Morgunblaðið - 30.11.1996, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 30.11.1996, Qupperneq 20
20 LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Vðnduö kanna með leka loka. Slekkur á sér sjálfkrafa. Café Master Þægileg, einföld og ódýr. HD7412 Café Gourmet HD 5400 Falleg kaffivél sem sýöur vatniö áður en hún hellir upp á. Auðvelt er að færa hana til og hitahellan heldur kaffinu heitu. 11.560 kr. Café Roma Tfíerm Hellir upp á ilmandi kaffi HD7262 beint í hitabrúsann. kr. Heimilistæki hf SÆTÚNI 8 SlMI 569 1500 Umboösmenn um land allt. ERLENT Milosevic for- seta enn andæft Belgrað. Reut- Kosningaframlög Reno hafnar rannsókn Washington. Reuter. JANET Reno, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, samþykkti í gær þá ákvörðun ráðuneytis síns að hafna ósk fimm þingmanna repú- blikana um að hafin yrði sérstök, opinber rannsókn á fjárframlögum í kosningasjóði demókrata. Ráðuneytið sagði að málið yrði athugað áfram en taldi að ekki væru nægilega sterkar vísbending- ar um lagabrot til að réttlæta mætti opinbera rannsókn. Demó- kratar hafa verið sakaðir um að þiggja fé frá erlendum aðilum í baráttunni um forsetaembættið. Þingmennirnir vildu að kannað yrði hvort mönnum sem lagt hefðu fram fé í sjóði demókrata hefði verið hyglað af stjórnvöldum. TUGIR þúsunda mótmælenda gengu ffm götur Belgrað í slyddu og kulda í gær og hrópuðu vígorð gegn Slobodan Milosevic, forseta Serbíu. Efnt hefur verið daglega til mót- mæla í höfuðborg Serbíu frá því að Milosevic neitaði að viðurkenna sigur stjórnarandstöðunnar í kosningum í Belgrað og nokkrum öðrum borgum í landinu fyrir hálfum mánuði og lýsti þær ógildar. Talið var að ívið fleiri hefðu mót- mælt í gær en á fimmtudag þegar um 80 þúsund manns gengu um götur í mótmælaskyni. Milosevic hefur brugðið á það ráð að leiða mótmælin hjá sér og ríkis- fjölmiðlar hafa lýst Zajedno, banda- lagi stjórnarandstæðinga, sem sam- tökum útlaga og undirróðursmanna. Milosevic hefur fyrirskipað lög- reglunni að láta lítið á sér bera og stjórnarerindrekar teija að hann treysti á það að mótmælendur um allt land missi smátt og smátt móð- inn. Félagar í Zajedno viðurkenndu að mótmælin hefðu sennilega náð há- marki, en Milosevic hefði verið af- hjúpaður. „Við höfum rifið af honum grím- una fyrir framan allan heiminn til að sýna hver hann er í raun; lítill einræðisherra á Balkanskaga, sem þolir ekki minnsta ósigur,“ sagði Zoran Djindjic, einn leiðtoga stjórn- arandstæðinga, á mótmælafundin- um í gær. Reuter Leitað í flaki eþíópsku vélarinnar KAFARAR fóru í gær niður að flaki eþíópsku farþegavélarinn- ar, sem hrapaði i Indlandshaf skammt undan Comoro-eyjum við austurströnd Afríku 23. nóvember, í leit að jarðneskum leifum þeirra, sem fórust með henni. Hér sjást tveir kafarar lýsa inn í flugstjórnarklefann. Þrír menn rændu vélinni, sem var á leið frá Addis Abbaba í Eþíópíu til Fílabeinsstrandar- innar, og kröfðust þess að henni yrði flogið til Ástralíu. Flugstjóri vélarinnar lýsti því í gær hvernig flugræningjarnir hefðu neitað að trúa því að vélin væri að verða eldsneytis- laus og þegar loks tókst að koma þeim í skilning um það hvernig væri ástatt vildu þeir ekki leyfa að flugið yrði lækk- að. „Ég sagði við þá: „Sjáið þið til, við erum öll dauðans matur, það er tilgangslaust að þræta.“ Foringi flugræningjanna barð- ist um, tók í stjórntækin og sneri síðan aftur í farþegarým- ið,“ sagði Leul Abate flugstjóri. „Þannig að ég reyndi að fljúga vélinni alla leið niður og á síð- ustu stundu kom aðstoðarmað- ur minn hlaupandi inn í flug- stjórnarklefann og hjálpaði við að reyna að brotlenda." Flugræningjarnir kváðust hafa sprengju meðferðis. Talið er að þeir hafi farist með vél- inni. 175 manns voru um borð, 125 létu lífið og 50 björguðust. Glœsileg smiddjárnshúsgögn sýning um helgina OTT| |TT STUTT Árekstur við ufsa LEIGUBÍLSTJ ÓRI frá Raumsdal í Noregi, John Há- vard Staurset, varð fyrir þeirri óvenjulegu reynslu um daginn að aka á ufsa. Fiskurinn, sem var þrjú kíló að þyngd og hálfur annar metri að lengd, lenti á framrúðunni. Skömmu áður sá Staurset haf- örn við vegarbrúnina, fuglinn flaug upp þegar hann sá bílinn og hefur iíklega verið búinn að læsa klónum í fiskinn en síðan misst hann. Vogel sýknaður WOLFGANG Vogel, austur- þýski lögfræðingurinn, sem frægur varð fyrir aðild sína að njósnaskiptum í kalda stríðinu, var sýknaður í gær í Berlín af ákæru um fjárkúgun. Taldi dómarinn skorta á sannanir gegn honum. Vogel var hins vegar fundinn sekur um svipað- ar sakir í janúar á þessu ári en þá þótti sannað, að hann hefði á sínum tíma kúgað fé út úr Austur-Þjóðverjum, sem vildu komast vestur yfir. Auk þess var hann þá dæmdur fyrir meinsæri og skjalafals. Enska á enskum skipum BRESKA ríkisstjórnin tilkynnti í fyrradag, að framvegis yrði sú krafa gerð til sjómanna á „kvótahoppskipum", að þeir gætu talað ensku. Sagði Tony Baldry sjávarútvegsráðherra, að það væri ekki nema eðlilegt þar sem skipin væru skráð í Bretlandi og sigldu undir breskum fána. Er þetta enn ein atlaga Breta að kvótahoppi Spánveija og Hollendinga en Baldry sagði, að um helmingur skráðra skipa í Grimsby væri nú í eigu Hollendinga. „Concordskí“ áloft RÚSSNESKU Túpolev-144LL- þotunni var fiogið í fyrsta sinn í gær í langan tíma en hún var smíðuð á áttunda áratugnum og oft köliuð „Concordskí" vegna þess, að hún var gerð í líkingu Concord-þotu Frakka og Breta. Nú hafa bandarísk flugvélafyrirtæki og banda- ríska geimferðastofnunin, NASA, tekið höndum saman við Rússa um tilraunir, sem eiga að leiða til smíði hljóð- frárrar farþegaþotu. Nokkur dráttur varð þó á, að þotan kæmist á loft því að starfsmenn Túpolev-smiðjanna notuðu tækifærið til að minna á, að þeir ættu inni 18 mánaða laun.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.