Morgunblaðið - 29.11.1996, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1996
MCRGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Ásdís
EGGJABAKKINN kostaði 25 krónur hjá Bónus í gær og var rífandi sala allan daginn.
Tugir tonna af eggjum
seldust á einum degi
TÍU tonn af eggjum seldust upp í
Hagkaupi á nokkrum klukku-
stundum í fyrradag. Þann sama
dag seldust 9 tonn af eggjum í
Bónus á 29 krónur kílóið. Eggja-
bakki með 12 eggjum var seldur
á 49 krónur í Hagkaupi.
Eggin voru uppseld hjá Hag-
kaupi í gær og verðið komið upp í
á fjórða hundruð krónur en birgðir
voru til í Bónus að minnsta kosti
út daginn í gær, fimmtudag. Búið
var að lækka kílóverðið niður í 25
krónur. Hinsvegar voru eggin
skömmtuð hjá báðum verslunum,
hjá Hagkaupi voru það tveir bakk-
ar á mann og sama hjá Bónus.
Fyrir nokkrum vikum seldu stór-
ar verslanir á höfuðborgarsvæðinu
kartöflur á 5 krónur kílóið. Nú eru
það eggin sem verðstríðið er um.
Bónus, Fjarðarkaup og Heildsölu-
bakaríið hófu að lækka eggjaverð
fyrir nokkrum vikum en síðan var
það 10-11 verslanakeðjan sem
lækkaði bakkann af eggjum í 98
krónur og þá fylgdu aðrar stórar
verslanir í kjölfarið.
„Ég hef orðið var við að gamlar
birgðir hafa verið í umferð en það
skal skýrt tekið fram að við erum
einungis með nýorpin egg í Bónus.
Þá ættu viðskiptavinir að gæta
þess að sumir eru að selja ungaegg
í venjulegum eggjabökkum," segir
Jón Asgeir Jóhannesson í Bónus.
Hagkaup hefur þegar hækkað
eggjakílóið í á ijórða hundrað krón-
ur en Óskar Magnússon forstjóri
Hagkaups segist óviss um þróun
mála þar á bæ. „Við seldum tíu
tonn af ferskum eggjum á tilboðs-
verði og þau kláruðust á nokkrum
klukkustundum. Núna hefur verðið
hækkað aftur. Haldi kaupmenn
áfram í eggjastríði verðum við að
vera með. Hver veit nema við för-
um þá að gefa varphænur til að
undirstrika fáránleika þessa stríðs-
ástands," segir hann.
Eggjabakkinn á 25-30 krónur
Hjá Fjarðarkaupum var kílóið á
299 krónur í gær en sérstakt tilboð
í gangi þar sem veittur var 85%
afsláttur af eggjaverði. Eggja-
bakki kostaði því um 25-30 krónur
þar í gær. Þegar Haraldur Haralds-
son hjá Fjarðarkaupum er inntur
eftir því hvort um gömul egg eða
ungaegg sé að ræða segir hann
það af og frá og að þeir selji ein-
ungis fersk hænuegg.
Hjá 10-11 verslununum hafði
eggjabakkinn hækkað úr 48 krón-
um i 98 krónur í gær. Að sögn
Hertu Þorsteinsdóttur hjá 10-11
selja verslanirnar einungis fersk
hænuegg sem koma inn daglega.
Hjá Nóatúni voru birgðir eggja
á þrotum en von á nýrri sendingu.
í dag, föstudag, hyggjast forsvars-
menn hjá Nóatúni bjóða eggja-
bakkann á 100 krónur.
„Þetta eru bara ný hænuegg frá
nokkrum framleiðendum," segir
Matthías Sigurðsson hjá Nóatúni
þegar hann er spurður um gæði
eggjanna.
Hvað verður næst?
Þegar kaupmenn eru spurðir
hversu lengi eggjastríðið komi til
með að standa eru þeir sammála
um að birgðir fari minnkandi og
markaðurinn sé að mettast af eggj-
um. Þeir velta því hinsvegar fyrir
sér hvaða vörutegund verði næst
fyrir valinu, bökunarvörur, sæl-
gæti eða kjöt?
Skipstjóri TIA
laus úr haldi
65 ÁRA íslenskur skipstjóri og eig-
andi flutningaskipsins TIA var í
fyrradag látinn laus úr varðhaldi í
bænum Skibbereen í Cork-héraði á
írlandi eftir að dómari féllst á að
taka 20 þúsund punda, um 2,5 m.kr.,
tryggingu í skipinu.
Réttað verður í mali skipstjórans
í bænum Bandon á Irlandi 17. jan-
úar. Ákæra sú sem manninum hefur
verið birt er á þá leið að hann hafi
átímabilinu frá 8. ágústtil 5. nóvem-
ber á þessu ári sammælst við mann
að nafni Zimmerman um að flytja
kókaín inn til írlands.
Öðrum í áhöfn TIA hefur verið
sleppt úr haldi án ákæru.
Áðspurður sagði Walsh, lögreglu-
fulltrúi í rannsóknarlögreglunni í
Bandon, í samtali við Morgunblaðið
að lögreglan vissi ekki enn hver hr.
Zimmerman væri og hvar í heimin-
um hann væri búsettur en unnið
væri að málinu. Hann vildi ekki tjá
sig um það með hvaða gögnum
ákæran væri studd en fram kom í
réttarhaldinu að lögreglan hygðist
leggja fram sönnunargögn sem aflað
hefði verið í alþjóðlegu lögreglusam-
starfi. Eins og kunnugt er fundust
engin fíkniefni í skipinu við ítarlega
leit og skipstjórinn hefur neitað sak-
argiftum.
Það skilyrði var sett fyrir því að
skipstjórinn fékkst látinn laus gegn
tryggingu, að sögn Walsh, að hann
héldi sig á Irlandi þar til að loknum
réttarhöldum og hann á þar að gefa
sig fram þrisvar í viku á lögreglu-
stöð í bænum Castletownbere. Að
auki var skipstjóranum gert að
leggja inn vegabréf sitt, skipstjórn-
arskírteini og skráningarskírteini
skipsins.
Hyggst selja skipið
Skipstjórinn lýsti því yfir í réttin-
um að skipið TIA væri í einkaeigu
sinni og að það væri nú til sölu.
Hann kvaðst mundu búa í Cast-
letownbere þar til skipið yrði selt.
Rétturinn lýsti því yfir að tekið yrði
veð í söluverði skipsins fyrir trygg-
ingunni, 20.000 pundum, um 2,5
m.kr., en fram kom að skipið er
talið um 125 þúsund punda virði.
Walsh lögreglufulltrúi sagði að
áður en fallist var á láta skipstjórann
lausan gegn þessari tryggingu hefði
rétturinn hafnað því að taka gilda
persónulega ábyrgð bróður skip-
stjórans sem er búsettur á írlandi
og kom fyrir réttinn til að gangast
í ábyrgð fyrir bróður sinn. Walsh
sagði að dómarinn hefði rökstutt þá
synjun með því að bróðir skipstjór-
ans hefði verið dæmdur fyrir fjár-
svik á íslandi og í Bretlandi.
RARIK kaupir orku Andakílsvirkjunar
Verðmæti viðskipt-
anna 200 milljónir
FULLTRUAR Rafmagnsveitna ríkis-
ins og Andakílsvirkjunar undirrituðu
í gær tvo samninga um orkukaup
og -sölu og nema verðmæti viðskipt-
anna um 200 milljónum króna á ári,
samkvæmt frétt frá RARIK.
Annars vegar er um að ræða svo-
kallaðan samrekstrarsamning um
kaup RARIK á allri orkuframleiðslu
Andakílsvirkjunar og hins vegar um
orkuviðskiptasamning um kaup
Andakílsvirkjunar, sem Akumesing-
ar eiga, á orku frá RARIK fyrir
markað á Akranesi.
Var það mat samningsaðila að
þessir nýju samningar væru hag-
stæðari fyrir báða aðila en að nýta
framleiðslu Andakílsvirkjunar fyrir
Akranesmarkað og semja einvörð-
ungu um kaup á orku sem á vantar
eða umfram er hverju sinni.
Samrekstrarsamningurinn er af-
sprengi náinnar samvinnu fyrirtækj-
anna í framleiðslustýringu í á annan
áratug og er beitt nýjum aðferðum
til að verðleggja framleiðsluna á
hveijum tíma út frá markaðsvirði.
RARIK ætlar samningnum að vera
fyrirmynd við mat á framleiðsluverð-
mæti eigin virkjana.
Orkuviðskiptasamningurinn er
fyrsta skref í áformum um að tengja
Ákranes við kerfi Landsvirkjunar á
Brennimel norðan Hvalfjarðar og
leggja af háspennulínu frá Korpustöð
við Reykjavík til Akraness og sæ-
streng í Hvalfirði, en það kerfi er
nær 40 ára gamalt.
Aðstoðarmaður forsljóra Flugleiða
um afsláttarmiða starfsmanna
Ekki tilefni til
skattlagningar
EINAR Sigurðsson, aðstoðarmað-
ur forstjóra Flugleiða hf., segir
að félagið sjái ekkert athugavert
við það þó fjármálaráðuneytið
kynni sér reglur um afsláttarf-
armiða starfsmanna hjá flugfélög-
um en telji hins vegar að það gefi
ekki tilefni til sérstakrar skatt-
lagningar.
Nefnd á vegum fjármálaráðu-
neytisins vinnur nú að endurskoð-
un reglna um skatt á hlunnindi
o.fl. og hefur m.a. til skoðunar að
skattleggja fríar ferðir starfs-
manna flugfélaga frá og með
næsta ári.
Einar Sigurðsson segir að starfs-
menn Flugleiða fái ekki fríar flug-
ferðir með félaginu heldur greiði
í öllum tilfellum eitthvað fyrir mið-
ann og afslátturinn sé reiknaður
út frá fullu fargjaldi. Auk þess
fylgi alltaf sá böggull skammrifi
að starfsmenn geti aldrei bókað
tryggt. sæti heldur verði að víkja
fyrir almennum farþegum og stíf-
ar takmarkanir séu á fjölda miða.
Verður að fylgja almennri
jafnræðisreglu
„Við teljum ekki tilefni til að
skattleggja þetta en ef menn vilja
skoða hlunnindi eða fríðindi sem
veitt eru hjá fyrirtækjum í land-
inu, er það pólitísk ákvörðun og
þá verður að rikja almenn jafn-
ræðisregla. Það eru fjölda mörg
dæmi um það bæði hjá opinberum
aðilum og einkafyrirtækjum að
þjónusta og fríðindi eru látin í té
án nokkurrar gjaldtöku. Ef sett
er á fót nefnd til að skoða mál
af þessu tagi verður hún að horfa
yfir sviðið allt,“ segir Einar.
Islenskur rafmagnsverkfræðingur starfar í Bosníu
Endurreisn raforkukerf-
isins kostar 13 milljarða
JÓN Bergmundsson, rafmagnsverk-
fræðingur hjá verkfræðistofunni
Afli, starfar nú sem fulltrúi verk-
fræðistofunnar í Bosníu við endur-
uppbyggingu raforkukerfisins þar í
landi, en Afl gerði í haust samning
við Statnett International í Noregi
um þátttöku í þessu verkefni sem
Alþjóðabankinn skipuleggur.
Áð sögn Jóns er áætlað að endur-
uppbygging raforkukerfisins kosti
um 200 milljónir dollara, eða um
13,3 milljarða króna. Mörg lönd
koma að verkefninu og fjármagna
sum þeirra beint einstakar fram-
kvæmdir, en Alþjóðabankinn tekur
þátt í að fjármagna hluta þeirra og
einnig tekur Evrópusambandið þátt
í ijármögnunni.
Stríðið í Bosníu hefur haft í för
með sér eyðileggingu, rekstrarstöðv-
un á um 70% orkuvera í landinu og
um 60% af orkuflutningskerfínu. Jón
starfar með norskum hópi sem kall-
ast Norwegian
Power Experts
Group og hefur
hann aðstöðu í
Sarajevo þar sem
hann hefur dval-
ist frá því í byijun
október og sinnir
hann aðallega
innkaupum á
búnaði sem er
ijármagnaður af
Fýrst og fremst er
um að ræða rafbúnað í aðveitustöðv-
ar, en margar stöðvar voru ónýtar og
þvi mikið af búnaði sem þarf að kaupa.
„Það er töluvert um rafmagnstrufl-
anir hérna í Sarajevo og rafmagnið
fer af öðru hvoru, en það er nokkuð
þokkalegt ástand í múslimska hlutan-
um. Ein vatnsaflsvirkjun er að kom-
ast í rekstur í næstu viku en þessi
hópur sem ég er í er með í að koma
því í gang. Stöðvarhúsið var undir
vatni í 1-2 ár en búið er að taka
vélamar upp og þurrka þær. Síðan
er önnur virkjun í Mosdal sem er
ennþá undir vatni en samkomulag
hefur ekki tekist um að gera neitt í
sambandi við hana,“ sagði Jón.
Umfangsmikið verkefni
Hann sagði að umfang verkefnis-
ins sem hann ynni við væri mjög
mikið því aflstöðvarnar væru margar
sem þyrfti að kaupa nýjan búnað í.
„Allar aðstæður héma og forsend-
ur eru ólíkar því sem maður hefur
átt að venjast. Það eru tugir eininga
sem keyptar eru inn í einu, t.d. aflrof-
ar, en fyrirtæki eins og Landsvirkjun
kaupir kannski nokkra slíka í einu.
Þetta sem Alþjóðabankinn er með
er allt boðið út á alþjóðavettvangi
og gilda mjög strangar reglur um
hvernig farið er með útboðin því það
á að tryggja alþjóðlega samkeppni í
þessu,“ sagði Jón.
Jón
Bergmundsson
Alþjóðabankanum.