Morgunblaðið - 29.11.1996, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 29.11.1996, Blaðsíða 68
HEIMILISLÍNAN - Heildarlausri ájjármálum einslakliriga 0 BÚNAÐARBANKI (SLANDS MORGUNBLADID, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL(S>CENTRUM.IS / AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/Haukur Snorrason Jakinn klifinn BJÖRGUNARSVEITARMENN voru fyrir skömmu við æfingar í ísklifri á ísjökum í farvegi Gígju á Skeiðarársandi. Var myndin tek- in við það tækifæri en ekki við egypska píramíta eins og ætla mætti við fyrstu sýn. Búist er við miklum straumi ferðamanna á sandinn nú þegar vegurinn yfir hann hefur verið opnaður og er rétt að brýna fyrir ferðafólki að fara varlega. Geimferð Bjarna Tryggvasonar ákveðin 17. júlí 1997 „Eykur á eftirvænt- inguna að geimnum“ „ÞAÐ eykur á eftirvæntinguna að braut geimferjunnar liggur yfir Kanada og ég ætti að geta séð ísland út við sjóndeildarhring, og það er víst að þangað mun ég mæna og reyna að sjá gömlu ætt- jörðina, sem ég hef ekki séð frá því ég fluttist til Kanada sjö ára gamall,“ segir Bjarni Tryggvason, geimfari. Akveðið hefur verið, að Bjarni taki þátt í leiðangri bandarísku geimfeijunnar Discovery, sem skotið verður á loft 17. júlí á næsta ári. Sex menn verða í áhöfn og farafjórirþeirra, þ. á m. Bjarni, í sína fyrstu ferð. „Við verðum 11 daga í geimnum og förum 176 ferðir umhverfis jörðina. I mörg- um þeirra ættiað vera mögulegt að sjá heim til Islands og það tæki- færi læt ég ekki ónotað," sagði Bjarni í samtali við Morgunblaðið. Hann verður fyrsti maðurinn, sem fæddur er á Norðurlöndum, til að fara út í geiminn og á vegum bandarísku geimferðastofnunar- innar (NASA) hefur mönnum frá einungis 16 löndum verið skotið á loft. „Ég er auðvitað í sjöunda himni BJARNI Tryggvason geimfari. yfir að ferðin skuli hafa verið ákveðin og nú hefst tilhlökkunin. Að vísu hef ég unnið í nokkur ár að hönnun tækjabúnaðar og til- raunum sem miðuðu við geimferð um þetta leyti. En nú sér fyrir endann á margra ára undirbún- ingi og ferðin er ekki lengur tak- mark, heldur að verða að veru- leika,“ sagði Bjarni. í ferðinni mun Bjarni Tryggva- son gera tilraunir með sérstakt tæki sem hann hefur þróað og notað verður í stórri alþjóðlegri geimstöð, sem byijað verður að smíða í geimnum í nóvember á næsta ári. Bjarni fæddistí Reykjavík 1945 en flutti á áttunda ári til Nova Scotia í Kanada og síðar Vancou- ver með foreldrum sínum, Svavari Tryggvasyni skipstjóra ættuðum úr Svarfaðardal og Sveinbjörgu Haraldsdóttur kennara frá ísafirði. í gær var Bjarni staddur í Moskvu vegna tilrauna, sem nú eru gerðar um borð í rússnesku geimstöðinni Mír, með búnað sem hann hefur hannað og þróað. Síðustu læknisað- gerðirnar á Landa- koti gerðar í dag I DAG verða gerðar þijár augn- skurðaðgerðir á Landakotsspítala, þær síðustu í 94 ára sögu augn- lækninga þar á bæ, en í næstu viku flyst öll starfsemi augndeild- arinnar yfir á Landspítalann. Með flutningi augndeildarinnar leggjast af eiginlegar læknisað- gerðir á Landakoti og spítalinn verður framvegis öldrunarspítali. St. Jósefssystur reistu spítalann og hófu starfrækslu sjúkrahúss árið 1902. „Björn Ólafsson, fyrsti íslenski augnlæknirinn, gerði fyrstu augn- aðgerðirnar á Landakotsspítala ' ~ árið 1902 og segja má að hér hafi alla tíð síðan verið höfuð- stöðvar augnskurðaðgerða á ís- landi,“ sagði Friðbert Jónasson, yfirlæknir á augndeild Landakots í gær. Sjálfur hefur Friðbert starfað á deildinni í átján ár. Hann segir að því fylgi nokkuð blendnar tilfinn- ingar að flytja frá Landakoti. „Hér hefur verið unnið farsælt starf en við erum iíka bjartsýn á að þetta gangi vel á Landspítalanum." Gert er ráð fyrir að starfsemi augndeildarinnar á Landspítalan- um verði komin í eðlilegt horf eft- ir flutningana aðra vikuna í des- ember. Fimm sjávarútvegsfyrirtæki á Vestfjörðum Rætt um samstarf eða sameiningu FIMM sjávarútvegsfyrirtæki á Vestfjörðum, með samtals um 15 til 16 þúsund tonna kvóta í þorskí- gildum talið, hafa að undanförnu átt í óformlegum viðræðum um möguleika á samstarfi eða samein- ingu, samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins. Fyrirtækin eru Frosti í Súðavík, Hraðfrystihúsið í Hnífsdal, Bakka- fyrirtækin í Hnífsdal og Bolungar- vík og Kambu- á Flateyri. Frumathugun á möguleikunum Fram hefur farið frumathugun á möguleikum á aukinni hagræð- ingu í rekstri fyrirtækjanna, m.a. með tilliti til nýtingar bættra sam- gangna á Vestfjörðum með til- komu Vestfjarðaganga. Sam- kvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins tóku Gunnvör á Isafirði og íshúsfélag ísfirðinga einnig þátt í gerð frumathugunarinnar. Samkvæmt upplýsingum blaðs- ins hafa fyrirtækin hvert um sig haft niðurstöður frumathugunar- innar til skoðunar og forsvarsmenn þeirra rætt saman sín á milli, en ekki hefur verið tekin ákvörðun um næsta skref. Líklegt er talið að frekari athugun verði látin fara fram áður en endanlega verður ákveðið hvaða stefna verður tekin í viðræðunum. Lögfræðiálit til Þróunarsjóðs um stöðu stjórnarmanna Eiga ekki forkaupsrétt STJÓRNARMENN í fyrirtækjum sem Þróunarsjóður sjávarútvegsins á eignarhlut í teljast ekki til starfs- manna fyrirtækjanna og eiga þar af leiðandi ekki forkaupsrétt að eignarhlut í félögunum. Þetta er niðurstaða lögfræðiálits sem sjóðurinn óskaði eftir. Þremur stjórnarmönnum í Búlandstindi á Djúpavogi og einum stjórnarmanni í Meitlinum í Þorlákshöfn, sem sendu inn kauptilboð í fyrirtækin eftir að þeim hafði verið boðinn forkaupsréttur, verður skýrt frá því að þeim standi þessi forkaups- réttur ekki til boða. Hinrik Greipsson, framkvæmda- stjóri Þróunarsjóðs, sagði að niður- staða lögfræðiálitsins væri sú að stjórnarmenn teldust ekki til starfsmanna í skilningi laga um Þróunarsjóð og ættu þar af leið- andi ekki forkaupsrétt að eignar- hlut í félögunum, eins og starfs- menn og hluthafar eiga eftir að stjórn sjóðsins hefur samþykkt til- boð í eignarhluti sjóðsins í fyrir- tækjum. ■ Stjórnarmenn eiga ekki/16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.