Morgunblaðið - 30.11.1996, Page 22

Morgunblaðið - 30.11.1996, Page 22
Sjálfsafgreiðslu- afsláttur 22 LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Kryddblöndur í vínanda POTTAGALDRAR í vínanda er ný framleiðslulína fyrirtækisins Potta- galdra. Á ensku verður hún sett á markað undir nafninu Potmagic in Spirit. Þetta eru kryddblöndur sem eru vættar í ýmsum víntegundum uns kryddin hafa mettast. Sjö mis- munandi afbrigði eru þegar komin á markað, villijurtir í koníaki, villi- jurtir í púrtvíni, villijurtir í rauð- víni, creole í rauðvíni, ítalskt pasta- krydd í rauðvíni, fiskikrydd í hvít- víni og lamb Islandia í hvítvíni. Kryddmassa er t.d. hægt að nota í kryddlög á kjöt og fisk eða bragð- bæta með honum pottrétti, setja í fyllingar í fugla, nota í paté og svo framvegis. Fer skt j ólalamb KJÖTUMBOÐIÐ hf. býður í sam- starfí við Kaupfélag Króksfjarðar- nes upp á ferskt nýslátrað lamba- kjöt fram til jóla. Síðastliðin fjögur ár hefur Kaupfélag Króksfjarðar- ness verið með slátrun utan hefð- bundinnar sláturtíðar. Stefnt er að því að á næsta ári bjóði Kjötumboð- ið ferskt kjöt af nýslátruðu lambi í sex mánuði. ASTI borifstoItfIi i«.vtfihffn Með Asti línunni bjóðum við upp á breiða línu húsgagna úr gegnneilum kirsjuberjaviði. Hægt er að velja úr miklum fjölda húsgagna í Asti línunni sem fullnægja nánast öllum þáttum heimilisins. Morgunblaðið/Jón Svavarsson CASANOVA sófi og Tangó stóll Smíðajárnshúsgögn og gjafavörur VERSLUNIN Lífslist, listin að iifa sem er til húsa að Dalbrekku í Kópavogi er þessa dagana að fá nýjar vörur. Um er að ræða smíðajámshús- gögn frá Mexíkó, bekki sem henta vel í sólskála, stóla, sem einnig passa í eldhús, og ýmiskonar borð. Þá eru einnig nýkomnar ýmsar gjafavörur, bakkar, kertastjakar, glös og fleira frá Þýskalandi og Bandaríkjunum. Verslunin selur einnig sófa og sófasett frá banda- ríska hönnuðinum Galerkin. HANSÍNA Jóhannesdóttir er hér að byija að skreyta hálmkransinn með svokölluðu Buxus. Hún vefur allan hringinn með vírrúllu. Undir setur hún mosa sem er ódýrara efni en Buxus. Á myndinni í miðjunni er könglum, eplasneiðum, kanilstöngum, hnetum og mosa stungið með vír niður í krans- inn. Myndin lengst til hægri: Slaufan er líka fest niður með vír. Aðventukransar Greni eða annað sígrænt að koma aftur Á MORGUN er fyrsti sunnudagur í aðventu og í dag ætla því eflaust margir að dytta að aðventukransin- um síðan í fyrra, búa til nýjan krans eða kíkja í blómabúð og kaupa hann tilbúinn. Hansína Jóhannesdóttir rekur Blómagalleríið við Hagamel ásamt systur sinni Jórunni og að hennar sögn eru vinsælustu litirnir núna gyllt, beinhvítt og appel- sínugulur með dökkum haustlegum blæ. „Rautt og grænt stendur þó alltaf fyrir sínu“, segir hún. En er erf- itt fyrir fólk að búa til að- ventukrans? „Nei, alls ekki. Ég held að ef fólk er óvant henti betur að hafa krans úr hálmi sem undirlag frekar en frauð (oasis). Frauðið vill molna ef fólk er að stinga vír í og taka hann úr aftur og þá er líka nauðsynlegt að eiga límbyssu og auðvitað eru fáir sem eiga hana í fórum sínum. Noti fólk hálm er hægt að vefja greni, furu, thuja eða t.d. laufblöðum utanum krans- inn með vírrúllu og það ráða flest- ir við.“ Skrautið er líka vírað á kransinn og fólk getur notað allt mögulegt, appelsínusneiðar, epla- Morgunblaðið/Halldor MARGIR vilja nota sama kransinn ár eftir ár og þá er hægt að nota efni sem ekki sér á eftir hver jól. sneiðar, hnetur, möndlur, jólaskraut og svo framveg- is. Hugmyndaflugið þarf bara að fá að ráða ferðinni. Kertunum fjórum má raða saman Hansína segir að undanfarin ár hafi frauðið verið mjög vinsælt en hálmurinn sé að koma aftur með greni eða öðru grænu. „Það er líka hægt að raða kertunum saman eða á hálfan kransinn og skreyta hinn helminginn. Kertin þurfa auðvitað að vera fjögur en ekkert sem seg- ir að þau þurfi að vera dreifð um allan kransinn með slaufu við hvert kerti. Þá er lögun kertanna á krönsum að breytast og nú eru þau gjaman ferköntuð eða keilulaga.“ KRANSINN tilbúinn. Undanfarið hefur Daninn Bo B. Iversen verið að vinna í Blómagall- eríinu og kennt starfsfólkinu nýjar leiðir í blómaskreytingum. Hann og Arna Sigríður Sæmundsdóttir eiga hugmyndimar að mörgu því jólaskrauti sem prýðir verslunina núna. Hansína bendir á að örugg- ast upp á eldhættu sé að setja kertin í eldfasta kertahlíf sem fest er niður í hálm-, eða frauðkrans og þá sé líka hægt að hafa slauf- una annarsstaðar á kransinum en við kertið svo hún eigi ekki á hættu að fuðra upp. Við báðum Hansínu að skreyta einn hálmkrans fyrir lesendur svo þeir geti áttað sig á handbragðinu. Nýttu þér 2 kr. sjálfsafgreiðsluafslátt af hverjum lítra af eldsneyti á eftirtöldum þjónustustöðvum Olís. • Sæbraut við Kleppsveg • Mjódd í Breiðholti • Gullinbrú í Grafarvogi • Klöpp við Skúlagötu • Háaleitisbraut • flnanaustum • Hamraborg, Kópavogi • Langitangi, Mosfellsbæ • Reykjanesbraut, Garðabæ • Vesturgötu, Hafnarfirði • Suðurgötu, Akranesi • Básinn, Keflavík léttir þér lífid Nýtt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.