Morgunblaðið - 17.11.1996, Side 51

Morgunblaðið - 17.11.1996, Side 51
\ 5 : 'i i i I i < ( i i ( ( ( i ( ( i morgunblaðið_________________ Jólakort Svalanna JÓLAKORT Svalanna fyrir árið 1996 eru komin út. Ein félags- kvenna, Marta María Hálfdánar- dóttir glerlistakona, hefur hannað kortið. Með sölu jólakortanna afla Svöl- urnar fjár til líknar- og hjálparstarf- semi. Svölurnar eru félag núverandi og fyrrverandi flugfreyja. Á þessu ári hafa Svölurnar m.a. fært Barna- deild Sjúkrahúss Reykjavíkur eina iuilljón króna til tækjakaupa og litn- ingarannsóknadeild Landspítalans var styrkt til kaupa á smásjá sem notuð er við leit að örsmáum litn- ingagöllum í nýfæddum börnum og í fóstrum á meðgöngutíma. Auk þess munu Svölurnar færa kvenna- deild Landspítalans nýburaborð og Vífilsstaðaspítala leysitæki. Umsjón með dreifmgu kortanna hafa Sigríður Gestsdóttir, Auður Aradóttir og Fríða Valdimarsdóttir. Kortin fást hjá félagskonum og einnig í eftirtöldum verslunum: Tess við Dunhaga, Kúnst, Engjateigi 17, Lífstykkjabúðinni, Laugavegi 4, Silfurbúðinni í Kringlunni, Gala, Laugavegi 101, Bogner búðinni, Týsgötu 8, og FÍughótelinu í Kefla- vík. Jólakort Hringsins JÓLAKORT til styrktar Bamaspít- alasjóði Hringsins er komið út. Kort- ið er eftir Eirík Smith listmálara. Þau fást í Félagsheimili Hringsins, Ásvallagötu 1, virka daga frá kl. 13-16. Jólakort * Islandsdeildar Amnesty ÍSLANDSDEILD Amnesty Int- ernational er nú að hefja sölu á jólakortum ársins 1995 en nokkur undanfarin ár hefur íslandsdeildin gefið út listaverkakort og hefur sala þeirra verið ein helsta fjáröfl- unarleið deildarinnar. íslandsdeildin hefur ætíð leitast við að fá verk viðurkenndra ís- lenskra listamanna til að prýða kortin. Að þessu sinni varð myndin Jólamorguninn eftir Barböru Árna- son fyrir valinu. Barbara var stofn- félagi íslandsdeildarinnar og studdi hún ötullega við bakið á deildinni meðan henni entist aldur, segir í fréttatilkynningu. Ákveðið hlutfall af sölu jólakorta íslandsdeildar Amnesty Inter- national rennur í „hjálparsjóð" en það fé sem safnast í þann sjóð er nýtt til endurhæfingar fórnarlamba pyndinga og veitt til aðstoðar við aðstandendur „horfinna“ og aðra sem sæta grófum mannréttinda- brotum. Kortin eru seld á skrifstofu sam- takanna í Hafnarstræti 15 í Reykja- vík og þar er einnig tekið á móti pöntunum. SófasQtt I miklu urvali A Jófawtt, homíófar Einniv ^ófa^ott 3+2 : Nyhomið mihið unval al borðstoíuhúsgögnum, shenhum, shapum og hillusamstæðum Val húsqögn Ármúla 8-108 Reykjavík Sími 581-2275 ^568-5375 ■ Fax 568-5275 SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 1996 51 Á hrímkaldri vetrarnóttu rekja tvær ólíkar systur sögur sínar og lýsa ferðum sínum um lendur óstarinnar. Grímurnar falla ein af annarri uns sér í bera kviku. Þegar dagur rennur er allt breytt... Ögrandi söguefni Vigdísar Grímsdóttur verður að magnaðri skóldsögu óst og afbrýði og úr ólgandi tilfinningum skapar hún óvenjulega og seiðandi óstarsögu. an>rf!&ogU eKV verðuv stei gern eKv sU eða6ff^fW ^ Báöar ... Og mér verð ekki Ijóst fyrr en ég hafði lesið bókina í annað sinn hve mikið listaverk hún er og hve mikið hugrekki þarf til að skrifa slíka bók... ... Ég las bókin én þess að leggja hana fré mér. Það segir meira en nokkuð annað. Og las hana í tvígang... Ur ritdómi Bergljótar Davíðsdóttur í Helgarpóstinum V I G D í S UR.ÍMSDÓT T I R BÖKAÚTGÁFAN ÍÐUNN, BRÆÐRABORGARSTÍG 16. SÍMl 552 8555

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.