Morgunblaðið - 30.11.1996, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 1996 59
Opið hús
hjá Fjár-
vangi
OPIÐ hús verður í dag, laugardag,
milli kl. 12 og 17 hjá Fjárvangi,
Laugavegi 170. Fjárvangur er
nýtt nafn á Pjárfestingarfélaginu
Skandia sem nú er í eigu VIS. í
opna húsinu verður boðið upp á
ráðgjöf, fræðslu og veitingar, auk
lukkuleiks, þar sem gestum býðst
að prófa lukkunúmer á peninga-
skáp Fjárvangs, sem gæti opnað
dyr að hlutabréfamarkaði. Einnig
verður boðið upp á ráðgjöf um
hlutabréfakaup sem veita skatta-
afslátt.
Lukkuleikurinn verður með
þeim hætti að allir sem koma í
opna húsið fá lukkunúmer, sem
þeir geta prófað á fjórum peninga:
skápum sem verða á staðnum. I
skápunum leynist glaðningur
handa þeim sem eru með rétta
tölu. í hveijum skáp eru hlutabréf
í Almenna hlutabréfasjóðnum að
verðmæti 25.000 kr. Almenni
hlutabréfasjóðurinn er í vörslu
Fjárvangs.
Fuglaskoðun
í Grafarvogi
FUGLASKOÐUN á vegum Fugla-
verndunarfélagsins verður í Grafar-
vogi sunnudaginn 1. desember. Hist
verður við pósthúsið á Stórhöfða kl.
14.30, 2 klst. fyrir fjöru. Ef aðstæð-
ur leyfa verður gengið kringum vog-
inn.
„Grafarvogsleira hefur mikið að_-
dráttarafl fyrir fugla allt árið. Á
veturna má búast við hópum af
stokköndum, rauðhöfðum og urt-
öndum og þegar straumvötn í ná-
grenninu leggur sækja gulendur
þangað í hópum. Tjaldur, sendling-
ur, stelkur og tildra eru meðal
þeirra vaðfugla sem þar halda sig,
og hettumáfur, hvítmáfur og fleiri
máfar eru tíðir gestir," segir i til-
kynningu frá Fuglaverndunarfélagi
íslands.
Dagsferð á
Skeiðarár-
sand
FERÐAFÉLAG íslands efnir í
dag, laugardag, til dagsferðar á
Skeiðarársand, þar sem skoðuð
verða ummerki eftir Skaftárhlaup-
ið. Farið verður austur yfir Skeið-
ará þannig að talsvert meira mun
bera fyrir augu en í sambærilegri
ferð um daginn. Brottför er kl. 7
að morgni frá BSÍ austanmegin
og Mörkinni 6. Með í för verður
Jón Jónsson jarðfræðingur, en all-
ir eru velkomnir. Lesefni tengt
þessu svæði er í árbók Ferðafé-
lagsins 1993, „Við rætur Vatna-
jökuls“ eftir Hjörleif Guttormsson,
alþingismann.
Aðventukaffi-
sala Systra-
félags Víði-
staðasóknar
SYSTRAFÉLAG Víðistaðasóknar
verður með aðventukaffisölu á
morgun, fyrsta sunnudag í að-
ventu. Að venju verður boðið upp
á girnilegt kaffihlaðborð eftir
messu eða frá kl. 15.
Systrafélagið gefur út jólakort
í ár með mynd af Víðistaðakirkju
gerðri af Ragnari Páli og verður
kortið til sölu á basar félagsins sem
haldinn verður dagana 6. og 7.
desember nk. í Samkaup, Miðvangi
41, Hafnarfirði.
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Skúli Víkingsson
Landaukinn
gefur sig ekki
Landaukinn sem myndaðist við
Skeiðarárhlaup er 4-5 ferkíló-
metrar. Vísindamenn fylgjast
nú grannt með því hversu lengi
hann endist, en Oddur Sigurðs-
son, jarðfræðingur hjá Orku-
stofnun, segir að enn sjáist
engin ummerki um að hann sé
byrjaður að eyðast. Á vinstri
myndinni sést hlaupið í há-
marki. Brúni flekkurinn er aur
sem vatnið bar með sér. Hin
myndin er tekin 25. nóvember
og sýnir landaukann. Brimið
brotnar á nýju ströndinni en
fyrir innan hana sést eldri
strandlínan. Rangur texti
fylgdi mynd af ströndinni sem
birtist í gær og er beðist vel-
virðingar á því.
Morgunblaðið/Oddur Sigurðsson
Getnaðarvarnir
á brjósta-
gjafatíma
RANNSÓKN á notkun nýrrar
„mini-pillu“ hjá konum með börn
á bijósti fór fram á Kvennadeild
Landspítalans frá desember 1993
til mars 1995. Öllum konum sem
tóku þátt í rannsókninni og fjöl-
skyldum þeirra er boðið á fund þar
sem rannsóknarniðurstöður verða
kynntar. Fundurinn verður haldinn
á Grand Hótel, í dag, laugaradag,
kl. 16. Brúðubíllinn skemmtir börn-
um og kaffiveitingar verða í boði.
INGIBJÖRG Reynisdóttir,
vinningshafinn í Forsíðu-
keppninni ’96.
Sigraði í for-
síðukeppni
NÝLOKIÐ er Forsíðukeppni tíma-
ritsins Hárs & fegurðar og er þetta
ellefta árið sem keppnin er haldin.
Vinningshafinn í ár var Ingibjörg
Reynisdóttir förðunarfræðingur sem
vinnur hjá No Name og módelið er
Arngunnur hjá Eskimó módels.
Selma Pétursdóttir á hárgreiðslu-
stofunni Prímadonnu sá um hár-
greiðsluna og Bragi Þ. Jósefsson tók
myndina.
■ FJALLAÐ verður um fræðslu-
gildi Íslandslíkansins í Tjarnarsal
Ráðhússins í Reykjavík í Tjarnar-
salnum milli klukkan 14 og 15 í
dag, laugardaginn 30. nóvember.
Þar verður einnig fjallað um hug-
mynd áhugafólks um að gera til-
raunir til að stuðla að því að al-
menningur geti nýtt betur ýmislegt
sem í boði er til fróðleiks og
skemmtunar og einnig að fá ýmsa
til að auka það framboð. Þetta
verði aðallega gert í vettvangsferð-
um. Hugmyndina nefnir hópurinn
Nýsýn.
Bókmenntir
í herrafata-
verslun
HERRAFATAVERSLUNIN Bo-
ok’s, Laugavegi 61 (við hliðina á
Kjörgarði), mun standa fyrir bók-
menntakynningu á laugardögum
fram til jóla. Næstkomandi laugar-
dag, 30. nóvember, mun Gunnar
Smári Egilsson, höfundur Máls-
varnar mannorðsmorðingja og út-
gefandi Bessastaðabókanna, verða
í búðinni milli kl. 13-15, lesa upp
úr bókum sínum, spjalla við gesti
og viðskiptavini um lífið oig tilver-
una og árita bækur sínar fyrir þá
sem það vilja.
Minnsta tröll
í heimi í
Ævintýra-
Kringlunni
SÖGUSVUNTAN með brúðuleiksýn-
inguna „Minnsta tröll í heimi“ verður
í dag kl. 14.30 í Ævintýra-Kringl-
unni. Það er Hallveig Thorlacius sem
samdi þáttinn og stjórnar brúðunum.
Leikstjóri er Helga Arnalds.
„Þetta er saga um afar smáa
tröllastelpu. Hún er reyndar svo
smávaxin að hún sést vart með ber-
um augum. Hún lendir í allskonar
vandræðum og jafnvel alvarlegum
lífsháska svo áhorfendur verða oft
að koma henni til aðstoðar," segir í
fréttatilkyningu. Hallveig hefur
ferðast víða með þessa sýningu, jafnt
innanlands sem utan.
Sýningartími er rúmar 30 mínútur
og er miðaverð 500 kr.
Ævintýra-Kringlan er barna-
gæsla og listasmiðja fyrir börn á
aldrinum 2-8 ára. Hún er staðsett
á 3. hæð í Kringlunni og þar geta
viðskiptavinir Kringlunnar skilið
börnin eftir á meðan þeir versla.
■ BREYTINGAR verða á tónlistar-
dagatali Gauks á Stöng vegna komu
norska salsa-bandsins „Some Like
It Hot“ til íslands dagana 28. nóvem-
ber til 6. desember. í stað þeirra
hljómsveita er bókaðar voru 1., 2.
og 3. desember leikur fyrrnefnd
hljómsveit salsatónlist.
■ SÝNING á myndspjöldum nem-
enda Hvaleyrarskóla verður í dag
kl. 14-16. Keppt verður í tveimur
aldurshópum í 1.-4. bekk og 5.-7.
bekk. Einnig verður sýning á köku-
skreytingum sem unnar voru í heim-
ilisfræði.
Slökunar- og
hugleiðslu-
snælda
ÚT er komin slökunar- og hugleiðslu-
snælda eftir Helgu Sigurðardóttur
með tónlist eftir Friðrik Karlsson.
í kynningu segir m.a.: „Hlustand-
inn er Ieiddur inn í slökun, þar sem
hann getur upplifað með innri sjón-
myndum fegurð, styrk og heilunar-
mátt litanna og hann tengist betur
kjarna sínum, ljósi, kærleika og visku.
Tónlistin kallar fram hjá hlustandan-
um innri frið, gleði og jafnvægi.“
A-hlið nefnist „Litir ljóssins í
MORGUNBLAÐINU hefur borist eft-
irfarandi athugasemd frá Erlendi
Sveinssyni, fyrrverandi forstöðu-
manni Kvikmyndasafnsins vegna
fréttar Morgunblaðsins í gær af flutn-
ingi Kvikmyndasafns íslands til Hafn-
arfjarðar.
„Blaðamaður Morgunblaðsins end-
ursegir kafla úr ræðu Böðvars Bjarka
Péturssonar, núverandi forstöðu-
manns Kvikmyndasafnsins, með þeim
orðum að undirritaður „vann reyndar
að þvi að fá safnið flutt í Hafnarfjörð
á síðasta áratug en fékk ekki mikinn
hljómgrunn á meðal ráðamanna“.
Þetta er ekki rétt haft eftir Böðvari
Bjarka, sem sagði að því miður hefðu
háleitar hugmyndir undirritaðs ekki
náð fram að ganga á sínum tíma.
Nóg er að ráðamönnum vegið
þótt ekki séu bomar á þá rangar
sakir. Hið rétta í málinu er að ráða-
menn sýndu hugmyndinni um kaup
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi athugasemd frá Guð-
rúnu S. Eyjólfsdóttur, forstöðumanni
Lyijaeftirlits ríksins:
„Vegna greinar Guðrúnar G.
Bergmann, „Getum við sameinað
sjónarmið okkar?“ í Morgunblaðinu
í gær, vill Lyfjaeftirlit ríkisins koma
eftirfarandi á framfæri.
Grein Guðrúnar byggist á grund-
vallarmisskilningi. Reglugerðardrög-
in, sem Guðrún gerir að umfjöllunar-
efni, eru ekki unnin hjá Lyfjaeftirliti
ríkisins heldur Lyfjanefnd ríkisins. í
grein sinni spyr Guðrún hvort Lyfja-
eftirlit ríkisins sé að beita sér á röng-
musteri litanna" leidd slökunar- og
heilunarhugleiðsla. Á B-hlið „Litir
ljóssins“, slökunar- og heilunartón-
list.
Snældan heitir „Litir ljóssins" og
fæst í versluninni Betra líf í Kringl-
unni og kostar 1.590 krónur.
Dagskrá í
Hnossi
í GALLERÍ Hnossi, Vesturgötu 3b,
verður sérstök dagskrá laugardag-
inn 30. nóvember. Opið er frá kl.
10-10. Um miðjan dag verður sýnd
eldsmíði, boðið upp á grasate og
hljómlistarmenn leika jólalög.
á Hafnarfjarðarbíói undir starfsemi
Kvikmyndasafns íslands mikinn
áhuga, bæði Sverrir Hermannsson, !
þáverandi menntamálaráðherra, og (
bæjarstjóm Hafnarfjarðar. Það sem í
hindraði framgang málsins fyrst og
fremst var áhrifamikill minnihluti í '
þáverandi stjórn Kvikmyndasjóðs.
Hér við bætist að á þessum tíma var
búið að taka ákvörðun um að sameina i
rekstur Kvikmyndasafns og Kvik-
myndasjóðs og af þeim ástæðum hafði ,
forstöðumanni Kvikmyndasafnsins 1
verið sagt upp störfum og því gat •
hann ekki beitt sér í málinu sem
skyldi. Hann sleppti þó aldrei taki af *
hugmyndinni og tókst að endurvekja '
áhuga á henni í breyttri mynd (Bæjar-
bíó/frystihús) um áratug siðar, sem \
leitt hefur til þeirra framkvæmda, .
undir farsælli forystu Böðvars Bjarka, *
sem greinir frá í frétt Morgunblaðs-
ins. “
um starfsvettvangi, nær væri að
starfsmenn þess eyddu orku sinni
og tíma í að fýlgja með ofnotkun
lyfja o.s.frv.
Eins og áður segir er grein Guð-
rúnar á misskilningi byggð. Reglu-
gerðardrögin sem um ræðir eru ekki
unnin af Lyfjaeftirliti ríkisins og
hafa starfsmenn stofnunarinnar því
ekki eytt orku sinni í að vinna þau.
í greininni kemur fram vanþekking
Guðrúnar á starfsemi Lyfjaeftirlits
ríksins og hefði verið æskilegt að
hún kannaði betur efni sem hún er
að fjalla um, áður en lagt var út á
ritvöllinn."
Athugasemd
Athugasemd
Lyfjaeftirlits