Morgunblaðið - 29.11.1996, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1996
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Nýjar plötur
• SA VANNA tríóið hefur gefíð
út geislaplötuna Mættum við fá
meira að heyra. Savanna tríóið
skipuðu þremenningarnir Þórir
Baldursson, Björn G. Björnsson og
Troels Bentsen. Þeir fluttu þjóðlög,
einsöngslög og frumsamda tónlist
með allt öðrum hætti en fólk átti
að venjast fram að því. Savanna
piltar gripu andblæ bandarískra
„folk“ tónlistarmanna á lofti og
heimfærðu hann upp á íslenska
söngvahefð. Tvær EP plötur komu
út 1963 og 1964. Fyrsta breiðskífa
þeirra, „Folk songs from Iceland",
kom út í nóvember 1964 og inni-
hélt 13 íslensk þjóðlög.
Nú þegar 35 ár eru liðin frá því
að Þórir Baldursson, Bjöm G.
Björnsson og Troels Bentsen komu
fram í fyrst sinn ásamt fjórum öðr-
um félögum sínum á nemendamóti
Versló í gamla Sjálfstæðishúsinu við
Austurvöll, koma 25 vinsælustu lög
Savanna tríósins út á geislaplötu í
endurbættri hljóðvinnslu. Björn G.
Bjömsson hefur hannað umbúðir
þar sem ljósmyndir úr myndasafni
Savanna fylgja ásamt upplýsingum,
auk allra söngtexta. Er útgáfan til-
einkuð minningu Svavars Gests,
fyrmm hljómplötuútgefanda Sav-
ann^a tríósins.
Útgefandi er Spor hí og annast
einnig dreifíngu. Offsetþjónustan sá
um fílmuvinnslu, Sony DADB fjöl-
faldaði ogannaðist prentun. Leið-
beinandi verð er 1.699 kr.
• KÖTTURINN sem fer sínar
eigin leiðir, geisladiskur og snælda
með átján sönglögum eftir Ólaf
Hauk Símonar-
son við texta eftir
hann sjálfan.
Sum laganna á
Kettinum sem fer
sínar eigin leiðir
vora á samnefndri
hljómplötu er út
kom árið 1986 en
önnur lög á diskn-
um eru ný. Meðal
laga á Kettinum sem fer sínar eigin
leiðir era Vögguvísa, Hver á fegurst
foldu á, Vonarstræti, Súpermann
og Fótgöngulag. Nýju lögin era
sungin af Agli Olafssyni og heita
Kötturinn hennar Millu og Lífíð er
stutt. Ýmsir söngvarar koma við
sögu á geisladisknum, m.a. Egill
Ólafsson, Eiríkur Hauksson, Edda
Heiðrún Bachman, Lísa Pálsdóttir
og Jóhann Sigurðarson. Hljóðfæra-
leikarar era Gunnar Þórðarson, Jón
Kjeld Seljeseth og Gunnlaugur Bri-
em. Gunnar Þórðarson sá um út-
^-setningar laganna.
Útgefandi er ÓHS-hljómplötur.
Sporhf. sérum dreifímgu. Geisla-
diskurinn kostar 1.499 kr.
• SÖNGSVEITIN Leikbræður
hefur gefið út geislaplötu með safni
laga. Leikbræður var skipuð þeim
Gunnari Einarssyni fyrsta tenór,
Ástvaldi Magnússyni öðrum tenór,
Torfa Magnússyni fyrsta bassa og
Friðjóni Þórðarsyni öðram bassa.
Lögin Fiskimannaljóð frá Capri og
Borgin við sæinn komu út á 78 sn.
plötu, en á þeirri plötu nutu þeir
undirleiks hljómsveitar Magnúsar
Péturssonar. Um líkt leyti hljóðrit-
aði Helgi Einarsson vinur þeirra
nokkur lög á söngæfíngu og eru
- þessar hljóðritanir kjami þess efnis
sem nú kemur út á geislaplötu.
Ennfremur voru til nokkrar hljóðrit-
anir með kvartettinum á lakkplöt-
um, sem höfðu geymst mjög illa,
en hafa nú verið hreinsaðar og lag-
færðar með nútíma hljóðvinnslu-
tækni.
Á geislaplötunni syngja Leik-
bræður flest lögin við píanóundirleik
Carls Billich sem sá einnig um að
raddsetja lögin. í einu laganna leik-
ur Gunnar Sigurgeirsson á píanó
og hljómsveit Magnúsar Pétursson-
ar leikur undir í tveimur lögum, eins
og áður sagði. Lögin sem geislaplat-
an geymir eru Litla skáld, lag Gunn-
ars Sigurgeirssonar við ljóð Þor-
steins Erlingssonar, lagið Óli Lokbrá
eftir Carl Billich við ljóð Jakobs
Hafstein, sem var einn meðlima MA
kvartettsins, lag Gylfa Þ. Gíslasonar
við ljóðið Hanna litla eftir borgar-
skáldið Tómas Guðmundsson, tvö
lög eftir Inga T. Lárusson, Vor, við
ljóð Þorsteins Erlingssonar, og Það
vorar það vorar, við ljóð Valdimars
V. Snævarr, Linditréð eftir Schu-
bert, við texta Þórðar Kristleifsson-
ar, í Víðihlíð, ljóð Magnúsar Ás-
geirssonar við lag eftir H. Kirchner,
írska þjóðlagið Nú ertu fjarri, við
ljóð Friðjóns Þórðarsonar, sem gerði
ennfremur ljóð við erlendu lögin
Borgin við sæinn, Við hafið (Haf
blikandi haf) og Fiskimannaljóð frá
Capri. Að auki eru erlendu lögin
Ó, Pepíta, við ljóð Jakobs Jóh.
Smára, Bráðum vagga, við ljóð Jóns
Jóhannessonar og Draumadísin, við
ljóð Jóns Sigurðssonar.
Útgefandi erSporehf. ogannast
dreifíngu, en einnig er hægt að fá
geislaplötur og snældurkeyptar hjá
Leikbræðrum sjálfum, Astvaldi
Magnússyni, Gunnari Einarssyni og
Friðjóni Þórðarsyni.
• PÁLL Óskar hefur sent frá sér
plötuna Seif, og inniheldur frum-
samda melódíska popptónlist með
danstakti okkar
samtíma. Þetta er
fyrsta framsamda
plata Páls Óskars
síðan diskóplatan
Stuð kom út 1993.
í millitíðinni hefur
ferill Páls þróast
og dafnað með
plötum eins og
Milljón á mann
sem unnin var með Milljónamæring-
unum og ballöðuplötunni Palli sem
kom út í fyrra og var hann kosinn
söngvari ársins 1995 fyrir vikið.
Einnig hefur hann unnið með popp-
sveitinni Unun, leikstýrt tónlistar-
myndböndum bæði fyrir sjálfan sig
og Risaeðluna, haldið tónleika um
allt land og tekið þátt í söngleikjun-
um Rocky Horror og Súperstar.
Seif var forunnin hér á íslandi,
en það var í Jacobs Studios í Lond-
on sem Iokavinnslan og upptökur
fóru fram, með aðstoð Ken Thom-
as. Páll Óskar semur öll lögin í sam-
vinnu við ýmsa úr íslenskum tölvu-
og tækniheimi. Má þar nefna þá
Jóhann Jóhannsson og Pétur Hall-
grímsson úr Lhooq, Trausta Har-
aldsson úr danshljómsveitinni Fant-
asíu, Birki og Bjarka úr Scope og
svo Valgeir Sigurðsson úr Birth-
mark og Unun. Einnig á Rósa Ing-
ólfsdóttir lagið Ræ ég við róður
minn á plötunni.
Útgefandi erPop, Paul Oscar
Productions. Japis sér um dreifímgu.
• ÞAÐ er svo undarlegt með
unga menn er safnplata með Rún-
ari Gunnarssyni. Hann hóf störf
með nýstofnaðri
bítlahljómsveit,
Dátum frá
Reykjavík, árið
1965,17 ára
unglingur. Vorið
1966 kom útfyrri
4 laga EP plata
Dáta, sem innihélt
þrjú lög eftir Þóri
Baldursson, Alveg
ær, Leyndarmál og Kling klang,
en eitt lagið, Cadillac, var banda-
rískt rokklag. Ári síðar kom út
seinni 4 laga plata Dáta og nú brá
svo við að öll lögin voru eftir Rún-
ar Gunnarsson. Frægast þessara
laga er Gvendur á eyrinni. Á þess-
ari plötu voru einnig lögin Fyrir
þig, Hvers vegna og Konur. Nokkru
síðar gekk Rúnar í Sextett Ólafs
Gauks og með þeirri hljómsveit
söng hann lög sín Undarlegt með
unga menn, Kóngur í Kína og Fáð’
ér sykurmola. Ennfremur samdi
hann á þessum tíma lagið Pening-
ar, sem Hljómar fluttu á fyrri breið-
skífu sinni og Gluggann, sem Flow-
ers gerðu vinsælt á einu EP glötu
sinni sem kom út 1968. Ennfremur
söng Rúnar nokkur lög eftir Odd-
geir Kristjánsson á einni vinsælustu
breiðskífu sjöunda áratugarins sem
Sextett Ólafs Gauks gerði árið
1968. Síðustu plötu sína gerði Rún-
ar árið 1972 aðeins nokkrum mán-
uðum áður en hann lést, rúmlega
24 ára gamall. Öll þessi lög eru á
plötunni og að auki lag sem Bubbi
Morthens og Rúnar Júlíusson
sömdu við ljóð sem Berglind Gunn-
arsdóttir orti til minningar um
bróður sinn og kom út á plötunni
GCD árið 1991.
Útgefandi er Spor ehf. og sér
einnig um dreifíngu. Sjöundi himinn
hannaði umbúðir, Sony DADC sá
um fjölföldun ogprentun. Leiðbein-
andiverð 1.699 kr.
• DEAD Sea Apple er nafnið á
þriggja ára gamaili hljómsveit úr
Kópavogi sem gefur nú út sína
fyrstu geislaplötu, Crash. Á þeim
þrem árum sem hljómsveitin hefur
verið starfandi hefur liðskipan hald-
ist óbreytt, þ.e. Steinarr Logi Nes-
heim söngvari, Haraldur Vignir
Sveinbjömsson gitar-, hljómborðs-
leikari og lagasmiður, Arnþór Þórð-
arson bassaleikari, Hannes Heimir
Friðbjamarson trommari og Carl
Johan Carlsson gítarleikari. Margir
hafa komið að Crush ásamt þeim
félögum, en sennilega er þáttur
Nick Cathcart-Jones upptökustjóra
þar einna mestur.
í árslok 1995 tókust samningar
milli hljómsveitarinnar og enska
upptökustjórans Nick Cathcart-
Jones um að hann stýrði gerð fyrstu
plötu Dead Sea Apple í fullri lengd
og hófust þeir þegar handa við að
velja lög og móta þau fyrir væntan-
legt upptökuferli. Á vordögum ’96
var hafíst handa og var platan tek-
in upp víðsvegar um höfuðborgar-
svæðið í hljóðverunum Hljóðhamri,
Stefi, Gijótnámunni, Hljóðsmiðjunni
og Sýrlandi. Lauk vinnsluferlinu á '
hljóðblöndun síðasta lagsins í sept-
ember og vinnslu umslags í október
1996.
Haukur Már Hauksson og Sjö-
undi himinn hönnuðu umbúðir
geislaplötunnar Crush.
Útgefandi er Spor ehf. og sér
ennfremur um dreifíngu. Leiðbein-
andi verð er 1.999 kr. Um fílmu-
vinnslu sá Offsetþjónustan ogSony
DADC annaðist framleiðslu.
• RAGNAR Karl Ingason heitir
tónlistarmaður frá Blönduósi sem
starfað hefur sem trúbador undan-
farin ár, auk þess sem hann hefur
spilað með ýmsum hljómsveitum í
gegnum tíðina. Fyrr á þessu ári
stofnaði hann Dúettinn Tromp
ásamt sextán ára gamalli söngkonu
frá Hvammstanga, Hörpu Þorvalds-
dóttur. Geislaplatan Myndirer
fyrsta plata þeirra. Lögin á plötunni
era 10 talsins og níu þeirra era eft-
ir Ragnar Karl en eitt lag er eftir
Geir Karlsson og Skúla Þórðarson.
Ragnar Karl spilar á kassagítar,
mandólín og munnhörpu og helstu
aðstoðarmenn eru Jens Hansson,
sem stjómaði upptökum og spilaði
jafnframt á hljómborð og saxófón,
o g Björgvin Gíslason, sem spilar á
rafgítar og hljómborð, auk þess sem
hann aðstoðaði Jens og Ragnar
Karl við útsetningar og hljóðblönd-
un. Aðrir sem leika á plötunni eru
Hjörtur Howser, Haraldur Þor-
steinsson og Ásgeir Óskarsson, allt
þjóðkunnir tónlistarmenn.
Upptökur fóru fram í Hljóð-
hamri, Fljúgandi diskum og Stúdíó
Stef.
Útgefandi er Dúettinn Tromp.
Spor sér um dreifingu. Uppsetning,
myndir og hönnun umslags varí
höndum fyrirtækisins Hinir sömu
sf. frá Sauðárkróki.
• UNGIR menn á uppleið er nýj-
asta afurð R/ó-manna, þeirra Ólafs
Þórðarsonar, Ágústs Atlasonar og
Helga Péturssonar. Til viðbótar
þeim þremur era textahöfundirinn
Jónas Friðrik og tónsmiður þeirra
og hljómrænn stjórnandi Gunnar
Þórðarson.
Fyrir skömmu fóru þeir félagar
saman til Irlands þar sem þeir hljóð-
rituðu tíu ný lög eftir Gunnar við
textaJónasarFriðriks. Gunnar
stjórnaði hljóðversvinnunni, en
Tómas Tómasson annaðist hljóð-
blöndun.
Útgefandi er Spor ehf. og sér
ennfremur um dreifíngu. Olafur
Þórðarson hannaði umbúðirnar. ísa-
fold sá um filmuvinnslu ogfram-
leiðsla fór fram hjá Sony DADC í
Austurríki.
• HLJÓMSVEITIN Q4U hefur
sent frá sér geisladisk, Q2. Á honum
er efni frá árunum 1980-1983. Hún
var stofnuð af Steinþóri Stefánssyni
þáverandi bassaleikara Fræbb-
blanna, Gunnþóri Sigurðssyni, sem
var hljóðmaður Utangarðsmanna,
Helga trommara og Ellý söngkonu.
Þannig skipuð starfaði hljómsveitin
1980-1981 og eitthvað fram á árið
1982. Ýmsar mannabreytingar
urðu, m.a. varð Kormákur Geir-
harðsson trommari í stað Helga og
önnur söngkona, Linda, bættist við.
Þannig skipuð lék hljómsveitin í
kvikmyndinni Rokk í Reykjavík, og
tók að lokum upp öll 30 lög hljóm-
sveitarinnar. Af þeim eru 18 á
geisladiskinum.
Eftir að þessi útgáfa Q4U leyst-
ist upp hóf Ellý samstarf við Áma
Daníel í hljómsveitinni Handan graf-
ar, sem var synthesizersveit. Aðrir
meðlimir þeirrar sveitar voru m.a.
söngkonan Birna og myndskreytir-
inn Oskar Jónasson. Fljótlega fór
Gunnþór að vinna með Ellý og Árna
Daníel, og nafnið Q4U var tekið upp
á ný. Sumarið 1982 bættist gítar-
leikarinn Óðinn Guðbrandsson úr
Taugadeildinni við, og þannig skip-
uð tók hljómsveitin upp átta lög í
æfingahúsnæði hljómsveitarinnar á
Rauðavatni með trommuheila. Fjög-
ur þeirra eru á þessum disk.
Haustið 1982 hætti Óðinn og
Danny Pollock gekk til liðs við Q4U.
Hann hafði áður verið gítarleikari í
Utangarðsmönnum og Bodies. Með
þessari liðsskipan og TR 808
trommuheila var platan Q1 hljóðrit-
uð og Grammið gaf út. Öll sex lög
þeirrar plötu eru á geisladiskinum.
Vorið 1983 gekk Kormákur
trommari að nýju til liðs við Q4U.
Hljómsveitin hætti sumrið eftir en
hljóðritaði fyrst fjögur lög í Stúdíó
Glóra, sem hér era gefín út í fyrsta
sinn. Það era fjögur fyrstu lögin á
geisladiskinum, Sigurinn, Drauga-
saga, Barbie og Miracle man.
Á síðastliðnu ári hófu Ellý og
Gunnþór starfsemi undir nafninu
Q4U áný, ogí sumargekk Árni
Daníel til liðs við þau, en hann var
þá að ljúka námi í Danmörku. Lengi
hafði staðið til að gefa Glórutökurn-
ar út. Þegar til átti að taka fundust
einnig upptökur með elstu útgáfu
hljómsveitarinnar - þær tökur sem
gengið hafa undir nafninu Skaf í
dag - og tökur frá sumrinu 1982,
hinar svokölluðu Rauðavatnstökur.
Ákveðið var að hljóðblanda þetta
efni upp á nýtt, og gerði Ríkharður
Friðriksson í Tölvutónveri Tónlistar-
skóla Kópavogs það. Að auki eru á
diskinum eitt lag sitt með hvorri
hljómsveit, T42 og Þetta er bara
kraftaverk, sem skipaðar voru
mörgum þeim sömu og störfuðu í
Q4U og voru að spá í svipaða hluti
í tónlist. Öll hljóðvinnsla fyrir geisla-
diskinn fór einnig fram í TTK.
Geisladiskurinn ergefinn út í
samvinnu viðJapis.
• „ÞAR SEM mörg laga Jet
Black Joe hafa eingöngu komið út
á safnplötum eða aðeins birst á
útgáfum þeim sem hafa verið til
sölu á erlendum mörkuðum, þótti
við hæfi að safnaþessum lögum
saman á eina geislaplötu," segir í
fréttatilkynningu frá Spori ehf.
Einnig hefur vinsælustu lögunum
þeirra hér á landi verið bætt við
útgáfuna, en samtals eru lögin 20
og spanna 73.13 mínútur í spilun.
Meðal þeirra laga sem einvörð-
ungu hafa komið út á safnplötum
eða á plötum þeirra erlendis eru I
Know, I You We, Freedom, This
Side Up, Never Mind og Suicide
Joe. Meðal laganna sem komið hafa
út á plötum Jet Black Joe hér á
landi til þessa eru Higher and Hig-
her, Freak Out, Rain, Wasn’t For
You, Starlight, Falling, Summer Is
Gone og You Can Have It All.
Umslagshönnun var í höndum
Sjöunda himins, Sony DADC í
Austurríki sá um framleiðslu.
Spor ehf. gefur útog annast
dreifingu. Verð hvers eintaks er
1.899 krónur.
• SKÍFAN hefur gefið út geisla-
plötuna Sígildar sögur, sem hefur
að geyma 19 vinsælustu lög hljóm-
sveitarinnar
Brimklóar en í ár
eru 20 ár liðin frá
stofnun hljóm-
sveitarinnar. Á
plötunni er auk
þess eitt nýtt lag,
sem heitir Ef rót-
ararnir kjafta nú
frá. Plötunni fylg-
ir ágrip af sögu
Brimklóar, eftir Jónatan Garðars-
son. Sígildar sögur koma einnig út
á snældu (kasettu).
Á plötunni eru lögin Sagan af
Nínu og Geira, Síðan eru liðin
mörg ár, í mínu rökkurhjarta,
Skólaball, Verðbólgan, Eg mun
aldrei gleyma þér, Upp í sveit, Þjóð-
vegurinn, Þorskbæn, Mannelska
Maja, Ég las það í Samúel, Bak
við lokuð gluggatjöld, „Dreifbýlis-
búgí“, Herbergið mitt, Síðastasjó-
ferðin, Stjúpi, Kaupakonan sem
brást, Færeyjar, Rock’n’rokk öll
mín bestu ár og Ef rótararnir kjafta
nú frá. __
• SKÍFAN hefur gef ið út plötu
með tónlistinni úr Djöflaeyjunni
en uppistaða tónlistarinnar eru
rokklög frá 6. áratugnum. Þá er
svokölluð „surf-músík“ áberandi á
lagalistanum. Lögin eru síðan
tengd með setningum og samræð-
um úr kvikmyndinni sjálfri. Björg-
vin Halldórsson Björgvin sá um
lagaval og útgáfuna, en hann samdi
einnig titillag myndarinnar, Þig
dreymir kannski engil, sem er að
finna á disknum.
Lögin á plötunni eru Harlem
Nocture, Diamond Head, Rumble,
Pipeline, Fiberglass Jungle, All
Shook Up, Red River Rock, Hound
Dog, Keep On Knockin’, Trouble,
It’s Beginning To Look a Lot Like
Christmas, Sleep Walk, That’s Al-
right Mama, Smoke Gets In Your
Eyes, Let It Be Me, Whole Lotta
Shakin’ Going On, Rawhide, Great
Balls of Fire, He’ll Have To Go,
Þig dreymir kannski engil.
Auk Björgvins (söngur og gítar)
koma við sögu tónlistarflutningsins
þau Þórir Baldursson (hljómborð,
bassi og bakraddir), Vilhjálmur
Guðjónsson (gítar), Einar Scheving
(trommur), Rúnar Georgsson
(saxófónn), Kristinn Svavarsson
(saxófónn), Árni Scheving (víbra-
fónn) og Guðrún Gunnarsdóttir
(söngur). Upptökumenn voru
Gunnar Smári Helgason (hljóð-
blöndun), Ari Dan, Arnþór Orlygs-
son og Nick Cathcart.
Skífan hf. gefur útog dreifir.
• FARÍSEARNIR senda frá sér
sína fyrstu geislaplötu nú fyrir jólin
og ber hún nafn hljómsveitarinnar.
Farísearnir leika
hrátt og melódískt
gítarrokk. Aðal
laga- og textahöf-
undur hljómsveit-
arinnar er Davíð
Þór Jónsson, en
hann hefur til
þessa verið þekkt-
ari sem skemmti-
kraftur en tónlist-
armaður. Aðrir meðlimir Faríse-
anna eru: Einar S. Guðmundsson
gítarleikari, Jón Gestur Sörtveit
trommuleikari, Ragnar Örn Emils-
son sólógítarleikari og Sævar Örn
Sævarsson bassaleikari.
DÞJ gefur plötuna út ogJapis
sér um dreifingu.
• NÝ GEISLAPLA TA, íslands-
tónar, er komin út með ellefu ís-
lenskum lögum frá ýmsum tímum,
t.d. Hvert örstutt spor, Þú eina
hjartans yndið mitt, Systkinin og í
draumi sérhvers manns. Lögin eru
í útsetningum fyrir panflautu,
flautu og gítar. Hljóðfæraleikarar
eru Martial Nardeau á flautu,
Tryggvi Húbner á gítar og Þórir
Ulfarsson á hljómborð, sem sér
einnig um forritun og útsetningar
fyrir panflautu.
Útgefandi er Torfi Ólafsson tón-
listarmaður og lagasmiður, um
dreifingu sér Sporhf.