Morgunblaðið - 29.11.1996, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Gull og
gersemi
TÓNLIST
Illjömdiskar
HAMRAHLÍÐAR-
KÓRINN
íslenskir jólasöngvar og Maríu-
kvæði. Stjórnandi: Þorgerður
Ingólfsdóttir. Einsöngvarar:
Hallveig Rúnarsdóttir og Ólafur
E. Rúnarsson. Upptökustaður:
Krístskirkja í Landakoti (1995 og
’96). Hljóðritun: Þórír Steingríms-
son, Bjarni Rúnar Bjamason,
Hjörtur Svavai'sson, Sverrir
Gíslason. Úrvinnsla: Þórir Stein-
grímsson. 1996, Islensk tónverk-
amiðstöð, STEF á íslandi.
ITM 8-09.
UNDIRSTAÐA kirkjusöng-sins
í meira en tvær aldir voru tvö rit
sem Guðbrandur Þorláksson bisk-
up lét prenta á Hólum. Sálmabók-
in 1589 og Grallarinn (eða Gradu-
ale, Ein almennileg messusöngs-
bók 1594), sem var prentaður
nítján sinnum, síðast 1779. í 6.
útgáfunni var í fyrsta skipti
prentuð söngfræði á íslandi, eftir
Þórð biskup Þorláksson, og var
hún í öllum síðari útgáfum.
Hamrahlíðarkórinn syngur hér
fimm sálma úr Sálmabókinni og
Grallaranum, hér í þekktum og
fallegum raddsetningum Róberts
A. Ottóssonar, Fjölnis Stefáns-
sonar, Jóns Þórarinssonar og
Þorkels Sigurbjörnssonar. En
söngskráin hefst á upphafi Þor-
lákstíða (frá aldamótunum 1400),
sem á fyrirmyndir i enskum tíða-
söng, skv. rannsóknum RAO.
Að loknum sálmasöng (m.a.
úr Grallara og Sálmabókinni),
taka við Maríukvæði, textar frá
ýmsum tímum (allt frá Lilju bróð-
ur Eysteins á 14. öld til Halldórs
Laxness og Einars Ól. Sveinsson-
ar) við lög Þorkels Sigurbjöms-
sonar, Atla Heimis Sveinssonar
og Hróðmars Sigurbjörnssonar.
Bæði er kveðskapurinn fallegur
og einfaldur og lögin einstaklega
innileg og vel við hæfi. Það er
eins og Guðsmóðirin kalli fram
allt það innilegasta og faliegasta
í hjörtunum. Lög Hróðmars við
91. erindið úr Lilju og Þorkels
við Maríuvísur, sem ýmsir eigna
Jóni Arasyni en tónlistina samdi
Þorkell til flutnings í leikriti Matt-
híasar Jochumssonar í Þjóðleik-
húsinu 1974, vöktu sérstaka at-
hygli mína. Raunar hefur Þorkell
unnið mjög mikið með kórnum
gegnum tíðina, raddsett, útsett
og frumsamið (m.a. við ljóð
Hannesar Péturssonar, Ljós og
hljómar).
Eftir meiri sálma (Hvað flýgur
mér í hjarta blítt og Heilagi Drott-
inn himnum á í raddsetningu
Þorkels, Hátíð fer að höndum ein
í útsetningu Jóns Ásgeirssonar
og Ó hve dýrlegt er að sjá við
fallegt lag Jóns Þórarinssonar)
kemur hið ágæta Grýlukvæði Jór-
unnar Viðar (Það á að gefa böm-
um brauð) og yndislegt tvísöng-
slag ættað úr Hólaskóla, skrásett
af Bjarna Þorsteinssyni (Ég söng
þar út öll jói/ á ermabættum
kjól./Heyrist mitt gaul og gól/
gegnum hann Tindastól. Ég söng
introitum/ af öllum lífskröftun-
um/ og endaði á exitum,/ með
uppsperrtum kjaftinum). Svo
koma Leikur handa Grýlubörnum
(ég hugsa að Grýla hafi orðið
soldið montin af „nútímalegri“
tónlist Þorkels) og splunkuný og
góð útsetning Jóns Ásgeirssonar
á Grýlukvæði Stefáns Olafssonar
í Vallanesi. Loks er sungið eitt
„af gömlu lögunum" við sálminn
Með gleðiraust, einraddað og
yndislega, og hið fallega lag Sig-
valda Kaldalóns við Vöggukvæði
síra Einars í Eydölum.
Kórinn og stjórnandann þarf
ekki að kynna, allt meira eða
minna frábært sem frá þeim kem-
ur. Þessi hljómdiskur er sérstak-
lega kærkominn, þar sem saman
fer stórmerkilegt efni og frábær
flutningur. Sérstaka athygli mína
vakti yndislegur söngur Hallveig-
ar Rúnarsdóttur. Söngur kórsins
hljómar einstaklega fallega í
Kristskirkju í vandaðri hljóðritun,
Bæklingur ítarlegur og fallegur.
Gull og gersemi (svo vitnað sé í
Sölva).
Oddur Björnsson
Morgunblaðið/Ásdís
JAZZKVARTETT Reykjavíkur lék fyrir börn og fullorðna, sjúklinga og starfsfólk á Barnaspítala
Hringsins sl. miðvikudag.
Spilað fyrir flórðung
grunnskólanema
JAZZKVARTETT Reykjavíkur
lék fyrir börn og fullorðna, sjúkl-
inga og starfsfólk Barnaspítala
Hringsins sl. miðvikudag að lok-
inni tónleikaferð um Vesturland.
Lauk í Grundaskóla á Akranesi
sl. föstudag fyrstu tónleikasyrpu
þessa skólaárs handa grunn- og
framhaldsskólanemendum á
Vesturlandi á vegum verkefnisins
Tónlist fyrir alla.
Jazzkvartett Reykjavíkur flutti
nemendum nokkra „standarda"
úr heimi djassins ásamt íslenskum
og erlendum alþýðulögum. Má þar
nefna St. Thomas eftir Rollins,
Bebop eftir Gillespie, Sönginn um
fuglana eftir Atla Heimi Sveinsson
og norska þjóðlagið Siggi var úti.
Tónlistarmennirnir lögðu áherslu
á að djassinn væri skemmtileg,
fjölbreytt og aðgengileg tónlist og
að færa megi hvaða tónlist sem er
í djassbúning.
Alls léku listamennirnir fyrir
liðlega 2.800 grunn- og fram-
haldsskólanemendur á 21 skóla-
tónleikum og að venju var efnt
til almennra fjölskyldutónleika á
kvöldin að loknum kynningum í
skólum, í Búðardal, Stykkishólmi,
Ólafsvík, Borgarfirði og á Akra-
nesi. Tónleikarnir á Barnaspítala
Hringsins voru því hinir 27. í röð-
inni.
Nú er lokið tónleikahaldi á
haustönn á vegum verkefnisins.
Alls léku fimm tónlistarhópar,
tveir danskir og þrír islenskir
fyrir tæplega fjórðung grunn-
skólanemenda á landinu. Á vor-
önn eru fyrirhugaðar átta tón-
leikaferðir í Árnessýslu, Kópa-
vogi, á Suðurnesjum og Vestur-
landi. Tónlist fyrir alla færir svo
enn út kvíarnar á næsta skólaári
og mun auglýsa eftir nýjum hug-
myndum um tónleikadagskrár í
upphafi næsta árs.
Jazzkvartett Reykjavíkur var
stofnaður árið 1992. Meðlimir eru
Sigurður Flosason saxófónleikari
og Tómas R. Einarsson kontra-
bassaleikari, píanóleikarinn Ey-
þór Gunnarsson og trommuleik-
arinn Einar Scheving.
Hátíðartón-
leikar í Dóm-
kirkjunni
SKÁLHOLTSKÓRINN heldur hátíð-
artónleika í Dómkirkjunni í Reykja-
vík Iaugardaginn 30. nóvember kl.
17. Tónleikamir eru haldnir í minn-
ingu þess að 200 ár eru liðin frá
vígslu Dómkirkjunnar í Reykjavík.
Á tónleikunum verða flutt kirkju-
leg verk og mörg þeirra tengjast
Skálholtsstað með ýmsu móti. Til
dæmis verða fluttir þættir úr Skál-
holtskantötu eftir Pál ísólfsson, tón-
verkið í Skálholti eftir Pálmar Eyj-
ólfsson við texta Margrétar Jónsdótt-
ur og Kyndilmessusálmur úr Grall-
ara. Frumfluttur verður nýr jóla-
sálmur eftir sóknarprestinn í Skál-
holti, séra Guðmund Óla Ólafsson.
Einsöngvarar auk félaga úr Skál-
holtskór verða Þórunn Guðmunds-
dóttir, sópran, og Loftur Erlingsson,
baritón. Trompetleikarar eru Lárus
Sveinsson og Eiríkur Örn Pálsson.
Orgelleikari er Marteinn H. Frið-
riksson. Stjómandi Hilmar Örn
Agnarsson.
Aðgangseyrir er 800 kr.
Upplifun
andartaksins
TÓNLIST
Lislasafn íslands
KAMMERTÓNLEIKAR
Verk Svein Lúðvík Bjömsson. Flyfjendur:
CAPUT-meðlimimir Kolbeinn Bjamason,
flauta; Guðni Franzson, klarínett; Hildigunnur
Halldórsdóttir, fíðla; Sigurður Halldórsson,
selló; Daniel Þorsteinsson, píanó; Páll Eyjólfs-
son, gítar. Listasafni íslands, þriðjudaginn 26.
nóvember kl. 21.30.
EFTIR því sem bezt verður séð voru heilir
tónleikar í fyrsta sinn helgaðir verkum Sveins
Lúðvíks Björnssonar á tónleikum CAPUT-
félaga í Listasafni íslands á þriðjudaginn
var. Tónleikarnir voru allvel sóttir þrátt fyrir
sunnanhryssing og manndrápshálku, og
skáru sig strax í fyrsta verki úr öðrum tón-
leikum með nútímaverkum að einu leyti.
Stuttleika.
Maður spurði sjálfan sig í hljóði: Ha? Er
þetta búið? og hefði litið á klukkuna, ef með
væri. Því „Sólstafir" fyrir einleiksflautu (1990)
mörðu örugglega ekki marga tugi sekúndna
frá fyrsta tóni til síðasta. Þessi „míníatúra“
eða örmynd í tónum var eins og örlítil skizza
í fáum hröðum dráttum, er lagði út af minnk-
aðri fimmund, uppáhaldstónbili módemis-
mans, eflaust án þess að meina neitt tákn-
rænt með slíkum myrkrahöfðingsskap, og
áður en varði fjaraði innblásinn flautuleikur
Kolbeins út með arkadískri angurværð.
Hjarðljóðið sveif einnig yfir næsta verki
frá sama ári, „Þögnin í þrumunni", fyrir
flautu og gítar, svo að upphafseinleiksstrófur
flautunnar leiddu snöggvast hugann að Síð-
degi skógarpúkans, en líkt og fyrra verkið -
og flest hinna eftirfarandi - sveif það hjá á
örskotsstundu. Eitthvað ýtti þó undir framúr-
skarandi góður hljóðfæraleikurinn, því hann
fleytir sem kunnugt er tímanum áfram meira
en flest annað, og framlag flytjenda þetta
kvöld var undantekningarlaust í hæsta gæða-
flokki.
Guðni Franzson blés „Gárur“ (1994) fyrir
einleiksklarínett af alkunnri snilld, er m.a.
kemur fram í leik á mótum spils og þagnar,
ef svo mætti orða styrksviðið frá 5 p-um og
niður úr. Er hann að minni vitund sá er næst
hefur komizt hugtakinu „al niente". Enn
áhrifameiri urðu draugatónar þessir með til-
komu ískrandi fortissimó-andstæðna á efstu
endamörkum tónsviðsins. Örverkið byggði
annars lengst af á hnígandi þrítóna frumi,
en einnig kom trítónusinn seinþreytti við sögu.
Eitt stytzta örverkið á tónleikunum,
„Kyrra“ (1989) fyrir einleiksfíðlu, var jafn-
framt meðal hinna áhrifamestu í frábærum
„senza vibrato“ leik Hildigunnar Halldórs-
dóttur. Hér, sem reyndar oftar, skein ein-
manaleiki öræfakyrrðar út úr tónaheimi
Sveins Lúðvíks.
Hin lotuskipta „Smitgát" (1994) fyrir selló
og píanó var fyrsta verkið þar sem púlshrynj-
andi kom við sögu, að vísu aðeins í aftari
hluta. Verkið var nokkuð ógnvænlegt að til-
fínningablæ, n.k. „róbóta-rondó“. Einleiks-
píanóörverkið „Frá bleikri bauju“ minnti lítil-
lega á abstraktmyndmál Karls Kvaran með
stóru, hvítu nöktu flötum sínum, og einmana-
legt tónamál þess við kaldan pedal-enduróm
virtist í hnitmiðaðri túlkun Daníels Þorsteins-
sonar segja manni harmsögu án orða úr ís-
lenzkri vetrarauðn.
„Greinar án stofns“ fyrir einleiksflautu
(1989) reyndust fimm óskyldir skyndiþættir,
ágætlega blásnir af Kolbeini, er lagði drjúgan
skerf til næsta verks, í það sinn á bassa-
flautu, er nefndist „Að skila skugga“ (1991),
í samleik við lipran gítar Páls Eyjólfssonar.
Hér komu einna sterkust fram ,japönsk“
hughrif, því náttúruljóðskeimurinn af Zen var
slíkur, að um tíma var engu líkara en að
kótó og shakuhachi iékust á í skugga Fuji-
fjalls, án þess að tónefnið væri í sjálfu sér
japanskt. Einkar áhrifamikið og fallegt lítið
stykki.
Lengsta og í tíma talið metnaðarfyllsta
verk kvöldsins var „Kvintett" fyrir flautu,
klarínett, fiðlu, selló og píanó. Virtist það
tvíþætt, og kom fyrri þátturinn nokkuð sann-
færandi út, þar sem öll hljóðfærin lögðu,
ýmist sér eða saman, jafnt til mála að hætti
skilvirkrar kammertónlistar. Áferð var fjöl-
breytt en gætti þó tilfinnanlegrar stefnu að
settu marki, þó að tónamálið væri í einu og
öllu framsækið. í seinni þættinum brá hins
vegar svo óvænt við, að höfundur hvarf í
faðm hæggengs mínimalisma („örhyggju"
hefur það stundum verið kallað, þó að áhrif-
in séu oftast þveröfug), sem gerði tvennt í
senn, að teygja lopann fram yfir vitjunartíma
og vekja grun um að höfundur sé - ekki enn
a.m.k. - búinn undir glímu við stærri form.
„Brevity is the soul of wit,“ orti barðinn
frá Straðnarfurðu forðum, og vissulega
mætti ósjaldan óska sér, að nútímatónskáld
hefðu meir að leiðarljósi hið fornkveðna, að
„ljúfur verður leiður, ef lengi situr annars
fletjum á“. En fæst orð bera líka minnsta
ábyrgð. Ef úrvinnsla er einhvers metin - hún
hefur, eins og flest hefðbundin gildi, einnig
þurft að sæta endurskoðun í framsæknum
nútímatónskáldskap - þá er vitanlega tak-
markað hvað reynir á gegnfærslutækni í
stykkjum upp á 1-2 mínútna lengd. Illkvittn-
ir gætu með nokkrum rétti fullyrt, að örverks-
formið væri ein leiðin til að komast hjá úr-
vinnslu.
Á hinn bóginn má spyrja, hvort úrvinnslu-
kvöðina megi ekki í sumum tilvikum skoða
sem bagga vesturlenzkrar arfleifðar, er sligar
dýrmæta upplifun andartaksins; sem breið-
tjaldsútfærslu, þegar lítil en hvöss smámynd
hefði dugað, líkt og í kínversk-japönskum
náttúrulýsingum. Alþekkt er, að list smá-
formsins er ekki síður vandasöm en list hins
margslungna.
Það verður forvitnilegt að sjá hvert Sveinn
Lúðvík stefnir á næstunni, og hvort ótvíræð-
ir hæfileikar hans ná að teygja sig út fyrir
smáformið, ef til þess kemur.
Ríkarður Ö. Pálsson