Morgunblaðið - 29.11.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.11.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1996 11 FRETTIR Kjartan Ólafsson, formaður Sambands garðyrkjubænda, segir að gagnrýni á íslenska garð- yrkju verði að byggjast á þekkingu á búgreininni og starfsumhverfi hennar Viljum sann- gjarna gagn- rýni en ekki sleggjudóma Kjartan Ólafsson, formaður Sambands garð- yrkjubænda, segir að sú gagnrýni sem beinst hafí að íslenskri garðyrkju undanfarið bygg- ist oft á tíðum á sleggjudómum þeirra sem ekki þekki nægilega vel til búgreinarínnar. I samtali við Hall Þorsteinsson segir hann að garðyrkjubændur eigi alls ekki að sleppa við gagnrýni en hún verði hins vegar að vera málefnaleg og sanngjörn. ALÞÝÐUSAMBAND íslands hélt því nýlega fram að hátt í 300 milljarða króna skuldir heimilanna í landinu hefðu hækkað um tæpa 1,3 milljarða vegna hækkunar á grænmetisverði á tímabilinu frá mars 1995 til októ- ber síðastliðins, en verð á græn- meti vegur um 0,6% í vísitölu neysluverðs. Kjartan Ólafsson segir að þarna hafi verið um ósanngjarn- an samanburð að ræða vegna þess að í útreikningum ASÍ hafi verið miðað við sögulega lægsta verð á grænmeti mörg undanfarin ár, þ.e. í ársbyrjun 1995. „Verð á grænmeti er mjög sveiflukennt vegna þess hve háð það er veðurfari og árstíðarsveiflum og þess vegna hefði verið sann- gjarnara að skoða til dæmis allt tímabilið frá janúar 1990. ASÍ tek- ur hins vegar til viðmiðunar nánast lægsta verðið á þessu tímabili og segir að allt hafi rokið upp úr öllu vegna GATT-samninganna. Þegar EES-samningurinn var gerður var heimilaður ótakmarkað- ur og tollalaus innflutningur á tóm- ötum, gúrkum, papriku og salati á tímabilinu frá 1. nóvember til 15. mars, en á þessu tímabili erum við að framleiða innlent grænmeti í samkeppni við innflutninginn. Við erum að framleiða hágæðavöru, en á þessum árstíma færist erlenda framleiðslan frá meginlandi Evrópu til suðurhluta Spánar og fljótlega fer að koma innflutt grænmeti frá Kanaríeyjum. Sú vara er framleidd við mjög ræktunartæknilega ófull- komnar aðstæður, og afurðirnar þurfa að fara með flugi frá Kanarí- eyjum til Hollands þar sem umskip- að er 'og þaðan kemur þessi vara svo hingað til lands. Varan er þá einfaldlega orðin vond og gæði hennar léleg. Okkar vara er aftur á móti að koma fersk á markað með aðstoð raflýsingar og neytend- ur borga einfaldlega hærra verð fyrir okkar vöru. Pramleiðslukostn- aðurinn er auðvitað mun hærri hjá okkur en markaðurinn tekur okkar vöru á því verði sem við þurfum að fá fyrir hana. Þegar svo vísitölurnar eru skoð- aðar verður að hafa það í huga að vegna þess að við erum farnir að framleiða yfir veturinn með hærri tilkostnaði hefur grænmetisverðið mælst hærra í vísitölu. Það er hins vegar reginfirra að kenna GATT- tollunum um þetta því það eru ein- faldlega engir GATT-tollar á þess- um árstíma. Síðan hefur það gerst á undan- förnum árum að það er farið að koma inn á markaðinn meira af líf- rænt ræktuðu grænmeti, en það er dýrara í framleiðslu alls staðar í heiminum. Þetta hefur líka komið fram í vísitölumælingum, og þegar þessi vara er eingöngu til í verslun- um þá mælist þetta hátt í vísi- tölunni og okkur kennt um eða þá GATT-tollunum sem eru þessu al- gjörlega óviðkomandi. Menn verða einfaldlega að hafa einhvern kunnugleika á búgreininni og starfsumhverfi hennar þegar gagnrýni af þessu tagi er sett fram. Auðvitað eigum við ekki að sleppa við réttmæta gagnrýni, og sannar- lega viljum við standa undir vænt- ingum neytenda, en við viljum ekki ósanngjama gagnrýni. Við viljum sanngjarna skoðun en ekki athuga- semdir sem byggðar eru á sleggju- dómum og ókunnugleika," segir Kjartan. Landbúnaðarkerfið heftir framgang búgreinarinnar Garðyrkjubýli á íslandi eru nú um 135 talsins og ársverk í garð- yrkjunni eru um 500, eða 8,8% af ársverkum í landbúnaði. Störf í þjónustu tengdri blóma- og græn- metisframleiðslu eru áætluð um 1.000 og við garðyrkjuna starfa þannig beint og óbeint alls um 1.500 manns. Heildarfjárfesting í gróðurhúsum og aðstöðuhúsum tengdum garðyrkjunni eru um 2,4 milljarðar króna og framleiðslu- verðmæti greinarinnar er tæplega 1,4 milljarðar króna, en smásölu- verðmæti afurðanna um þrír millj- arðar. Innlend aðföng eru 88,5% framleiðslukostnaðar íslensks grænmetis og 85,5% framleiðslu- kostnaðar íslenskra blóma. „Garðyrkjan hefur byggst upp innan landbúnaðarkerfisins en aldr- ei fengið neina fjárfestingarstyrki eða styrki til afsetningar á sinni vöru eins og við þekkjum í fram- leiðslu lambakjöti, mjólk og fleiri búvörum. Samt sem áður hefur greinin einhverju leyti notið þess að vera innan landbúnaðarkerfisins, en hún hefur líka liðið fyrir það. Við erum t.d. innan lánasjóðs land- búnaðarins, sem heitir Stofnlána- deild landbúnaðarins, þar sem garð- yrkjubændur greiða ákveðna pró- sentu af veltu garðyrkjustöðvanna. Jafnvel þeir garðyrkjubændur sem eru skuldlausir þurfa að greiða 2% af veltunni til Stofnlánadeildarinn- ar. Hins vegar er sett þak á lán til , ¦> GRÆNMETISVEHÐ STAÐVIRT MEÐ HEILUARVISITULU NEYSLUVERUS 160 140 120 100 80 60 40 20 0 Grænrneti og rótarávextir á „1 östu verð ", október 1996 = 100 ^ k /* \ w S/ "j\^li /v \ vw \ f \i /V \P \ "\ r \j 1 1990 hj 1991 n 1992 \ 1 1993 r 1 1994 M 1995 M1996Í ! j i i i i [ i J 1 1 L SKIPTING VISITÖLU NEYSLUVERÐS ^20,3% Ferðir og llutningar J7,8% Húsnæði, ratmagn og hiti 7,1% Innlendar búvðrur 8,7% Aðrar matvðrur 0,6% GRÆNMETI 11,8% Tðmstundaiðkun OQ menntun 'n,6% Húsgðgn og heimilisbúnaður i,7% Fðt og skólatnaður 4,3% Drykkjarvörur og tðbak 2,9% Heilsuvernd 14,1% Aðrar vðrur og þjónusta, ðtalið annars staðar Kjartan Ólafsson garðyrkjustöðvanna, og það hefur því í raun verið opinber stefna að búa hér til margar litlar garðyrkju- stöðvar. Þau rekstrarskilyrði sem grein- inni eru búin eru þannig sett inn í ákveðið kerfi sem heftir í rauninni framgang greinarinnar. Miðað við það sem gerist erlendis og miðað við það sem greinin sjálf vill þá viljum við fá að komast út úr þessu kerfi og fá að byggja stöðvarnar upp sem fyrirtæki og nota hámarks- hagkvæmni í rekstrinum. Að þessu leyti höfum við liðið fyrir það að vera innan landbúnaðarkerfisins," segir Kjartan. Samkeppni við niðurgreidda offramleiðslu Hann bendir hins vegar á að garðyrkjubændur hafi notið þess að vera verndaðir af hálfu ríkis- valdsins fyrir ótakmörkuðum inn- flutningi grænmetis og blóma og það hafi sætt gagnrýni. „Þetta er það sem aðilar vinnu- markaðarins og fleiri hafa verið að gagnrýna, en um leið og þeir eru að bera afurðaverð okkar saman við afurðaverð erlendis þá verða þeir að gera sér grein fyrir því að þessi búgrein hefur byggst upp við ákveðnar þröngar aðstæður og hefði kannski ef menn hefðu verið framsýnni getað verið komin lengra í því að hagræða og stækka fram- leiðslueiningarnar eins og við teljum nauðsynlegt að gera." Kjartan segir að þau rekstrarskil- yrði sem keppinautar íslenskra garðyrkjubænda búi við hafi verið könnuð ítarlega. Þannig búi garð- HÆKKUN EINSTAKRA ÞÁTTA í VÍSITÖLU NEYSLUVERÐS 1. Búvörur háðar verðlagsgrundvelli 10,1 % Frá nóv. 1992 2. Aðrar innlendar mat- og drykkjarvörur ¦|3,9% til nóv. 1996 3. Innfluttar mat- og drykkjarvörur HBH 8,3% 4. Innlendar vörur aðrar en í 1. og 2. | |6,5% 5. Innfl. vörur: nvir bílar bensín oo varahl. ¦ IKUPS3 6. Innfluttar vörur aðrar en í 3. og 5. | ¦ 8,1 % 7. Áfengi og tóbak ¦ 3,0% 8. Húsnæðiskostnaður | 18,2% 9. Vörur og þjónusta háð opinb. verðákv. | |11,6% 120,2% 10 Onnur þjónusta ¦ yrkjan í helstu samkeppnislöndun- um við styrkjakerfi og innan Evr- ópusambandsins jafngildi styrkirnir 25% niðurgreiðslu. „Hingað til lands er grænmeti fyrst og fremst flutt inn frá Hol- landi þar sem garðyrkjan fær mikla fjárfestingarstyrki, og vegna of- framleiðslu eru Hollendingar á sum- um árstímum að flytja úr landi og af markaðssvæði sínu vörur á verði sem er langt undir framleiðslu- kostnaði. Við þessar aðstæður hafa ýmsir hátt hér á landi og tala um ofurtolla og okur á íslensku fram- leiðslunni, en hafa verður í huga að við getum aldrei staðið sam- keppni af þessu tagi snúning. Hvorki landbúnaður, iðnaður eða nein önnur framleiðsla er fær um að keppa á markaði á sama tíma og það er offramleiðsla. Þetta þekkja menn kannski einna best í skipasmíðaiðnaðinum. Þarna kemur gengisskráningin líka inn í, en gengið hér á landi er miðað við það að við getum flutt út fisk og lifað á þeim útflutningi. Vegna þessarar vitlausu gengisskráningu hefur gjaldeyrir verið ódýr og þess vegna verður verðlag á innfluttu græn- meti í rauninni ódýrara," segir Kjartan. Aukin framleiðsla og hagræðing Kjartan segir að raunlækkun hafi orðið á innlendu grænmeti til neytenda á undanförnum árum og vegi stækkun markaðarins þar þyngst. Nú sé verið að framleiða miklu meira verðmæti en nokkru sinni áður í ylræktinni, en búið sé að lengja ræktunartímann verulega með aukinni raflýsingu. Gúrkur eru nú ræktaðar allt árið með raflýs- ingu og síðan 1994 hafa verið gerð- ar tilraunir með lýsingu í tómata- ræktun þannig að hægt sé að bjóða upp á tómata í lengri tíma á vorin oghaustin. í útiræktuninni hafi einnig náðst fram framleiðsluaukning með skjól- beltum, upphitun ræktarlands og notkun á yfirbreiðslum. „Menn eru að ná því að full- nægja markaðnum fyrir útiræktað grænmeti og þannig er til dæmis hvítkál, sem áður var yfirleitt búið í nóvember, til fram í mars, og sama gildir um kínakál, gulrætur og fleiri útiræktaðar tegundir. Þarna hefur því náðst verulegur árangur," segir Kjartan. Garðyrkjubændur hafa undan- farin ár ítrekað bent á ýmislegt sem betur mætti fara til að bæta starfs- skilyrði greinarinnar og segir Kjart- an margt hafa áunnist í þeim efn- um. Þannig hafi náðst fram hag- ræðing með afnámi tolla á aðföng- um og ýmsum rekstrarvörum, en við uppbyggingu greinarinnar á sín- um tíma hafi garðyrkjubændur greitt söluskatt af öllum fjárfesting- ar- og rekstrarvörum til greinarinn- ar. „Það fer kannski að verða svolít- ið úrelt að tala um það, en á sama tíma var fiskvinnslan öll að fá end- urgreiddan söluskatt, loðdýrarækt- in fékk endurgreiðslu og bændur í hefðbundnum búskap fengu hana af stórum tækjum. Garðyrkjan hef- ur því verið einskonar olnbogabarn sem enginn hefur nennt að hugsa nóg um," segir Kjartan. Lækkun raf orkuverðs myndi skila auknum þjóðartekjum Raforkuverð og afhending á raf- orku til garðyrkjubænda hefur verið eitt af baráttumálum garðyrkju- bænda, en verð og afhendingarskil- málar á raforku skipta hagkvæmni ræktunarinnar miklu máli. Kjartan segir raflýsingu grænmetis gefa garðyrkjubændum möguleika á framleiðsluaukningu utan hefð- bundins framleiðslutíma, og með raflýsingu verði nýting gróðurhúsa, vinnuafls, tækja og annarra fjár- festinga betri. Auk þess nýtist inn- lend orka með þessum hætti til verðmætasköpunar og jafnara framboð styrki stöðu innlendrar framleiðslu á markaðnum. Heildarraforkunotkun í garð- yrkju er nú um 16 Gwst á ári, eða um 55 milljónir króna, og á næstu fimm árum er gert ráð fyrir að hún aukist um allt að 13,5 Gwst vegna aukningar á lýsingu í ræktun og uppeldi. Rafmagnskostnaðurinn í framleiðslukostnaði afskorinna blóma er á bilinu 15-20% og í lýstri agúrkuræktun er hann um 25% framleiðslukostnaðarins. Samning- ur við Landsvirkjun um kaup á umframorku til framleiðslunnar fellur úr gildi í árslok 1997 og telja garðyrkjubændur brýnt að samið verði sem fyrst um verð og afhend- ingarskilmála á raforku til garð- yrkjunnar til lengri tíma. „Raforkuverðið er hátt, en lækk- un þess hefði í för með sér aukna möguleika til ræktunar yfir vetrar- tímann og myndi það skila auknum tekjum til þjóðarbúsins. Ég væri hins vegar ósanngjarn ef ég segði ekki að það hefði miðað talsvert í raforkumálunum. Það hefur hins vegar tekið tímana tvenna að opna það kerfi, en nú er farið að ræða meira um opnari raforkumarkað og Rafmagnsveitur ríkisins eru famar að huga að meiri samkeppni og að þjóna viðskiptavinum sínum á ann- an hátt heldur en verið hefur. Auð- vitað býr Landsvirkjun við það kerfi að vera einokunarfyrirtæki og hafa ekki fylgt innlendum markaði eins og skyldi, en hér hefur í raun og veru ekki verið nein uppbygging að marki í sambandi við iðnað og úrvinnslu síðan stóriðja hófst í land- inu," segir Kjartan Olafsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.