Morgunblaðið - 30.11.1996, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 30.11.1996, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 1996 49 svæðinu í Hermonfjalli. Þegar við yfirgáfum svæðið varð mikið uppi- stand, svæðinu var lokað og herinn mætti á staðinn. Við komumst síðar að því að tor- kennilegur hlutur hefði fundist, og hermennirnir fjarlægt hann. Alltaf þegar hlutir finnast sem skildir hafa verið eftir á almannafæri í ísrael, t.d. plastpokar eða handtösk- ur, eru þeir fjarlægðir af lögreglu eða her, vegna mögulegrar sprengjuhættu. Um kvöldið keyrðum við til Met- ulia, sem er bær á landamærum ísrael og Líbanon. Glitti þar í Líban- on gegnum gaddavírsgirðingu. Við enduðum daginn í körfubolta á En Gonen. Cesarea Að morgni mánudagsins 15. jan- úar kvöddum við ísraelska gest- gjafa okkar á Ben-Gurion flugvell- inum, í von um að hitta þau sem flest aftur á íslandi. Við brottför fórum við gegnum svipaða vegabréfsskoðun og „yfír- heyrslu" og í London, rúmri viku áður. Spurningarnar: Hvar höfðum við verið í ísrael? Hveija höfðum við hitt? Ætluðum við að halda sam- bandi við þá ísraela sem við höfðum hitt? Ætluðum við að koma ein- hvern tímann aftur til ísrael? Svör- in: Já. Já. Við ætluðum sko að koma aftur. Komið var að lokum ferðalags okkar til landsins helga. Flug E1 A1 FY 0315 beið eftir okkur til að flytja okkur áleiðis heim til íslands. Sunnudaginn, 14.janúar héldum við heim á leið. Við keyrðum með- fram ströndinni og stoppuðum m.a. stutt í Haifa, helstu hafnarborg Israels og skoðuðum Bahaía-must- erið þar. Síðan keyrðum við sem leið lá til Cesareu, sem var höfuðborg róm- verska heimsveldisins í Júdeu í um 600 ár. Þar skoðuðum við m.a. hallarrústir frá tímum Heródesar sem grafnar hafa verið upp. Nýleg- ar fornleifarannsóknir sýna að höfn hefir verið í Cesareu og þykir bygg- ing hennar verkfræðilegt afrek mið- að við verkkunnáttu manna fyrir 2000 árum. Mikið rómverskt hring- leikahús er í Cesareu, en þar myrtu Rómveijar þúsundir gyðinga í upp- reisn þeirra á árunum 66-70 e.Kr. Helstu ástæðu uppreisnar gyðing- anna á þeim tíma er einnig að finna í Cesareu en hún er sú að bænahús þeirra þar var jafnað við jörðu. Árið 640 náðu arabar, Cesareu á sitt vald og árið 1101 krossfararnir. Krossfararnir eiga að hafa fund- ið áttstrendan, grænan bikar í Ces- areu og töldu hann vera Gral-bikar- inn fræga sem Jesús á að hafa drukkið úr við síðustu kvöldmáltíð- ina og blóð úr honum að hafa drop- ið í. Bikarinn týndist og fjalla marg- ar riddarasögur um leitina að Gral. Alla leiðina frá En Gonen- samyrkjubúinu og að Tel Aviv æfð- um við lag sem við ætluðum að flytja í lokahófi sem ísraelsku gest- gjafarnir voru búnir að bjóða okkur í seinna um kvöldið. Lagið var þann- ig að hvert okkar kom fram með eina setningu um það sem okkur hafði fundist sérstakt, gott, eða áhugavert í ísrael. Shlomit, leið- sögukona okkar, þýddi setninguna yfir á hebresku og kenndi okkur siðan ísraelskt lag sem passaði við textann. Síðan æfðum við og æfð- um. Generalprufan var tekin í hring- leikahúsinu í Cesareu, þar sem hljómburðurinn var alveg sérstak- lega góður. Um kvöldið fluttum við síðan lag- ið fyrir ísraelsku laganemana, hýsl- ana okkar, við mikla kátínu þeirra. Að lokum voru gestgjafar okkar leystir út með íslenskum gjöfum í þakklætisskyni fyrir móttökurnar. Yfir 20 tegundir af sófaborðum ó lager -Ýmsarviðartegundir Suðurlandsbraul 54, sími 568 2866 Höfundur er lögfræðingur. Það verður hátíð í Kringlunni á morgun, sunnudag kl. 14, þegar við kveikjum á jólatrénu okkar Börn úr Dansskóla Hermanns Ragnars sýna clans og Skólakór Kársness syngur jólalög. Allar verslanir í Kringlunni verða opnar í dag, laugardag, frá kl.10 til 18 og á morgun, sunnudag, frá kl. 13 til 18. Kringlan verður auk þess opin alla daga fram að jólum. Komdu í jólastemningu í stærri Kringlu. Vertu með þegar við kveikjum á jólatrénu á morgun kl. 14 Bækur og geisladiskar áritaðir. frd morgni til hvölds
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.