Morgunblaðið - 29.11.1996, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ
MINIVIINGAR
FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1996 47
»
r
€
«
«
«
«
:
4
tíma til að njóta náttúrunnar og
félagsskaparins. Þórður byrjaði
ungur að leggja stund á stangveiði
og hafði víða farið til veiða en
kærust var honum Laxá í Aðaldal
með öllum sínum dulmögnuðu veiði-
stöðum. Þórður var sögumaður góð-
ur, fjölfróður, gamansamur og var
fljótur að koma auga á hinar
spaugilegu hliðar atvikanna. Lengst
af bjó Þórður á Akureyri og þar
var hans starfssvettvangur. Sem
umboðsmaður Brunabótafélags ís-
lands var hann vel þekktur fyrir
ljúfmannlega framkomu í garð við-
skiptamanna félagsins og vildi
hvers manns vanda leysa. Þórður
var félagslyndur maður og naut sín
í góðra vina hópi. Mannkostir Þórð-
ar gerðu það að verkum að hann
var valinn til æðstu trúnaðarstarfa
hjá þeim félögun sem hann átti
aðild að. Lífsförunaut sinn, Guð-
rúnu ísberg, sótti hann til Blöndu-
óss og fór það ekki á milli mála
hversu gæfusamur hann var í
einkalífinu. Heimili þeirra var ein-
stakt og bar fagurkerunum glöggt
vitni. Garðurinn við hús þeirra í
Hamragerðinu á Akureyri, þar sem
þau bjuggu lengst af, var með ólík-
indum gróskumikill og fallegur. Þar
lögðu bæði hjónin grænar hendur
á plóginn. Þórður tók á móti gestum
sínum af mikilli höfðingslund og
naut þar dyggilegrar aðstoðar konu
sinnar.
Við kveðjum kæran veiðifélaga.
Hans verður sárt saknað á bökkum
Laxár næsta sumar en minningin
um góðan dreng mun lifa.
Við sendum Guðrúnu, börnunum,
Nínu og Gunnari, tengdabörnum
og barnabörnum innilegar samúð-
arkveðjur.
Margrét og Gunnar Sólnes.
Þórður Gunnarsson og kona
hans, Guðrún ísberg, fluttu í fjölbýl-
ishús það við Efstaleiti í Reykjavík
er oft er nefnt Breiðablik.
Þetta var á vordögum árið 1989.
Ég hafði ekki, því miður, þekkt
Þórð neitt að ráði áður, nema það
að ég þekkti hann í sjón, en við
vorum á sama tíma nemendur hvor
í sínum bekk í Menntaskólanum á
Akureyri.
Ég minnist hans sem myndarlegs
ungs manns sem var vasklegur og
fýrirmannlegur í fasi og fram-
göngu. Sérstaklega man ég eftir
Þórði sem framkvæmdastjóra sum-
arhótels í heimavist Menntaskólans
á Akureyri og sem stjórnanda Sjálf-
stæðishússins (Sjallans) á Akureyri.
Eftir að þau hjón fluttu inn hér
í Breiðablik jukust kynni að sjálf-
sögðu og ekki fór á milli mála að
þeim fylgdi góður andi og ómetan-
legur styrkur til góðra sambýlis-
hátta fýrir fólkið í þessu húsi.
Ég vona og reyndar veit að þau
Þórður og Guðrún lifðu hér yndisleg
ár og nutu þeirrar stórkostlegu
aðstöðu, sem hér er hægt að njóta,
og nutu einnig ágætra samvista við
aðra íbúa hér.
Þórður Gunnarsson var nokkur
ár í hússtjórn og driffjöðrin í félags-
lífi okkar. Skörungsskapur hans og
myndugleiki ásamt Ijúflegri fram-
göngu og umgengni ollu því að
hann var hvers manns hugljúfi.
Þegar ég set þessi orð á blað kem-
ur mér í hug vinur minn frá löngu
liðnum skóladögum en hann var
einstakur ljúflingur og snillingur í
notkun móðurmáls okkar, einkum
í bundnu máli. Þessi maður var
Baldvin Ringsted, tannlæknir á
Akureyri, en hann var frændi Þórð-
ar Gunnarssonar.
Við dáðumst að hæfileikum Þórð-
ar þegar hann stjórnaði mannfund-
um og mannfagnaði í þessu húsi.
Hann var fæddur sögumaður í
þeirri gömlu íslensku merkingu þess
orðs. Skemmtilegar frásagnir hans
og lýsingar á mönnum og málefnum
virtust óþrjótandi. Hann hafði ein-
staklega gott tungutak. Tær og
hrein íslenskan með norðlenskum
framburði lék honum á tungu.
Það var í mínum huga eins og
öll persóna Þórðar, þessa elskulega
manns, tengdist eða minnti á þann
„kúltúr" sem margir telja að hafi
mótað Akureyri á liðinni tíð.
Ég veit að ég mæli fyrir hönd
þeirra er í þessu húsi eiga heima
að þeir harma fráfall Þórðar Gunn-
arssonar og biðja frú Guðrúnu og
þeirra fólki blessunar í sorg þeirra
en „orðstírr deyr aldregi, hveim er
sér góðan getr“, eins og segir í
Hávamálum.
Vilhjálmur Árnason.
Ég fínn mig knúinn til að kveðja
vin minn og frímúrarabróður Þórð
Jónas Gunnarsson með nokkrum
orðum.
Kær vinur og félagi er fluttur
yfir móðuna miklu til Austursins
Eilífa. Það dimmdi óneitanlega í
huga mér morguninn 21. síðastlið-
inn, þegar Guðrún hringdi og sagði
mér að Þórður hefði látist á sjúkra-
húsi, þá um morguninn. Þó fagna
beri lausn frá erfiðum veikindum,
fer ekki hjá því að það myndast
tómarúm í hugum manna við slíkar
fréttir. Öllum er okkur ljós sú stað-
reynd, að ekkert líf sé án dauða
og enginn dauði án lífs. Samt sem
áður er það jafnan svo, ef þessi
vitneskja snertir mann sjálfan, er
hún sár og framkallar smæð okkar
gagnvart almættinu. Á móti kemur
sú huggun í harmi, að okkur hefur
verið gefið fyrirheit, um endur-
fundi, því mannssálin lifir að eilífu.
Kynni okkar Þórðar hófust að
marki, er ég gekk í frímúrararegl-
una, snemma árs 1958. Þar áttum
við gott, og mér ógleymanlegt sam-
starf. Það leiddi til vináttu, sem ég
fæ aldrei fullþakkað. Hann valdist
til forustu í reglustarfi vegna hæfi-
leika sinna, dugnaðar, atorku, mik-
illar þekkingar og færni. Hann var
snjall ræðumaður, hvort heldur var
á góðum stundum eða í alvarlegum
erindum, um sögu, listir, eða regl-
una okkar. Mér er ofarlega í huga
ræða sem Þórður flutti á kirkjuviku
í Akureyrarkirkju fyrir nokkrum
árum.
Þegar byggingarframkvæmdir
reglunnar stóðu yfír hér, var for-
usta hans og fleiri mikils verð. Þórð-
ur var oft búinn að teikna ýmislegt
sem um var rætt, gripi og búnað.
Þar leyndu sér ekki listrænir hæfí-
leikar hans. Mun hann nú síðustu
ár hafa rækt þessa hæfileika sér
til ánægju.
Þórður var víðförull, það kom sér
vel, þegar frímúrarabræður og syst-
ur héðan fóru í tvígang til útlanda
í skemmti- og menningarferðir.
Hann hafði víða komið og vissi
margt, gat mörgu miðlað okkur,
var frumkvöðull ferðanna. Það er
ógleymanleg ganga okkar um Via
Dolorosa, pýramída o.fl. og síðar
að skoða Péturskirkjuna í Róm.
Með orðum Þórðar sagt: „Það sem
hreif mig mest í því stórbrotna
musteri, var látlaus myndastytta
Michelangelos, Pieta. Og er hún
af Maríu með lík sonarins Jesú
Krists í fanginu. Mér fannst, sem
allt skraut, öll byggingalist, fölnaði
fyrir þeirri birtu, sem geislaði og
streymdi, frá þessari steinmynd.
Líkt og þegar stjömur fölna fyrir
ljósi sólar.“ Þama er mælt af djúp-
ri hugsun, og listamaðurinn á öllum
sviðum er með í för.
Margar ferðir vomm við einnig
búnir að fara innanlands, ásamt
mörgum, í sambandi við fundi, frá
þeim verma margar og góðar end-
urminningar.
Undanfarin ár, eftir að Þórður
og Guðrún fluttu suður, voru sam-
vemstundir ekki eins margar, en
þá notuðum við símann, hann vildi
fylgjast með starfí og félögum hér.
Það var ánægjuleg tilfínning fólgin
í áhuga hans. Síðasta óskin þín,
kæri vinur, varð ekki uppfyllt en
það kemur ekki að sök, nú hefurðu
góða yfírsýn og þarft ekki myndir.
Við Frímúrarabræður söknum
góðs félaga en Alfaðir ræður. Hafðu
kæra þökk fyrir samfylgdina, kæri
vinur, megi ljós kærleikans fylgja þér.
Ég bið hinn Hæsta Höfuðsmið
Himins og Jarðar að halda sinni
almáttugu verndarhendi yfír þér og
ástvinum þínum.
Guðrúnu, börnum ykkar og ást-
vinum öllum sendi ég innilegar sam-
úðarkveðjur.
Magnús Jónsson.
VALDIMAR RUNÓLF-
UR HALLDÓRSSON
+ Valdimar Run-
ólfur Halldórs-
son fæddist á
Bakka í Skeggja-
staðahreppi 26. maí
1924. Foreldrar
hans voru Halldór
Runólfsson frá Böð-
varsdal í Vopna-
firði, bóndi og sím-
stöðvarstjóri á
Bakkafirði, síðar
póstmaður í
Reykjavík, og Katr-
ín Valdimarsdóttir
frá Bakka. Systir
Valdimars er Kri-
sljörg Halldórsdóttir. Valdimar
kvæntist 1. desember 1948 eft-
irlifandi eiginkonu sinni, Huldu
Matthíasdóttur, f. í Reykjavík
16.1. 1924. Foreldrar hennar
voru Matthías Lýðsson og
Kristín Hólmfríður Stefáns-
dóttir. Valdimar og Hulda eiga
fimm börn. Þau eru: Kristín
Matthildur, f. 4.5. 1949, maki
Gabriel George Bardawil og
eru þau búsett í London; Hall-
dór Karl, f. 14.5. 1950, maki
Elísabet Hákonardóttir, búa í
Kópavogi; Elín Sigfríður, f. 11.5.
1953, malri Benedikt Geirsson,
búa í Reykjavík; Matthías, f.
25.2. 1957, maki
Anna Dóra Stein-
þórsdóttir, búa í
Reykjavík; Guð-
mundur Björn, f.
22.2. 1962, búsettur
í Reylgavík. Barna-
börn Valdimars og
Huldu eru fjórtán
og barnabarnabörn
tvö. Valdimar flutt-
ist til Reykjavíkur
árið 1943. Hann
stundaði Iengi
verslunarstörf,
fyrst hjá Klæða-
verslun Andrésar
Andréssonar, síðar hjá Stálhús-
gögnum. Á sjöunda áratugnum
stóð Valdimar ásamt hópi vina
sinna að stofnun fyrirtækisins
Börkur hf., sem lengst af starf-
aði í Hafnarfirði. Valdimar
gegndi störfum framkvæmda-
sljóra þess fyrirtækis frá upp-
hafi, þar til vinahópurinn seldi
fyrirtækið seint á síðasta ára-
tug. Síðan hefur hann rekið
heildverslunina Festi í sam-
vinnu við son sinn Matthías og
eiginkonu hans, Önnu Dóru.
Útför Valdimars fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Það var fyrir tuttugu og þrem-
ur árum þegar ég kynntist dóttur
Runólfs sem fundum okkar bar
saman. Mér var strax tekið sem
einum af fjölskyldunni af þeim
hjónum, Runólfi og Huldu. Fyrir
mig sem kom inn í þessa stóru
íjölskyldu var það mikil breyting.
Runólfur hélt vel utan um hina
stóru fjölskyldu, þrátt fyrir að
sinna mjög krefjandi starfi sem
framkvæmdastjóri eins stærsta
fyrirtækis í Hafnarfirði. Það
hafði hann hafði stofnað ásamt
félögum sínum upp úr 1960 en
Runólfur fór með framkvæmda-
stjórn í rúm tuttugu ár. Ferðirnar
voru ófáar sem við fórum saman
í laxveiði í Miðfjarðará í Bakka-
firði. Þar var hann kominn á
æskuslóðirnar sem voru honum
dýrmætar. Hvert sem verkefnið
var; að byggja brú, laga vegi og
aðkomu að veiðistöðum, var hann
allra mann duglegastur, en félag-
ar hans er stóðu að veiðiskapnum
létu ekki smámuni hindra sig í
stórframkvæmdum.
Á síðari árum dró úr ferðum
hans austur en afkomendur tóku
við. Ferðirnar sem við hjónin fórum
ásamt börnum okkar voru ófáar
og nýttist þá vel sú list við veiðar
sem Runólfur kenndi mér.
Runólfur byggði sér sumarbú-
stað ásamt félögum sínum í Bisk-
upstungum. Þar naut hann sín afar
vel í sveitakyrrðinni. Ávallt var
gistipláss fyrir þá sem bar að garði
og var þá oft þröng á þingi en þau
hjón tóku ekki í mál annað en gist
væri og borðaður góður matur.
Síðan var farið í heita pottinn,
málin rædd og skrafað um heima
og geima.
Runólfur var allra manna
hjálplegastur. Þegar við fjöl-
skyldan vorum að koma yfir okk-
ur þaki voru ófá handtökin sem
hann átti í byggingunni við að
leggja rör, hlaða milliveggi eða
skafa timbur. Seinna þegar
barnabörnin uxu úr grasi var
hann ávallt tilbúin að keyra þau
í íþróttirnar innanbæjar eða þá á
skíði í Bláfjöllin þegar við hjónin
komum því ekki við.
Sjúkdómur Runólfs greindist
fyrir rúmu hálfu ári. Þrátt fyrir
erfið veikindi hægði hann ekki á
sér fyrr en undir það síðasta. Það
átti ekki við hann að vera aðgerð-
arlaus og vann með syni sínum og
tengadóttur í sameiginlegu fyrir-
tæki þeiira þar til fyrir nokkrum
vikum. Ég bið Guð að styrkja
Huldu við fráfall Runólfs en nafni
sem nú dvelur í Þýskalandi biður
fyrir kveðju.
Benedikt Geirsson.
Góður vinur er horfínn. Féll hann
fyrir sláttumanninum mikla á 73.
aldursári.
Við Runólfur, eða Runi eins og
hann jafnan var nefndur af vinum
og kunningjum, kynntumst fyrst í
MA á Akureyri, þaðan sem við
þreyttum gagnfræðapróf vorið
1941.
Eftir dvöl mína við nám erlendis
lágu leiðir aftur saman í Reykjavík
upp úr 1950 og þá oftar en ekki í
félagsskap frænda hans og félaga
okkar, Valdimars M. Jónssonar,
Valda. Áhugamál okkar og fjöl-
skyldnanna voru keimlík, útivera
og veiðar hvers konar. Ófáar urðu
veiðiferðirnar á gæs og ijúpu, en
ekki síst bundust traust bönd við
lax- og silungsveiðar í Miðfjarðará
og Kverká í Bakkafirði, í góðum
hópi veiðifélaga okkar. Þar sat
framkvæmdagleðin gjarnan í fyrir-
rúmi við byggingu veiðihúss og
brúar og lagningu vega á eigin
landi. Oftast var farið saman í 7-14
daga ferðir, á hveiju sumri um ára-
tuga skeið, og gert klárt fyrir opn-
un veiðitímabilsins. Þá voru veiði-
stengurnar stundum aðeins bleyttar
í lok erfíðs dagsverks. Þessar stund-
ir í félagsskap góðra vina eru dýr-
mætar og gleymast seint. Ég held
að Runi hafí hvergi notið sín betur
en á árbakkanum okkar, enda var
hann þar á heimaslóðum sínum.
Á miðjum aldri hófst nýr kafli í
samskiptum okkar Runa, þegar við,
ásamt fleiri félögum, stofnuðum og
rákum um árabil hlutafélagið Börk
hf. í Hafnarfírði. Runólfur var fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins frá
stofnun og þangað til fyrirtækið var
selt árið 1987. Það var brautryðj-
andi í vinnslu og framleiðslu á poly-
úreþan-plasti og vörum úr því.
Nægir að nefna í því sambandi
pólyúreþan einangruð hitaveiturör
fyrir dreifíkerfi fjarvarmaveita sem
hafín var framleiðsla á árið 1965.
Framleiðsla þess olli byltingu við
lagningu og viðhald og má fullyrða
að engin ein nýjung önnur var þýð-
ingarmeiri fyrir þróun hitaveitna
en einmitt þessi. Margar nýjungar
aðrar urðu til í Berki sem of langt
mál yrði að telja upp hér.
Aftur hefst nýr kafli í félagsskap
fjölskyldna okkar þegar við keypt-
um saman, með fleirum, land í Bisk-
upstungum og byggðum þar saman
sumarbústaði. Þar hafa fjölskyldur
okkar notið margra ánægjustunda
við ræktun og hvers konar aðrar
framkvæmdir fram á þennan dag.
Að lokum vottum við hjónin, Lísa'
og ég, þér Hulda mín, og fjölskyld-
unni allri, djúpa samúð okkar á
þessari erfiðu stundu.
Við minnumst dugnaðar og
drengskaparmannsins Runólfs, sem
þekkti ekki hugtakið „að gefast
upp“.
Gunnar K. Björnsson.
„Valdimar Runólfur er dáinn,
banamein hans var krabbamein.“
Eitthvað þessu líkt hefði Runi lík-
lega viljað að minningargreinin um
hann hefði hljóðað. Einföld tilkynn- -
ing og punktur og basta. Þó veit
ég að hann mun fyrirgefa mér þó
ég segi fáein orð í kveðjuskyni.
Ég kynntist Runa fyrir aldar-
fjórðungi þegar við Matti sonur
hans urðum vinir. Ég get ekki sagt
með góðri samvisku að ég hafi ver-
ið ákjósanlegur félagsskapur á þess-
um árum, en frá fyrstu tíð fann ég
að ég var velkominn á heimili Runa
og Huldu. Þegar ég kynntist Runa
var hann stórkapítalisti, forstjóri og
hluthafi í efnaverksmiðjunni Berki
í Hafnarfirði. Á þeim árum var
Börkur hf. stórt fyrirtæki á íslensk-
an mælikvarða og rak launapólitík
sem aðrir mættu taka sér til fyrir-. _
myndar og starfsfólkið kunni vel
að meta forstjórann.
Runi gerði meira en að opna
mér heimili sitt því hann réð mig
í sumarvinnu í Berki. Á morgnana
var ég samferða Runa suður í
Hafnarfjörð, í vinnuna. Á þeim
árum var það fátítt að undirritaður
kæmi á réttum tíma í skólann en
það kom aldrei fyrir að ég stæði
ekki ferðbúinn með nestispakkann
á slaginu kl. 7.15 og biði eftir
Runa úti á horni. Annað kom bara,
ekki til greina. Runi gerði þá kröfu
að þeir sem höfðu til þess burði
gerðu skyldu sína. Gerði hann til
þín kröfur fólst í því viss viðurkenn-
ing og það fann maður. Það var
því ljúfsárt að rífa sig upp á hárinu
fyrir allar aldir til að hitta Runa
úti á homi.
En mestar kröfur gerði hann þó
til sjálfs sín. Ég hef aldrei kynnst
ósérhlífnari manni. Það lýsir honum
e.t.v. best að viku fyrir andlátið
stóð hann uppi í stiga með hækju
í annarri hendi og raðaði 1 hillur á
lagernum í heildsölufyrirtækinu
Festi sem þau hjónin keyptu og
ráku ásamt Matta syni sínum og
tengdadóttur. ~ -
Nú er skarð fyrir skildi en það
var Runa líkt að hverfa ekki af
sjónarsviðinu fyrr en tryggt var að
fyrirtækið væri komið á réttan kjöl
og sigldi góðan byr. Nú hefur Runi
sveigt af og sett stefnuna á ókunn
lönd. Ég þakka honum fyrir að
hafa sýnt mér, unglingnum, traust
á tímum þegar flestir aðrir voru
fullir tortryggni. Hann var harður
á yfirborðinu en undir niðri var
mýkt og mannkærleikur. Hann var
kapítalisti í orði en sósíalisti á borði.
Þannig var Runi í mínum huga.
Við Sigrún, Hugi og Muni sendum
Huldu og ykkur öllum samúðar-
kveðjur frá_ Stokkhólmi.
Ásgeir R. Helgason.
Elsku afi, þó að leiðir okkar
hafí skilið þakka ég fyrir þær
stundir sem við höfum átt saman.
Það var alltaf gott að koma í
Víkurbakkann til ykkar ömmu. Þar
tókstu á móti mér með bros á vör
og opnum örmum. Þú vildir allt
fyrir alla gera og ekkert var
ómögulegt í þínum augum. Það
sýndi sig vel þegar þú skelltir loð-
húfunni á höfuðið og keyrðir upp
í Bláfjöll til að sækja mig og bróð—
ur minn. Þú varst alltaf reiðubúinn
til að hlusta og hjálpa þegar ég
leitaði til þín.
Elsku afi, allar þær minningar
sem ég á um þig eru góðar því
þannig varstu. Þó að þú sért farinn
til Drottins mun ég aldrei gleyma
þér því þú varst einstakur.
Guð geymi þig. *—-
Bergrún Elín.