Morgunblaðið - 17.11.1996, Side 41

Morgunblaðið - 17.11.1996, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 1996 41 I ; I i i 1 í í ( 1 < BRÉF TIL BLAÐSIINIS Rökþrot um LIN Boð og bönn í ferðamennsku Frá Birni Bjarnasyni: HINN 14. ágúst 1996 kom náms- maður í Háskóla íslands á minn fund og greindi mér frá vandræðum sínum, sem tengdust í senn reglum Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) og námsbrautar í hjúkrunar- fræðum við Háskóla íslands. Reglur námsbrautarinnar eru á þann veg, að einungis námsmenn, sem ljúka öllum prófum fyrsta miss- eris með fullnægjandi árangri koma til álita í sambandi við áframhald- andi nám. Með öðrum orðum þarf námsmaður að ljúka öllum prófum fyrsta misseris til að geta haldið áfram námi. Samkvæmt lögum og úthlutunar- reglum LÍN þarf námsmaður að hafa skilað vottorði um tilskilda skólasókn og námsárangur til að fá veitt námslán. Tekur sjóðurinn mið af reglum einstakra námsbrauta í þessu tilviki. Námsmaðurinn, sem ræddi við mig 14. ágúst 1996, hafði ekki full- nægt reglum námsbrautar í hjúkr- unarfræðum um námskröfur og tók LÍN afstöðu á þeirri forsendu. Var beiðni um lán hafnað. Er mér ekki kunnugt um, að nokk- ur hafi gert tillögu um, að lánasjóð- urinn starfi á annarri forsendu, þeg- ar um nám á fyrsta misseri er að ræða. Reglur námsbrauta í Háskóla Is- lands um námskröfur eru hinsvegar mismunandi. Er það viðkomandi námsbraut eða deild, sem gerir til- lögu um þær. Umræddur námsmaður skýrði mér frá því, að hann hefði leitað eftir áliti umboðsmanns Alþingis á erindi sínu og afgreiðslu lánasjóðsins á því. Daginn eftir heimsóknina hafði ég aflað mér upplýsinga um málið og sendi námsmanninum eftirfar- andi_ bréf: „Ég vísa til samtals okkar í gær um samskipti þín við Lánasjóð ís- lenskra námsmanna. Að því loknu ræddi ég við framkvæmdastjóra LÍN og hef nú fengið vitneskju frá honum um, að svar sjóðsins til umboðs- manns Alþingis verður sent á næstu dögum. Mun stjórn sjóðsins bíða eftir áliti umboðsmanns. Því miður sýnist mér, að ekki sé unnt að hrófla við þeim reglum, sem sjóðurinn fylgir. Allt frá öndverðu hefur hann í þessu efni byggt á kröf- um viðkomandi skóla. Hefðir þú komist yfir þröskuldinn í einkunn (fengið 6,0 í stað 5,5) en ekki lent í 60 manna hópnum, hefðir þú feng- ið lán. Við verðum að sjá hvað umboðs- maður segir. Ég virði baráttu þína fyrir aukinni menntun en öll verðum við að beygja okkur undir reglur, sem stundum geta virst mjög ósann- gjarnar, þegar þær bitna harðlega á okkur. Ég vona, að einbeitni þín og dugn- aður dugi þér til að ná settu marki og óska þér alls hins besta.“ Af minni hálfu var ekki ætlunin að hafast frekar að í þessu máli, fyrr en niðurstaða umboðsmanns Alþingis lægi fyrir. Kynni mér þá að verða nauðsynlegt eins og stjórn LÍN að bregðast við áliti hans. Ástæðan fyrir því, að þetta bréf er ritað nú er sú, að umræddur náms- maður kaus að vekja máls á því í bréfi til Morgunblaðsins fimmtudag- inn 14. nóvember. Sama dag gerði hann það einnig í Helgarpóstinum og Alþýðublaðinu, þar sem hann naut fulltingis formanns Stúdenta- ráðs Háskóla íslands. Skyldi vakin athygli á útifundi námsmanna með þessum hætti. Var lögð áhersla á það af náms- manninum og formanni stúdenta- ráðs, að menntamálaráðherra væri hlægilegur vegna afskipta sinna af málinu. Er það til marks um annað í þessum furðulega málatilbúnaði, sem að mínu mati sýnir, að for- manni stúdentaráðs er annað betur lagið en færa málefnaleg rök fyrir máli sínu. Telji formaður stúdentaráðs, að LÍN hefði átt að veita lán í þessu tilviki, gengur hann þvert á allar yfirlýsingar um, að krefjast beri námsárangurs, áður en lán er veitt. Hitt er svo athyglisvert, að í bréfi sínu til Morgunblaðsins tekur náms- maðurinn það út úr bréfi mínu, sem víkur að kæru hans til umboðs- manns Alþingis. Þar með er lesend- um Morgunblaðsins gefin alröng mynd af því, sem í bréfinu stendur. Jafnframt er ranglega látið í veðri vaka, að menntamálaráðherra sé í lófa lagið að breyta reglum LÍN og hverfa frá því grundvallaratriði, _að við ákvarðanir sínar taki stjórn LÍN mið af kröfum viðkomandi skóla. Loks samrýmist það ekki góðum stjórnsýsluháttum, að ráðherra grípi fram fyrir hendur á stjórn LÍN, enda hefur stjórnin síðasta orðið um þau mál, sem undir hana heyra. Umræðurnar um svonefndar sam- tímagreiðslur úr LÍN taka á sig ýmsar myndir, enda er hugtakið nú skilgreint af talsmönnum þess eftir því, sem hentar hvetju sinni. Hér skal í sjálfu sér ekki gert lítið úr vanda þeirra, sem reyna að fóta sig á því, hvað í hugtakinu felst. Ég vil hins vegar andmæla því, að afskipti mín af málefnum LÍN eða viðskipta- vina hans séu afflutt með þeim hætti, sem gert var hér fimmtudag- inn 14. nóvember. BJÖRN BJARNASON, menntamálaráðherra. Frá Sigurjóni Elíassyni: STUTT er síðan mikil leit var gerð af tveimur íjúpnaskyttum. Höfðu þær farið af stað illa búnar, án áttavita og villst. Til allrar ham- ingju fundust þær heilar á höldnu eftir allnokkrar hrakningar. í kjölfarið hafa orðið nokkrar umræð- ur um ferðalög í óbyggðum og þær hættur sem þar leynast. Komið hafa fram m.a. þau sjónarmið að takmarka eigi aðgang að hálendinu og að þeir sem týnist eigi að borga kostnað við leit og björgunarstörf. Boð og bönn hafa aidrei þótt góð tæki til að stuðla að bættri hegðan manna, í hvaða samhengi sem þau eru sett fram. Oftar en ekki hefur reynst erfitt ef ekki útilokað að fylgja þeim eftir og hafa þau þann- ig gjörsamlega misst marks. Aukin fræðsla ferðamanna og aukin ábyrgð gagnvart sínum nán- ustu og umhverfinu er það sem skilar árangri í bættri ferða- mennsku. Þennan árangur má sjá nú þegar. Sífellt fleiri leggja leið sína inn á háldendið til að njóta töfra þess og er það ánægjuleg þróun að íslendingar skulu vera farnir að njóta þess að feðast um sitt eigið land. Þrátt fyrir þessa auknu umferð hefur tekist að fækka óhöppum og slysum. Þetta má að hluta rekja til betri útbúnað- ar, s.s. bíla, fjarskipta- og staðsetn- ingartækja og eins má ekki gleyma að mikill áróður hefur verið rekinn fyrir að ferðamenn fari varlega og flani ekki að neinu. Björgunarskóli Landsbjargar og Slysavamafélags íslands stendur fyrir opnum fræðslufundum og námskeiðum í ferðamennsku, notk- un áttavita, mati á snjóflóðahættu og veðurfræði til fjalla, svo eitthvað sé nefnt. Einnig hafa ferðalög, skólar og fyrirtæki leitað til skólans til að halda fundi fyrir sitt fólk og er það góð viðleitni þeirra til að auka öryggi á ferðalögum á sínum vegum. Þá hafa björgunarsveitir vítt og breitt um landið haldið slík námskeið. Með því að leita til þessara aðila til að afla sér þekkingar aukum við líkurnar á því að rétt vinnu- brögð og góð ferðahegðun komist til skila, því þarna býr geysileg þekking og reynsla á öllum sviðum ferðamennskunnar að sumri eða vetri til. Ég hvet alla þá sem sækja inn á hálendið til að fara varlega og gæta fyllsta öryggis á ferðum sín- um, hættur leynast víða, veður skiptast fljótt í lofti og slysin gera ekki boð á undan sér. Verum viðbú- in því versta. Þannig aukast líkurn- ar á að við njótum þeirrar útivistar sem við sækjumst eftir. SIGURJÓN ELÍASSON yfirkennari í Björgunarskóla Lands- bjargar og Slysavarnafélags íslands. FÉLAG ÍSLENSKRA STÓRKAUPMANNA - félag milliríkjaverslunar og vörudreifingar - NIÐURSKURÐUR OG ENDURSKIPULAGNING í DANSKA VINNUVEITENDASAMBANDINU Gerð viðræðuáætlana, þróun kjaramála, sérhæfing og valddreifing í samtökum danskra vinnuveitenda er meðal þess, sem Soren B. Henriksen, framkvæmda- stjóri Dansk Handel og Service í Danmörku, mun fjalla um á hádegisverðar- fundi Kjararáðs FÍS Soren B. Henriksen Skálanum, Hótel Sögu, mánudaginn 18. nóvember nk. kl. 12.00. Félagsmenn eru hvattir til að mæta. Þátttökugjald er kr. 2.500 með hádegisverði. Vinsamlega tilkynnið þátttöku á skrifstofu félagsins í síma 588 8910. FUNDURINN ER ÖLLUM OPINN L0KSINS KOMIN ÚT Á ÍSLENSKU - kjarni málsins! Höfundur bókarinnar, Brian Tracy, er einn af helstu sérfræðingum heims í velgengni og persónulegum árangri og talar til yfir 100.000 manna og kvenna árlega á almennum fyrirlestrum og einkanámskeiðum. I Hámarks árangri setur hann fram kraftmikið, sannreynt kerfi byggt á 25 ára rannsóknum og reynslu sem þú getur strax beitt til að öðlast betri árangur á öllum sviðum lífs þíns. Þú lærir hugmyndir, hugtök og aðferðir sem notaðar eru af fólki sem nær hámarks árangri hvert á sínu sviði um allan heim. Þú lærir að losa um einstaklingsbundna getu þína til persónulegra afreka. Þú verður strax jákvæðari, öðlast meiri sannfæringarkraft og nærð að einbeita þér af meiri krafti að öllu sem þú gerir. Margir þeirra sem tileinkað hafa sér þessar aðferðir til námarks árangurs, hafa stórlega aukið tekjur sínar og bætt líf sitt á allan máta. • Þú færð að vita hver er helsta hindrunin í vegi fyrir velgengni. • Þú kynnist lögmálunum sjö, sem eru alltaf virk og hafa meiri áhrif á Iíf þitt en þig grunar. • Þú lærir að setja þér markmið og það sem meira er um vert, Iærir aðferðir til að ná þeim og halda áfram að setja þér ný markmið. • Þú lærir margar nýjar aðferðir í samskiptum, en góð samskiptatengsl koma þér oft lengra en mikil menntun. • Þú lærir að tengjast inn á ótakmarkaða yfirvitund þína, sem er uppspretta allrar skapandi orku. • Þú kemst að raun um að til að geta haldið fullri ferð inn í framtíoina, þarftu að gera upp við fortíðina. • Þú lærir að undirstaða velgengni felst í því að taka fúlla ábyrgð á eigin lífi og beita einungis jákvæðum hugsunum. • Þú lærir um mikilvægi fjölskyldutcngsla, hvetjandi barnauppeldis og frítíma. • Þú sérð líf þitt frá nýju sjónarhomi, skynjar hvaða breytingar þarf að gera og fyllist strax kappi til að hrinda þeim í framkvæmd. Bók fyrir bæði kynin í öllum aldurshópum, í hvaða starfsstétt sem er, á hvaða aldri sem er - því það er aldrei of snemmt eða of seint að leita eftir HÁMARKS ÁRANGRI. Höfundur: Brian Tracy Þýðing: Þorgerður Jörundsdóttir og Guðrún Sóley Guðjónsdóttir. Verð kr. 3.490 - innbundin. Fæst í öllum helstu bókaverslunum. LKIÐARLJ S ehf. Leiðandi í útgúfu ú sjdlfsnektunarefni Okkar markmið er... að hjálpa þér að ná þínu Dreifingarsími: 567-3240 Brekkubæ - Hellnum, 355 Snæfellsbæ. Sími 435 6800. Fax. 435 6801 Farsími: 855 2105. Afgreiðsla í Reykjavík: 567 3240. e-mail: leidar @aknet.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.