Morgunblaðið - 30.11.1996, Síða 31

Morgunblaðið - 30.11.1996, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 1996 31 euphorbia pulcherrima Staðsetning: Plantan þarf að njóta góðrar birtu. Kjörhitastig er um 20°C. Vökvun: Haldið moldinni rakri. Áburðargjöf er ekki nauðsynleg á blómgunar- tímanum. Athugið: Plantan er viðkvæm fyrir dragsúg og kulda, því er nauðsynlegt að söluaðilar pakki henni vel inn fyrir viðskiptavini sína. Blómaframleiðendur AÐSENDAR GREINAR í raun og sannleik eru skólarnir farnir að bregðast við með þeim ráðum sem eru þeim tiltæk innan gildandi laga, reglna og heimilda. Alþekkt er að nemendum er skipað á brautir, þar sem yfirferðin er mis- hröð, allt eftir getu og áhuga nem- endanna sjálfra. Þannig má segja að í skólastarfinu sjálfu hafi verið lagt af stað áleiðis að því sem flest- ir telja nauðsynlegt nú í ljósi reynsl- unnar. Illa gengur að ráða raungreinakennara Þegar þessi mál eru rædd er óhjá- kvæmilegt að vekja athygli á því hversu víða hefur gengið illa að ráða hæfa raungreinakennara til starfa. Við sem höfum unnið að skólamálum á landsbyggðinni vitum að fátt gengur jafn illa víða úti um landið - og raunar einnig í Reykja- vík og að ráða fólk til raungreina- kennslu. Rétt er það sem bent hefur verið á að skilyrðin um uppeldis og kennslunám eru sumum þrándur í götu. En eitt og sér nægir það þó ekki til skýringar. Reynslan sýnir að þegar sæmilega árar í þjóðfélag- inu á sérmenntað fólk á sviði raun- greina afar auðvelt með að fá vinnu við betur launuð störf víða í þjóðfé- laginu. Tölvufyrirtæki, svo dæmi sé tekið, sækjast gjarnan eftir slíku fólki og bjóða allt önnur laun og starfskjör en skólarnir. Fyrir vikið standa skólarnir uppi án starfs- krafta á þessu sviði sem síðar leiðir til þess að kennsla í raungreinum situr oft á hakanum. Spretthlaupari í tjóðurbandi Skólarnir eiga fá ráð við þessu. Áratugum saman hefur launakerfi ríkisins verið ósveigjanlegt. Niður- njörvuð launastefna hins opinbera má sín lítt gegn sveigjanleika hins almenna markaðar. Skóli sem vill laða til sín kennara í samkeppni við aðra gengur til þess leiks álíka bú- inn og spretthlaupari í tjóðurbandi. Um úrslitin í slíku kapphlaupi þarf enginn að spyija. Sú alþjóðlega könnun sem hér hefur verið vitnað til er vissulega áfellisdómur. Hún er hins vegar einnig afar þýðingarmikið tæki fyrir okkur til þess að endurbæta skóla- starfið í landinu. í skólum landsins vinna kennarar og aðrir starfsmenn mjög fórnfúst og mikið starf, oft við mjög erfiðar aðstæður. Við þá er því ekki að sakast. Það er á hinn bóginn nauðsynlegt að auka veg og virðingu kennarastarfsins. Síðan ber okkur að hafa í huga að skólastarf- ið verður ekki bætt með því einu að beina sjónum að skólunum sjálf- um. Þar þarf líka að hyggja að hlut- verki stjórnvalda og afstöðu heimil- anna í landinu. Höfundur er alþingismaður og fyrrverandi formaður Fræðsluráðs Vestfjarða. . BYR FJOLSKYLDAN ÞIN VIÐ TM-ORYGGI? Með TM-ÖRYGGI getur þú sameinað öll tryggingamál fjölskyldunnar á einfaldan, ódýran og þægilegan hátt. TM-ÖRYGGI er sveigjanleg þjón- usta þar sem þú velur saman þær tryggingar sem fjölskyldan þín þarf á að halda. Lágmarksfjöldi trygginga í TM-ÖRYGGI eru tvær tryggingar til dæmis tvær bifreiðatryggingar eða fjölskyldutrygging og fasteigna- trygging- TM-ÖRYGGI býður þér hagkvæm kjör og sveigjanlegan greiðslumáta þar sem þú velur þann gjalddaga sem hentar þér best. Hafðu allar tryggingar á einni hendi og tryggðu fjölskylduna með TM-ÖRYGGI! TRYGGINCAMIÐSTÖÐIN HF. Aðalstræti 6-8 Sími 515 2000 - á öllum sviðum! Saga um unglinga sem vilja kossa sætari en kók

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.