Morgunblaðið - 30.11.1996, Side 1
96 SIÐUR B/C
275. TBL. 84. ÁRG.
LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Reuter
FRANSKIR vörubílstjórar fjarlægja vegatálma á hraðbrautinni milli Lille og Ghent í gær.
Flest benti til þess í gærkvöldi að verkfallinu væri að ljúka.
12 sólarhringa verkfalli franskra vörubílstjóra að ljúka
Fengu allar helstu
kröfur uppfylltar
. París. Reuter.
Þjóðaratkvæðagreiðslan í Alsír
Flokkar heit-
trúarmanna
útilokaðir
París. Reuter.
MIKILL meirihluti Alsírbúa sam-
þykkti stjórnarskrárbreytingu
ríkisstjórnarinnar um bann við
starfsemi íslamskra stjórnmála-
flokka í þjóðaratkvæðagreiðslunni
í fyrradag. Er niðurstaðan talin
sigur fyrir Liamine Zeroual forseta
í blóðugri baráttu hans við heittrú-
armenn.
Samkvæmt opinberum tölum
voru stjórnarskrárdrögin sam-
þykkt með 85,8% atkvæða gegn
14,19% en kjörsóknin var 79,8%.
Alls voru 16,4 milljónir manna á
kjörskrá. Eru úrslitin talin munu
styrkja stöðu Zerouals fyrir þing-
kosningar sem verða á fyrri helm-
ingi næsta árs.
Leiðtogar löglegra stjórnarand-
stöðuflokka sökuðu Zeroual um að
hafa falsað kosningaúrslitin en
nefndu þó engin áþreifanleg dæmi
um, að kosningarnar hefðu ekki
farið heiðarlega fram. Bókstafs-
trúarmenn höfðu haft í frammi líf-
látshótanir við hvern þann, sem
dirfðist að fara á kjörstað. Erlend-
ir sendimenn segja, að 300.000
her- og lögreglumenn hafi verið
við gæslu á kjördag.
Andstaðan mest meðal Berba
Með nýju stjórnarskránni verður
bannað að bjóða sig fram undir
merkjum trúarinnar, tungumála,
kynferðis eða einstakra héraða og
tveir íslamskir flokkar, sem starfa
löglega, fá eitt ár til að breyta
stefnuskránni. Stærsti íslamski
flokkurinn, íslamska frelsisfylk-
ingin, var bannaður skömmu eftir
að þingkosningum var aflýst 1992
en þá stefndi í sigur hans.
Andstaðan gegn stjórnarskrár-
drögunum var mest í Berba-héruð-
unum eða 63% en í þeim var
ákvæði um, að arabíska yrði eina
opinbera tungumálið. Berbar berj-
ast fyrir því, að þeirra tungu verði
gert jafn hátt undir höfði.
Reuter
ERDEMOVIC hlýðirá
dómsniðurstöðuna.
Stríðsglæpir
Króati
dæmdur
Haag. Reuter.
STRÍÐSGLÆPADÓMSTÓLLINN í
Haag dæmdi í gær 25 ára Króata,
Drazen Erdemovic, í tíu ára fangelsi
fyrir að taka þátt í drápum serb-
neska hersins í Bosníu á 1.200
óvopnuðum múslimum í borginni
Srebrenica.
Þetta er fyrsti dómurinn sem dóm-
stóllinn í Haag kveður upp og Er-
demovic er fyrsti maðurinn sem
dæmdur er fyrir stríðsglæpi frá rétt-
arhöldunum í Núrnberg og Tókýó
eftir síðari heimsstyijöld.
Erdemovic var handtekinn í
Belgrad í mars eftir að hafa skýrt
frönsku dagblaði frá því að hann
hefði drepið 70 múslima á fimm
klukkustundum að fyrirmælum yfir-
boðara síns í her Bosníu-Serba.
Hann kvaðst hafa neyðst til að taka
þátt í drápunum þar sem yfirmaður-
inn hefði hótað honum lífláti ef hann
hlýddi ekki.
VERKFALLI franskra vörubíl-
stjóra, sem staðið hafði í 12 daga,
virtist vera að ljúka í gærkvöldi
og að sögn talsmanns samgöngu-
yfirvalda var búið að fjarlægja
flesta vegatálma. Undirritaður var
samningur í gær um lækkun eftir-
launaaldurs úr 60 í 55 ár og sátt
virtist vera að nást um auka-
greiðslur er vinnuveitendur buðu
og verkfallsmenn töldu geta svarað
tii 10% launahækkunar.
Alain Juppé forsætisráðherra
fagnaði lokum verkfallsins í gær
og sagðist álíta að náðst hefði
viðunandi niðurstaða. Mikið efna-
hagslegt tjón hefur orðið af völdum
aðgerðanna og staða Juppés, sem
ekki var traust fyrir, þykir enn
hafa veikst. Það þótti einnig ugg-
vænlegt að félög starfsmanna í olíu-
iðnaði sögðust myndu kanna meðal
félagsmanna sinna hvort vilji væri
fyrir því að hefja aðgerðir til að
knýja fram kröfur um bætt kjör.
Ekki var búið að ganga endan-
lega frá samningum í gærkvöldi
en bílstjórarnir voru flestir búnir
að aka vögnum sínum á brott frá
stöðum þar sem þeir höfðu hindrað
alla umferð, þeir sýndu þannig að
þeir teldu aðgerðum lokið. „Okkur
finnst að stéttin hafi aukið á virð-
ingu sína með þessari 12 daga
baráttu," sagði Claude Debons,
formaður stærsta félags verkfalls-
manna, CFDT.
Launahækkunin byggist aðal-
lega á því að bílstjórarnir segjast
oft vinna allt að 200 stundir á viku
en fái ekki kaup fyrir nærri því
allan tímann vegna þess að dreginn
sé frá tími sem fari í að losa og
lesta bílana. Hefur þetta viðgeng-
ist árum saman en fyrir þennan
biðtíma munu þeir nú fá auka-
greiðslur. Vinna á sunnudögum
verður bönnuð.
Ottast að Norðmenn muni
smala „skoskum“ fiski
Ósló. Morgunblaðið.
SKOSKIR sjómenn eru í miklum
ham um þessar mundir vegna
frétta um tilraunir Norðmanna til
að fjarstýra fiski. Hefur John
Thomsen, varaformaður í samtök-
um þeirra, krafist þess, að slíkar
tilraunir verði bannaðar og segist
óttast, að annars sé hætta á, að
öllum fiski í skoskri lögsögu verði
smalað saman og hann rekinn eitt-
hvað annað, til dæmis til Noregs.
Norski prófessorinn Jens Glad
Balchen, sem hefur verið að gera
þessar tilraunir, segir, að í besta
falli geti fjarstýrður fiskur, t.d.
þorskur, haft áhrif á göngu einnar
torfu. Skotar halda því fram að
fiskarnir hans Balchens muni tæla
allan þorsk og makríl yfir að Nor-
egsströndum.
Hefur gaman af
Balchen prófessor hefur gaman
af þessum áhyggjum Skotanna.
„Ég hef unnið að þessum rann-
sóknum í 15 ár. Þetta er mjög
spennandi viðfangsefni á mörkum
tækni og líffræði og Skotarnir
geta sofið rólegir," segir hann.
Með tilraunum hans er verið að
kanna hvort unnt sé að fjarstýra
fiski til ýmissa verkefna.
„Fiskurinn er ódýr, vatnsþéttur,
ryðgar ekki og kemst niður á 300
metra dýpi án nokkurs sérstaks
eldsneytis. Það má koma fyrir bún-
aði í maga hans eða utan á honum
og hann getur borið hylki með lykt-
arefnum, sem draga að sér annan
fisk. Við vitum, að torfan fylgir
oft fiski, sem stefnir í ákveðna
átt,“ segir Balchen.
Reuter
Forseta-
eiður
UMBÓTASINNINN Emil Const-
antínescu tók við embættí forseta
Rúmeniu í gær. Hann hét m.a. að
reyna að tryggja þjóð sinni aðild
að Atlantshafsbandalaginu og Evr-
ópusambandinu. Constantínescu
sést hér leggja hægri hönd sína á
stjómarskrá Rúmeníu og sveija
forsetaeiðinn á meðan Teoctist
patríarki, leiðtogi rúmensku rétt-
trúnaðarkirkjunnar, signir sig.
„Við þurfum að endurheimta stöðu
Rúmeníu í Evrópu,“ sagði Const-
antinescu. „Okkur vantar efnahags-
umgjörð, sem skapar frelsi í athöfn-
um, gagnast öllum og vemdar alla
... Fólk á ekki að lifa í ótta við
morgundaginn."