Morgunblaðið - 29.11.1996, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 29.11.1996, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Þórður Jónas Gunnarsson var fæddur í Höfða í Grýtubakkahreppi S-Þingeyjarsýslu 8. júlí 1918. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 21. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Gunnar Þórðarson útvegs- bóndi í Höfða, f. 1.4. 1893, d. 15.10. 1959, og Kristrún Þorsteinsdóttir, f. 29.11. 1889, d. 23.2. 1983. Systir Þórðar er Jakob- ína, f. 22.11. 1923, búsett á Akureyri. Hinn 1. júlí 1945 kvæntist Þórður eftirlifandi eiginkonu sinni, Guðrúnu Isberg, hár- greiðslumeistara, f. 28.9. 1922. Foreldrar hennar voru hjónin Guðbrandur Isberg sýslumaður á Blönduósi og Arnína Jóns- dóttir. Börn Þórðar og Guðrún- ar eru: 1) Nína, f. 10.12. 1946, BA, starfsmaður Ríkisútvarps- ins á Akureyri og búsett þar. Maki, Tómas Ingi Olrich alþing- ismaður. Börn Nínu af fyrra hjónabandi: Sunna Sigurðar- dóttir, f. 15.9.1972, stjórnmála- fræðingur og Vala Sigurðar- dóttir, f. 27.2. 1977, nemi í MA. 2) Gunnar, f. 5.8. 1952, efna- Þórður Gunnarsson óttaðist ekki dauðann, hygg ég, þótt aldrei verði Jíomist hjá því að beygur læðist að svo leitandi manni sem hann var. En hann óttaðist ellina. Honum rann til rifja að horfa upp á vini sína og ættingja glata reisn sinni í ellinni og honum hraus hugur við því hlutskipti. Honum fannst ellin vega að stolti mannsins og reisn og af hvoru tveggja átti hann nóg. Að þessu leyti finnst mér að hann hafi kvatt sáttur. Fram til þess tíma, fyrir rúmu ári, er Þórður kenndi sér þess meins sem leiddi hann til dauða, var hann - eins og við segjum - maður á besta aldri, ástríðufullur, órólegur, forvit- inn, mótsagnakenndur, kraftmikill og umfram allt heillandi. Þótt hann ,“*væri hátt í áttrætt náði ellin aldrei neinum tökum á þessum glímu- manni. Hann á að baki afar margbreyti- legan feril sem kennari, fram- kvæmdastjóri í viðskiptum, trygg- ingamálum og hótel- og veitinga- rekstri. Ef því hefði verið að skipta hefði hann þó getað komið enn víð- ar við því hugur hans laðaðist til margra átta. Hann var athafna- skáld og veiðimaður að eðlisfari, skjótráður og rásfastur keppnis- maður sem gladdist við fram- kvæmdir og framfarir. En jafn- framt var hann orðsins maður, næmur á góðan texta og víðlesinn, vafbragðs ræðumaður, drátthagur "■ og opinn fyrir þeirri sköpunargáfu, sem höfðar til augans. Það kann að vera erfitt frá rök- fræðilegu sjónarmiði að vera rót- fastur óróleikamaður. Það er þó hlutskipti margra íslendingar að lifa í þeirri mótsögn að vera í senn rótlausir og rótfastir. Leita langt yfir skammt. Þórður Gunnarsson leit fram á veginn. Hann hlakkaði til morgundagsins, hlakkaði til há- tíða, gerði hátíð úr hversdagslegu tilefni og varðveitti þannig barnið í sjálfum sér. Þessi hrifnæmi at- hafnamaður var lítið gefinn fyrir að skima til baka með söknuði. Hann tók víða til hendinni, bland- aði sér í margt, kynntist mörgum. Athafnaþrá hans var að hluta tengd örlæti hans og ódrepandi áhuga á öllu sem mannlegt var en einnig spratt hún frá þessum óróleika sem -^við köllum stundum útþrá. Og út- þráin er annað og meira en að ferð- verkfræðingur, framkvæmdaslj óri iðnaðarsviðs Reykjalundar, bú- settur á Seltjarnar- nesi. Maki, Sunneva Hafsteinsdóttir textílfræðikennari. Börn þeirra: Þórð- ur, f. 11.5. 1984, Bergur, f. 18.3. 1987, Kristín, f. 21.12. 1988. Þórður stundaði ýmis störf til sjós og lands á uppvaxt- arárum sínum og tók stúdentspróf frá MA árið 1941. Eftir það var hann túlkur og þýðandi hjá breska og bandaríska setuliðinu, fulltrúi á pósthúsinu á Akureyri, kennari við Gagnfræðaskóla Akureyrar, og siðan umboðsmaður Bruna- bótafélags Islands á Akureyri 1963-1988, auk þess að vera framkvæmdastjóri Sjálfstæðis- hússins á Akureyri í 14 ár. Þórður starfaði mikið að fé- lagsmálum, var m.a. umdæmis- og fjölumdæmisstjóri Lions- hreyfingarinnar á Islandi 1972-1974. Hann starfaði einn- ig áratugum saman innan frí- múrarareglunnar. Útför Þórðar fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. ast til framandi landa. Hún er vilj- inn til að bijótast út úr hlutskipti mannsins, leita einhvers sem er æðra. Ferðamaðurinn og heims- maðurinn með alla sína útþrá var þó öðru fremur rótgróinn heima- maður, bundinn æskustöðvum og heimahéraði, og umfram allt heimilismaður. Hann henti jafnan gaman að þessum böndum, rétt eins og þau væru honum ekki föst í hendi. Það fór þó aldrei fram hjá okkur að þau voru sterkust og óijúfanleg. Á heimilinu naut hann sín líka best. Þar var hann hrókur alls fagn- aðar og mikið flug á manninum, örlátum og gestrisnum. Þau voru sérstakt par, tengdaforeldrar mín- ir. Guðrún hæg og róleg, lítið gefín fyrir fáfengileikann, jarðbundin, traust og föst fyrir, með þessa grænu fingur sem gera líf úr öllu, að því er virðist erfiðis- og áreynslulaust. Hann fyrirferðar- mikill í örlæti sínu og athafna- semi, breytti breytinganna vegna, aflaði til að eyða, alltaf tilhafður og yndislega hégómlegur, glæsileg- ur og hlýr. Heimilið var fullkominn samnefnari þessara ólíku persónu- leika og einkum þar sjatnaði óró- leikinn í tengdaföður mínum og hann slappaði af. Þótt Þórður Gunnarsson stæði traustum fótum í raunveruleikan- um og væri sæmilega gætinn gat hann ekki varist þeim töfrum sem fólgnir eru í vogun og áhættu. Það var í ættinni. Vogun vinnur vogun tapar, sögðu menn þar og voru til- búnir að voga öllu. Þórður tók áhættu og vann oft. En hann tap- aði líka. Og þá sífraði hann ekki út af orðnum hlut. Erfið reynsla tók aldrei frá honum lífsgleðina. Þegar ég kveð Þórð Gunnarsson finnst mér mikið skarð fyrir skildi. Það er raunar líkt og heil hljóm- kviða hafi þagnað. Tómas I. Olrich. Þórður Gunnarsson, mágur minn er allur. Með honum er genginn góður og hæfur maður. Mín fyrstu kynni af honum voru þau, að hann leitaði mig og bróður minn uppi í Hafnarstrætinu á Akureyri síðla vetrar 1945, þar sem við vorum í hópi annarra skólanema og horfð- um á Hótel Gullfoss brenna eftir að hafa sloppið naumlega út um glugga. Þar höfðu nokkrir nemar búið ásamt okkur og nú vorum við allslausir og vegalausir. Það var erfitt að fá húsnæði á Akureyri í lok stríðsins. Lítið sem ekkert byggt, en margir fluttir til bæjar- ins. Hann bauð okkur herbergi sitt og eftirlét okkur það, það sem eft- ir var skólatímans. Og þannig reyndist hann mér alltaf síðar á lífsleiðinni. Ég þurfti oft að leita til hans með ýmiskonar fyrirgreiðslu og hún var veitt á svo sjálfsagðan hátt að það lá við að manni fyndist að verið væri að gera honum greiða með allskonar kvabbi. Oft ekki mikilvægu. Þórður var mikill veiðimaður og reyndi að kenna mér en það gekk ekki sem best. Raunar var hann meira en veiðimaður, hann var veið- ikló hin mesta og hafði yndi af að dvelja úti í náttúrunni. Þau hjónin byggðu sér hús við Hamragerði á Akureyri og garður- inn við húsið bar þess vitni, að þar væri ræktunarfólk að verki og Þórður virtist ekki síðri við það starf en kona hans. Ég þakka mági mínum fyrir samfylgdina og góða viðkynningu. Jafnframt vottum við hjónin konu hans og öðrum í fjölskyldunni sam- úð okkar. Megi minningin um góð- an dreng ylja þeim um ókomin ár, þótt nú hafi um stund dregið ský fyrir sólu. Jón ísberg. Það er skrýtið að hugsa til þess að hitta hann ekki oftar í Efstaleit- inu hjá ömmu. Afi hefur verið svo stór hluti af lífi okkar að það verð- ur erfitt að hugsa sér lífið án hans, væntumþykju hans og óbilandi bjartsýni. Við systurnar eins og allir aðrir í fjölskyldunni höfum notið ástar hans, leiðsagnar og stuðnings og munum búa að því alla tíð. Síðustu dagana sem afi lifði rifj- uðust upp fyrir okkur góðar stund- ir með afa og ömmu í Hamragerð- inu á Akureyri. Það var alltaf glatt á hjalla og oftar en ekki stóð afi fyrir því. Hann stytti okkur stund- imar með ýmsum uppátækjum, sem mæltust reyndar misvel fyrir hjá ömmu, en við skemmtum okkur alltaf konunglega. Til dæmis var það dag einn sem okkur langaði til að tjalda en það var allt of kalt úti. Afi kunni ráð við því, hann tjaldaði bara í kjallaranum. Eins voru utanlandsferðirnar sem hann dreif alla fjölskylduna með í yndis- legar, og við minnumst þeirra allt- af. Eftir að afi og amma fluttu til Reykjavíkur og við uxum úr grasi urðu samverustundirnar færri en við héldum þó áfram að fara til þeirra alltaf þegar færi gafst. Við munum alltaf hugsa til afa með miklum söknuði og þökkum fyrir allt það sem hann og amma hafa gert fyrir okkur. Sunna og Vala. Við kveðjum í dag samstarfs- mann, hann Þórð okkar á Akur- eyri, sem við nefndum svo vegna tengsla í starfi í áratugi. Það var í byrjun sumars, 1. júní 1962, að Þórður J. Gunnarsson réðst sem umboðsmaður Brunabótafélags ís- lands á Akureyri, sjálfum höfuð- stað Norðurlands, en umboðssvæð- ið og eftirlitsskyldur voru um Eyja- fjarðarsveitir. Þórður J. Gunnarsson hóf störf sín af þeirri elju, sem honum var lagið. Með fádæma dugnaði hóf hann umboðsskrifstofu Brunabóta- félagsins til vegs og félagið til virð- ingar, flutti skrifstofur um set og stjórnaði umdæmi sínu úr stórhýsi við Glerárgötu, sem hann stuðlaði að uppbyggingu á. Fyrst var hann einn á skrifstofu, en við lok nær tuttugu og sjö ára starfs voru starfskraftar orðnir sjö í þeim miklu umsvifum umboðsins, sem hann byggði upp til ársloka 1988. Áreiðanleiki hans og lipurð í sam- skiptum við viðskiptamenn var rómuð. Á stundum mat hann erfið- leika tjónþola og afkomu á sinn sérstaka og stóra hátt, hótaði jafn- vel að borga viðbót úr sínum eigin vasa, ef knífa ætti bótagreiðslu. Ekki var þá hægt annað en gefa eftir fyrir sterkum rökum þessa mæta manns, sem gekk götuna fram til góðs við samferðamenn sína. Heimili þeirra Guðrúnar og Þórð- ar var rómað höfðingjasetur heim að sækja. Gestrisni og alúð þeirra beggja var einstök í samhentri framgöngu þeirra og viðmóti við gesti sína og vini. Þakka ber hér sérstaklega þátt þeirra hjóna við móttöku erlendra gesta, sem sóttu Norðurland heim á vegum Bruna- bótafélagsins og ekki var ánægja gestanna minnst, ef laxveiðimaður- inn Þórður hafði aðstoðað við að fanga lax í farteskið. Það var mér sunnlenskum starfs- manni félagsins, sem þessar línur rita, mikil og góð reynsla að kynn- ast þeim mæta manni Þórði J. Gunnarssyni, þingeyska heims- borgaranum og Norðlendingnum af lífi og sál. Hvor við annan héld- um við mjög fram og á lofti lands- hlutum okkar. Ég reyndi að út- skýra fyrir honum óm fegurðarinn- ar hér syðra, Flóann í Arnesþingi, um sunnlenskar elfur sem hríslast syngjandi í farvegum sínum í sam- tvinnun fegurstu tóna fjallaþytsins og hafgolunnar og slétturnar vagga grösum og blómum í takt við brim og boða Perlu suðurstrandarinnar. Á móti fékk ég háttstemmdar lýsingar á þingeysku fjallalofti, hátign umgjörðar Ákureyrar, fræg- ustu laxelfum norðursins að ógleymdum spegilfögrum Pollinum og roða sólarlagsins, þar sem sólin á sumrum sest ekki, en hvílist á bárum norðúrsins við heimskauts- baug. Við þessar lofgjörðir til bernsku- og æskustöðva okkar, eignuðumst við ákveðna sameign í huga og ættbyggð hvors annars. Þökk sé þér Þórður. Fyrir hönd Brunabótafélags ís- lands er hér þakkað fyrir áratuga starf, sem einkenndist af áreiðan- leik og ósérhlífni. Persónulega er þakkað fyrir drengskap, vináttu og samstarf. Það geri ég af virðingu, með þakklæti og einlægum óskum um leiðsögn og verndun Hins Hæsta Höfuðsmiðs á ókunnum leið- um. Einlægar samúðarkveðjur fær- um við Lína til Guðrúnar og fjöl- skyldu. Hilmar Pálsson. Þegar okkur er sagt frá andláti kærkomins vinar er eins og hugur- inn fyllist samstundis af ljúfum minningum tengdum hinum látna bróður og djúpu þakklæti fyrir samfylgdina á lífsleiðinni en orðin verða svo veikburða og smá að þau geta engan veginn tjáð tilfinning- arnar sem að baki liggja. Þannig var mér farið þegar þessi frétt barst mér, jafnvel þótt ég hafí átt að vera við henni búinn fyrir all- löngu. Þórður Gunnarsson var glæsi- menni á velli, beinn og grannur, fráneygur og fríður, einmitt eins og flesta menn dreymir um að geta orðið með þrotlausri líkamsrækt og megrunarfæðu en fáir geta nálg- ast. En þótt hann hafi verið glæst- ur á velli var hans hlýja viðmót og vinarþel það sem allt yfirskyggir í þakklátri minningunni um hann. Kynni okkar Þórðar voru bundin frímúrarareglunni á íslandi en starfsemi hennar var sameiginlegt hugðarefni beggja. Hann gekk í regluna norður á Akureyri rúmlega þrítugur og frá þeirri stundu var hugur hans bundinn hugsjónum hennar enda var honum trúað fyrir æ veigameiri störfum innan bræðrahópsins norðan heiða og varð æðsti yfirmaður í þeim hópi, áður en þau hjón fluttu búferlum til Reykjavíkur. Þar nutu bræðurn- ir þess í ríkum mæli að hann var ákaflega snjall ræðumaður. Allt fór saman, hrein og tær rödd, afburða málfar og hugmyndaauðgi sem sett var fram á einfaldan og auðskilinn hátt sem lyfti huganum á æðri svið. Á þeim árum naut ég gistivin- ÞORÐUR GUNNARSSON áttu þeirra í nokkra daga og mér er sérstaklega minnisstæð sú frið- sæla hlýja og látleysi sem ein- kenndi heimilið. Þar ríkti það full- komna jafnvægi, gagnkvæm virð- ing og vinátta, sem gerir heimili að helgum reit. Fyrir þau kynni verð ég ævinlega þakklátur. Um það leyti, sem þau hjónin fluttu til Reykjavíkur, var Þórði falinn enn meiri trúnaður í regl- unni og átti sæti í æðstu stjórn hennar til 75 ára aldurs, síðustu árin við þau störf sem honum voru kærust, sem oddviti þeirra, er réttu þeim bróðurhönd, sem bágt eiga af fátækt, elli og einmanaleik. Á þeim árum sátum við saman í nefnd þar sem mannkostir hans nutu sín til hlítar. Hann var ætíð mjög já- kvæður, úrræðagóður og sam- vinnuþýður með afbrigðum. Vand- leyst úrlausnarefni urðu auðleyst fyrir hans hugmyndir og tillögur. Um leið og ég votta þér, Guð- rún, og allri fjölskyldunni, einlæga samúð mína og reglu-bræðranna, er ég þess fullviss að það er ómet- anleg huggun í harmi að eiga eftir minninguna um einstæðan mann- vin og frábæran förunaut. Guð veri með ykkur öllum. Karl Guðmundsson. Nú er stutt stórra högga á milli, sem lostið hafa vinahóp okkar, öldr- uðu veiðifélagana frá Laxá í Aðal- dal. Ekki er lengra liðið en tvær vikur frá því að einn þeirra var kvaddur og þar til annar hefur horf- ið okkur sjónum. Að þessu sinni er það Þórður Gunnarsson, sem fallinn er eftir langvarandi og hraustlega baráttu við erfiðan sjúkdóm, og er útför hans gerð frá Dómkirkjunni í dag. Hér verður ekki rakið lífshlaup Þórðar, aðeins leitast við að tjá honum hinstu þökk fyrir þátttöku hans í félagsskap okkar og þær yndisstundir, sem við áttum saman og hann átti ekki minnstan hlut í að gera eftirminnilegar. Það var ekki aðeins laxveiðin ein - þótt hana beri ef til vill hæst - sem við áttum að sameiginlegu áhugamáli okkur til skemmtunar. Skíðaferðir og dansæfingar á yngri árum, spila- mennska (brids) og fleira á síðari árum, voru einnig skemmtanir, sem við stunduðum saman þegar tæki- færi gáfust, og alltaf var Þórður í fremstu víglínu. Þórður var þekktur og virtur borgari á Akureyri vegna þeirra margvíslegu starfa, sem honum voru falin og verða ekki upp talin hér. Það, sem hann tók að sér, var í traustum höndum. Glaðværð, vin- semd og léttleiki einkenndu jafnan fas hans og framkomu og honum var ekki tamt að víla eða barma sér þótt eitthvað bjátaði á. Við leiðarlok er það söknuðurinn, sem gamlir félagar finna fyrir, en um leið leiftrar af ljúfum og björtum minningum um góðan vin og fé- laga, sem við áttum samleið með og munum hitta aftur fyrr en varir. Vertu sæll, vinur, og skiiaðu kveðju til gömlu félaganna. Við sendum Guðrúnu, ekkju Þórðar, börnum þeirra og öðrum aðstandendum hlýjar samúðar- kveðjur. Veiðifélagar frá Laxá. Það er dimmt og það er kalt í svartasta skammdeginu þegar ber- ast fregnir af andláti okkar kæra veiðifélaga og vinar Þórðar Gunn- arssonar. Það kólnað líka í sálinni við þá tilhugsun að fá ekki oftar að njóta samvista við hann. Við vitum þó að hvíldinni var hann feg- inn eftir langa og stranga baráttu við illskeyttan sjúkdóm. Þórði var margt til lista lagt og því ekki að undra þó hans verði sárt saknað. Hann var veiðimaður af Guðsnáð. Það voru forréttindi að vera með honum við veiðar. Hann bar einstaka virðingu fyrir þeim vatnasvæðum sem hann sótti og því lífríki sem þeim fylgja. Þórð- ur var hörkuduglegur og frábær- lega lunkinn veiðimaður en var þó farinn að fara sér hægar í veiðinni á seinni árum og gaf sér þá frekar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.