Morgunblaðið - 30.11.1996, Side 27

Morgunblaðið - 30.11.1996, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ VIKU beinlínis hollt að hlusta á hana, hún væri svo hljóðlát! Afl Rotax 912 mótorsins er 82 hestöfl, í Cessna 152 er aflið 110 hö. en skilar ekld meiri afköstum, síður en svo. Farflugshraði Katana er 100—110 hnútar á klukkustund við 65% afl en Cessna 152 kemst þetta 90-95 hnúta. Einn hnútur er 1,85 km/klst. Eyðslan er ekki til að hafa áhyggjur af, hún er u.þ.b. 3,5 US gallon (USG) á klukkustund, Cessnan sýpur þetta 6-6,5 USG á tímann. 1 USG er 3,785 lítrar. . Flugx/élin Stjómklefinn er nýtískulegur og bjartur, öllum stjómtækjum er hag- anlega komið fyrir og útsýnið er frá- bært, sem er mikið öryggisatriði. Pinni er í stað stýris og má segja að þar sé leitað aftur til fortíðar, en er þó ekki löstur, síður en svo. Pinninn er beintengdur hæðar- og hallastýr- um með stöngum, nema vírar em tengdir við hhðarstýri. Flapar, sem lækka hraða í flugtaki og lendingu, lækka ofrishraða, skapa brattara aðflugshorn og þar af leiðandi betra útsýni fram á við, era með þrenns konar stillingu; uppi, flugtak, lend- ing. Það verður að teljast kostur í kennsluflugvél að í aðflugi, þar sem nemandinn þarf að einbeita sér til hins ýtrasta, þarf ekki að tví- eða þrístilla flapana eins og í eldri kennsluflugvélum. Katana hefur hærra vænghlutfall (aspect ratio), hlutfallið á milli lengdar og breiddar vængs, en Cessna 152, sem gerir m.a. að verk- um, að hún reisir sig ekki eins mikið í klifri, hún er nánast lárétt þótt hún klifri betur en Cessnan, sem reisir sig talsvert í klifrinu. Flug- takshraði Katana er 55 hnútar, klif- urhraðinn er 65 og aðflug er flogið á 70 hnútum en lent á 60-65 hnútum. Allar era þessar tölur sambærileg- ar við Cessna 152. Rennigildi Hslstu tölur Rugvélln Vænghaf: 35,5 fet (10,8 m) Lengd: 23,3 fet (7,1 m) Hæð: 6,9 fet (2,1 m) Hámarksþyngd: 1.610 lbs (730 kg) Tómaþyngd: 1.090 lbs (494 kg) Nýtihleðsla: 520 lbs (236 kg) Eldsneytismagn: 20,9 USG (79,11) Flugþol: 6 klst Afköst Hámarkshraði (Vne): 161 hnútur (298 km) Farflugshraði (75% afl): 119 hnútar (220 km) Flugdrægi: 523 sjómflur (969 km) Klifur (við sjávarmál); 730 fet/mín. Hámarksflughæð: 14.000 fet Ofrishraði (flapár uppi): 43 hnútar Ofrishraði (flapar niðri): 38 hnútar Lendingarvegalengd: 451 m (1.480 fet) (ISA, yfir 50 feta hindrun) Flugtaksvegalengd: 205 m (673 fet) (ISA) Hávaði utan stjórnklefa: 65,2 dB Álagsmörk (g limits): +4,4/-2,2 ISA: Málloft svokallað; hiti 15 gráður á Celcius, loftþrýstingur við sjávarmál 29,92 tommur eða 1.013,25 millibör. g: gravity = álagsstuðull sem margfeldi af þyngdarhröðun jarðar Hreyflll Bombardier/Rotax 912, vökva- og loftkældur, fjögurra strokka, 82 hestöfl Eldsneyti: Avgas 100 LL flug- vélabensín eða 95 oktana blý- eða blýlaust bflabensín (!) LAUGARDAGUR 30 NÓVEMBER 1996 27 Katana, hlut- fallið milli þess sem flugvél svífur áfram og þess sem hún fellur, er með ólíkindum, 14:1, en er 9:1 hjá Cessna 152. Þetta þýðir, að ef flugvélin væri t.d. í 5.300 feta hæð og mótorinn stöðvað- ist, væri hægt að láta hana svífa 14 sjómflur (26 kílómetra) — og sumt fólk heldur að ef flugvél „missir mótor“, feHPhún lóðrétt niður eins og steinn! Draumur í dás_______________ Að fljúga Katana vélinni er draumur í dós, svo vitnað sé í flug- mann Boeing 737 hjá Flugleiðum, CESSNA 152; flugvél sem hefur þjónað dyggilega sem kennsluflugvél í áratugi. sem prófaði hana. Hún er þæg við flugmanninn, gerir ekki neitt meira eða minna en beðið er um með stjómtækjum, hún hallar sér mjúk- lega til hliðanna (roll ratio), það gera langir vængimir, uppsveigðir væng- endar og til þess að gera stutt halla- stýri. Hreyfingar upp og niður (pitch attitude) era góðar. Katana er ekki æst í ofris og það sem stundum háir flugvélum með T-stél, svokallað „deepstall" á flugmáli, er ekld til staðar hér. Þegar það gerist á flugvélum leitar vind- hvirfillinn frá ofrisnum vængjunum og skrúf- unni yfir stélið og hæðarstýrið lætur ekki eins vel að stjóm. í ofrisi er til- hneiging hjá flugvélum að leita út á annan vænginn, þ.e. að halla sér til hliðar í aðra hvora áttina, en Katana er lítið fyrir það gefin ef kúlan er í miðjunni á beygju- og hallamælin- um. Beygju- og hallamælir segir flugmanni til um hvort flugvélin er í inn- eða útskriði í beygjum, þ.e.a.s. hvort nef vélarinnar vísar út úr beygjunni eða inn í hana. Ofrishrað- inn með flapa niðri er 38 hnútar en 43 hnútar með flapa uppi. Þessar töl- ur era miðaðar við sýndan flug- hraða. Lendingar era sá hluti flug- kennslunnar þar sem yfirleitt reynir mest á flugvélarnar. Þar hleypur Katana ekki út undan sér, hún er hlýðin og tekur ekki upp á neinu óvæntu og í hliðarvindi er mjög gott að lenda henni. Þegar rennt er í hlað við gamla flugtuminn á Reykjavíkurflugvelli, þar sem flugskólinn Flugtak hefur aðsetur, og flugplani er lokað er ekki laust við, að mikill flugáhugi hafi aukist enn meira við kynnin af DV 20 Katana frá Austurríki. Aðventukrans kr. 999,- Hurðakransar kr. 999,- Aðventuskreyting Englavakt (kertaslökkvari) 3 ípa mskraut 990,- (kertaslökkvari) 3 t pakka

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.