Morgunblaðið - 29.11.1996, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
\
FRÉTTIR
N ámsmannahr eyfingarnar segja niðurskurð námslána 1992 hafa byggst á fölskum forsendum
Segja eigið fé LÍN hafa
rýmað um 1Vi milljarð
í SKÝRSLU sem námsmannahreyf-
ingarnar kynntu í gær segir að sam-
kvæmt útreikningum Ríkisendur-
skoðunar hafí eigið fé LÍN lækkað
að núvirði um hálfan annan milljarð
frá árinu 1992. í skýrslunni er þessi
þróun rakin til hárra lántökugjalda
og vaxta sem LÍN hefur þurft að
greiða ríkissjóði. Vaxtakjör Lána-
sjóðsins miðast við lánakjör ríkisins
á innlendum markaði, en þau eru
mun verri en á erlendum markaði,
þaðan sem stærsti hluti af lántökum
ríkissjóðs kemur.
„Raunar má segja að ríkissjóður
hafí sótt á annan milljarð króna til
Lánasjóðs íslenskra námsmanna síð-
astliðin 4 ár,“ segir í skýrslunni.
Því er einnig haldið fram að yfír-
vofandi greiðsluþrot Lánasjóðs ís-
lenskra námsmanna, sem ríkisstjóm
Davíðs Oddssonar hafí notað til að
rökstyðja niðurskurð á námslánum
árið 1992, byggðist á goðsögn. Dag-
ur B. Eggertsson, höfundur skýrsl-
unnar, segir að eiginfjárstaða LÍN
hafí verið jákvæð um þijá milljarða
að núvirði, miðað við 6% ávöxtunar-
kröfu, eða svipuð og staða Búnaðar-
bankans á sama tíma. Þó var ekki
rætt um að yfírvofandi væri greiðslu-
þrot hans. Lánasjóðurinn hafí einnig
staðið betur en aðrir sambærilegir
sjóðir í eigu ríkisins, hann hefði
mátt reka í heilt ár án nokkurs beins
ríkisframlags. „Ríkisstjóm Davíðs
Oddssonar skorti til þess hugrekki
að segja að hún vildi skera niður
námslánin og leitaði því skjóls í goð-
sögninni um greiðsluþrot Lánasjóðs-
ins,“ segir Dagur.
Vinna við skýrsluna hófst fyrir ári
þegar menntamálanefnd Alþingis
óskaði eftir gögnum frá Stúdentaráði
Háskólans um áhrif breyttra laga
um Lánasjóðinn á afkomu ungs fólk.
í henni er því haldið fram að að niður-
skurðurinn hafí valdið fækkun fjöl-
skyldufólks í hópi námsmanna og að
færri en áður hafí haldið í framhalds-
nám erlendis. Aðalsteinn Leifsson,
formaður Sambands íslenskra náms-
manna erlendis, segir að lækkað
lánshámark vegna skólagjalda leiði
til þess að nú geti íslenskir náms-
menn aðeins sótt tvo af hundrað
háskólum sem bandarískt tímarit
valdi nýlega bestu háskóla landsins,
að teknu tilliti til kostnaðar. „Fram-
haldsnám erlendis borgar sig nú að-
eins ef styrkur fæst frá erlendri ríkis-
stjórn," segir Aðalsteinn.
Helmingur námsmanna
undir fátækramörkum
í skýrslunni er vitnað í könnun
Félagsvísindastofnunar Háskólans á
fátækt á íslandi 1994-1995 þar sem
fram kemur að 49% námsmanna voru
undir fátæktarmörkum en það er
svipað hlutfall og hjá atvinnulausum.
í skýrslunni segir enn fremur að þung
endurgreiðslubyrði námslána útiloki
stóran hluta námsmanna frá því að
geta nokkum tíma eignast húsnæði.
Bent er á mikinn aðstöðumun kyn-
slóða til náms. „Elsta kynslóðin ólst
upp við að aðeins efnaðar fjölskyldur
gátu sent afkomendur sína til
mennta. Þessu vildi hún breyta og
gerði það. Frá árinu 1967 má segja
að veitt hafi verið veruleg námsað-
stoð á íslandi með námslánum. Þeg-
ar endurgreiðslur þessara námslána-
flokka eru bornar saman blasir við
að endurgreiðslubyrði námslána er
nú margföld í samanburði við eldri
námslánakerfi.“
Morgunblaðið leitaði í gær við-
bragða menntamálaráðherra en hann
vildi ekki tjá sig fyrr en hann hefði
kynnt sér innihald skýrslunnar.
Gunnar Birgisson
Stefndi í
gjaldþrot
GUNNAR Birgisson, formaður
stjórnar Lánasjóðs íslenskra
námsmanna, segir fullyrðingar
námsmanna um nemum í fram-
haldsnámi hafí fækkað rangar.
Fólki í
framhalds-
námi hefur
fjölgað frá
1992, en lán-
þegum hefur
fækkað. Allar
fullyrðingar
um góða
stöðu Lána-
sjóðsins fyrir
1992 eru
einnig rang-
ar. Þegar við
komum að þessu varð að taka
snarlega til svo að sjóðurinn
yrði ekki gjaldþrota. Útstreym-
ið úr honum var langtum meira
heldur en framlag ríkisins auk
endurgreiðslna. Bilið var brúað
með dýrum lánum, á níu pró-
sent vöxtum. Síðan þá höfum
við verið að borga niður þessi
óhagstæðu lán og eigum 2-3
ár eftir í að borga þau upp.
Eiginfjárstaðan hefur versnað
vegna þessara óhagstæðu lána,
en mun batna aftur eftir að
greiðslu lýkur.“
Gunnar rekur vandræði
sjóðsins til ráðherratíðar Svav-
ars Gestssonar. „Sjóðurinn var
galopnaður. Það var betra að
vera á lánum heldur en að vinna
á hinum almenna vinnumark-
aði. Fullt af fólki fór í nám til
að geta notið námslána. Þau
eru alls ekki léleg framfærsla
miðað við til dæmis það sem
öryrkjar njóta.“
Framlög til LIN sem hlutfall af
heildarútgjöldum ríkissjóðs 1983-96
3,0 %-
2,5-
ii. iin
imi
1983 '84 '85 ’86 ’87 '88 '89 ’90 ’91 '92 ’93 '94 ’95 ’96
Meðalendurgreiðslur á ári
af 1 milljón kr. kr. 98.909
námsláni
kr. 62.500
—
kr. 50.000
kr-5-533 2.933
I' : :1 1 '—1
Námslok 1970 1975
1980 1990 1995
Sýkna í meiðyrðamáli
Skrifaði ekki greiiiina
Morgunblaðið/Oddur Sigurðsson
Flugmálasljórn |
fær nýja flugvél
HÆSTIRETTUR sýknaði í gær
Signrð Má Jónsson, fyrrverandi
ritstjórnarfulltrúa á vikublaðinu
Pressunni, af kröfum Jóns Halldórs
Bergssonar.
Héraðsdómur hafði dæmt Sig-
urð Má og tvo aðra fyrrum starfs-
menn Pressunnar, Guðrúnu
Kristjánsdóttur og Karl Th. Birg-
isson, til að greiða Jóni Halldóri
570 þúsund krónur í miskabætur,
birtingarkostnað og málskostnað
og 50 þús. kr. í ríkissjóð í sekt
vegna fjölmargra ummæla í grein
sem birtist í Pressunni með stórri
andlitsmynd af Jóni Halldóri á
forsíðu blaðsins ásamt fyrirsögn-
inni Frægasti flagari bæjarins.
Sýkna Sigurðar Más byggist á
að ekki hafi verið færð nægjanleg
rök fyrir því að hann beri ábyrgð
á hinum umdeildu ummælum. Leitt
hafí verið í ljós að nafn hans hafí
verið sett undir greinina án þess
að samþykkis hans hafí verið leit-
að. Tveir þriggja dómara í Hæsta-
rétti töldu sannað að Sigurður
hefði aðeins átt þann þátt í grein-
innni að taka saman ferilsskrá um
manninn sem einungis hafi haft
að geyma lýsingu á saka- og gjald-
þrotaferli hans. Þriðji hæstaréttar-
dómarinn vildi staðfesta héraðs-
dóminn.
Landauk-
inn gefur
sig ekki
LANDAUKINN sem myndaðist
við Skeiðarárhlaup er 4-5 fer-
kílómetrar. Vísindamenn fylgj-
ast nú grannt með því hversu
lengi hann endist, en Oddur Sig-
urðsson, jarðfræðingur hjá
Orkustofnun, segir að enn sjáist
engin ummerki um að hann sé
byrjaður a'ð eyðast. Á myndinni,
sem tekin er 25. nóvember, sést
landaukinn. Brimið brotnar á
nýju ströndinni en fyrir innan
hana sést eldri strandlínan.
FLUGMÁLASTJÓRN hefur fest
kaup á notaðri tveggja hreyfla.
skrúfuþotu af gerðinni Beechcraft
Super King Air B200 og kemur hún
til landsins í síðari hluta janúarmán-
aðar. Þorgeir Pálsson flugmálastjóri
segir að brýnt hafi verið að ráðast
í endurnýjun á flugvélakosti stofnun-
arinnar vegna þess að núverandi
flugvél Flugmálastjórnar sé komin
til ára sinna og ýmis ný verkefni í
sjónmáli fyrir nýja flugvél.
Beechcraft Super King Air B200
flugvélin var smíðuð árið 1985, en
henni hefur verið flogið í 2.800 flug-
tíma sem þykir lítið miðað við aldur.
Flugvélin er knúin tveimur 850 hest-
afla hreyflum af gerðinni Pratt &
Whitney PT6-42. Hámarksflughraði
er rúmlega 500 km á klukkustund
og hámarksflugdrægni vélarinnar er
1.850 sjómílur. Hún rúmar allt að 10
farþega.
Nýja flugvélin kemur í stað 23 ára
gamallar flugvélar sem Flugmála-
stjóm rekur nú, en hún er af gerð-
inni Beechcraft Super King Air E90.
Nýja flugvélin er stærri, langfleygari,
aflmeiri og hefur meiri burðargetu
en gamla vélin, en hún tekur sex
farþega.
Þorgeir Pálsson sagði að þessi flug-
vél hefði orðið fyrir valinu eftir ítar-
lega skoðun enda talin besti og hag-
kvæmasti kosturinn sem völ var á.
Hann benti á að það væri kostur að
nýja flugvélin væri af sömu gerð og
sú gamla, en það sparaði m.a. kostn-
að við þjáifun flugmanna. Rekstrar-
kostnaður yrði þó hærri enda um
stærri og aflmeiri vél að ræða. Hann
sagði að kaupverð flugvélarinnar
væri 95 milljónir króna, en til viðbót-
ar kostaði aukabúnaður og ísetning
hans 10-12 milljónir. Kaupin væru
fjármögnuð með sölu á gömlu vél-
inni, en áætlað verðmæti hennar er
í kringum 25 milljónir, og með sér-
tekjum. Tekið yrði lán til 10 ára sem
yrði greitt niður með sértekjum Flug-
málastjómar.
Þorgeir sagði að næg verkefni
væru fyrir flugvél Flugmálastjórnar.
Henni hefði að jafnaði verið flogið
um 500 stundir á ári undanfarin ár.
Helstu verkefni væm flugprófanir á
flugleiðsögukerfum og annað sérhæft
mælingaflug, leitar- og björgunar-
flug, flug með tæknimenn Flugmála-
stjórnar til að sinna viðhaldi á marg-
víslegum tækjabúnaði um allt land
og flug með æðstu embættismenn
ríkisins. Auk þess væru horfur á að
flugvélin tæki að sér ný verkefni, t.d.
fyrir Flugmálastjóm Bandaríkjanna
og alþjóðaflugþjónustuna.