Morgunblaðið - 29.11.1996, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1996
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Dagur við Dóná
og dagur við Rín
MÉR varð á mismæli í útvarps-
þætti Sigríðar Matthíasdóttur um
Ungveijaland um daginn þegar ég
sagði að útför, endurgreftrun,
þjóðarleiðtogans Imre Nagy hefði
farið fram 16. mars í staðinn fyrir
16. júní sem er hið rétta. í sjálfu
sér er þetta ekki leiðréttingar virði
en fram í hugann kemur svo margt
sem gerir 16. júní einn af merkis-
dögum þeirra tíma sem ég hefí lif-
að fullorðinsævi.
Dagurinn 16. júní 1989 er ákaf-
lega eftirminnilegur okkur sem
urðum vitni að sorg, hátíðleik, ein-
hug hjá mannfjöldanum á Hetju-
torgi í Búdapest þann dag og ekki
voru síður eftirtakanleg fyrirheit
og svardagar í máli ræðumanna
og múgurinn tók undir og þeytti
upp í bláan sumarhimin: Við drott-
in Ungveija sveijum eið, sveijum
að lúta ekki oki og nauð! Það voru
teknir fram dýrustu eiðar ungver-
skrar tungu, eiðar sem skáldið
Petöfi færði til ljóðmáls í þjóðar-
uppreisninni 1848. Allir sneru
ásjónum sínum að einfaldri en
áhrifaríkri skreytingu með fánum,
borðum, tjöldum og blómsveigum
upp við Listaskálann. Þar voru lík-
kistur nokkurra byltingarmanna
sem nú skyldi veita útför með
hæfílegum hætti eftir þriggja ára-
tuga vanvirðu í fordæmdra gröf. Á
bak við var táknmynd þess afls sem
rís úr lágum stað en stefnir hátt.
Viðstaddir vissu að myndverkið
hafði unnið Rajk yngri, en faðir
hans hafði einnig verið
dæmdur dómsmorði og
var það við upphaf
þeirrar harðstjómar
sem menn mótmæltu
árið 1956. Við hægan
bumbuslátt voru lesin
nöfn yfir 200 manna,
flestra ungra, sem
valdstjórnin dæmdi til
lífláts í refsiaðgerðum
gegn þjóðinni eftir
uppreisnina 1956 og á
næstu tveim árum.
Leiðtogans Imre Nagy
var minnst með inn-
fjálgi (fulltrúar kirkju-
deilda), á hrífandi hátt
og fagurlega (lista-
menn tungu og tóna), með brýn-
ingum um að endurvekja anda
uppreisnarinnar (gamlir lýðræðis-
sósíalistar), með ákalli til þjóðar-
innar um að reka nú Rússa af
höndum sér (fulltrúi ungliðahreyf-
ingar) og það heyrðist rödd Imre
Nagy sjálfs af suðandi segulbandi
frá haustinu 1956: Ungversku
systkin, föðurlandsvinir, trúu borg-
arar þessa lands! Varðveitið árang-
ur byltingarinnar, haldið vöku ykk-
ar og rósemi. Látið ekki bræðra-
blóð renna... Einu og hálfu ári
síðar var hann ásamt nánustu sam-
verkamönnum tekinn af lífi í fang-
elsinu og líkamsleifar fluttar með
leynd í ómerktan reit Kerepesi-
garðsins. Sjálfur man ég atvik frá
aftökudeginum 16. júní 1958. Ég
var á vesturleið frá
náms- stað mínum,
Búdapest, og stefndi
til íslands, ferðaðist á
járnbraut yfir megin-
landið og stansaði
víða til að nasa af
ókunnum löndum. Að
morgni var komið til
Strassborgar í Frakk-
landi og þar var margt
að skoða. Ætlun mín
hafði verið að taka
mér fari með fljótabát
niður Rín, helst alveg
ofan frá Sviss, en ein-
hvern veginn hafði ég
ekki fundið neinn slík-
an farkost í Basel.
Strassborg væri vænlegri höfn var
mér sagt. Ég hafði haft Dóná fyr-
ir augunum lengi og oft hugsað
til þess, hve gaman það hlyti að
Sjálfur man ég atvik,
segir Hjalti Kristgeirs-
son, frá aftökudeginum
16. júní 1958.
vera að sigla frá Búdapest til Vín-
ar, en árin mín í Búdapest var
þess enginn kostur. Nú var mollu-
heitt síðdegi í stórfróðlegri
franskri, áður þýskri borg, fætur
þreyttir af því að reika um götur
og torg, höfuð þungt af því að
Hjalti
Kristgeirsson
innbyrða það sem fyrir augu bar.
Ég hugðist prófa færni mína í
frönsku, sem aldrei hefir verið til
að státa af, keypti mér blað og
gekk inn í ódýrt veitingahús til að
njóta málsverðar og hvíldar. Mat-
seðillinn var lítill og torlesinn en
fyrirsagnir í blaðinu stórar og
hrópandi: Búdapest, Imre Nagy
executé ólífismaður, skálkurinn
Kadar að verki. Það var eins og
mér væri gefíð duglega utan undir
og ég vankaðist við. Þjónninn
þurfti að geta sér til um þarfir
mínar og lét mig fá eitthvað til
að maula og súpa. Var ég að koma
úr svo hræðilegum stað? Þar sem
landstjórnandi festi andstæðing
sinn upp? í staðinn fyrir að ræða
málin og láta reyna á fylgi við
hugmyndir. Hvaða blekkingu var
ég að elta - eða flýja frá? Var ég
kannski samsekur fyrir að hafa
etið brauð slíks húsbónda? Ég
skildi nóg í blaðinu til að sjá hvað
gerst hafði en útlegging fór að
mestu fyrir ofan garð. Sjálfur átti
pilturinn ég að hafa forsendur til
að skilja atburði í Ungveijalandi
eftir tveggja ára dvöl þar - eða
hvað? Hafði piltur einurð til að
horfast í augu við svik og
ómennsku, nakið valdið? Eða var
hann alltaf sama sveitamanns-
heimóttin sem hélt viðhlæjendur
vini og vék jafnan undan beinni
áskorun um afstöðu? Mannshöfuð
er nokkuð þungt, kvað skáldið, og
kollurinn á mér varð ekki léttari
þetta kvöld í Strassborg. Það var
þoka, alltént inni fyrir og ég held
jafnvel líka úti fyrir. Siglingin nið-
ur Rín varð ekki sú yndisför sem
ég ætlaði þrátt fyrir veðurblíðu,
frá klettinum Lorelei stafaði dulráð
ógn í staðinn fyrir ferðagaman.
Ungverski rithöfundurinn Péter
Esterházy nefnir víða 16. júní í
skrifum sínum, og er þá ekki alltaf
að útskýra hlutina með mörgum
orðum. Yfirleitt veit lesandinn ekki
Æ9) SILFURBUÐIN
VX-/ Kringlunni 8-12 *Sími 568 9066
ÞarfœrÖu gjöfina
c/ólcibjallan 1996
Kjarvalsstaðir
Bækur,
kort,
plaggöt,
gjafavörur.
Opið dag-
lega frá
kl. 10-18.
Getum við sameinað
sjónarmið okkar?
Á SÍÐUSTU árum
hefur verið unnið að
því að fínna leiðir til
að blanda saman hefð-
bundnum og óhefð-
bundnum lækningaað-
ferðum í meðhöndlun á
sjúklingum víða um
heim, m.a. í Bandaríkj-
unum. Það átak er
mest áberandi í stórri
sjúkrastofnun sem
risafyrirtækið Sony
hefur reist í San Diego
og rekin er undir stjórn
hins heimsfræga og
þekkta læknis og rit-
höfundar, Deepak
Chopra. Chopra er
menntaður bæði í vesturlenskum
(hefðbundnum) læknisfræðum, svo
og fomum indverskum eða ay-
urveda læknisfræðum (óhefðbundn-
um) og hefur meðal annars lagt
ríka áherslu á huglæga ró, tilfínn-
ingalegt jafnvægi og mataræði í
meðferð sjúklinga sinna. Við með-
ferð sjúklinganna notar hann oft
jurtir úr náttúrunni.
Hver ber ábyrgð á minni
heilsu?
Fleiri og fleiri eru að verða sér
þess meðvitandi að huglægt og til-
fínningalegt ástand þeirra ræður
miklu um líkamlega líðan. Fleiri og
fleiri eru þar með að skynja að
þeir bera ábyrgð á eigin heilsu.
Þetta hlýtur að vera gleðilegt, þeg-
ar litið er til þess mikla kostnaðar
sem fylgir heilbrigðiskerfi okkar,
sem virðist í dag, því miður, frekar
byggt á því að viðhalda veikindum,
en vinna að fyrirbyggjandi ráðstöf-
unum með fræðslu.
Óhefðbundnar
leiðir
Þeir sem vilja bera
ábyrgð á eigin heilsu
hafa leitað meira eftir
óhefðbundnum leiðum
til lækninga en aðrir,
einfaldlega vegna þess
að þeir hafa meiri trú
á náttúraefnum, en til-
búnum lyfjum. Þeir
hafa getað keypt þessi
náttúruefni í einhveij-
um mæli (háð innflutn-
ingsleyfí Lyfjaeftirlits
ríkisins) í heilsuvöru-
verslunum og margir
hveijir hafa náð frá-
bærum bata og byggt upp líkamleg-
an styrk með þessum aðferðum, svo
og mataræði, þ.m.t. undirrituð.
Á valfrelsið að víkja?
En nú skal valfrelsið numið í
burtu. Lyfjaeftirlit ríkisins vinnur
að reglugerð um innflutning og
sölu á náttúruefnum til heilsubótar
og hefur við þá vinnu m.a. leitað
álits lyfjafræðinga, en hvorki til
þeirra sem flytja inn heilsubætandi
efni úr náttúranni og hafa lagt
mikinn tíma og vinnu í að kynna
sér virkni þeirra, né þeirra sem
vinna sem háskólamenntaðir grasa-
læknar hér á landi. Samkvæmt
þessari reglugerð skulu flest nátt-
úruleg heilsubætandi efni nú flokk-
ast sem náttúrulyf og takmarka
má sölu þeirra við lyfjabúðir. Það
þýðir í raun að innan næstu tveggja
ára getur þú ekki keypt þér hvít-
laukshylki eða ginseng í heilsuvöru-
verlsun eða í stórmarkaðnum, ein-
ungis í lyfjabúð. Samkvæmt reglu-
Lyfjaeftirlit ríkisins
vinnur að reglugerð,
segir Guðrún G.
Bergmann, þar sem
flest náttúruleg heilsu-
bætandi efni flokkast
undir náttúrulyf og tak-
marka má sölu þeirra
við lyfjabúðir.
gerðinni á að setja skráningargjald
á þessi nýflokkuðu náttúrulyf og
slikt gjald kann að standa í vegi
fyrir því að efnin verði yfirleitt flutt
inn eða þá að hækka verð á þeim
verulega, því slíkt gjald hlyti að
fara út í verðlagið.
Fyrir hvern er reglugerðin?
Hver sér svo um að semja þessa
reglugerð? Aðilar sem hafa yfirlýst
að þeir séu á móti náttúruefnum
til lækninga, trúi ekki að þau hafi
nein áhrif og treysta því að lyfja-
framleiðendur (sem í sumum tilvik-
um nota náttúruleg efni í fram-
leiðslu sína) séu þeir einu sem geti
framleitt efni sem bæta heilsu okk-
ar. Fleiri og fleiri einstaklingar fylla
nú sjúkrastofnanir okkar (að ótöld-
um þeim sem ekki fara í meðferð)
til meðferðar á ávanabindandi
áhrifum frá svokölluðu læknadópi
sem era lyfseðilsskyld lyf. Talað er
um að dreggjar slíkra lyfja séu í
mörg ár að brotna niður í líkaman-
um. Engin dæmi eru þess að fólk
Guðrún G.
Bergmann
í fyrstu hvaðan á sig stendur veðr-
ið og sú er líka tilætlun höfundar-
ins. Dagsetningin 16. júní er reynd-
ar ekki einkvæð tilvísun heldur er
í henni að minnsta kosti tvöfaldur
botn, eins og kom fram hjá Ester-
házy sjálfum þegar hann var á ferð
hér I Reykjavík um árið og sótti
bókmenntaþing. Einn þátturinn í
bók hans Inngangur að fagurbók-
menntum (útg. 1986) heitir Dagbók
veitingamannsins og hefst hún á
þessum orðum: „16. júní. Ég er
hræddur." Svo er ekki minnst á þá
dagsetningu meir né heldur á ótt-
ann. Kafli í bókinni Lítið ungverskt
klámrit hljóðar svo: „Hvað gerðist?
Ég skelfdist. (16. júní, síðdegis.) -
Hvaða vitleysa. Pabbi óttaðist ekki
neitt. Honum var fjandans sama
um þá.“ Engin frekari skýring þar.
Síðar í þeirri sömu bók er fyrirsögn-
in: James Joyce kennir Horthy
ensku í Fiume. Og þar er einmitt
kominn annar botninn. Hinn langa
dag herra Blooms í víðfrægri skáld-
sögu Joyce, Odysseifí, bar einmitt
upp á 16. júní eitt árið snemma á
öldinni. Sú skáldsaga markar nýjan
tíma, eða svo fínnst Esterházy. Til-
verunni er rekið kjaftshögg og hún
riðar við, skiptir um svip, og fólk
áttar sig á því að hafa stigið eða
kannski hrasað út úr einhveiju
gömlu og inn í eitthvað nýtt. Slíkt
mætti kalla upphaf að endurnýjun,
jafnvel upprisu. Óttinn sem fylgdi
16. júní frá 1958 leiddi til endur-
lausnar og endurfæðingar þrem
áratugum síðar. Ungveijar höfðu
stigið inn í nútímann og lært ensku
hjá Joyce, vora lausir við klámritin
og gátu nú tekist á við fagurbók-
menntir, svo að nýttar séu líkingar
Esterházys. Þessi er hygg ég merk-
ing 16. júní fyrir Ésterházy og
Ungveija. Og ég tel mér til gildis
að hafa ekki farið með öllu á mis
við boðskap dagsins.
Höfundur er hagfræðingur.
þurfi að fara í meðferð vegna neyslu
á náttúrulegum fæðubótarefnum.
Beinum sjónum að ofnotkun
lyfseðilsskyldra lyfja
Getur verið að Lyfjaeftirlit ríkis-
ins sé að beita sér á röngum starfs-
vettvangi? Færi ef til vill betur að
Lyfjaeftirlitið og starfsmenn þess
eyddu orku sinni og tíma í að fylgj-
ast með ofnotkun lyfseðilsskyldra
lyfja, hvaða læknar gefa út óeðli-
lega mikið af lyfseðlum á ávana-
bindandi lyf og ynnu að fræðslu og
fyrirbyggjandi ráðstöfunum, því
margir sjúklingar gera sér enga
grein fyrir því að lyfín sem læknir-
inn var svo góður að gefa þeim era
ávanabindandi - fyrr en þeir eru
fastir! Fæðubótarefni, unnin úr
náttúrunni ætti tvímælalaust að
flokka sem matvæli, því þau eru
fæða náttúrunnar og sem slík ættu
þau frekar að vera skrásett af Holl-
ustuvernd ríkisins.
Frjálst val allra
Aðalatriðið er að báðir aðilar við-
urkenni rétt hvor anhars til valfrels-
is. Sumir kjósa hefðbundnar aðferð-
ir til lækninga, aðrir kjósa að velja
leiðir náttúrulæknisfræðinnar, þar
sem likaminn er læknaður með
mataræði, náttúrulegum fæðubót-
arefnum, hugleiðslu og tilfinninga-
legri úrvinnslu. Við verðum að
hætta að beijast um hvor leiðin sé
betri, gera okkur grein fyrir að
báðar leiðirnar hafa mikið til síns
ágætis, sé þeim beitt á jákvæðan
og uppbyggjandi hátt og ef við vilj-
um bæta heilsufar þjóðarinnar, þá
er nauðsynlegt að báðar læknisað-
ferðirnar fái að blómstra. Það eru
því vinsamleg tilmæli til heilbrigðis-
ráðherra, að hún taki þessa reglu-
gerð til endurskoðunar, áður en hún
heftir valfrelsi allra þeirra sem telja
sig búa á frjálsu og lýðræðislegu
íslandi.
Höfundur er áhugmaður um
náttúrulæknisfræði ogfrjálst val
í læknisaðfcrðum.