Morgunblaðið - 30.11.1996, Síða 26

Morgunblaðið - 30.11.1996, Síða 26
26 LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÞEGAR geng- ið er vestur með flug- skýli númer eitt á Reykjavíkurflugvelli rétt hjá Hótel Loft- leiðum er oft mikill ys og þys á athafna- svæði flugskólans Flugtaks, margar litlar kennsluflugvél- ar að fara í loftið með spennta og áhugasama flug- nema eða að renna í hlað með þreytta en glaða flugmenn. Floti kennsluflug- véla á Islandi hefur til margra áratuga að mestu verið skip- aður tveggja og fjög- urra sæta banda- rískum Cessna og Piper flugvélum. Pessar vélar hafa reynst mjög vel sem kennsluvélar og má segja að þær séu nemendavænar, þær eru ekki flóknar og mjög þægilegt að fljúga þeim. Sú vél, sem yfirleitt er byrjað á, er af gerðinni Cessna 152, tveggja sæta háþekja með nefhjóli — en nú mun verða breyting þar á með hinni nýju kennsluvél Flugtaks, Katana DV 20, tveggja sæta lág- þekju frá austurrískum svifflugu- og flugvélaframleiðanda, HOAC. Framleiáandinn HOAC hefur verið á meðal helstu framleiðenda í Evrópu á svifflugum og mótorsvifflugum úr samrunaefn- um (composite), plast- og trefjaefn- um. Þegar framleiðsla hófst á Katana flugvélunum fyrir um fjór- um árum, voru viðtökumar það góð- ar og eftirspumin mikil, að ákveðið var að koma upp verksmiðju í Ont- ario í Kanada. Nýtt nafn var tekið upp vestanhafs, Diamond Aircraft Industries, og breytingar gerðar á Katana vélunum til samræmis við Flugskólinn Flug- tak fékk nýja kennsluflugvél í byrjun þessa mán- aðar og með henni urðu kaflaskil í sögu flugkennslu á -y----------------- Islandi. Arni Hall- grímsson og Ragn- ar Axelsson fóru út á Reykjavíkurflug- völl, skoðuðu grip- inn og fóru í reynsluflug. óskir einka- og kennsluflugvéla- markaðarins vestan- hafs. Til dæmis var ljósakerfið endumýj- að, stærri hjól sett undir hana, nýju mælaborði komið fyrir þar sem hægt er að setja öll sigl- inga- og samskipta- tæki sem þarf til kennslu og gott bet- ur, læsingar fyrir hjálminn (kúpulinn: yfír stjórnklefanum) vora styrktar og endurbættar, sætin voru gerð þægilegri og síðast en ekki síst var „manualinn“ (leiðarvísir vélarinn- ar) þýddur úr þýsku á ensku! Viðbrögðin létu ekki á sérstanda, 200 fyrirframpantanir höfðu borist fyrr en varði og einn stærsti og þekktasti flugskólinn í Bandaríkjun- um, Spartan School of Aeronautics í Tulsa, Oklahoma, pantaði 42 Katana vélar snemma á þessu ári. Kennsluflugi/élar Flugskólar um allan heim hafa liðið fyrir skort á kennsluflugvélum síðasta áratuginn frá því framleiðslu á Cessna 152 var hætt árið 1985. Þá höfðu málaferli alls konar gengið það nærri flestum smáflugvélafram- leiðendum í Bandaríkjunum, að þeir treystu sér ekki til að vera á mark- aðnum. Ekki mátti neitt koma fyrir í flugi þessara véla, að flugmenn eða ættingjar þeirra sæju sér ekki leik á borði og reyndu að hagnast á óhöpp- um og slysum. — En það era breytt- ir tímar í gerð kennsluflugvéla; Katana kennsluflugvélum fjölgar orðið um eina á dag. Strax og Katana er litin augum sést skyldleikinn við svifflugurnar. Þótt hún sé ekki með nema um það KATANA DV 20, sem sést hér á flugi yfir Hafnarfírði, er rennileg með afbrigðum. ur athygli er að hún hefur innsog svipað og er í bflum, ekki er lengur „præmað", eins og það heitir á flugmáli, sem þýðir að bensíni er dælt handvirkt inn á strokkana til þess að fá sterkari blöndu við gangsetningu. Shrúfan Katana er með skipti- skrúfu, sem er ekki algengt í kennsluflugvélum. í orðinu skiptiskrúfa felst að hægt er að breyta skurði (áfalls- horni) skrúfublaðanna og ná þannig hámarksnýtingu út úr mótor og skrúfu. Mótor- inn snýst við hámarksafl á ca 5.550 snúningum á mínútu, sem er of mikill hraði fyrir skrúfuna ef hún á ekki allt að æra og er hann „gíraður nið- ur“ 2,25 sinnum, þannig að skrúfan snýst á um 2.500 snúningum á mínútu við há- marksafl. Þetta gerir skrúfuna hljóðlátari en ella, því að endar skrúfublaðanna ná aðeins hraðan- um 0,68 Mach. Mach stendur fyrir hljóðhraða. Hávaði frá skrúfublöð- um er oft meiri en frá mótorunum sjálfum og er því áríðandi að endar blaðanna fari ekki of hratt, hraðinn sé sem lengst frá hljóðhraða, eins og i tilfelli Katana flugvélarinnar. Hún er því hinn hljóðlátasti ná- granni. Flugmaður sem flýgur Boeing 757 hjá Flugleiðum sagði Morgunblaðið/RAX STJÓRNKLEFI Katana er nútímalegur — og útsýnið er framúrskarandi, engir gluggapóstar og ekkert þak! Hluturinn fyrir framan flugmanninn, sem eins og hangir í lausu lofti, er seguláttaviti, sem er límdur á hjálminn. bil tveimur fetum meira vænghaf en Cessna 152 og lengdin álíka er allt yfírbragð hennar þannig, að svif- flugur koma upp í hugann, plast- hjálmurinn yfír stjómklefanum, mjór afturbolurinn og T-stélið (þ.e. hæðarstýrið er ofan á stélinu). Hreyfillinn Mótorinn í Katana er af gerðinni Bombardier/Rotax 912. Hann er fjögurra strokka loft- og vatnskæld- ur, strokkhausarnir era vatnskældir en annað er loftkælt. Þetta gerir mótorinn mun ónæmari fyrir mikl- um hitasveiflum, sem t.d. verða eftir að fullt afl er skyndilega tekið af og vélin látin svífa við lítinn snúning. Blöndungar era tveir og þeir era sjálfvirkir, þannig að ekki þarf leng- ur að „lína“ mótorinn (veikja eða styrkja blöndu bensíns og lofts), blandan stillist eftir loftþrýstingn- um. Það er því enginn blöndustillir fyrir hendi lengur. Annað sem vek- Hvað er persónuleikatruflun? GYLFI ÁSMUNDSSON SÁLFRÆÐINGUR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Spuming: Vinur minn gekkst undir geðrannsókn að gefnu til- efni. Hann fékk þann úrskurð að hann væri með persónuleikatrafl- un. Hann er ekki viss um hvað það merkir. Hvað er persónu- leikatruflun? Svar: Persónuleikatraflun eða persónuleikaröskun er einn af þremur stærstu flokkum geðsjúk- dóma. Hinir era geðveiki og hug- sýki. Fjölbreytni mannlífsins býður upp á alls konar manngerðir sem betur fer. Við erum einræn eða mannblendin, örlynd eða jafnlynd, tilfinningasöm eða harðlynd. Það er ekki fyrr en þessi skapgerðar- einkenni fara að víkja verulega frá viðteknum umgengnisvenjum í samfélaginu og hafa traflandi áhrif á annað fólk og aðlögun við- komandi einstaklings að um per- sónuleikatraflun getur verið að ræða. Það er sérstaklega einkenni persónuleikatraflana, ólíkt því sem er í hugsýki eða geðveiki, að einkenni þeirra eins og þau koma fram í atferli viðkomandi einstak- Persónuleika- truflun lings, koma niður á öðru fólki, jafnvel samfélaginu sem slíku, fremur en honum sjálfum. Oftast líður honum bærilega með sína skapgerð og skynjar ekki hve trafíandi áhrif hann hefur á aðra. Persónuleikatraflun getur tekið á sig margar myndir. Hún getur komið fram í því hvernig menn hugsa og skynja, viðhorfi til ann- ars fólks og túlkun á atburðum. Hún getur komið fram í tilfinn- ingalegri tjáningu, samskiptum við aðra og stjórn á eigin löngun- um og hvötum. Hin afbrigðilegu skapgerðareinkenni þurfa að hafa verið viðvarandi frá unglingsáram eða lengur til þess að öragglega megi greina þau sem persónu- leikatraflun. Persónuleikatruflanir eru flokkaðar í margar tegundir eftir því hvaða skapgerðareinkenni era ríkjandi. Þannig getur einræna farið út fyrir viðtekin mörk og nefnist þá persónuleikatraflun af kleyfhugagerð, sem er ekki það sama og geðklofi. Hún lýsir sér í mikilli ómannblendni og snauðum geðbrigðum. Viðkomandi hefur enga þörf eða ánægju af mannleg- um samskiptum, jafnvel ekki inn- an eigin fjölskyldu. Hann hefur fá áhugamál, sem hann iðkar í ein- rúmi, hefur lítinn áhuga fyrir kyn- lífi, er lítt næmur fyrir hrósi eða gagnrýni og er almennt í litlum geðtengslum við annað fólk. Hann lifir gjarnan í óraunsæjum dagdraumum og hefur oft undar- legar hugmyndir, þótt veruleika- skyn hans sé ekki rofið eins og í geðveiki. Önnur og ólík tegund persónu- leikatraflunar er skyld sefasýk- inni og kemur fram í ýktum geð- brigðum og athyglissýki. Slíkum einstaklingum líður illa ef þeir ’erú ekki miðpunktur athyglinnar í samkvæmum og nota öll ráð til að draga að sér athyglina. Þeir segja af sér frægðarsögur og gera oft mikið úr kvenhylli sinni, sem oft- ast hefur lítið á bak við sig. Þeir era hástemmdir og sýna ýktar og yfirborðslegar geðshræringar og geðbrigði og almennt leikræna framkomu. Einhver alvarlegasta tegundin er persónuleikatruflun af andfé- lagslegri gerð, sérstaklega af því að hún kemur verst niður á öðr- um. Hún einkennist einmitt af til- litsleysi við aðra og hneigð til að brjóta á öðrum í eiginhagsmuna- skyni. Virðingarleysi fyrir siðum, reglum og lögum er áberandi og því komast þeir oft í kast við lögin og geta jafnvel verið síbrotamenn. Ofbeldi er ekki óalgengt, ef það á einhvern hátt þjónar þeirra stundarhagsmunum. Þeir beita gjarnan lygum og blekkingum og geta með persónutöfrum oft gefið af sér trúverðuga mynd. Þeir hafa litla stjórn á löngunum sínum, framkvæma fljótt það sem þeim dettur í hug, en sjá ekki fyrir af- leiðingamar og læra ekki af reynslunni. Þeir hafa grannar til- finningar, hafa ekki samúð með öðram nema á yfirborðinu, hafa ekki hæfileika til að tengjast öðr- um tilfinningaböndum og ástar- sambönd verða því gjarnan skammvinn. Samviskuleysi og sið- blinda era megineinkenni þeirra. Stundum ná slíkir menn langt í þjóðfélaginu, ef þeir eru greindir og heppnast að komast í valda- stöður. Fleiri gerðir persónuleikatrufl- ana hafa verið skilgreindar. Sum- ar þeirra bera með sér skyldleika við og fara stundum saman við ákveðnar tegundir hugsýki eða geðveiki, en meginmunurinn er yfirleitt sá að í persónuleikatrufl- un era þessi einkenni orðin hluti af persónugerð mannsins, en ekki óþægileg, utanaðkomandi ógnun við persónuna, vanlíðan sem hann vill losna við, eins og er í hugsýki eða geðveiki. • Lesendur Morgunblaðsins geta spurt sálfræðinginn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á móti spumingum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í síma 569 1100 og bréfum eða símbréfum merkt: Vikulok, Fax 5691222. > ( > ) I ) > i ) i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.