Morgunblaðið - 29.11.1996, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 29.11.1996, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MIIMIMINGAR FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1996 49 ir að heiisubrunnum. Þegar þeir klerkarnir höfðu gengið inn á „kontór" eins og það hét í þá daga og hallað að sér bárust þaðan iðu- lega glaðvær hlátrasköll og hljóm- miklar raddir þeirra fylltu hljóð- bært húsið. Engum nærstöddum gat dulist hversu vel þessum mönn- um leið í návist hvor annars. Glað- værð, sem veggir og lokaðar dyr hindruðu ekki að fyllti húsið, hafði áhrif á alla sem í því voru. Aldrei hef ég séð þess ljósari dæmi hvers virði það getur verið mönnum, sem oft bera þungar byrðar, að fara að finna annan og blanda geði. Þannig mun minning séra Sveinbjarnar geymast mér lengst. Þetta litla minningarbrot er ófullburða tilraun til að tjá þakklæti fjölskyldunnar frá Skarði, mitt eigið og fjölskyldu minnar fyrir þá geisla birtu og hlýju sem af persónu séra Sveinbjarnar stafaði og við nutum í svo ríkum mæli. Að okkur setur depurð, en í ríki himnanna veit ég að opnast breiður faðmur tl að fagna þangað- komu Sveinbjarnar í Hruna. Ölmu og börnum þeirra, sem svo mikils hafa misst, óska ég Guðs blessunar. Minningin um mætan mann og góðan dreng er nokkur bót harma, en vissan um endur- fundi huggunin mest. Blessuð sé minning séra Sveinbjarnar. Jóhannes M. Gunnarsson. Presturinn okkar er dáinn. Séra Sveinbjörn í Hruna, sem messaði í kirkjunni - og við vorum þar alltaf með mömmu af því hún var í kirkju- kórnum. Helgi tók okkur með sér í Hvammsjeppanum sem þá var eini bíllinn í Grafarhverfinu. Helgi í Hvammi var organisti í kirkjunni á þessum árum. Séra Sveinbjörn skírði okkur sum og fermdi öll, svo gifti hann okkur og skírði börnin okkar. En hann var ekki bara presturinn í Hruna, hann var bóndi, hann var kennari og hann var félagi okkar, félagi sem tók þátt í gleði og sorgum sveitunganna. „Eruð þið hrædd, elskurnar mín- ar?“ segir blíðleg rödd við fjögur börn á aldrinum 8-12 ára sem voru villt inni á miðjum Hrunaásum og komin nótt. Við vorum búin að leita að hestum frá hádegi. Þetta var rödd Sveinbjarnar sem þar var kominn með Helga í Hvammi til að leita að okkur. „Nú skulum við koma heim til Ölmu og fá kakó og kleinur." Allur uggur og þreyta hurfu þegar þeir leiddu okkur heim í rökkrinu. Við munum Biblíusögu- tímana í skólanum. „Viljið þið ekki bijóstsykur, elskurnar rnínar," voru oftast byijunarorðin í tímanum, sem síðan fór meira og minna í lestur á skemmtilegum sögum um eitthvað allt annað en Biblíuna. Þegar kom að prófum hafði hann sinn hátt á. Ef hann sá að einhver var í vandræðum með verkefnið tyllti hann sér á borðshornið og hvíslaði: „Þetta veistu nú vel.“ Svo fékk maður vísbendingu á dulmáli og prófið varð allt í einu svo dæma- laust létt. Við munum líka fermingarundir- búninginn þegar allir fengu að hringja kirkjuklukkunum og að máta predikunarstólinn. Einu sinni veiddum við með hon- um mús sem hafði falið sig í orgel- inu. Við rákum á fjall með bóndan- um Sveinbirni og Guðjóni í Hruna. Hversu oft heyrðum við ekki hlátur- inn hans heima í Garði þegar hann kom í heimsókn, hlátur sem allir smituðust af og fyllti allt af gleði og hlýju. Svona var presturinn okk- ar og ég held við eignum okkur ekki annan eins héðan af. Röddin úr predikunarstólnum heyrist enn svo greinilega í minningunni að allar aðrar messur verða jú svo sem ágætis messur, en aldrei eins og hjá prestinum okkar. Við þökkum allt sem okkur var vel gert í Hruna og ásamt móður okkar vottum við Ölmu, börnunum og öðrum aðstandendum innilega samúð. Blessuð sé minning séra Svein- bjarnar í Hruna. Örn, Hallgrímur, Björn Hreiðar, Eiður Örn og Helga frá Garði. EVA VILHJÁLMS- DÓTTIR + Eva Vilhjálms- dóttir fæddist í Meiri-Tungu í Holt- um 23. mars 1920. Hún andaðist á hjúkrunarheimilinu Eir 24. nóvember síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Vigdís Gísla- dóttir frá Kotvogi i Höfnum og Vil- hjálmur Þorsteins- sonfrá Berustöðum í Ásahreppi. Hún var yngst af ellefu systkinum er kom- ust til fullorðinsára en fjögur létust í bernsku. Tvær systra hennar eru enn á lífi, Fanney, f. 28. apr. 1914 og Ásta, f. 8. okt. 1918. Hinn 28. apríl 1946 giftist Eva Hallgrími Jónassyni, f. 28. apríl 1918, frá Stuðlum Reyðar- firði. Börn þeirra eru: 1) Val- gerður, f. 30. nóv. 1944, giftist A. Robin West, f. 8. sept.1936; skilin. Barn þeirra: Eva Mar- grét, f. 7. jún. 1972. Sambýlis- maður hennar er Richard Marwood, f. 20. jún. 1970. 2) Vigdís, f. 13. des. 1949. Giftist Gunnari Inga Gunnarssyni, f. 14. apr. 1948. Börn þeirra: Inga Hrund, f. 18. mar. 1975 og Ketill, f. 28. feb. 1980. 3) Jónas, f. 3. jún. 1952; Kvæntist Kristínu ísleifsdótt- ur, f. 25. nóv. 1952. Börn þeirra: Lára, f. 3. feb. 1981, og Hugrún, f. 9. jan 1990, d. 9. jan. 1990. 4) Lára Birna, f. 8. jan. 1955. Giftist Heimi Geirssyni, f. 2. jún. 1954. Börn þeirra: Dagný, f. 8. mar. 1990 og Atli Mar, f. 8. des. 1992. 5) Guðrún Bóel, f. 8. jan. 1955. Giftist Björgvin Karlssyni, f. 21. mar. 1957. Börn þeirra: Hallgrímur, f. 31. des. 1975, Kristinn, f. 26. maí. 1980 og Loftur Árni, f. 1. maí. 1983. 6) Ketill, f. 19. apr. 1960. Kvæntist Þóreyju Friðbjörns- dóttur f. 17. jan. 1960; skilin. Börn þeirra: Friðbjörn Orri, f. 13. okt. 1983, og Laufey Rún, f. 18. jún. 1987. Útför Evu fer fram frá Ás- kirkju föstudaginn 29. nóvem- ber og hefst athöfnin klukkan 15. Með nokkrum orðum vil ég kveðja tengdamóðir mína, hana Evu Vilhjálmsdóttur. Kynni mín af henni hófust 1970 er við Vigdís dóttir hennar kynntumst. Við fyrstu kynni virkaði Eva ströng og ákveðin en fljótt fann maður hve gott hjartalag bjó þar að baki. Eva hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum og stóð með þeim sem minna máttu sín. Okkur kom ávallt vel saman og í gegnum árin komum við Vigdís reglulega í heimsókn til Reyðar- fjarðar. Mörg kvöldin var þá verið í eldhúsinu og spilað og spjallað. Oft var mannmargt á heimilinu þegar börnin voru í heimsókn með fjölskyldum sínum og þá var stund- um glatt á hólnum. Eva hafði yndi af vísum og kvæð- um og kunni ógrynni af þeim. Tvær ferðir eru mér minnisstæðar með Evu ásamt fleirum. Önnur var öku- ferð í Strandasýslu og hin göngu- ferð um Lónsöræfi. Á slíkum ferða- lögum kynntist maður Evu best, því þá var tími fyrir sögur og sagn- ir. Margar sögur sagði Eva frá uppvaxtarárum sínum í Meiri- Tungu. Þar var mannmargt í heim- ili og ýmislegt sem gekk á. Um margt hefur lífið verið öðruvísi þá en nú. Eva greindist með parkinson- veikina haustið 1990 þó hún hafi kennt sjúkdómsins einum þremur árum fyrr. Fyrst um sinn var hún áfram fyrir austan en smátt og smátt dró úr þreki og mætti. Um vorið 1995 kom Eva inn á Eir og naut þar góðrar umönnunar starfs- fólks. Ég verð einnig að minnast á þátt Hallgríms, tengdaföður míns, sem dvaldi hjá Evu nánast á hveij- um degi og reyndi að létta henni stundirnar. Þá kom tölvuþekking Hallgríms að góðu gagni því að síð- ustu mánuðina fóru næstum öll tjá- skipti við Evu fram með hjálp tölv- unnar. Böm Evu, sem búsett eru hér á landi, skiptust einnig reglu- lega á að heimsækja móður sína og voru síðan öll hjá henni, ásamt föður sínum, þegar hinsta stundin rann upp. Blessuð sé minning hennar. Gunnar Ingi Gunnarsson. Við erum öll hetjur í ævintýrinu um okkur sjálf. Njótum ævintýris- ins, beijumst gegn erfiðleikunum og elskum lífið. Þegar ég minnist tengdamóður minnar, minnist ég konu, sem var mjög annt um lífið sjálft. Hún lifði mjög reglulegu og agasömu lífi, reykti ekki, drakk ekkert sterkara en vatn og vildi helst ekki neyta annarrar fæðu en þeirrar sem ísland gat gefið henni. Hún stóð vörð um menningu liðinna tíma og þó svo hún léti kyrrt liggja að börnin og barnabörnin lifðu á alls konar erlendu fæði, þá skyldu þau hlusta á lestur hennar á íslensk- um bókmenntum og helst að kunna góða kafla og setningar utanbókar. Eitt sinn nennti eitt af barnabörnum hennar ekki að læra Gunnarshólma utanbókar, eins og Eva hafði óskað eftir, og þá voru góð ráð dýr og Eva reyndi að bjóða barninu laun fyrir að læra kvæðið og það dágóð, því svo mikilvægt þótti henni að festa íslenskan kveðskap í hugum barnabarna sinna. Eva gat ekki flaggað fínum próf- skírteinum eða menntagráðum frekar en margir aðrir fæddir fyrr á öldinni, en andagift hennar var mikil og reyndi hún að auðga til- veru sína og annarra sem í kringum hana voru með henni. Ég minnist þess sérstaklega, þegar við gengum saman milli fjarða fyrir austan á páskum, þá þuldi Eva Passíusálm- ana frá upphafi til enda, hún tók aðeins hlé á þeirri þulu til þess að upplýsa samferðamenn um nöfn á fjöllum, víkum eða bæjum, sem bar fyrir augu okkar og síðan tók hún þráðinn upp við Passíusálmana rétt eins og hún væri að lesa þá upp úr bók, þvílíkt var minni hennar. Hallgrímur og Eva eignuðust sex börn og fóru þau öll frekar ung að heiman til náms. Á tímabili bjuggu þrjú af börnum þeirra í hvert í sinni heimsálfunni, þ.e. í Asíu, Afríku og Ameríku og þegar þau komu í heimsókn á Reyðar- fjörð, var fyrst hlustað á, hvað á daga þeirra hafði drifið en fljótlega fór Eva að tengja þau við íslenska tilveru og gera þeim grein fyrir þeim forréttindum að hafa fæðst sem íslendingar. Þegar ég minnist tengdamóður minnar finnst mér horfinn sé hlekkur sem tengir okkar kynslóð við þá sem lifði svo einangruð og næg sjálfri sér. Ég vona að þau fræ ættjarðarástar, sem Eva og hennar líkir sáðu í hjörtu barna og barnabarna sinna megi bera ávöxt um ókomna tíð. Ævintýrið um Evu var ævintýri um konu, sem bar mikla virðingu fyrir landinu og náttúru þess, móð- urmálinu og tilbrigðum þess. Ég vil enda þessar stuttu hugleiðingar mínar um góða tengdamóður og vinkonu á eftirfarandi línum úr Gunnarshólma Jónasar Hallgríms- sonar, sem henni voru ætíð mjög kærar: Sá ég ei fyrr svo fagran jarðar gróða, fénaður dreifir sér um grænan haga, við bleikan akur rósin blikar ijóða. Hér vil ég una ævi minnar daga alla, sem guð mér sendir. Farðu vel . . . Kristín ísleifsdóttir. Þegar Eva Vilhjálmsdóttir kveð- ur þennan heim viljum við hjónin minnast hennar með örfáum orðum. Við kynntumst Evu fyrst þegar við vorum öll komin fram yfir miðjan aldur, en það bar til með þeim hætti að sonur okkar tengdist fjöl- skyldunni. Við höfðum auðvitað þekkt Evu og Hallgrím af orðspori löngu áður, því að heimili þeirra og störf, bæði á Eskifirði og Reyð- arfirði, var þekkt um allt Austur- land fyrir myndarskap og athafna- semi. En ég kynntist Evu fyrst að ráði í þriggja daga gönguferð með fjöl- skyldu hennar um Lónsöræfi. Eftir að kynni okkar hófust fyrir um það bil aldarfjórðungi höfum við hjónin oft og mörgum sinnum notið gestrisni Evu og Hallgríms, en í þessari Lónsöræfaferð urðu viðræð- ur okkar Evu persónulegri og opn- ari. Þá birtist mér þessi gáfaða kona í nýju ljósi. Hún var margfróð og greinilega stálminnug. Hún kunni ógrynni af ljóðum. Ég byijaði barna- kennslu um það leyti sem Eva var að byija í bamaskóla upp úr 1930. Þá var það nánast tíska að greind börn og unglingar lærðu Gunnars- hólma, Fjallið Skjaldbreiður o.fl. kjamakvæði úr skólaljóðunum. Og það stóð ekki í Evu að þylja þau án þess að reka í vörðumar, en þeg- ar hún þuldi yfír mér vígsluljóð Markarfljótsbrúar frá árinu 1934 þá varð ég undrandi. Hún var 14 ára gömul, þegar hún var viðstödd brúarvígsluna, sem auðvitað var stórkostleg hátíð í öllu Rangárþingi og ungu stúlkunni ógleymanlegur atburður. En gönguferðin um Lónsöræfi var okk- ur Evu annað og meira en ljóða- flutningur. Við ræddum um menn og málefni og það fór ekki leynt að við vorum ósammála um margt, en eitt urðum við sammála um, að samhjálp og samvinna væri undir- staða heilbrigðs mannlífs. Hvað ber að þakka þegar sam- fylgd er lokið? Það er svo margt að það nálgast fjarstæðu að fara í upptalningu. En þær stundir sem við hjónin áttum með Evu og Hall- grími eru okkur endurminningar sem stytta ellikvöldin og það er mikils virði. Eva hafði um alllangt skeið þjáðst af parkinsonveiki, sem tók frá henni mátt og mál. Það var ólýsanleg þraut, en aðdáunarverð umhyggja Hallgríms og þolinmæði hafa vonandi létt hinar andlegu þjáningar. Saknaðarkveðja er okkar síðasta orð. Ingibjörg og Gunnar. Amma okkar var góð kona og gerði margt fyrir okkur, eins og þegar hún gekk bæinn á enda í stórhríðum til að passa okkur þegar við bjuggum á Reyðarfirði. Flugeldum var hún ekkert svo hrifin af, því henni fannst við vera að skjóta upp peningunum okkar. Oft kvartaði hún yfir því að við klæddum okkur ekki nógu vel út í kuldann, en þó okkur þætti vont að vera dúðuð vissum við að allt' var þetta vel meint. Hún tók oft málstað okkar. Við máttum ekki fara niður á Gömlubryggju en hún sagði að það væri í góðu lagi, svo við fengum að fara. Amma var mikill náttúruunn- andi. Einu sinni komum við heim til hennar með lúpínur sem við höfð- um rifið upp með rótum, en hún sendi okkur rakleitt aftur upp í fjall og við þurftum að gróðursetja lúpín- urnar aftur svo jarðvegseyðingar yrði nú ekki vart. Okkur þykir sárt að amma skuli • vera farin en hún hafði verið veik- burða lengi og heilsan orðin slæm. Okkur þykir mjög vænt um hana og við söknum hennar mjög. „Leyfið börnunum að koma til mín, varnið þeim eigi, því slíkra er himnaríki" (Matt. 19. 14—15). Guð geymi ömmu Evu, Friðbjörn Orri og Laufey Rún. Við systurnar í Ásgerði 6 viljum minnast Evu nágrannakonu okkar með örfáum orðum. Hún kenndi okkur svo margt í lífinu. Hafði allt- af tíma til að spjalla og veita góð ráð. Okkar fyrstu handtök í fisk- vinnslu GSR voru undir hennar leiðsögn. Þar dugðu engin vettlin- gatök og ekkert hangs og þótti okkur stundum nóg um. Þegar við horfðum á eftir henni niður götuna á leið niður í GSR, þá var kominn tími til að klæða sig í stígvélin og leggja af stað í vinnu. Stundvísi og vinnusemi var í fyrirrúmi hjá henni. Ekki sat hún auðum höndum þegar heim var komið, eftir að við komumst upp á lagið með að nota fínprjónuðu ullarbanda-sokkana- hennar var oftar en ekki farið yfir og sagt: „Mig fer bráðum að vanta nýja sokka.“ Innan fárra daga kom hún færandi hendi með nýja ullar- sokka í poka. Seinna meir nutu börnin okkar góðs af handverki hennar. Fyrir Láru var hún eins og amma. Ef Lára var „týnd“ var það nokkuð víst að hún hafði stungið sér inn til Evu. Eva hafði alltaf gaman af því að fá börn í heim- sókn til að spjalla. Einnig hafði hún gaman af því að segja sögur og fara með þulur og ljóð. Seinna meir voru það elstu barnabörnin í Ásgerði 6 sem „týndust“ inni hjá henni. Það var sárt að horfa upp á þessa kraftmiklu athafnakonu missa heilsuna og hætta að geta sinnt sínum áhugamálum og verða háð aðstoð annarra. Hún kvartaði þó ekki né lét á sér bilbug finna, en gladdist mjög í þau skipti sem maður gaf sér tíma til að líta inn og heilsa upp á hana. Við kveðjum Evu og þökkum samfylgdina. Blessuð sé minning hennar. Aðalheiður, Margrét, Kolbrún og Lára Valdís. t Ástkær eiginkona mín, BJÖRG EYJÓLFSDÓTTIR, Austurströnd 4, Seltjarnarnesi, er látin. Vilhjálmur Ólafsson. t Hjartkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, AÐALBJÖRG INGÓLFSDÓTTIR, Stórhóli, Álftafirði, sem lést á St. Jósefsspítala laugardaginn 23. nóvember, verður jarðsungin frá Hofi í Álftafirði laugardaginn 30. nóvember kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Lárus Pálsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.