Morgunblaðið - 29.11.1996, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 29.11.1996, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1996 51 I | I > > > > > > ; ; I i i T P :■ j 0 4- MINNINGAR GUÐMUNDUR ARNLA UGSSON + Guðmundur Arnlaugsson fæddist í Reykjavík 1. september 1913. Hann lést á Land- spítalanum 9. nóv- ember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkj- unni 15. nóvember. Þegar ég kynntist Guðmundi Arnlaugs- syni hafði ég ekki hug- mynd um að hann væri skákmeistari eða annálaður stærðfræð- ingur, hann var einfaldlega faðir vina minna og ieiksystkina á Öldu- götu 25 og stóð í háu gengi sem slíkur, bæði í því húsi og nærliggj- andi götum. Ég man eftir barnaaf- mæli þar sem hann beitti grammó- fóninum til að útlista fyrir okkur eitthvert lögmál, hann tók leik- fangabíl og setti á plötuspilarann og við fylgdumst með því hvernig hraðinn jókst uns bíllinn skutlaðist af - þetta hefur sennilega verið miðflóttaaflið. En þótt maður hefði kannski ekkert ofboðslegan áhuga á stærð- fræði og eðlisfræði bjó Guðmundur yfir þeim galdri að maður drakk í sig allt sem hann sagði — þar vó áreiðanlega þyngst röddin — hóf- stillt, en líka ofið í hana einhvetjum seið og tempraðri ástríðu sem lét annað þagna. Ég man eftir að hafa staðið í yfirfullum strætisvagni á háannatíma og í útvarpinu hljómaði rödd Guðmundar Arnlaugssonar í skákþætti og allur vagninn hlustaði bergnuminn! Faðir Guðmundar, Arnlaugur, er mér minnisstæður, að upplagi bóndi úr Flóanum og rak lengi bú þar sem síðar reis Kólaverksmiðjan við Haga og Sundlaug Vesturbæjar, fallegur maður og karlmannlegur með silf- urhærur og bjó líka yfir þessum hæga krafti. Fjölskyldur okkar tengdust vináttuböndum þegar hann í félagi við afa minn, Þorgeir, réðist í byggingu stórhýsis við Öldu- götu. Þar bjó Guðmundur um skeið á miðhæð með konu sinni, Hall- dóru, og börnum þremur. Með móð- ur minni og Halldóru tókst ævivin- átta og ég held að ekki sé hallað á neina af fjölmörgum vinkonum móður minnar þótt ég segi að Hall- dóra hafi átt fáa jafningja í per- sónutöfrum og skemmtilegheitum. Þótt seinna skildu leiðir eins og gengur þegar fólk flytur í fjarlæg hverfi, var alltaf stutt á milli í and- anum og í hvert skipti sem maður hitti Guðmund var eins og við hefð- um verið í barnaafmæli síðast í gær. Fyrir nokkrum árum fékk ég hann til liðs við mig í þætti sem þau misseri var á dagskrá sjón- varps: Ljóðið mitt. Guð- mundur valdi sitt Ijóð og kynnti með öllum sínum töfrum, en eins og jafnan í sjónvarpi klúðraðist upptakan og þurfti að endurtaka og ég man hvað mig tók það sárt, því nú myndi galdurinn fara forgörð- um í endurtekningunni. En það var öðru nær, fjórum sinnum klikkaði „tæknin" og alltaf var Guðmundur jafn yfirvegaður og alltaf voru töfrarnir jafn eðlilega á sínum stað. Þótt Guðmundur léti af störfum skólameistara og árin færðust yfir var lítið lát á forvitni hans og áhuga. Frækileg er þýðing hans á Sögu tímans eftir Hawkins sem Bókmenntafélagið gaf út árið 1990, aðeins tveimur árum eftir frumbirt- ingu, einhver alskemmtilegasta bók sem út hefur komið á öldinni og viðfangsefnið hvorki meira né minna en alheimsgátan. Tiibúin í handriti mun vera önnur þýðing Guðmundar á hliðstæðu verki: „The First Three Minutes" (Ár var alda) eftir Steven Weinberg. En af öllum verkum Guðmundar (í Þjóðarbókhlöðu eru yfir fjörutíu færslur á hans nafni) er mér efst í huga Hvers vegna vegna þess sem út kom í tveimur bindum árin 1956-57 og byijar svona: „Þú situr inni í herberginu þínu kyrrlátt vetrarkvöld og lest í bók. Allt er kyrrt og hljótt umhverfis þig, þögnin umlykur allt, kyrrðin hvílir á öllu, engin óró, engin hreyf- ing. Kyrrlátt ljós lampans lýsir upp blað bókarinnar, loftið er notalega hlýtt og kyrrt. En eru kyrrðin og hreyfingarleysið jafn alger og þér virðist? Er óhætt að treysta þvi að hlutirnir séu í raun og veru eins og þeir koma okkur fyrir sjónir án frekari athugunar? Hvað er ljós og hvað er loft?“ Og síðan var alheimurinn útlist- aður allt frá dyrabjöllu upp í kjarn- orkusprengju með viðkomu í eilífð- arvél. Og búningurinn var þessi undursamlega rödd - ógleymanleg öllum sem heyrðu. Pétur Gunnarsson. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, KRISTÍN AÐALHEIÐUR JÓHANNSDÓTTIR, Bjarkarbraut 15, Dalvik, sem andaðist í Dalbæ á Dalvík fimmtu- daginn 21. nóvember, verður jarðsung- in frá Dalvíkurkirkju laugardaginn 30. nóvember kl. 13.30. Þeir, sem'vilja minnast hinnar látnu, eru beðnir að láta Slysavarnafélag íslands njóta þess. Rannveig Hjaltadóttir, Karl Geirmundsson, Anna Bára Hjaltadóttir, Trausti Þorsteinsson, Kristrún Hjaltadóttir, Óskar S. Einarsson og barnabörn. t Við sendum innilegar þakkir fyrir auðsýnda virðngu, samúð og vinarhug vegna andláts GUÐMUNDAR ARNLAUGSSONAR fyrrverandi rektors. Alda Snæhólm, Ólafur Guðmundsson, Liz Guðmundsson, Arnlaugur Guðmundsson, Anna Kristjánsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Björgvin Viglundsson, barnabörn og barnabarnabarn. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, HELGA ÁGÚSTSDÓTTIR, Hamragerði 12, Akureyri, lést fimmtudaginn 28. nóvember. Ágúst Steinsson, Baldur Ágústsson, Anna María Hallsdóttir, Vilhelm Agústsson, Edda Vilhjálmsdóttir, Birgir Ágústsson, Inga Þóra Baldvins, Skúli Ágústsson, Fjóla Stefánsdóttir, Eyjólfur Ágústsson, Sigríður Sigþórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LAUFEY ÁRNADÓTTIR, Neðstaleiti 5, Reykjavík, sem lést sunnudaginn 24. nóvember sl., verður jarðsungin frá Bústaðakirkju mánudaginn 2. desember kl. 15.00. Ingveldur Eyjólfsdóttir, Helena Eyjólfsdóttir, Eygló Eyjólfsdóttir, Guðmun Eyjólfur B. Gíslason, Mary Jan Bjargey G. Gisladóttir, Einar H. barnabörn og barnabarn dur Guðbjörnsson, e Rupert, Sigurðsson, abörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og lang- afa, ÓLAFS E. EINARSSONAR stórkaupmanns frá Garðhúsum í Grindavik, siðasttil heimilis á Hrafnistu í Reykjavik. Einar G. Ólafsson, Sigríðui Steinunn Ólafsdóttir, Ólafur F Ólafur E. Ólafsson, Þorbjör barnabörn og barnaba Þóra Bjarnadóttir, lallgrimsson, g Jónsdóttir, rnabörn. + Innilegar þakkir færum við þeim fjöl- mörgu, sem sýndu okkur samúð og vin- arhug við andlát og útför ástkærrar eig- inkonu minnar, móður okkar, tengda- móður, ömmu, systur og mágkonu, JÓNU SIGRÚNAR SIMONARDÓTTUR, Hrauntúni 61, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir færum við séra Bjarna Karlssyni og félögum í Oddfellowstúkunni F Eðvarð Þór Jónsson Símon Þór Eðvarðsson, Elfn Sigr Sigurjón Eðvarðsson, Elísa Kri Aron Máni Símonarso Birgir Símonarson, Klara Ber ■■Miiii V • l erjólfi. 'ður Björnsdóttir, stmannsdóttir, n. gsdóttir. RA0AUGÍ YSINGAR NAUÐUNGARSAiA Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins, Aðalgötu 7, Stykkis- hólmi, þriðjudaginn 3. desember 1996, kl. 10.00 á eftirfarandi eignum: Austurgata 6, Stykkishólmi, þingl. eig. Bergsveinn Gestsson, gerðar- beiðandi innheimtumaður ríkissjóðs. Fiskimjölsverksmiðja, (Hausthús), ásamt tilh. vélum, tækjum og áhöldum, Snæfellsbæ, þingl. eig. Otgerðarfélagið Óðinn ehf., gerðar- beiðendur Fiskveiðasjóður íslands og Landsbanki Islands. Fiskimjölsverksmiðja, mjölgeymsla og lifrarbræðsla, ásamt tilh. vél- um, tækjum og áhöldum, Snæfellsbæ, þingl. eig. Útgerðarfélagið Óðinn ehf., gerðarbeiðendur Fiskveiðasjóður Islands og Landsbanki Islands. Skólabraut 4, Snæfellsbæ, þingl. eig. Aðalheiður Másdóttir og Sölvi Guðmundsson, gerðarbeiðendur innheimtumaður rikissjóðs og Vá- tryggingafélag fslands hf. Sundabakki 10, Stykkishólmi, þingl. eig. Eggert Sigurðsson, gerðar- beiðandi innheimtumaður ríkissjóðs. Sýslumaðurinn ÍStykkishólmi, 28. nóvember 1996. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Hörðuvöilum 1, Selfossi, þriðjudaginn 3. desember kl. 10.00 á eftirfarandi eignum: Breiðamörk 25, Hveragerði, þingl. eig. Hrefna Halldórsdóttir, gerðar- beiðendur Búnaðarbanki Islands 303, Byggðastofnun, Ferðamála- sjóður, Húsasmiðjan hf., Kaupfélag Árnesinga, Landsbanki fslands 0101 og S.G. Einingahús hf. Grundartjörn 11, Selfossi, þingl. eig. Björn H. Eiriksson og Arnheið- ur H. Bjarnadóttir, gerðarbeiðandi Karl Ó. Hjaltason. Heiðarbrún 57, Hveragerði, þingl. eig. Sigursteinn Tómasson, gerðar- beiðendur Byggðasel hf., Byggingarsjóður ríkisins, Hveragerðisbær og Vátryggingafélag fslands hf. Hrísholt, Laugarvatni, þingl. eig. Sigurður Sigurðsson, gerðarþeið- endur Byggingarsjóður ríkisins, Heilþrigðiseftirlit Suðurlands, Lífeyr- issjóður verkalýðsfélaga á Suðurlandi og sýslumaðurinn á Selfossi. Lindarskógar 6-8, Laugarvatni (eignarhl. gþ.), þingl. eig. Sigurður Sigurðsson og Ásvélar hf., gerðarbeiðendur Fjölhönnun hf., Laugar- dalshreppur, Ríkissjóður og sýslumaðurinn á Selfossi. Mánavegur 6, Selfossi, þingl. eig. Selma Egilsdóttir og Valdimar Karlsson, gerðarbeiðendur Landsbanki fslands 0152, S.G. Eininga- hús hf. og Vátryggingafélag Islands hf. Sýslumaöurinn á Selfossi, 28. nóvember 1996. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins í Hafnarstræti 1, ísafirði, þriðjudaginn 3. desember 1996 kl. 14.00 á eftirfarandi eignum: Fjarðargata 30, 0101, Þingeyri, þingl. eig. Húsnæðisnefnd ísafjarðar- bæjar, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna. Fjarðargata 30, 0201, Þingeyri, þingl. eig. Húsnæðisnefnd ísafjarðar- bæjar, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna. Fjarðargata 30,0203, Þingeyri, þingl. eig. Húsnæðisnefnd (safjarðar- bæjar, geröarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna. Fjarðargata 30, 0205, Þingeyri, þingl. eig. Húsnæðisnefnd Isafjarðar- bæjar, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna. Mjallargata 6, 0101, Isafirði, þingl. eig. Kamilla Thorarensen, Rós- mundur Skarphéðinsson og Lífeyrissjóður Vestfirðinga, gerðarbeið- andi Byggingarsjóður ríkisins. Sætún 12, 0202, Suðureyri, þingl. eig. Húsnæðisnefnd Isafjarðarbæj- ar, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna. Túngata 27, n.h., Suðureyri, þingl. eig. Hjördís M. Guðmundsdóttir, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna. Sýslumaðurinn á Isafirði, 28. nóvember 1996.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.