Morgunblaðið - 17.11.1996, Qupperneq 50
50 SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 1996
HANDKIMATTLEIKUR
MORGUNBLAÐIÐ
Nokkrar umferðir er nú að baki í 1. deild
karla í handknattleik og línur nokkuð famar
að skýrast. Jóhann Ingi Gunnarsson, fyrr-
um landsliðsþjálfari fjallar um handknattleik
hér í blaðinu annað slagið í vetur og segír
nú skoðun sína á gangí mála það sem af
er keppnistímabilinu.
Oft skemmtilegt
en gæðin
aukastvonandi
Strax eru 1. deildarlið karla far-
in að skiptast í hópa eins og
margir spáðu fyrir um. Þó má vissu-
lega segja að keppnin sé að mörgu
leyti jöfn og margir leikjanna hafa
verið í járnum og úrslit ekki ráðist
fyrr en undir lokin. Afturelding,
sem trónir á toppi deildarinnar eins
og spáð var, getur til dæmis vel
við unað að hafa unnið tvo síðustu
leiki með einu marki - því ýmsir,
a.m.k. andstæðingarnir, telja að
Mosfellingar hafí sigrað á heldur
vafasaman hátt. Hafi undir lok
beggja leikja notið þess að vera lið-
ið sem „átti“ að vinna.
Hvað sem því líður hefur Aftur-
elding komið sér í góða stöðu á
toppnum og ætti staða liðsins nú
að gefa leikmönnum byr undir báða
vængi í þeirri baráttu sem framund-
an er. Besti leikur Aftureldingar til
þessa var gegn KA, liðið sýndi þá
þann styrk sem það býr yfir en leik-
menn þess hafa dottið of mikið nið-
ur á stundum; gera sér lífið erfið-
ara en nauðsynlegt er.
Vonbrigði
Þau lið sem valdið hafa mestum
vonbrigðum að mínu mati eru
Haukar og Valur. Haukum var spáð
mjög góðu gengi, og ekki að ósekju,
því hjá félaginu eru tveir góðir leik-
menn í hverri stöðu. Haukar hafa
þó ekki náð að finna taktinn og
alltof margir leikmenn liðsins leikið
undir getu. Vinur minn Aron Krist-
jánsson þarf t.d. að átta sig á því
að það er töluvert annað að vera
leikstjórnandi en að leika sem
skytta. Hann virðist hafa ruglast á
þessum hlutverkum; áttar sig ekki
á að nú er hann leikstjórnandi og
gerir of mikið af því að skjóta á
markið. Aron hefur ekki enn áttað
sig á að sem leikstjórnandi þarf
hann að vera mjög yfirvegaður og
nýtur ekki virðingar sem slíkur því
hann er oft að taka áhættu sem
er algjörlega út í hött. Hann reynir
að gera hlutina of flókna. Aron
ætti að læra að slappa af því þá
getur hann gert hlutina glimrandi
vel. Hann ætti ekki að þurfa að
leita langt eftir ráðleggingum; tveir
bestu leikstjórnendur íslands síð-
asta áratuginn eru í herbúðum
Hauka, Sigurður Gunnarsson þjálf-
ari og Páll Ólafsson liðsstjóri og
hann ætti að geta lært af þeim.
Auk þess hefur Bjarni Frostason
markvörður Hauka verið langt frá
sínu besta; einfaldlega ekki komist
á flug. Einnig hafa mér fundist
skýringar Haukamanna á frammi-
stöðunni frekjar klisjukenndar, að
' þeir ætli sér að verða betri einhvern
tíma í vetur eða vor; kannski þegar
mótið verður búið! Eg skora á
Hauka að hætta þessu væli, þeir
hafa alla burði til þess að verða
góðir, og koma sér strax í toppbar-
áttuna. Þeir skulda áhorfendum og
þeirri umgjörð sem þeir hafa í
kringum liðið.
Dómgæslan
Valsmenn urðu vissulega fyrir
mikilli blóðtöku, og auðvitað tekur
tíma að jafna sig á slíku, en ég
held að þar á bæ hafi menn ekki
reiknað með að þurfa að standa í
botnbaráttu.
í liði Vals eru nokkrir landsliðs-
menn, núverandi og fyrrverandi,
Guðmundur Hrafnkelsson mark-
vörður, Jón Kristjánsson, Ingi Rafn
Jónsson, Valgarður Thoroddsen og-
Skúli Gunnsteinsson. Þetta eru allt
sterkir handboltamenn og fímm
slíkir í sjö manna Iiði á að vera nóg
til að vera um miðja deild og jafn-
vel ofar.
Valsmenn hafa oft gortað sig
af að eiga mjög marga góða, unga
leikmenn og það hefur reyndar
verið rétt. Nú virðist mér hins veg-
ar lítið fara fyrir þessum ungu,
efnilegu mönnum og sérstaklega
hafa hornamenn Vals verið slakir.
Að minnsta kosti er ljóst að það
býr meira í liðinu en það hefur
sýnt og þetta er allt of mikið fall
KONRÁÐ Olavson hefur
heldur betur vaknað tll lífs-
ins ð ný og er gott tll þess
að vita hve vel hann hefur
lelklð í haust.
DURANONA var mjög mistækur framan af móti en hefur lelkiö vel að undanförnu.
Margir hafa komið að máli við
mig úr liðum sem eru í neðri hluta
deildarinnar; finnst oft að þeir lendi
í því að dómaramir - sem að mínu
mati hafa komist alveg þokkalega
frá sínu það sem af er tímabilinu -
virðist nánast búnir að ákveða úrslit-
in fýrirfram. Afturelding fékk t.d.
vítakast í lokin gegn HK sem ég
er viss um að HK hefði aldrei feng-
ið. Sama var upp á teningnum er
Grótta heimsótti Aftureldingu, þar
bjargaði vafasamur dómur heima-
mönnum undir lok leiksins. Ég er
viss um að þetta er alls ekki viljandi
gert en það er mikilvægt fyrir dóm-
ara að vera meðvitaðir um að falla
ekki í þá gryfju að dæma leikinn
skv. fýrirfram gefnum líkum. Að það
lið sem talið er sigurstranglegra
hagnist ekki á dómgæslunni.
Annað sem vert er að nefna varð-
andi dómgæslu er að í byrjun leiks
standa sóknir oft yfir í tvær til þijár
mínútur án þess að dæmd sé töf,
en þegar styttist til leiksloka er oft
dæmd töf eftir mjög stuttar sóknir,
e.t.v. oft vegna þrýstings frá áhorf-
endum. Menn verða að vera vak-
andi fyrir því að svona misræmi
verði ekki.
Sá leikmaður sem komið hefur
mér mest á óvart á þessu íslands-
móti er Konráð Olavson í Stjörn-
unni. Hann hefur heldur betur
vaknað til lífsins á ný og er kominn
í landsliðið aftur. Ég gagnrýndi
Konráð fyrir íslandsmótið því hann
hefur alls ekki náð að sýna hvað í
honum býr, en gott er til þess að
vita hve vel hann hefur leikið það
sem af er keppnistímabilinu. Guð-
mundur A. Jónsson, markvörður
KA, sem ég gagnrýndi líka fyrir
tímabilið, er líka að hressast til
mikilla muna.
ARON Kristjánsson í Haukum þarf að átta slg á að hann er
leikstjórnandl og gæti lært margt af þjálfara sínum og llðs-
stjóra, sem voru með bestu lelkstjórnendum síðarl ára.
þrátt fyrir þann missi sem liðið
varð fyrir.
Það lið sem komið hefur mest á
óvart er lið Selfoss, sem svartsýn-
ustu menn héldu að fengi jafnvel
ekki stig í mótinu en er þegar kom-
ið með sjö. Leikmenn hafa umfram
allt komist áfram á leikgleði og
baráttu.
Efnilegir
Ég hef velt fyrir mér gæðum
handboltans í vetur og umfram allt
er það barátta sem einkennir leik-
ina. Að því leyti eru þeir skemmti-
legir en mín skoðun er sú að hand-
boltinn hafí ekki verið áferðarfal-
legur, að gæðin hafi ekki verið
mikil. Auðvitað er mikilvægt að
hægt sé að betjast og það eru stig-
in sem gilda, en kannski aukast
gæðin þegar menn komast í betri
leikæfingu.
Nokkrir ungir leikmenn hafa vak-
ið athygli mína í vetur fyrir góða
frammistöðu og vil nefna eftirfar-
andi: Hjörtur Leví í liði Selfoss,
Gunnar Berg í Vestmannaeyjum,
Daði Hafþórsson í Fram og Guð-
mundur Petersen í FH. Ég hef líka
skoðað útlendingana og í þeirra hópi
fínnst mér Framarinn Titov jafnb-
estur, hann hefur leikið mjög vel
bæði í vöm og sókn. Þá má segja
að Ziza standi sig ágætlega hjá KA.
Julian Róbert Duranona (sem er
auðvitað ekki lengur útlendingur)
var afskaplega mistækur með KA-
liðinu framan af móti. Virtist hrein-
lega úti á þekju, sérstaklega í vöm-
inni - það var eins og hann vissi
ekki hvað vamarleikur var - en í
síðustu tveimur deildarleikjum hefur
hann heldur betur vaknað til lífsins.