Morgunblaðið - 17.11.1996, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 17.11.1996, Qupperneq 32
32 SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 1996 MINNINGAR / MORGUNBLAÐIÐ t Vinkona okkar, ÓLÍNA PÉTURSDÓTTIR sem lést á Reykjalundí 11. nóvember, verður jarðsungin frá Lága- fellskirkju þriðjudaginn 19. nóvember kl. 13.30. Vinir. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR H. VALDIMARSSON flugvirki, Árskógum 6, Reykjavík, lést á heimili sínu 15. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar. Þorgerður Bjarnadóttir, Guðrún J. Gunnarsdóttir, Birgir Birgisson, Hallgrímur V. Gunnarsson, Guðbjörg K. Gunnarsdóttir, Margrét Á. Gunnarsdóttir, Gunnar R. Gunnarsson, Kristbjörg Sigurðardóttir, Björn Guðjónsson, Eyjólfur Ingimarsson, Björg G. Gísladóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, afi, tengdafaðir og bróðir, KRISTINN EYJÓLFSSON frá Hvammi í Landssveit, Drafnarsandi 5, Hellu, lést á heimili sínu 13. nóvember sl. Jarðarförin auglýst síðar. Anna Magnúsdóttir, Lóa Rún Kristinsdóttir, Inga Jóna Kristinsdóttir, Þórður Þorgeirsson, Eyjólfur Kristinsson, Eyjólfur Ágústsson, Guðrún S. Kristinsdóttir, barnabörn, systkini og aðrir vandamenn. t Ástkær maðurinn minn, faðir, tengda- faðir, afi og langafi, KRISTJÁN EDILON HJÁLMARSSON, Hringbraut 54, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði þriðjudaginn 19. nóvember kl. 13.30. Hulda Margrét Hermóðsdóttir, Ingibjörg Kristjánsdóttir, Guðjón Guðbjartsson, barnabörn og barnabarnabarn. t Astkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HÉÐINN SKÚLASON fyrrv. lögreglufulltrúi, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju, þriðjudaginn 19. nóvember kl. 13.30. Guðrún Nanna Þorsteinsdóttir, Margrét Héðinsdóttir, Ólafur Ingi Baldvinsson, Þorsteinn Héðinsson, María Birna Gunnarsdóttir, Hilmar Héðinsson, Lena Maria Nolen, Örn Héðinsson, Guðrún Hanna Hilmarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir og amma, ÓLAFÍA ÞORVALDSDÓTTIR, Freyjugötu 47, sem andaðist í Landspítalanum 13. nóvember sl. verður jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 19. nóvem- ber kl. 1 5. Þórunn Sigurðardóttir, Magnús Ólafsson, Dagbjört Þyri Þorvarðardóttir, Guðni Kristinsson, Hafsteinn Þorvaldsson, Haukur Þorvaldsson og barnabörn. INGIBJÖRG BÖÐ VARSDÓTTIR + Ingibjörg Böðv arsdóttir fædd- ist í Reykjavík 21. júlí 1915 og lést í Reykjavík 8. nóv- ember síðastliðinn. Ingibjörg var dóttir hjónanna Böðvars Jónssonar efnis- varðar, lengi um- sjónarmanns á Nýja Garði, f. 27. júní 1879, d. 6. febrúar 1954, og Guðrúnar Skúladóttur, f. 31. ágúst 1883, d. 9. ágúst 1965. Þau eignuðust fimm börn. Þau voru auk Ingibjargar: Jón símamað- ur, f. 13. ágúst 1912, d. 1986, maki Hólmfríður Sigurðardótt- ir. Gunnar, fulltrúi hjá Bæjar- síma Reykjavíkur, f. 2. febrúar 1914, d. 1966, maki María Ás- geirsdóttir. Ragnheiður , f. 17. ágúst 1921, maki Jóhann Sig- urðsson. Sigurbjörg, f. 3. maí 1923, maki Jón Sigurpálsson. Ingibjörg var síðari kona Reyn- is Guðmundssonar vélsljóra í Hafnarfirði, f. 24. apríl 1906, d. 14. apríl 1988. Ingibjörg varð stúdent úr stærfræðideild MR 1935, stundaði nám í lyfjafræði í Reykjavíkur Apóteki 1935 - 1938 og lauk fyrrihlutaprófi í lyfjafræði það ár. Hún nam við Lyfjafræðiháskólann í Kaup- mannahöfn 1939 - 1941 oglauk Hjartkær móðursystir okkar, Ingibjörg Böðvarsdóttir, er látin. Stella, eins og hún var alltaf köll- uð, var engin venjuleg frænka. Hún var einstök manneskja með ótrú- lega stórt hjarta. Hjarta sem rúm- aði ekki aðeins hennar nánustu heldur alla sem hún kom nálægt. Við höfum stundum sagt það systk- inabörnin hennar að allar fjölskyld- ur þyrftu að eiga eina svona Stellu frænku. Frænku sem var höfuð ættarinnar, vakti yfir okkur öllum, sýndi námi okkar, áhugamálum og öllu okkar daglega lífi svo mikinn áhuga. Stella fæddist í Reykjavík. For- eldrar hennar voru Böðvar Jónsson frá Tjörn á Vatnsnesi og Guðrún Skúladóttir frá Ytra-Vatni í Skaga- firði. Hún ólst upp á stóru og gest- kvæmu heimili ásamt fjórum systk- inum sínum. Mikil tengsl voru við ættingjana bæði úr Húnavatnssýsl- unni og Skagafirðinum og voru báðar þessar sýslur henni alla tíð mjög hjartfólgnar. Stella var ákaf- lega lifandi og skemmtileg og hafði mörg áhugamál. Eitt af þeim var ættfræði, en frænka okkar var ákaflega ættrækin. Var það svo að ef maður nefndi vin eða kunningja var Stella óðara búin að rekja ætt- ir þeirra og okkar saman. Skipti það hana engu að viðkomandi væri skyldur okkur í 5. - 6. lið, viðkom- andi var frændi eða frænka. Hún hafði einnig brennandi áhuga á öllu sem viðkom landi og þjóð. Skildi hún aldrei hvað fólk var að þvælast í ferðalög til útlanda þegar það hafði annað eins land og Island til að ferðast um. Eftir hefðbundið skyldunám lá leið Stellu í Menntaskólann í Reykjavík og útskrifaðist hún það- an 1935. Á menntaskólaárunum eignaðist hún sínar bestu vinkonur og entist sú vinátta ævilangt. Eftir stúdentspróf lá leiðin í Reykjavíkurapótek þar sem Stella gerðist nemi í lyfjafræði. Þær eru ófáar sögurnar sem hún sagði okk- ur frá árunum í Reykjavíkurapó- teki. Sagði hún svo skemmtilega og lifandi frá að manni fannst maður sjá í anda þau Mundu Gísla, Immu Siguijóns, Sverri Magg, Helga Hálfdanar og alla hina sem þar störfuðu. Ekki voru þær heldur fáar sög- umar frá námsárunum í Danmörku þar sem hún varð innlyksa á stríðs- árunum. lyfjafræðiprófi haustið 1941. Áður en hún fór til Kaup- mannahafnar starf- aði hún eitt ár sem aðstoðarlyfjafræð- ingur í Reykjavíkur Apóteki og að prófi loknu vann hún á rannsóknastofu lyfjafyrirtækisins Ferrosan í Kaup- mannahöfn 1941 - 1945. Heimkomin eftir stríðið vann hún í Reykjavíkur Apóteki 1945 - 1954 og Garðs apóteki 1959 - 1970. Hún stofnaði Lyfjabúð Breiðholts 1970 og rak hana þar til hún varð að láta af störf- um 1985 vegna ákvæðis sem þá var í lögum um aldurstak- mark lyfsala. Ingibjörg sat í sljórn Lyfjafræðingafélags Is- lands 1947 - 1950 og 1965 - 1969, var í stjóm Menningar- sjóðs lyfjafræðinga 1966 - 1970 og í Minjanefnd lyfjafræðinga frá stofnun 1978 og í sljórn Lyfjafræðisafnsins til dauða- dags. Hún ritaði greinar í Tíma- rit um lyfjafræði og var í rit- nefnd Lyfjafræðingatals, sem út kom 1982. Útför Ingibjargar verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 18. nóvember og hefst athöfnin klukkan 13:30. Manni sínum, öðlingnum Reyni Guðmundssyni, gift.ist Stella 1954. Bjuggu þau lengst af í litlu og vina- legu húsi við Jófríðarstaðaveg í Hafnarfirði. Minningamar sem við eigum frá heimsóknum okkar til þeirra, munu ylja okkur alla tíð. Hinsta kveðjustundin er mnnin upp. Um leið og við kveðjum ást- kæra frænku þökkum við af alhug allar yndislegu samverustundirnar, ást hennar, umhyggju og gjafmildi í okkar garð og þökkum forsjóninni fyrir að hafa átt hana Stellu okkar að. Blessuð sé minning hennar. Margrét, Sigurpáll, Þorgerður. Minningamar hrannast upp og koma fram í yndislegum myndum tengdum æskunni - unglingsárum og fullorðinsámm þar sem mynd Stellu frænku skín skært þegar rifj- aðar eru upp minningar frá þessum tíma em þær oftar en ekki tengdar Stellu frænku og Reyni í Hafnar- firði. Allar mörgu gleðistundirnar sem við áttum á Jófríðarstaðaveginum á heimili Stellu og Reynis. Öll jóla- boðin, þar sem stórfjölskyldan kom saman, voru engu öðru lík. Árviss rifsbeijatínsla í fallega garðinum þar sem stórir og smáir léku saman og úr varð mikil garðveisla. Það þótti svo sjálfsagt að fara í Hafnar- fjörð. Gamla timburhúsið með háa- loftinu og öllum spennandi skápun- um sem alltaf buðu uppá verkefni fyrir litlar hendur. Garðurinn, sem Stella lagði svo mikla rækt við og hafði komið upp miklu safni ís- lenskra jurta. Hóllinn á Jófríðar- stöðum, sem ósjaldan var klifinn á sumrin en var hin besta sleðabrekka á vetrum. Allt þetta umhverfi var sem ævintýraheimur. Þarna ríktu svo Stella og Reynir og voru sam- taka um að taka öllum opnum örm- um hvenær sem var. Árin liðu og við héldum áfram að koma í Hafn- arfjörð, nú með börn og maka. Síð- ar meir fýlgdum við þeim í Skafta- hlíðina þegar þau fluttu þangað. Stella var einstök kona. Eftir að hún hætti að reka Lyfjabúð Breið- holts og eftir lát Reynis, fyllti Stella dagana með áhugamálum sinum. Áhugi hennar á lyfjafræðinni var óþijótandi og Lyfjafræðisafnið átti hug hennar allan. Þar lagði Stella sannarlega sinn skerf af mörkum enda mikið sem liggur eftir hana þar. Ættfræðin átti líka stóran sess í huga hennar. Þar var hún jafnó- trúlega fróð og vel lesin sem í öðru. Stella vildi gjarnan miðla þessari þekkingu sinni. Hún sýndi okkur systrum mikla þolinmæði við að skrifa niður, útskýra og leiðbeina um fjölskyldutengsl, sem henni þótti sjálfsagt að við vissum deili á. Stella frænka var mikill og sterk- ur persónuleiki. Hún fékk sinn skerf af erfíðleikum í lífinu en umhyggja hennar fyrir öðrum var ofar öllu öðru. Við nutum þess systurnar, að fá óteljandi símhringingar frá henni þar sem við vorum í burtu. „Rétt til að heyra í okkur,“ eins og hún var vön að segja. Hún var sannar- lega mikil frænka sem okkur þótti ákaflega vænt um. Við sendum Sísí og Rögnu inni- legar samúðarkveðjur, nú þegar Stella er farin. Samband þeirra þriggja var einstaklega mikið og gott. Við systur, mamma, Hannes og börnin okkar kveðjum Stellu með söknuði, virðingu og þakklæti. Blessuð sé minning Stellu frænku okkar. Hildur og Guðrún (Gurra). Kveðja frá Apótekarafélagi íslands Á morgun verður til moldar bor- in mikil heiðurskona, Ingibjörg Böð- varsdóttir eða Stella eins og hún var kölluð af vinum og samstarfs- fólki. Við, sem skipum stjórn Apótek- arafélags íslands, munum sakna Stellu, en hún var tíður gestur í húsi Lyíjafræðisafnsins í Nesi við Seltjörn. Við hittum hana oft þegar við héldum fundi þar. Stella var félagslynd kona og lét sig málefni stéttar sinnar miklu varða. Slíkir eiginleikar eru fá- mennum stéttum mikils virði, því að erfitt er að fá menn til starfa í mikilvægum málum. Dugnaðarforkurinn Stella starf- aði bæði í stjórn Lyfjafræðingafé- lags íslands og Apótekarafélags Íslands, þó að hæst beri störf henn- ar við stofnun og mótun Lyfjafræði- safnsins frá upphafi, en þá var hún hætt rekstri Lyfjabúðar Breiðholts, sem hún stofnaði síðla árs 1970. Stella hafði einnig mikinn áhuga á ættfræði og rakti gjarnan ættir sumra starfsmanna sinna t.d. til málsmetandi manna í þjóðfélaginu. Stjórn Apótekarafélags íslands þakkar Stellu samfylgdina og send- ir nánustu ættingjum hennar inni- legar samúðarkveðjur. F.h. stjórnar Apótekarafélags íslands, Kristján P. Guðmundsson. Kveðja frá Lyfjafræðisafninu Þegar Stella varð áttatiu ára vildu lyfjafræðingar gera henni nokkuð til heiðurs. Var þá úr vöndu að ráða, því að bæði hafði hún ver- ið gerð heiðursfélagi lyfjafræðinga og sæmd gullmerki þeirra. Varð úr að Tímarit um lyfjafræði gaf út aukahefti, sem eingöngu var helgað Stellu og skrifuðu í það vinir og samstarfsmenn úr öllum geirum stéttarinnar. Þetta fór nokkuð leynt í fyrstu og átti að koma afmælis- barninu á óvart, en þegar kom að því að Elín Pálmadóttir blaðamaður var fengin til að skrifa viðtal við Stellu, varð því ekki leynt lengur. Stella brást hin versta við og sagði meðal annars að sér fyndist nokkuð snemmt að fara að skrifa um sig minningargreinar í lifanda lífi. Gekk nú maður undir manns hönd að fá samþykki afmælisbarnsins og ætlaði ekki að takast, fyrr en henni var bent á að með þessu fengist ágætis auglýsing fyrir Lyfjafræði- safnið, sem hún bar svo mjög fyrir brjósti. Okkur, sem fylgdumst með þegar fyrstu hugmyndirnar komu fram um lyfjafræðisafn og síðan baráttu Stellu að gera þær að raunveru- leika, finnst það sýna vel umhyggju hennar fyrir velferð safnsins að sætta sig við að vera á þennan hátt dregin fram í sviðsljósið ef það mætti verða safninu til framdrátt-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.