Morgunblaðið - 29.11.1996, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 29.11.1996, Blaðsíða 53
FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1996 53 FRETTIR Kvikmynda- sýning í Nor- ræna húsinu KVIKMYNDASÝNINGAR fyrir börn og unglinga eru í Norræna húsinu alla sunnudaga kl. 14. Sunnudaginn 1. desember verður sýnd norska brúðumyndin „Fláklypa - Bjergkobing Grand Prix“. í mynd- inni kynnumst við hjólaviðgerða- og uppfinningamanninum Teodor Fælg- en og tveimur vinum hans, Sofusi (sem alltaf er jákvæður) og Ludvig (óþolandi neikvæður). Þessir þrír kumpánar búa saman uppi í fjöllum í bænum Bjergkobing. Þeir lenda í ótrúlegum ævintýrum og smíða m.a. töfrabíl. Kvikmyndin er með dönsku tali og er aðgangur ókeypis. ----» » ♦---- Laufabrauðs- dagur í Gjábakka GJÁBAKKI, félags- og þjónustumið- stöð eldri borgara í Kópavogi, heldur sinn árlega laufabrauðsdag á morgun, laugardag, og verður húsið opnað kl. 13.30. Þá verður hafist handa við að skera í laufabrauðskökur sem verða tilbúnar á staðnum. Kökumar verða síðan steiktar og seldar á kostnaðanrerði. Þeir sem ætla að skera út þurfa að taka með sér skurðbretti og áhöld til að skera út með, t.d. lítinn hníf. Samkór Kópavogs syngur kl. 14 og kór Kvennaskólans í Reykjavík kl. 14.20. Að lokum leika nemendur úr Tónlistarskóla Kópavogs á fiðlu og píanó. Heitt verður á könnunni og heimabakað meðlæti. Allir vel- komnir meðan húsrúm leyfir. ------» ♦ »------ Tuttugu ára af- mæli Félags- miðstöðvar- innar Bústaða UM ÞESSAR mundir eru tuttugu ár liðin frá því að félagsmiðstöðin Bú- staðir, sem starfrækt er af íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur, hóf starfsemi sína. Af því tilefni verður haldin afmælisveisla í félagsmiðstöð- inni á morgun, laugardag, frá kl. 14-17. Allir unglingar í hverfinu ásamt foreldrum sínum, gamlir ungl- ingar og aðrir velunnarar eru vel- komnir. í afmælisveislunni verður sýndur afrakstur úr smiðjuvinnu unglinga og hægt verður að skoða gamlar myndir úr starfinu. Einnig verður boðið upp á stutta skemmti- dagskrá og veitingar. Athugasemd VEGNA orða sem höfð eru eftir Tómasi Inga Olrich í Morgunblaðinu í gær, viljum við undirritaðir taka fram: 1. Ríkisspítalar og Sjúkrahús Reykjavíkur hafa ekki „boðið í sér- fræðinga sem eru fyrir norðan“. Til þess hafa þau ekki bolmagn, hvorki fé neð aðstöðu. Ekki er heldur þörf á því þar sem nánast alltaf eru marg- ir umsækjendur um hveija auglýsta stöðu. 2. Af fréttinni um vanda hjarta- sjúklinga á Norðurlandi má ætla að fyrst og fremst sé verið að ræða um sjúklinga sem þurfa að komast til sérfræðings en eru ekki að bíða sjúkrahúsvistar. Sjúkrahúsin hér hafa ekkert bolmagn til að sinna vanda þeirra sjúklinga og gera ekki kröfu til þess. Á höfuðborgarsvæðinu er vandi þeirra leystur nær eingöngu á stofum sjálfstætt starfandi lækna, sem er ódýrari kostur. 3. Hjartadeildir sjúkrahúsanna í Reykjavík sinna nær eingöngu vandamálum sjúklinga sem ekki er hægt að sinna utan sjúkrahúss eða á minni sjúkrahúsum, enda búin tækjum til þess og hafa upp á að bjóða fjölþætta stoðþjónustu sem þarf að nýta við flóknar aðgerðir. Sjúkrahúsin sinna sjúklingum hvað- anæva af landinu, þ.e. þau eru sjúkrahús allra landsmanna. 4. Það er afleitt þegar fulltrúar landsbyggðarinnar sjá það helst, sem lausn á sínum vanda, að vekja ósætti milli höfuðborgarsvæðisins og lands- byggðarinnar. Það skaðar báða aðila. Jóhannes Gunnarsson, lækn- ingaforstjóri Sjúkrahúss Reykjavíkur, Þorvaldur Veig- ar Guðmundsson, lækninga- forstjóri Ríkisspítala. euphorbia pulcherrima Staðsetning: Plantan þarf að njóta góðrar birtu. Kjörhitastig er um 20°C. Vökvun: Haldið moldinni rakri. Áburðargjöf er ekki nauðsynleg á blómgunar- tímanum. Athugið: Plantan er viðkvæm fyrir dragsúg og kulda, því er nauðsynlegt að söluaðilar pakki henni vel inn fyrir viðskiptavini sína. Blómaframleiðendur Innilegt þakklœti votta ég öllum þeim, sem sendu mér kveðjur og glöddu mig með öðrum hœtti á sjötugsafmœli mínu. Sigurjón Björnsson. tllllllllllllllllllllllllllllllUli^ | Húsbyggjendur-Lóðahafar i Tœknideild Ó. Joltnson & Kaaber kynnir útveggjakerfi frá Lindab: ! Efni sem hvorki fúnar né grotnar niður vegna alkalískemmda i Efni sem þolir frost og votviðri og byggingartími því ekki bundinn árstíðum i Efni sem er fyrirferðarlítið og létt í flutningum sem og í uppsetningu 1 Efni sem býður upp á mikla möguleika í allri útfærslu Efni sem ekki brennur i Opið húsað Vesturholti 14, Hafharfirði, \ 0 laugardaginn 30. nóvember kl. 13-16. Þaö verður heitt á kötuiunni. 8 5 TÆKNIDEILD ÓJ&K ön UGGt’i' Nýtt og spennandi Laugavegi 28b Sími 551 6513 - 552 3535 - Fax 562 4762 Urval smárétta í Sjanghæ Hollt og gott í hádeginu Nú bjóðum við DIM SUM, - holla, létta og góða kínverska smárétti í hádeginu. Það er gömul hefð í Suður-Kína að fá sér DIM SUM í hádeginu. DIM SUM er samnefni yfir ýmsa létta smárétti, sem yfirleitt eru gufusoðnir í bastkörfum eða bambuspottum. Venjan er að fá sér sitt lítið af hverju, marga smárétti saman á disk. A DIM SUM hádegismatseðlinum okkar eru fjölbreyttir réttir, þeirra á meðal: Svínakjöt Shau Mai Nautakjöt Shau Mai Loi mai-kai með svínakjötl og grænmeti Pao með svínakjöti og grænmeti Gufusoðnar rækjubollur (dumpHngs) Har Kow Gufusoðnar kjötbollur (dumplings) Shwei Jaudz Sætar sesambollur DIM SUM - fyrirtaks hádegisverður! l/l/lj / KAUPFÉLAG VESTUR-HÚNVETNINGA l\. W ■■ / Strandgötu 1 • 530 Hvammstanga • Sími 451 - 2370 greiðir í Umhverfissjóð Verslunarinnar 'Sa UMHVERFISSJOÐUR VERSLUNARINNAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.