Morgunblaðið - 29.11.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 29.11.1996, Blaðsíða 40
- 40 FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Voldugt er „iindýrið" þótt fákænt sé NYLEGA varð á vegi mínum enn ein lífs- gæðakönnunin hverrar niðurstöður hljómuðu líkt og aðrar kannanir undangenginna ára: ís- land er eitt af ríku lönd- unum - ef ekki það rík- asta, að Bandaríkjun- um slepptum. Einnig virðist þenslan - já, ein- mitt þessi gamla góða með ljúffenga ilminn en hrjúfa skrápinn - vera vöknuð af svefnmeðul- um þjóðarsáttarinnar. Þensludjammið í kring- um 1987 stendur þó eitthvað í meðalmann- inum og fréttir af van- líðan og erfiðleikum margra gera það erfiðara en ella að „gúddera" sannindin. Önnur könnun sem tekur á allt örðum málum, þó kannski ekki svo ólíkum, birti niðurstöður er gefa kannski ívið gleggri mynd af raun- verulegri stöðu mála. Sú könnun náði til menntunar ungviðis landsins í raungreinum. Á lista, sem saman- burður yið lönd um víða veröld skóp, vermir ísland eitt af neðri sætunum. Þetta kemur í sjálfu sér ekki á óvart. Löngum hefur þótt vænlegra að leggja fé í vonlausan fyrirtækjabú- skap sægreifanna en að mennta fólk til gagnlegra starfa. „Og þér fínnst menntun kosta mikið, prófaðu fá- viskuna!" - eru orð sem íslenskum ráðamönnum væri hollt að baula í spegilinn í upphafi hvers dags. Hver er þá hin raunverulega staða mála? Jú, nefnilega gamla góða tuggan; þjóðarkökunni er ekki deilt á réttlátan hátt. Smokkfiskuriun Hvernig stendur á því að við, þrátt fyrir að flest okkar getum talist sæmilega upplýst, látum endalaust bjóða okkur þessi ókjör? Mörgum virðist auðvelt að benda eiginkonu á, sem lamin hefur verið í hverri Grímur Atlason viku til fjölda ára, að lausnin sé líklega fóígin í skilnaði við hinn vonda mann. En er þetta ekki einmitt raun- in með þorra okkar ís- lendinga? Erum við ekki hinar misþyrmdu eiginkonur sem förum ekki frá eiginmanni okkar vegna óskiljan- legrar „ástar eða þarf- ar"? Málið eru einfalt: Við erum moldrík, þ.e. séum við tekin sem ein heild, en bláfátæk séu 5-10% af þeim ríkustu dregin frá. I peninga- könnunum kemur fram hin guðlega velta; veldi fákeppnis- smokkfisksins. En greinilegt er að einhvers staðar staldrar hin guðlega velta við áður en til kasta sameigin- lega sjóðsins kemur. Óskabörn þjóðarinnar, hvort sem um er að ræða „Sameinaða fétaka", „íslands- loft" eða hvað þau nú heita, hafa löngum verið klók að væla út pening í timburmönnum en skemmta sér síðan í sínu horni aðra daga. I þeim glaumi rúmast aðeins „útvaldir"! Hvað veldur síðan þessari ótrú- legu tregðu peningaforynjanna að greiða í hinn sameiginlega sjóð? Fyrir seinna stríð var örbirgð á landi ísa. Kreppan vonda reið yfir og þjóðin barðist í bökkum. Síðan skellur hin voðalega heimsstyrjöld á og hefði mátt ætla að endanlega yrði gengið af þjóðinni dauðri. Það er nú öðru nær! Ólíkt nágrönnum okkar, Dönum og Norðmönnum, sem voru hersetnir af Þjóðverjum, lentum við í Bretum og síðar Bandaríkja- mönnum. Á meðan hundruð og jafn- vel þúsundir frænda okkar voru drepnir og píndir var stríðið ekkert annað en kærkomið tækifæri fyrir athafnamenn Islands. Þeir fóru um víðan völl og snöpuðu sér sambönd, m.a. samtímis ferðalögum í opinber- um erindagjörðum á vegum almenn- Við erum moldrík þjóð, segir Grímur Atlason, en eigum samt ekki bót fyrir rassinn á okkur. ings. í þessu umhverfi fæðist smokk- fiskurinn - hópur aumkunarverðra kalla rekinna áfram af gegndar- lausri gróðafíkn. Á þessum árum lærðu Danir og Norðmenn listina að standa saman og hvert mikilvægi hins sameigin- lega sjóðs í raun væri. Kúgun nas- ista varð þeim á sinn hátt blessun. Við aftur hér á klakanum lærðum að meta sundrungina og svikamyllur með hjálp Sáms gamla frænda. Leynimakk kóladrengja og Mars- hall-aðstoðin eru smánarblettur á sögu landsins og okkar Akkilesar- hæll. Síðan þá hafa óskabörnin legið á gullinu sínu, í skjóli fákeppninnar, eins og aðrir ormar og orðið sífellt digurri og gráðugri. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft. Samfélagið er ekkert annað en hópur 200 og eitthvað þúsund einstaklinga sem öfundast út í allt og alla. Þannig hefur þjóðin öll tap- að sér í endalausum eltingaleik við gullkálfinn og gert lítið annað en að væla yfir og sjá ofsjónum yfir því sem sameiginlegi sjóðurinn tek- ur. Enda kannski ekki furða þar sem lítið virðist verða úr því sem smælin- gjarnir leggja til og auðvitað því sem sameinaðir/sundraðir halda eftir fyr- ir sig og sína. Eftir situr þjóð, ef „þjóð" skyldi kalla, moldrík en á samt ekki bót fyrir rassinn á sér. Hryggleysingjarnir í ormagryfjunni hringa sig notalega í hreiðri sínu enda verndaðir með lögum vina sinna hjá fákeppnisstofnuninni við Austurvöll um ókomna tið. Svei'attann! Höfundur er þroskaþjálfí. Sameina á slökkviliðin í Reykjavík og Hafnarfirði MEÐ samvinnu sín á milli og samnýtingu geta sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu sparað _ verulega fjár- muni. Á meðan enginn hljómgrunnur er fyrir sameiningu þeirra á að leggja áherslu á sam- starf. Á nokkrum svið- um hefur samstarf gengið með ágætum og skilað mikilli hagræð- ingu. Nefna má Sorpu og samvinnu um dæl- ingu skolps út í Faxa- flóa. Á höfuðborgar- svæðinu eru nú starf- rækt tvö slökkvilið, Reykjavík og sinnir fellsbæ og Kópavogi, auk höfuð- borgarinnar. Hitt er suður í Hafnarfirði og þjónustusvæði þess er Hafnarfjörður, Garðabær og Bessastaðahreppur. Auk brunavarna og eldvarnareftirlits annast bæði liðin sjúkraflutn- inga. Starfshópur á vegum Hafn- arfjarðarbæjar og Reykjavík- urborgar hefur skoðað kosti þess að brunavarnir og sjúkraflutn- ingar verði á einni hendi fyrir allt höfuðborgarsvæðið. I áliti hópsins er því haldið fram að draga megi úr kostnaði sveitar- félaganna um 10%, jafnhliða því Einar Sveinbjörnsson annað í það Mos- sem heildarútkalls- styrkur yrði aukinn. Ef af mögulegri sam- einingu verður er áfram gert ráð fyrir að sami mannafli og tækjakostur verði til taks í Hafnarfirði. Hið sama gildir um „útstöðina" í Árbæ. Hagræðingin næst að mestu með sam- eiginlegri yfirstjórn og samræmdu eld- varnareftirliti. Nú standa öll spjót á ráðamönnum Reykjavíkur og Hafn- arfjarðar að taka um samrunann, en eignarhald hinnar og sjúkraþjónustu fyrir bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Margir samstarfsfletir Á fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga á dögunum kom fram að fjárhagsstaða flestra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæð- inu er heldur bágborin. Skuldir hafa hrannast upp á síðustu árum (þó ekki á Seltjarnarnesi) og nema þær nú nálægt 25 milljörðum króna í heild sinni. Skattstofnar eru í sum- um tilfellum nánast fullnýttir og ekki verður séð að hægt verði að grynnka á skuldasúpunni öðruvísi ákvörðun eflaust vefst nýju bruna- Þegar búið verður að sameina brunavarnir og sjúkraflutninga á Stór- Rey kj avíkursvæðinu, segir Einar Svein- björnsson, má snúa sér að samruna SVR og Almenningsvagna. en með hagræðingu og niðurskurði í framkvæmdum. Finna má ótal samstarfsfleti og við sveitarstjórn- armenn á þessu svæði verðum að láta pólitíska þröngsýni og smá- kóngahátt lönd og leið. Allir hljóta að sjá að landfræðilega séð eru byggðirnar smám saman að renna saman í eitt. Þegar búið verður að sameina brunavarnir og sjúkraflutninga á Stór-Reykjavíkursvæðinu, er kjörið að snúa sér að samruna SVR og Almenningsvagna. Þar er sparnað- urinn augljós, svo ekki sé talað um hve hægt væri að bæta þjónustuna. Rétt hugarfar og framsýni er allt sem þarf. Höfundur er bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Garðabæ. Frákasts- vandamálið I LÖGUM um um- gengni um nytjastofna sjávar frá júní sl. segir m.a., að skylt sé að hirða og koma með að landi allan afla. Þrátt fyrir þessi skýru lagaákvæði - eins og glöggt hefur komið fram í yfirstandandi fjölmiðlaumræðu - hefur meðafla, þ.e. aukaafla umfram teg- undarkvóta viðkom- andi fiskveiðiskipa, sem kemur um borð þegar þau eru að veið- um innan fiskveiðilög- sögunnar, verið fleygt í hafið í stórum stíl sem frákasti. Sama máli gegnir um undirmáls- fisk af tegundarkvótanum. Þetta er vegna þess að samkvæmt gild- andi lögum, sviptir Fiskistofa skip sem veiða umfram kvóta (oftast óvart) veiðileyfi tímabundið, jafnvel í heilt ár. Fiskimenn telja því að þeim sé nauðugur einn kostur að kasta fiski umfram kvóta og undir- málsfiski fyrir borð, vilji þeir ekki Fiski er fleygt í sjóinn vegna þess, segir Ragn- ar S. Halldórsson, að Fiskistofa sviptir skip, sem veiða umfram kvóta, veiðileyfí í allt að _______eitt ár._______ miSsa atvinnu sína. Þeir hafa að vísu eitt annað úrræði en það er að kaupa viðbótarkvóta ef hann er fáanlegur. Þess vegna er kvótaverð komið upp úr öllu valdi. Þegar íslenska úthafsveiðifélag- ið -hf. (ÍSÚF) sællar minningar hafði sent frystivinnsluskip sitt, Andra I, á miðin við Aleutaeyjar í lok desember árið 1989, fékk skip- ið nokkur tonn af þorski og með- afla af fisktegundum frá banda- rískum fiskiskipum til vinnslu, sam- kvæmt sérstöku vinnsluleyfi bandarískra stjórnvalda og samn- ingi við bandaríska útgerð. Vinnsluleyfið byggðist á sérstökum samningi við Bandaríkjamenn sem gerður var í kjölfar banns á hval- veiðum. Kvótaárinu lauk 31. des- ember og 1. janúar 1990 hófst síð- an nýtt kvótaár, en þá fékkst eng- inn þorskvinnslukvóti, enda þótt samningurinn hafí verið endurnýj- aður sex mánuðum áður til tveggja ára. ÍSÚF fór þá snarlega á haus- inn enda rekstrargrundvöllur ekki lengur fyrir hendi, en það er önnur Ragnar S. Halldórsson Áður en ofangreind vinnsla gat hafist um borð í Andra, var ÍSUF skylt að taka um borð eftirlitsmann frá bandaríska fiskveiðieftirlitinu (NMFS) og greiða fyrirfram eftir- litsgjald, sem nam nokkrum tugum þúsunda bandarískra dollara. ÍSÚF fékk sendar reglur NMFS er þá giltu um meðferð meðafla (by- catch), sem gæti komið í veiðarfær- in þegar verið væri að veiða úthlut- aðan kvóta. Eftirlitsmaðurinn hafði það hlutverk að sjá til þess að regl- um þessum væri fylgt í einu og öllu. I ljósi ofangreindrar fjölmið- laumfjöllunar um tugþúsunda tonna afla, sem fleygt er fyrir borð sem frákasti og heitra umræðna um sama efni á nýafstöðnu Fiski- þingi, er ekki úr vegi að kynna sér áðurnefndar bandarískar reglur um leyfilegan meðafla til samanburðar við íslensku reglurnar. Þær banda- rísku voru í stuttu máli sem hér segir: Meðafli af hverri fisktegund utan kvóta fiskiskips með veiði- heimild fyrir t.d. þorsk sem berst um borð, má ekki vera meira en 20% af geymdum heildarafla um borð í skipinu á hverjum tíma. Afli af hvort sem er kvótategund sem vinnsluleyfí er fyrir eða meðafla sem hent er fyrir borð, reiknast ekki með geymdum heildarafla á hverjum tíma. Geymdur heild- arafli skilgreinist sem jafngildi þyngdar alls óslægðs afla sem verkaður er um borð, hvort sem hann er frystur eða unninn í fiskimjöl. Til að reikna út hve mikla þyngd meðafla af hverri tegund er leyft að geyma um borð, þarf fyrst að ákvarða þyngd jafngildis óslægðs heildar- afla allra afurða um borð, að með- töldum meðafla af öllum tegundum. Leyfilegur geymdur afli af hverri meðaflafisktegund er svo allt að 20% af ofangreindum heildarafla eins og áður sagði. Tilsvarandi reglur giltu fyrir vinnsluskip. Síðan var farið í nánari útlistun á sérreglum um meðafla sem voru í gildi á ákveðnum hafsvæðum og gátu verið þrengri en ofangreindar reglur. Einnig var stórlúða (halib- ut) algerlega friðuð og var skylt að henda henni fyrir borð - lifandi eða dauðri - ef hún barst í veiðar- færin. Þess má að lokum geta, að á þessum tíma voru kvótaúthlutanir ákveðinna tegunda gerðar nokkr- um sinnum á ári og þá gátu allir veitt úr kvótanum, sem til þess höfðu skip og búnað að uppfylltum ákveðnum reglum, t.d. um að hafa NMFS-eftirlitsmann um borð, sam- kvæmt svonefndu ólympsku kerfi, þ.e. hver veiddi sem betur gat, uns viðkomandi kvótaúthlutun var upp- veidd. Þetta var m.ö.o. sóknarkerfí. Frá 1990 hafa þessar reglur vafalítið breyst, en vilji menn hafa einhverja viðmiðun af amerískum reglum vegna endurskoðunar nú- gildandi fiskveiðistjórnunarreglna hérlendis, sem margir álíta brýnt að fari fram, gæti t.d. Fiskistofa aflað nýjustu reglna frá NMFS. Til umhugsunar gæti t.d. verið að heimila að líta á fisk úr kvótastofni sem ekki er leyft að veiða (undir- málsfisk), og/eða hentar ekki til nota fyrir einstakar útgerðir, sem leyfilegan meðafla í stað þess að treysta eingöngu á refsikerfi. Flest- um fínnst hagkvæmt að allur veidd- ur afli berist að landi, en það þarf þá að vera heimlt að viðhöfðum eðlilegum leikreglum sem tryggja, að hagsmuna einstaklinga og þjóð- arinnar allrar sé gætt. Þá mætti endurreisa Aflakaupabankann sem rekinn var sem sérverkefni í fjögur ár af Rannsóknarstofnun fisk- iðnaðarins með ágætum árangri. 1994 var verkefninu lokið og eng- inn hefur tekið upp þráðinn aftur enda þótt hér virðist áhugavert verkefni að takast á við fyrir einka- framtakið. Samkvæmt skýrslum FAO er 30% alls óslægðs sjávarafla í heim- inum hent aftur í sjóinn. Þetta er vafalaust of mikið. En krafa um að engum fiski sem kemur um borð í íslensk fiskiskip sé hent, þrátt fyrir yfirvofandi kvótasvipt- ingu ef svo er gert, hefur ekkert með varúðarreglu að gera. Hún ber vott um skilningsleysi á eðlilegri mannlegri hegðun. Frákastsvanda- málið er heimatilbúið. Höfundur er verkfræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.