Morgunblaðið - 29.11.1996, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 29.11.1996, Blaðsíða 50
50 FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ + MINNINGAR STEFAN JÓHANNSSON + Stefán Jóhanns- son fæddist á Húsum í Holtum 1. október 1899. Hann lést Hjúkrunar- heimilinu Eir í Reykjavik 21. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jóhann Ólafs- son, f. 5. september 1858, d. 24. mars 1937, og kona hans , Sigrún Þórðardótt- ir, f. 27. júlí 1862, d. 31. júlí 1951. Systkini Stefáns voru sjö og dó hann siðastur þeirra. Stefán kvæntist Þórunni Oiinu Lýðsdóttur kennara, 7. nóvember 1925. Börn þeirra og barnabörn eru: 1) Sigrún, fqr- stöðumaður saumastofu ís- lensku óperunnar, gift Garðarí Halldórssyni pipulagninga- meistara. Börn þeirra: Unnur sjúkraliði, gift Erni Þorbjörns- syni, skipstjóra og útgerðar- manni, og eiga þau fjögur börn. Gylfi pípulagningarmeistari, kvæntur Onnur Einarsdóttur, þau skildu. Hann býr í Noregi, þau eiga fjögur börn. Hólmfríð- ur hjúkrunarfræðingur. 2) Hólmfríður, fv. hjúkrunarforsljóri Landspítalans, gift Sigurði Samúels- syni, lækni, barn- laus en börn hans eru tvð frá fyrra hjónabandi. 3) Ólaf- ur rafvirkjameist- ari, kvæntur Gunn- hildi S. Alfonsdótt- ur. Þeirra sonur er Gunnar, nemi. 4) Stefanía Rannveig meinatæknir, dóttir hennar er Þórunn Anna Erhardsdótt- ir, deildarstjóri í viðskiptaráðu- neytinu, gift Finni Torfa Magn- ússyni verkfræðingi. Þau eiga eina dóttur. 5) Jóhanna Hlíf, gift Baldri Eyþórssyni verk- fræðingi. Börn þeirra: Stefán rafvirkjanemi, er í sambúð með Lindu Pétursdóttur fóstru. Þau eiga einn son. Þórdís Anna, við nám í London. Ásdís, nemandi við Menntaskólann í Hamra- hlíð. Stefán stundaði sjómennsku, almenn sjóstörf, skipstjórn og vélgæslu alla sína starfsævi. Utfór Stefáns fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Fallinn er i valinn 97 ára gam- all einn af öldnum sægörpum þjóðarinnar. Stefán var fæddur að Húsum í Holti, Rangárvallasýslu. Hann var af Víkingslækjarætt. Foreldrar hans voru Jóhann Ólafs- son, skipstjórnarmaður og bóndi, og kona hans Sigrún Þórðardóttir. • Stefán tengdafaðir minn sagðist það fyrst muna eftir sér er hann þriggja ára gamall var fluttur í kláfi eða hripi yfir „eitthvað stór- vatn". Mun það hafa verið eitt stór- fljótið þegar fjölskyldan flutti frá Holtum til Hvalsness á Suðurnesj- um árið 1902. Þar bjó þá föðurbróð- ir hans Sigurður Ólafsson með fjöi- skyldu sinni, merkur bóndi og skip- stjórnarmaður. Fjölskyldan fluttist. þar að býlinu Garðbæ og bjuggu þar í nokkur ár. Fluttust þau síðan með þrjá syni sína, Stefán, Sigur- hans og Jón, að Fjósakoti í Fugla- víkurhverfi í Miðneshreppi og bjuggu þar þangað til synirnir voru komnir á legg. Snemma togaði sjór- ihn í Stefán enda ströndin lág og sjór og brim skammt frá bæjarhlað- inu. Hann hóf sjósókn sína að sumar- lagi tíu ára gamall með gömlum manni. Hann sagði þá stutt hafa sótt, en fískað furðanlega vel. Stundum hefði þó gengið nærri sér að ná landi í andviðri. Sextán ára gamall gerist hann hálfdrættingur á vertíðarskipi en faðir hans var þar skipstjóri. Að- spurður um hvernig það hefði gengið svaraði hann að í löngum sjóferðum, tólf klukkustundum og lengri, hefði hin langa og þunga ár orðið sér erfið, það bætti upp að hann reri á borði með föður sín- um, „þá vissi ég að ekki var snúið á okkur þótt ég drægi svolítið af mér". Faðir hans, Jóhann, var annálaður kraftamaður þar um slóðir í þeirri tíð. Aldrei var neinn matur hafður með í þessum sjóferð- um. Voru þá hásetar sendir að lokn- um róðri beint yfír Miðnesheiði til Keflavíkur gangandi með þungar fískbirgðar. Sagðist Stefán hafa bæði verið svangur og þreyttur þegar hann kom heim til móður sinnar og þá hafi soðning eða kjöt- súpan smakkast vel. Nú varð ekki aftur snúið enda var sjómennskan aðalstarf Stefáns héðan í frá. Hann ólst fyrst upp með árabátum, þá með fyrstu vél- bátunum og stækkun þeirra. Um tvítugt gjörðist hann skipstjóri á vélbáti frá Sandgerði og gegndi því starfi næstu tvo til þrjá áratugina, en gerðist þá vélstjóri lengst af hjá bróður sínum Jóni, en þeir voru mjög samrýndir. Þar mundi Stefán hafa komist á rétta hillu í starfi því að hann var að eðlisfari völund- arsmiður á tré og járn, en gafst ekki tækifæri á lífsleiðinni að rækta þá grein fyrr en á elliárum að hann sýndi þá listsköpun sem í honum bjó með fögrum listaverkum sem hann skóp í bein og tré sem hann gaf börnum sínum og fleirum. Þeir bræður Stefán og Jón voru sem sannir Suðurnesjamenn harðir t Systir mín elskuleg, mágkona og móðursystir, STEINUNN GUÐMUNDSDÓTTIR 1rá Firði, andaöist 16. nóvember. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Kristbjörg Guðmundsdóttir Thorarensen, Eggert Thorarensen, Guðmundur Börkur Thorarensen. t Frændi okkar og vinur, LEÓ STEINAR LEÓSON, Bjarnastöðum, Grímsnesi, verður jarðsunginn frá Mosfelli, Grímsnesi, laugardaginn 30. nóv- ember kl. 14.00. Jóhannes Bjarnason, Bjarni Helgason, Sigurður Gunnarsson, Lára Sigurðardóttir. sjósóknarar og voru þekktir fyrir að halda sjó þar til flestir eða allir bátar voru komnir til lands. Lítið vildi Stefán tala um sjóferðir sínar en einu sinni sagði hann með hægð: „Það má ég þakka að aldrei missti ég mann út." Mikil var ábyrgð þessara skipstjórnarmanna löngu fyrir tilkomu veðurfrétta útvarps- ins þegar veður urðu válynd og þeir voru á ferli mestan hluta næt- ur „til að bræða hann", þ.e. að spá í veðrið, hvort sigla skyldi eða sitja í höfn. Hér er ein hrakningarför þeirra þriggja bræðra, Stefáns, Jóns og Sigurhans, og tveggja annarra er þeir fóru í janúar 1930 að sækja vélbátinn Gróttu til Siglufjarðar, sem seldur hafði verið til Sandgerð- is. Þeir lögðu af stað í sæmilegu veðri en nokkru síðar skall á þá glórulaus stórhríð sem stóð í marga daga. Hrakti þá norður í haf, þar bilaði vélin og vissu þeir ekki hvar þeir voru staddir en náðu landi á seglum að löngum tíma liðnum. Gátu þeir ekki gjört sér grein fyrir hvar þeir voru staddir. Reyndist það síðar í Önundarfirði utarlega. Þar tókst þeim að gjöra það vel við vél skipsins að þeir gátu siglt til Sandgerðis. Hafði þá förin tekið fimm til sex sólarhringa og ekkert hafði til þeirra spurst allan þann tíma. Þeir bræður báðir, Stefán og Jón, tóku þátt í hinu erfiða og hættulega björgunarstarfí þegar togarinn Jón forseti fórst út af Stafnnesi á Suðurnesjum árið 1928 og tókst að bjarga nokkrum hluta skipshafnarmanna. Meðan á skip- stjórnarárum Stefáns stóð vöidust í skipshöfn hans margir ungir menn sem síðar urðu skipstjórnarmenn á íslenska fiskiskipaflotanum svo og í Landhelgisgæslunni. Stefán end- aði líka sjómennskuferil sinn hjá einum þeirra sem vélstjóri, en það var Eggert Gíslason, skipstjóri og landsþekktur aflamaður. Fyrir sjómannsstörf sín var Stef- án tvisvar sinnum heiðraður. í fyrra skiptið 1966 í Sandgerði og I síð- ara skiptið í Reykjavík 1972. Hann lauk vélstjóranámi í Reykjavík átj- án ára gamall og löngu síðar vél- stjoraprófí fyrir stærri vélar. Skip- stjóraprófi fyrir fískiskip lauk hann rúmlega tvítugur. I einkalífí sínu var Stefán mikill lánsmaður. Sjálfur var hann frábær reglumaður alla ævi. Hann giftist eiginkonu sinni, Þórunni Ónnu Lýðsdóttur, árið 1925. Bjuggu þau sín fyrstu búskaparár að Kirkju- bóli í Miðneshreppi, sem þau seldu er þau byggðu sér fagurst steinhús í Sandgerði og fluttust þangað 1931. Þar bjuggu þau þar til þau fluttu til Reykjavíkur 1968. Skömmu áður hafði Stefán hætt sjómennsku, en var þó að hafnar- vinnu í Sandgerðishöfn. Sjó- mennska hans hefur því staðið hátt í sextíu ár. Þegar þau hjón fluttu til Reykjavíkur var hann vel hraustur. Kom sér það vel þar sem heilsu konu hans var þá farið að hraka, en honum fórust heimilis- störf og matseld jafnvel og annað sem hann tók sér fyrir hendur. Jafnaðist þá nokkuð allar þær löngu fjarvistir er hann var fjarri heimilinu þegar húsmóðirin þurfti að sjá um allan hag þess og sinna fímm börnum þeirra. Áttu þau hjónin saman fagurst ævikvöld hér í Reykjavík enda virðing þeirra og ást hvort á ödru eftirtektarverð. Þórunn kona hans andaðist 1984. Þá flutti Stefán til sonar síns Ólafs og konu hans Gunnhildar S. Alfons- dóttur, hér í borg þar til hann fyr- ir þrem árum lærbrotnaði, en eftir það þurfti hann að dveljast á sjúkrastofnunum. Fyrri hluta þessa tímabils dvaldi hann á öldrunar- lækningadeild Landspítalans en seinni hlutann á Hjúkrunarheimil- inu Eir. Á báðum þessum stöðum naut hann afbragðs þjónustu og hjúkrunar sem seint verður full- þökkuð. Mér er falið fyrir hönd fjöl- skyldunnar að færa öilum þeim sem hér eiga hlut að máli dýpsta þakk- læti. Stefán var maður fríður sýnum, sterklega vaxinn og vörpulegur enda vel að manni eins og hann átti kyn til. Hann var skrumlaus maður, ljúfur viðtals og stutt í bros- ið, fór vel með skap sitt, en hélt vel á sínu ef með þurfti. Kurteisi í allri framkomu var honum í blóð borin. Hann hélt andlegri reisn sinni allt fram að andláti. Heyrn hans bilaði með aldrinum en sjón hafði hann góða alla ævi. Að leiðarlokum þykir mér hlýða að kveðja tengdaföður minn með um 200 ára gamalli vísu, kveðin á elliárum merks bónda og sægarps á Austfjörðum, en á landareign hans er þrautalending að nafni Sæluvogur. Hann kveður: Þegar ég skilst við þennan heim, þreyttur og elliboginn, ég mun róa árum tveim inn í Sæluvoginn. Stefáni fylgja velfarnaðaróskir og blessun allrar fjölskyldunnar þegar hann tekur ókunna Sæluhöfn sína þar sem vinir bíða í varpa. Sigurður Samúelsson. Stefán Jóhannsson var af alda- mótakynslóðinni. Fólkið af þeirri kynslóð þekkti fátt annað en mikla vinnu til að sjá sér og sínum far- borða. Almannatryggingar þekkt- ust ekki heldur studdi hver annan ef vanda bar að höndum. í upphafí aldarinnar ríkti mikil bjartsýni meðal landsmanna. Settu margir hugsjónarmenn svip sinn á þann tíma. Skáldið og stjórnmála- maðurinn Hannes Hafstein var kjörinn fyrsti ráðherra íslands 1904. Þá var Stórstúka íslands og Ungmennafélag íslands stofnað um aldamótin. Þar tók ungt fólk virkan þátt enda voru^ þessi félög byggð á hugsjóninni „íslandi allt". Segja má að þetta hafí verið fyrstu samtökin hér á landi þar sem kon- ur höfðu jafnan rétt á við karla. Stefán hóf ungur að sækja sjóinn og lærði hann vélstjórn og skip- stjórn og starfaði við það meðan heilsan entist. Hann var harðdug- legur og athugull sjómaður og var hann eftirsóttur sem m.a. kemur fram í því að hann var með afla- kónginum Eggerti Gíslasyni á Víði II. Arið 1928 fórst togarinn Jón Forseti út af Stafnsnesi í miklu óveðri. Menn í landi skipulögðu björgunarstarf með þeim fátæklega tækjakosti er völ var á. Til að mynda höfðu þeir enga línubyssu en þær höfðu ekki enn borist til landsins. Var notaður bátur til að koma línu út til skipsins. Bundu björgunarmenn lóðabelgi á lunn- ingu bátsins, áttu þessir belgir að halda bátnum á floti þótt yfir hann gengi sjór. Voru Stefán og bróðir hans Jón valdir til þess að róa björgunarbátnum út í brimgarðinn og áttu þeir að freista þess að fanga lóðabelg sem lína var fest í frá skipinu. Þeim tókst ætlunarverkið. í þessu slysi björguðust 10 menn en 15 fórust. Efalaust hefur þetta atvik flýtt fyrir stofnun Slysa- varnafélags Islands en það var stofnað þetta sama ár. Við fjölskyldan kynntumst Stef- áni fyrir liðlega tveimur áratugum þegar Gunnhildur Alfonsdóttir systir hennar Ástu konu minnar gekk að eiga Óla son Stefáns. Stef- án var traustur, hæglátur, kíminn og kom hann ætíð auga á það bros- lega í lífinu. Hann var dagfarsprúð- ur og vildi hafa reglu á öllum hlut- um. Ef hann var spurður um hvern- ig hann hefði það var svarið jafn- an: „Það er allt í lagi með mig." Gunnar sonur Ólafs og Gunnu naut þess að hafa afa sinn hjá sér en Stefán bjó hjá þeim um langt skeið í Heiðargerði 5. Síðustu árin dvaldi Stefán á Eir og öldrunardeild Landspítalans. Hann lærði að skera úr beinum og tré hjá kennurum sem störfuðu á vegum Dvaiarheimilisins Hrafn- istu. Hann var fljótur að komast upp á lagið með útskurðinn enda mjög handlaginn. Stefán hafði gaman af að gefa ættingjum og vinum fallega smíðagripi. Ólafur kom oftast daglega til föður síns, ekki þurftu þeir alltaf að tala mik- ið saman svo vel skildu þeir og þekktu hvor annan. Stefáni leið mjög vel á Eir og var fiölskylda hans dugleg að heimsækja hann. Við þökkum þér, Stefán minn, innilega fyrir samfylgdina og vott- um ættingjum og vinum okkar dýpstu samúð. Alfreð, Ásta og börn. Það er ekki langt sfðan lítil stelpa sat á hné langafa. Og langafí hafði gaman af, brosti og gerði að gamni sínu. Þótt árin væru að verða hund- rað virtist sem margar samveru- stundir væru eftir. En nú er hann fallinn. Stefán hóf ungur sjósókn frá Sandgerði, fyrst á árabátum, þá sem vélstjóri og síðar sem skip- stjóri og stýrimaður. Starfsævi hans nær yfir nærri sextíu ár og eyddi hann flestum árunum á sjó. Hann var fengsæll og farsæll sjó- maður þó fyrir kæmi að hann lenti í kröppum dansi við Rán. Og aldrei missti hann mann fyrir borð. Hann hætti sjómennsku um miðjan sjö- unda áratuginn, lét af störfum nokkrum árum síðar og fiutti með konu sinni, Þórunni Önnu Lýðsdótt- ur, til Reykjavíkur. Bjuggu þau við Hringbraut og þar átti kona mín sitt annað heimili hjá ömmu sinni og nöfnu, og afa. Á þessum árum tók Stefán til við handverk sem hann hafði ánægju af; að binda inn bækur og skera í tré og hvaltenn- ur. Liggja eftir hann margar hag- lega innbundnar bækur og fjöldinn allur af fallegum útskurðarverkum. Stefán var hæglátur og hógvær maður sem ekki var gefinn fyrir að ræða um störf sín. Hann gat verið fastur fyrir en flestir munu minnast hans fyrir milt fas og hversu stutt var í brosið. Bók- hneigður var hann og las mikið meðan heilsan leyfði. Hann var áhugasamur um fjölskyldu sína og fylgdist grannt með öllu.sem gerð- ist. Sérstakan áhuga hafði hann á útgerð dótturdóttur sinnar og' hennar manns en sonur þeirra og dóttir eru nú að hefja nám í skip- stjórnarfræðum. Stefán, ásamt Jóni bróður sínum, tók þátt í björgun skipbrotsmanna af togararnum Jóni forseta þegar hann strandaði við Stafnnes hinn tuttugasta og sjöunda febrúar 1928. Aðstæður til björgunar voru allar hinar erfiðustu auk þess sem björgunarbúnaður í þá daga var fábrotinn. Skipbrotsmenn komu bauju í taug frá togaranum og urðu björgunarmenn að róa á litlum léttabáti í brimgarðinum til að ná henni. Börðust þeir bræður, ásamt þremur öðrum, í briminu við að ná baujunni til að koma tauginni í land. Gekk það ekki þrautalaust og oft urðu þeir frá að hverfa vegna ólaga sem komu á bátinn. Nokkrum sinnum fyllti bátinn þannig að þeir urðu frá að víkja til að ausa. Stýr- ið farið. En áfram börðust þeir. Einn skipbrotsmanna, Kristinn Guðjónsson, lýsir því í viðtali, að Stefán hafi staðið í stafni og hamr- að „báðum höndum ofan í stefnið eins og til að hvetja sína menn við árarnar. Þeir lögðu sig í stórkost- lega hættu við að ná baujunni og virtust ekki sinna því þótt við lægi að bátnum hvolfdi yfír þá." Bauj- unni náði Stefán og komu björgun- armenn tauginni í land. Varð það sjö skipsbrotsmannanna til lífs en alls komust tíu manns af. Nokkrum sinnum færði ég björgunina í tal við hann, og gerði hann ætíð lítið úr sínum hlut, en sagði þó einu sinni að greiðlega hefði gengið að ná baujunni en að halda henni og innbyrða hefði verið sú mesta þrek- raun sem hann hefði lent í um ævina. Þó Stefán hafi ekki viljað mikla verk sín er ljóst að mikla hörku og hetjulund þarf til bjóða sig fram og vinna slík verk. Á meðan Stefán siglir á vit fall- inna ástvina situr lítil stelpa og leikur sér. Hún er of lítil til að syrgja en síðar mun hún hlusta á sögur af honum langafa. Finnur Torfi Magnússon.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.