Morgunblaðið - 29.11.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 29.11.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1996 39 AÐSENDAR GREINAR Sjö röksemdir fyrir einkavæðingii UM þessar mundir er Reykjavíkurborg að hrinda í framkvæmd nokkrum verkefnum á sviði einkavæðingar. Almennt virðist góð samstaða um þessar aðgerðir og kemur það nokkuð á óvart miðað við það gerningaveður sem stundum áður hef- ur verið magnað upp vegna mála af þessu tagi. Um leið og rétt er að fagna einkavæð- ingunni hjá Reykjavík- urborg er rétt að minna á að af hálfu ríkisstjórn- arinnar, sem nú situr, hefur lítið þokast í einkavæðingarátt frá því hún tók við völdum vorið 1995. Á því þarf að verða breyting enda hníga flest rök að því að einkavæðing sé bæði hag- kvæm og skynsamleg og til þess fallin að bæta hag alls almennings. á Bættur rekstur Löng reynsla sýnir fram hagkvæmni einkarekstrar í samanburði við opinberan rekstur. Með einkavæðingu má því yfirleitt bæta afkomu þess fyrirtækis eða stofnunar sem um er að ræða, m.a. þar sem ákvarðanataka verður skilvirkari og markvissari. Að auki sýnir reynslan að einkafyrirtæki fylgjast í mörgum tilvikum betur með þróun á starfssviði sínu og leggja frekar út í fjárfestingar og nýsköpun til þess að bæta sam- keppnisstöðu sína. Með því kann taprekstri að vera snúið í hagnað, eða sá hagnaður að aukast, sem áður var fyrir hendi. Aukin samkeppni Einkavæðing eykur samkeppni í þjóðfélaginu, bæði þegar opnað er fyrir samkeppni á sviðum þar sem einokun ríkti áður og einnig þar sem opinber fyrirtæki nutu áður sam- keppnisforskots en sitja eftir einka- væðingu við sama borð og keppinaut- arnir. Fyrirtæki, sem áður höfðu rík- ið að bakhjarli, verða þá að standa sig í samkeppni á grundvelli eigin verðleika. Valddreifing Einkavæðing getur stuðlað að dreifingu valds í atvinnulífínu enda er yfirleitt æskilegt að haga sölu opinberra fyrirtækja með þeim hætti að eignaraðild verði dreifð. Með einkavæðingu er dregið úr áhrifum stjórnmálamanna á stefnumörkun og í stað pólitískra fyrir- greiðslusjónarmiða er farið að byggja rekstur- inn á arðsemissjónarm- iðum. Árangur einka- væðingar er oftast nær sá að fjöldi hluthafa kemur að rekstrar- ákvörðunum í stað fárra stjórnmálamanna og skjólstæðinga þeirra. Hagur neytenda og skattborgara batnar Hagur neytenda og skattborgara batnar al- , Birgir mennt við einkavæð- Ármannsson ingu. í stað opinberra fyrirtækja í vernduðu umhverfí sem jafnvel hafa sjálftöku- rétt hvað varðar gjöld fyrir þjón- ustuna, koma einkarekin fyrirtæki Einkavæðing gæti, að ---------------,----------- mati Birgis Armanns- sonar, orðið til þess að styrkja afkomu ríkis- sjóðs, létta skattbyrði, bæta þjónustu og lækka verð til neytenda og bæta kjör starfsmanna fyrirtækjanna. sem búa við strangt aðhald markað- arins. Slíkt kemur neytendum til góða enda skilar aukin samkeppni sér yfírleitt í lægra verði og betri þjónustu. Skattborgarar hagnast á einkavæðingunni vegna þess að hún leiðir til hagkvæmari rekstrar hjá hinu opinbera. í stað þess að miklir fjármunir séu bundnir í rekstri ein- hverra tiltekinna fyrirtækja, eða jafnvel notaðir til að niðurgreiða starfsemina, er hægt að veija þeim á annan hátt. Hin einkavæddu fyrir- tæki skila í mörgum tilvikum meiru til ríkissjóðs en þau gerðu sem opin- ber fyrirtæki og eykur það að sjálf- sögðu einnig svigrúm til almennra skattalækkana. Starfsmenn bera meira úr býtum Ætla má að einkafyrirtæki hafi meiri möguleika en ríkisfyrirtæki til að umbuna góðu starfsfólki enda búa þau fyrrnefndu við mun meiri sveigjanleika í starfsmanna- og launamálum. Einkavæðing skapar einnig möguleika á því að starfs- menn eignist hlut í fyrirtækjum en slíkt styrkir fyrirtækin og eflir starf- sandann. Ýmis dæmi eru um slíkt hér á landi og virðist reynslan af því góð. Efling hlutbr éfamar kaðar Einkavæðing getur orðið til þess að stórefla íslenskan hlutabréfa- markað en öflugur innlendur mark- aður er mikilvæg forsenda þess að fólk leggi sparifé sitt í atvinnurekst- ur. Ef almenningur treystir sér til að spara með því að kaupa hlutabréf aukast möguleikar á uppbyggingu eigin fjár í atvinnulífínu og getur það orðið til að auðvelda stofnun nýrra fyrirtækja. Einkavæðing getur þann- ig stuðlað að nýsköpun og framfara- sókn í atvinnulífinu. Bætt fjárhagsstaða hins opinbera Tekjur af sölu opinberra fyrir- tækja geta orðið til þess að bæta fjárhagsstöðu ríkisins talsvert. Mik- ilvægt er hins vegar að sölutekjurnar séu notaðar til þess að greiða eldri skuldir en ekki nýttar í rekstur. Hafa verður í huga að um „ein- greiðslutekjur“ er að ræða, þ.e. ríkið fær fjármagn við sölu fyrirtækja en síðan ekki söguna meir. Því er var- hugavert að láta sölutekjumar renna til að standa straum af almennum útgjöldum enda væri þar með ein- ungis verið að skjóta útgjaldavand- anum á frest. Þvert á móti er rétt að nýta tekjurnar til að bæta skulda- stöðuna og stuðla þannig að því að skilyrði skapist til að lækka skatta til frambúðar. Niðurstaða Hér að framan hefur verið gerð grein fyrir sjö mikilvægum röksemd- um fyrir einkavæðingu. Af þeirri upptalningu má sjá að víðtæk einka- væðing hjá ríkinu gæti orðið til þess að styrkja afkomu ríkissjóðs, létta skattbyrði af skattgreiðendum, bæta þjónustu og lækka verð til neytenda, og síðast en ekki síst til þess að bæta kjör starfsmanna þeirra fyrir- tækja, sem yrðu einkavædd. í ljósi þess er full ástæða til að hvetja ríkis- stjórnina til að hraða áformum sínum í þessum efnum. Hðfuadur er lögfræðingur Verslunarráðs Islands. Fyrn j ökulhlaup í Markarfljóti Lúðvík Gizurarson VARNARGARÐAR eru nú meðfram Mark- arfljóti. Ánni er því nokkuð þröngur stakk- ur skorinn. Áður átti hún það til (fyrir 1946) að renna næstum öll niður Fljótshlíð um Þverá. Svo rann áin áfram þvert yfir Hólsá gegnum Djúpós (fyrir 1922) alla leið út í Þjórsá. Þar runnu þessar tvær stórár saman til sjávar. Einn- ig átti Markarfljót það til að leggjast til aust- urs. Þá gat fljótið runnið nokkuð langt austur með Eyjafjöllum, áður en vatnið fann útfall. Eins og áður sagði halda varnargarðar Markarfljóti föstu í ákveðnum farvegi í dag. Safamýri Nokkru fyrir ofan Þykkvabæ var um 1800 stór en graslítil mýri. Land var þarna víða óslétt og þýft. Náttúruhamfarir, segir Lúðvík Gizurarson, hafa skapað landið. Sagt er að mikið vatnshlaup hafi komið í Markarfljót og þaðan í Þverá á þessum árum. Þá flæddu Ytri-Rangá og Þverá vestur yfir mýrina og út í Þjórsá. Árnar báru með sér vikur og jökulleir. Þetta sléttaði mýrina og þúfnamóana. Áburðurinn úr jökulvatninu varð til þess að öll þessi risastóra mýri varð þakin gulstör sem varð 1-2 metrar á hæð. Þessu átti fólk erf- itt með að trúa nema þeir sem sáu. Allt er þetta samt rakið skil- merkilega í bók Árna Óla: „Þúsund ára sveitaþorp" sem Menningar- sjóður gaf út 1962 um Þykkvabæ- inn. Sagt er að gulstörin í Safamýri hafi sum árin milli 1800 og 1900 gefið 1000 kýrfóður. Þótti störin eins gott fóður og besta taða. Ekki þurfti að bera á enda tilbúinn áburður ekki kominn. Þessi hey- skapur bjargaði miklu. Á þessum tíma (1800-1900) komu ítrekað köld sumur og þá var slæm gras- spretta. Einnig lagði sandfok í eyði á seinustu öld mörg túnin í upp- sveitum Rangárvallasýslu. Heilu Fyrirsláttur um veðurspár í MÁLI umhverfis- ráðherra á Alþingi þann 20. nóv. sl. kom fram sú fullyrðing að það væri vegna skorts á veðurfræðingum að Veðurstofan sinnir ekki því hlutverki að fylgjast með hvernig veðurspár rætast. Þetta er vægast sagt fyrirsláttur. í fyrsta lagi þurfa þessar rannsóknir að hafa mik- inn forgang þó að það sé rétt að veðurfræð- ingar þyrftu að vera fleiri en þeir eru. Til þess að besti áranguv náist í spánum verður að kanna hvernig frammistaðan er, til dæmis í samanburði við spár í öðrum lönd- um. Þá þarf að vita hvað spánum hrakar mikið eftir því sem spáð er til lengri tíma, hvort spánum fer fram eða hrakar ár frá ári, hvort þær eru betri eða verri þegar illviðri geisa, að sumri eða vetri, í innsveitum eða á annesjum. Þekking á þessu er ein af undirstöðum þess að leita að end- urbótum á spánum. Sem betur fer Páll Bergþórsson er þetta ekki óyfirstíg- anlegt verkefni. Tveir yfírmenn í spádeild eru veðurfræðingar og eru að mestu blessunarlega lausir við erilsamar vaktir. Könnun af þessu tagi geta þeir því sinnt og hún er síst þýðing- arminni en önnur skrif- stofustörf þeirra. í öðru lagi er það ekki endilega flókið mál að fylgjast með hvemig veðurspár rætast, með nútíma tölvutækni. Þó að ekki sé annað er það þýðingarmikil vísbend- ing um gæði spánna að tölvurnar skrái hvaða fylgni er við spár um vinda, hita og úrkomu á völdum veðurstöðvum, í innsveitum og á annesjum, hvort sem um er að ræða 3ja til 12 klukkustunda aðvaranir í öryggisskyni eða spár allt að 10 dög- um. Tölvuforrit til þessara nota eru fáanleg, meðal annars í Evrópustöð- inni fyrir meðaldrægar spár í Read- ing í Englandi. Það er auðvitað dálít- ið verk að hrinda þessu af stað en Það er ekki endilega flókið mál, segir Páll Bergþórsson, að fylgjast með hvemig veðurspár rætast. síðan gengur það að verulegu leyti af sjálfu sér. Mannekla er engin af- sökun í þessu máli. Seint á tímabili starfs míns sem veðurstofustjóra fól ég núverandi faglegum yfirmanni spádeildar að sækja námskeið í Reading um könn- un á gæðum veðurpánna. Því miður báru þau fýrirmæli ekki árangur. Áhugaleysi á þessu verkefni á sér því nokkrar rætur og á vafalaust þátt í því hvert ástand þessara mála er nú á Veðurstofunni. Fagleg úttekt er nauðsynleg Nú á tímum þurfa fyrirtæki að geta svarað spurningum um gæði starfseminnar. Ég tel að vanræksla Veðurstofunnar í því efni sé svo alvarleg að full þörf sé á hlutlausri og faglegri úttekt á því hvernig að veðurspánum er staðið. Fyrir því eru reyndar mörg önnur rök sem ekki verða talin að sinni. Það verður gert ef þörf krefur. Ég hvatti þáverandi umhverfisráðherra til að láta gera slíka úttekt þegar ég var veðurstofu- stjóri en hann treystist ekki til þess, líklega vegna harðrar andstöðu sumra starfsmanna. í staðinn voru þeir látnir gera úttekt á sjálfum sér. Vonandi hafa aðstæður breyst svo að núverandi ráðherra Veður- stofunnar komi í kring nauðsynleg- um umbótum á því hvernig staðið er að veðurspám, láti að minnsta kosti ekki leggja sér í munn villandi upplýsingar til að fara með á Al- þingi. Það er leitt að þurfa að gera þessa opinberu athugasemd en ég sé mér ekki annað fært, samvisku minnar vegna, svo annt er mér um lífsnauðsynlega starfsemi Veður- stofunnar. Höfundur er fyrrverandi veðurstofustjóri. jarðirnar fóru í kaf í foksandinn. Heyskap- ur var því sóttur víða að í Safamýri. Hey var flutt á hestum í allar áttir. Svo stór var mýrin og grasgefin að nánast aldrei var hún slegin öll. Árið 1922 var hlaðið fyrir Djúp- ós. Þá flæddi ekki lengur yfir Safamýri eins og áður. Heyskap- ur í þessari grasgjöf- ulu mýri lagðist því af smátt og smátt, enda vantaði nú áburðinn sem jökulvatnið bar með sér í fyrri stórhlaupum. Náttúruhafmarir í nútímanum gleymum við oft þvi að náttúruhamfarir hafa skapað landið. Safamýri varð til með slík- um hætti. Sagnir eru um, að gos í Heklu hafi fyllt farveg Ytri-Rang- ár, fyrir neðan Hellu með sandi og vikri. Þá flæddi áin yfir bakka sína og vestur í Þjórsá yfir Safamýrina. Vel spratt gulstörin á eftir. Éinnig eru sagnir af stórhlaupum í Mark- arfljóti vegna þess að jökullinn bráðnaði. Það getur hafa verið af eldgosi, þá hljóp flóðaldan niður Fljótshlíð og yfír Safamýri og út í Þjórsá. Gróðursæld Safamýrar jókst enn við jökulforina sem þessi hlaup báru með sér. Varnargarðar Fyrir stuttu var mér bent á að Markarfljót hefði lagst meira til vesturs en oft áður. Þungi á varnar- garða inn af Múlakoti er því mjög mikill. Jarðskjálftaárið 1896 hagaði Markarfljót sér eins (sjá bls. 146 í „Þúsund ára sveitaþorp“). Að lokum skal bent á að ekki er gert ráð fyrir neinum stórhlaup- um í Markarfljóti við mannvirkja- gerð. Varnargarðar innan við Múlakot þola ekki meira álag en í dag er á þeim og láta undan í jökul- hlaupi. Sagan segir okkur að þau komi reglulega. Þannig varð Safa- mýri til en gulstörin stóð þar 1-2 metrar á hæð í 100 ár þar sem ný og ný stórflóð báru jökulleir á mýrina. Farvegur Þverár er nú lokaður með lítilli og þröngri brú austan Hvolsvallar hjá bænum Dufþekju við þjóðveginn um Suðurland. Ef Markarfljót brýtur varnargarða og kemur að hluta þarna niður, þá flæðir jökulvatnið að hálfu í vestur fyrir neðan Hvolsvöll, en hinn hlut- inn fer niður Landeyjar. Svo kemst varla dropi undir brúna og niður hinn gamla farveg (frá 1946) Þverár, þar sem honum hefur ver- ið lokað með mörgum þvergörðum. Þeir veita flóði út úr farveginum, sérstaklega niður Landeyjar. Árið 1904 opnaðist Valalækur úr austurbakka Þverár. Flæddi þá hluti Þverár niður Landeyjar o'g tók flóðið af 10-12 jarðir þar á meðal Skúmstaði. Flóðið 1904 gegnum Valalæk er aðeins lítið brotabrot af því, sem myndi ger- ast í dag, ef varnargarðar brotna innan við Múlakot t.d. í Suður- landsskjálfta. Markarfljót fellur mikið til vesturs í dag og lendir mikið í Þverá, ef eitthvað gefur sig. Svo hefur gamla farvegi Þver- ár frá 1946, þegar hún rann sein- ast niður Fljótshlíð, verið lokað að mestu. Allt flóðið rennur þá um sveitina t.d. niður Landeyjar og' vestur að Hvolsvelli. Ganga þarf betur frá varnargörðum, svo minni líkur séu á þessu. Einnig þarf að opna aftur gamla Þverárfarveginn frá 1946 svo jökulhlaupið, ef og þegar það kemur, geti runnið óhindrað til sjávar. Höfunur cr hæstaréttarlögmður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.