Morgunblaðið - 30.11.1996, Side 29

Morgunblaðið - 30.11.1996, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ sjálf glæsilegt álagt brauð handa gestinum, meðan hún er á þönum við að svara símhringingum og símbréfum frá Islandi, því brott- ferðin nálgast og undirbúningur jólaborðsins þar í algleymingi. Á disknum liggja fallegar sneiðar af reyktum laxi, sem Adam segist reykja sjálfur, þar ofan á kemur létt krem úr nýjum laxi og síðan grásleppuhrogn. Ofan á trónar lít- ill bikar í laginu eins og hálf eggja- skurn og i henni er glær vökvi. „Rauður Álaborg“, segir Adam til skýringar. „Brauðið útbjó Ida í til- efni af 100 ára afmæli snapsins." Meira en glæsileg afmælisgjöf til snapsins, því brauðið og áleggið steinkað snapsinum er firna bragðgott og laxinn alveg himneskur. Adam tekur ekki endilega undir að laxinn sé eins og lax eigi aðvera. „Það hefur hver sinn smekk, en ég kýs að léttsalta laxinn og reykja hann aðeins í fimm tíma, svo hann geri ekki meira en rétt að draga í sig reykkeiminn." Þegar Ida heyrir að reykmetið falli í kramið kemur hún með annan disk og á honum bita af reyktri önd, piparrótar- rjóma og salat, meðal annars úr rauðrófum og blaðlauk, blandað léttri olíusósu. Og þá er þessi rétt- ur ekki síður á hástigi eldamennsk- unnar en sá fyrri, enda er öndin reykt af Adam. Þau hjónin eiga hús nálægt Helsingjaeyri og þar dunda þau sér við það um helgar að reykja lax, endur, ál og strúta, auk þess sem Ida spreytir sig á nýjungum. Og öllu þessa deila þau gjarnan með Oscari og systur hans og eig- inmanni hennar. Rétt eins og Osc- ar vinnur systirin Ida Marie við veitingarekstur, hefur eins og móðirin lært til smurbrauð- sjómfrúar upp á dönsku og vann LAUGARDAGUR 30 NÓVEMBER 1996 29 Tengsl Idu Davidsen við ísland hafa aðallega verið í gegnum þá íslendinga, sem numið hafa smurbrauðsgerð á veitingastað hennar í Kaup- mannahöfn. Einn þeirra var Marentza Poulsen,- sem nam hjá henni árið 1993. Þegar hún hvarf síðan til starfa á Hótel Borg stakk hún upp á að reynt yrði að fá Idu til að koma til íslands að setja upp jólahlað- borð. Tómas Tómasson veitingamaður, sem þá rak veitingasölu Hótel Borgar, tók vel í hugmyndina og ekki stóð heldur á Idu. „Það var mikil upplifun að koma til íslands, það er yfirþyrmandi hvað landið er frábrugðið Danmörku. í fyrsta skiptið sem við kom- um fór Tómas með okkur í skoðunarferð að Gullfoss, Geysi og á Þingvelli og þar gat maður svo sannarlega fundið vinda sögunnar." íslenski jarðhitinn hefur ekki síður heillað þau hjón og eiga þau varla til orð yfir því að það kosti nær enga peninga að hita upp húsnæði. Hér varð ég nú aðeins að malda í móinn og benda á að Is- lendingar væru nú ekki allir sáttir við hitareikningana sína þótt þeir væru vissulega lægri en í nágrannaríkjun- um. Því er þó ekki hægt að neita f * viðhorfið til upphitunar á Islandi er töluvert frábrugðið þvi sem gengur og gerist í Danmörku. Þegar Ida og Adam Siesby hófu störf á Hótel Borg í fyrsta skipti fannst þeim sem heitt vatn rynni úr öllum krönum og eiginmaður hennar gekk markvisst um og skrúf- aði fyrir. „Fólk horfði undrandi á mig og spurði hvað í ósköpunum ég væri eig- inlega að gera. Ég benti þeim á að heitt vatn kostaði peninga en mætti litlum skilningi,“ segir Adam. Ida segir hins vegar mestu ánægjuna felast í því að geta komið til íslands og kynnt gömlu dönsku uppskriftirnar sínar, sem margar megi rekja aftur til ársins 1888 er Davidsen-fjölskyldan opnaði veitinga- stað sinn í Kaupmannahöfn. „Það eykur líka ánægj- una hvað allir eru yndislegir við okkur hér. í þau skipti sem við höfum komið hingað höfum við hitt marga Islendinga, sem hafa lært hjá okkur. Margar íslenskar konur voru í læri sem smurbrauðsjómfrúr hjá föður mínum, Oscar Davidsen, og ein þeirra mundi eftir mér, fimm ára gamalli, standandi á bjór- kassa að aðstoða föður minn í eldhúsinu. Ég byrjaði snemma að taka þátt í vinnunni og það sama á við um son okkar, Oscar, sem er fimmta kynslóð David- sen-ættarinnar er vinnur að smurbrauðsgerð. Hann sér um staðinn á meðan við erum að ferðast til staða á borð við Island," segir Ida. Hún segist ekki vera í neinum vandræðum með hráefni hér á landi. „í fyrsta lagi þá er íslenska sfldin sú besta í heimi og þá hefur maðurinn minn staðið í því að reykja önd, sem er einn sérstakasti rétturinn á hlaðborðinu. Einnig höfum við fengið fínt svínakjöt í steiktu svínasíðuna okkar, sem við berum fram með steiktum eplum. Af öðrum séréttum okkar myndi ég vilja nefna litlu smurbrauðin og lifrarkæfuna, sem við erum þekkt fyrir.“ Ida segir jólahlaðborðshefðina eiga mjög sterkar rætur í Danmörku. Veitingastaðir séu fullbókaðir nær öll hádegi í desember og fólk sitji gjarnan í þrjár til fimm klukkustundir og fái sér bjór og Ála- borgar jólaákavíti með. „Það koma fara heilu fjöl- skyldurnar og fyrirtækin út að borða saman, gjarnan oftar en einu sinni. Margir halda sérstaka skrá yfir það hversu mörgum sinnum þeir fara á jóla- hlaðborð í desember." En hver er ástæðan fyrir því að þessi hefð er þetta sterk í Danmörku en ekki nágrannaríkjunum? „Danir hafa unun af því að njóta lífsins, hygge sig. Við erum alltaf að leita að ástæðu til að gera okkur glaðan dag. Það sama gerist um páska en þá fara allir í páskahlaðborð í há- deginu þar sem boðið er upp á fjöl- marga rétti úr eggjum, kjúklingum og lambi. Það virðist sem þessi hefð sé einnig að festa rætur á íslandi, sem er kannski ekki skrýtið í Ijósi þess hvað þjóðir okkar eiga margt sameiginlegt. Af hverju ættum bara við að njóta þessa? Desember er líka mesti skammdegismánuðurinn. Það er dimmt þegar maður vaknar og dimmt þegar maður fer heim úr vinnunni. Maður hefur það huggulegt á allt annan hátt við slíkar aðstæður en á sumrin. Við höfum reynt að setja upp jólahlaðborð í Los Angeles í sumarhita og það var mjög erfitt.“ Ida segist ekki sjá mikinn mun á því hvernig ís- lendingar og Danir njóta jólahlaðborðanna. Fólk kemur hingað uppáklætt og í góðu skapi. Helsti munurinn er kannski sá að við Danir förum í hádeg- inu en íslendingar aðallega á kvöldin. I mínum huga snýst þetta um að njóta jólamánaðarins eins mikið og hægt er. Að jólunum loknum kemur gamlársdag- ur og svo eru hátíðarnar búnar. Það er því um að gera að njóta tímans fram að jólum og hafa það huggulegt." hjá foreldrum sínum þar til fyi'ir skemmstu. Og Ida bætir við með réttmætu stolti að börnin séu fimmta kynslóðin, sem hafi staðið í eldhúsinu „og það er sjaldgæft að röðin sé órofa eins og hjá okkur,“ segir hún. „Venjulega hefur ein- hver hoppað yfir, þótt elda- mennska hafi gengið í fjölskyld- um.“ Adam kemur úr ögn annarri átt en Ida, var bóndi, „svo ég heí líka haft af mat að segja.“ Þau hjónin hafa verið gift í þrjátíu ár, „en við höfum þekkst í fimmtíu ár,“ segir Adam. „Við vorum bæði á ferðinni, hittumst þó alltaf inn á milli, en 1964 kom alvara í spilið, við trúlofuðum okkur ári síðar og giftum okkar svo árið þar á eftir.“ Smurbrauðið blífur í Kaupmannahöfn skjóta sam- lokustaðir af erlendum toga upp kollinum eins og gorkúlur, en Ida segir að einnig gæti vaxandi áhuga á gamla góða smurbrauðinu dans- ka, sem hún er helstur sérfræðing- ur í. „Það virtist svo sem áhuginn færi minnkandi, en undanfarin nokkur ár hefur eftirspurnin vaxið aftur. Þegar ég var ung tíðkaðist að fólk pantaði lúxussmurbrauð í veislur. Það virtist alveg vera að detta upp fyrir, en nú gerist það hins vegar æ oftar að ungt fólk pantar smurbrauð á skólaböll." Matstaður Idu er hádegisverðar- staður og Ida segir ekki erfitt að reka stað, sem sé aðeins opinn í há- deginu, því í nágrenninu sé mikill fjöldi fyrirtækja og vinnustaða, sem nýti sér óspart nágrennið við stað- inn. Og Adam bætir því við að Dan- ir vilji fyrst og fremst borða dansk- an mat í hádeginu, þó þeir séu til í að skvetta úr klaufunum á kvöldin og prófa framandi mat. XR50CU mÁEinaaoM Jóladagatal Happaþrennimnar. ;ur á öðru hverju dagatali þqJ eru spennondi moíYnor fromundan!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.