra ljósmynd og eyði- leggja með því tækifæri til að vinna afrek í starfi? Þeir vita ekkert að svæðið er öllum opið. Þeir vita varla að þessi flotastöð er til. Þama fá þeir samt sönnun þess að ég vinn fyrir kaupinu mínu. Og set ekki fyr- ir mig smámuni. Skóna fæ ég borg- aða, hafðu ekki áhyggjur, - fötin líka. Ég býð upp á konjakk þegar ég fæ orðuna. Um upphaf mannréttinda- baráttu Júris Úr dagbók 29. mars 1984. Sévi utanríkisráðherra er magn- aður náungi og veit í flestum tilfell- um betur en aðrir menn. Samt stund- ar hann stíft að kalla starfsmenn ráðuneytisins á samráðsfundi og þá alit heila liðið í einu auk gesta sem hann dregur þangað að gefa álit á því sem uppi er hveiju sinni. Það er sama hvað menn rausa, eins þótt honum sjálfum finnist það marg- sönnuð vitleysa, - hann stingur aldr- ei upp í neinn, tekur ekki orðið af neinum, í mesta lagi, - ef honum ofbýður vitleysan þá lítur hann upp undrandi eins og bam sem einhver hefur verið að hrekkja. Einarður maður, markvisst leitandi en ekki fálmandi. „Lofum mönnum að tala,“ segir hann, „sannleikurinn hefur verið svo lengi í felum, aldrei að vita hjá hverjum hann kann að leyn- ast!“ Samráðsfundur hjá ráðherranum Sévardnadse. Ég, nýr yfirmaður mannréttindadeildar, á að gefa skýrslu, leggja mitt til málefnis dagsins. I dag er Þýskaland þó efst á blaði. Það stefnir hraðfara til sameiningar þýsku ríkjanna tveggja. Sé- vardnadse hefur fulla samúð með því, - finnst það ekki nema eðlileg og réttmæt ósk þjóðarinnar. Það var ekki síst fyrir hans vilja og gerðir að ríkisstjómin tók af skarið og málið fékk framgang hörmunga- laust. En við megum ekki gleyma því að Hitlersþýskaland dró Ráð- stjórnarríkin á viðkvæmasta skeiði sögu sinnar inn í blóðugustu styijöld heims og hennar sár ætla seint eða aldrei að gróa. Fram til þessa höfum við haft her í Austur-Þýskalandi og eigum þar miljarðaeignir. Það er ekki hægt að draga það allt burt, án þess að hafa einhveija tryggingu gegn afturgenginni ógnun þaðan. Það er heitt í kolum, menn tala hver um annan þveran. Lengi talað og mikið. Loks era menn orðnir þreyttir, fundi sama sem lokið og Sévardnadse gefur mér orðið. Auð- vitað ætlast menn til að mín ræða sé aðeins proforma, - almennt snakk um samráð á sviði mannréttinda- mála milli ríkjanna tveggja, - efla tengsl, styrkja alþjóðlegt samstarf ... En ég er ekki á þeim buxunum í dag. Eg er kominn í stríð: Byija einhvem veginn svona (blöðin ekki við höndina'lengur, víst sokkin í arkívið einhvers staðar). „Misnotkun geðlæknisfræðinnar er svartur blettur á þjóðfélagi okk- ar, kemur á okkur óorði út í frá og gerir okkur ókleift að gera milliríkja- samþykktir hvort heldur er við Þióö^ veija eða aðra og af hveiju? - Af því að á meðan ekki er bætt úr þessu ástandi getur enginn tekið á okkur mark. Við höfum ekki traust..." Nú lyfti ráðherrann höfði og var ekki laust við að hann gapti svolítið, - ég hélt að hann ætlaði að fara að setja upp skeifu. Hinir snarþögnuðu, tilbúnir að grípa möppurnar sínar og þjóta um leið og hann gæfi til- efni til. Ég stautaði áfram eitthvað á þessa leið: „Við getum ekki talið okkur til siðmenntaðra þjóða og ekki umgengist aðrar þjóðir eins og meníu á meðan þessi smánarblettur er ekki burtu þveginn, hvað svo sem það kostar. Við getum þá fyrst gerst samningsaðilar annarra þjóða á jafn- réttisgrandvelli þegar við höfum út- rýmt þessari holdsveiki af eigin lík- ama, þessum svívirðilegu mannrétt- indabrotum hér heima, hjá okkur sjálfum. Ég veit að hér er ofurmannlegt verk að vinna. Engan langar að byija á því, ekki mig heldur. Það er eins óárennilegt og Ágíasarfjósið hjá Herkúlesi. En það þýðir ekki að ætla bæði að fá að heita Herkúles og ætla samt ekki að moka fjósið. Ennþá síður þýðir að horfa upp í loftið með heldrimannssvip þar seq^ maður stendur í haugnum upp í hné og segja „Ég sé engan skítÞví ákafar sem ég talaði þeim mun hrím- aðri urðu ásjónur hlustenda. Beljað í tóma tunnu. Lauk máli mínu sveitt- ur. Samkoman leystist upp í vand- ræðagangi. 0Bókarheiti Júrí úr Neðra... ea grín er dauðans alvara, 320 bls. Höfundur Eyvindur Erlendsson. Útgefandi Fjölvi. Leiðbeinandi verð 3680. 'i 9 Fræðslufmwdir kl. 20 - 22 í Reykjavíh &g á Akureyri eytingameistarar Blómavals í Reykjavík og a Akureyri sýna réttu handtökin og nýjar hugmyndir í jólaskreytingum, aðventu- skreytingum, hurðakrönsum o. fl. Ók eypis aðgangur - allir velkomnir. Munið að skró þátttöku Mánudag 1 8. nóv. - þri&jud. 19. nóv. Miðvd. 20. nóv. í Reykjavík Skráið þáHtöku í síma: 568 9070 Fimmtudag 21. nóv. og föstudag 22. nóv. á Akureyri Skráið þátttöku í síma: 461 3200 Fundarstjóri Bjarni Finnsson ícimil-Jlálalandíd

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.