Morgunblaðið - 30.11.1996, Side 61

Morgunblaðið - 30.11.1996, Side 61
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 1996 61 1 I I i I I I I i I BRÉFTIL BLAÐSINS Fyrir hverja vinna alþingismenn? Frá Eiríki Einarí Viggóssyni: EKKI fyrir Iaunafólk, því síður fyrir unga fólkið og alls ekki fyrir þá sem minnst mega sín í þessu samfélagi. Undirritaður hefur undanfarin 25 ár heimsótt ráð- herra, Alþingismenn, skattstjóra, fjóra forseta ASÍ, sveitarstjórnar- menn, einnig marga formenn verkalýðsfélaga, fulltrúa atvinnu- rekenda og marga forráðamenn hinna ýmsu stofnana. Spurningin hefur ætíð verið: „Hvers vegna greiða ekki allir tekjuskatt og út- svar í samræmi við þann lifistand- ard sem hver og einn býr við?“ Svörin hafa verið á ýmsa lund. Að verið sé að undirbúa ný skatta- lög, að verið sé að tölvuvæða ráðu- neyti, aðrir segja þetta bara vera svona. Sumarið 1995 heimsótti undir- ritaður opið hús hjá Alþingi og átti kost á að hitta marga Alþing- ismenn úr öllum flokkum. Fengu þeir allir spurninguna: „Af hveiju greiða ekki allir til samneyslunnar i samræmi við sannarleg laun, en ekki vinnukonuskatt, eins og sagt var í gamla daga?“ Öll svör voru á þann veg, að ljóst var að það var ekki vilji á Alþingi að breyta skattalögunum. Um haustið 1995 fór undirritað- ur med opið bréf til allra þing- manna, þar sem mælt var fyrir, að þetta óréttlæti í skattamálum ætti að stöðva þegar i stað. Var undirrituðum vel tekið á Alþingi, allavega leiddi þetta af sér, að í fyrsta skipti var flutt þingsálykt- unartillaga um bætta skattheimtu af eftirtöldum þingmönnum: Hjálmari Árnasyni, Ástu R. Jó- hannesdóttur, Guðjóni Guðmunds- syni, Guðna Ágústssyni, Guðnýju Guðbjörnsdóttur, Hjálmari Jóns- syni, Isólfi Gylfa Pálmasyni, Lúð- vík Bergvinssyni, Magnúsi Stef- ánssyni, Stefáni Guðmundssyni og Ögmundi Jónassyni. Þingsá- lyktunartillagan hljómar svo: Alþingi ályktar að fela fjármála- ráðherra að skipa þegar í stað nefnd er hafí það verkefni, að koma með tillögur um leiðir til að bæta skattaskil til ríkis og sveitar- félaga. Þá verði nefndinni falið að kanna, hvort grípa þurfi til ein- hverra aðgerða þannig að skatt- stofn einstaklinga verði tengdur tekju/eignamyndun þeirra. Nefnd- in verður skipuð einum fulltrúa frá hveijum eftirtalinna aðila: Fjár- málaráðuneyti, ASÍ, BSRB, VSÍ, Neytendasamtökunum, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Samtök- um iðnaðarins og Félagi löggiltra endurskoðanda. Ráðherra geri Al- þingi grein fyrir tillögum nefndar- innareigi síðaren 1. febrúar 1996. Vaxandi óánægju gætir i þjóðfélaginu með skattamál. Æ oftar heyrast fréttir af undan- drætti virðisaukaskatts, svartri atvinnustarfssemi, þar sem skatt- skyld viðskipti eru ekki gefin upp til skatts, stofnun nýrra fyrirtækja í stað annarra, sem sömu aðilar hafa gert gjaldþrota, og þannig má áfram telja. Á síðustu fimm árum hafa verið birtar tvær opin- berar skýrslur um vangreidd gjöld til hins opinbera og eru niðurstöð- ur þeirra keimlíkar. Þar segir m.a., að ríkissjóður tapi árlega 8-11 milljörðum króna af fyrrgreindum ástæðum. Þá eru ótaldar þær tekj- ur sem sveitarfélög verða af vegna ýmiss konar undanskota. Á tímum niðurskurðar í ríkisbúskapnum gætu þessar óinnheimtu tekjur létt mjög rekstur velferðarkerfis okkar. í opinberum umræðum hefur lengi verið rætt um hversu lítið samræmi virðist vera á milli eigna- myndunar og lífsmynsturs margra einstaklinga annars vegar og skattskyldra tekna þeirra hinsveg- ar. Margt bendir til að þarna sé pottur brotinn, jafnt í skattaeftir- liti sem skattalögum. Þá er ljóst, að óbreytt ástand leiðir til skertrar samkeppnishæfni þeirra sem haga rekstri sínum í samræmi við lög og reglur. Nefndinni er ætlað að taka þessa þætti til skoðunar með það að markmiði að kynna fyrir Al- þingi leiðir til úrbóta, þannig að Alþingi geti brugðist við með við- eigandi aðgerðum og stuðlað að auknu réttlæti og vörnum fyrir velferðarkerfi okkar. Gert er ráð fyrir að nefndin ráði til sín starfs- mann og kalli til sín fulltrúa hinna ýmsu hópa þjóðfélagsins. Undirrit- aður hafði frá haustdögum og fram að þinglokum nokkrum sinn- um samband við Hjálmar Árnasom og Vilhjálm Egilsson formann við- skipta- og fjárhagsnefndar til að heyra gang mála. Þingsályktunar- tillagan var aldrei tekin til af- greiðslu og var tímaskorti borið við. Á sama tíma var samþykkt þingsályktunartillaga frá Árna Johnsen um einkanúmer á bíla, sem er hégómi einn. Þá var nægur tími hjá þingmönnum. Það er einn- ig athyglisvert að öll dagblöð, sjón- varpsstöðvar og útvarpsstöðvar hafa þagað þessa þingsályktunar- tillögu í hel, þótt allt þjóðfélagið hrópi á þessa fjármuni til að það geti haldi uppi daglegum rekstri. Einnig þarf að hafa í huga að líf- eyrisskuldbindingar ríkissjóðs vaxa hröðum skrefum daglega. Þar gæti réttlát skattalög hjálpað mikið til. Undirritaður hefur tekið saman nokkrar staðreyndir um hve skatt- svik eru stórkostleg hér á landi og er það sýnt með 7 súlum. Súla nr. 1 er útsvars- og tekju- skattsstofn ríkissjóðs 1994, alls 238 milljarðar króna. Súla nr. 2 er tekjuskattur ríkis- sjóðs 1994, sem gaf aðeins 23,4 millj. kr., sem svarar eingöngu til 10% af súlu nr. 1, en á sama tíma greiddu launþegar 32,27% tekju- skatt af sínum Iaunum. Súla nr. 3 sýnir útsvar allra sveitarfélaga 1994, 18,3 millj. kr., er slagar hátt í allan tekjuskatt- inn, en meðalútsvar 1994 var 8,69%. Súla nr. 4 sýnir svört skatt- svik, sem árlega eru um 14 millj. kr. Fjármálaráðuneytið hefur gefið út tvö rit á undanförnum árum, en ekkert aðhafst sem heitið getur til að uppræta þenn- an ósóma. Súla nr. 5 sýnir hvít skattsvik, sem gæti numið allt að 30 millj. kr. Það eru þeir sem skammta sér laun að eigin geðþótta og komast undan því að greiða til sveitarfé- lags síns og tekjuskatt til ríkis- sjóðs. Þeir láta jafnvel ríkissjóð borga fyrir sig eignaskattinn með því að kaupa verðbréf sem gefa skattaafslátt. Súla nr. 6 sýnir skuldir sveit- arfélaga, sem er að stærstum hluta vegna skattsvika. Súla nr. 7 eru skuldir ríkissjóðs upp á 380 millj. kr., sem er að stærstum hluta vegna óréttlátra skattalaga og skattsvika. Þetta má skrifa á alla stjórnmálaflokka sem sitja nú á Alþingi, þar sem þeir hafa aldrei viljað taka á skattamálum þjóðarinnar. Vilmundur heitinn Gylfason barðist fyrir bættum skattalögum. Meira að segja núverandi forseti íslands ók um bæi þessa lands, er hann var fréttamaður sjón- varpsins, og sýndi myndir af fal- legum húsum og tók jafnframt fram að viðkomandi einstaklingur greiddi engin opinber gjöld til sam- félagsins. Hann benti á að tvær þjóðir byggju í þessu landi. Það er nú gleymt og grafið og ástand- ið í fjármálum landsins er í rúst, sem má sjá á því að ijármálaráð- herra er nánast á handahlaupum við að framlengja stórlán og gefur daglega út skuldabréf til að halda fjármálaráðuneytinu gangandi. Hann lætur sem þjóðarskútan sé á réttri siglingu og talar daglega um að hallalaus ijárlög séu fram- undan, sem er enginn vandi þegar allir sem minna mega sín í þessu þjóðfélagi eru sviknir og kjör launafólks skert. Eina leiðin út úr þessum ógöngum er að unga fólkið, og aðrir þeir sem vilja þjóð sinni vel, stofni samtök um bætt samfélag, vegna þess að Alþingismenn hafa ekki þor til að bijótast út úr flokks- fjötrunum til að fylgja hinni fyrr- nefndu þingsályktunartillögu um bætt skattalög eftir. í dag er til- lagan dauð og grafín. EIRÍKUR EINAR VIGGÓSSON, matreiðslumaður. Umnám Frá Ingólfi Gíslasyni: Á ráðherrastóli BJÖRN brosir. Hann veit um hvað málin snúast. Hann veit betur en námsmenn hvers þeir þarfnast. Það eru víst ekki peningar, heldur kröf- ur. Við verðum að gera miklar kröf- ur til fólks. Ekki síst námsfólks. Liðleskjur og aumingjar eiga bara ekkert erindi við lífið, hvað þá bless- aðir heimskingjarnir. Og þeir eiga alls ekki að koma inn í skóla. Björn veit þetta og hann glottir við tönn. Menntamálaráðherra er nokkurs konar gæðastjórnandi. Hinir dug- legu og gáfuðu eru stimplaðir gæð- um í heiðbláum lit. Hinir hírast utan skóla með bláa fingur. Þeim verður kalt af þeim ferska vindi sem gustar af Birni. Kannski með börn eða sjúk- dóma, en inni á skrifstofu bíður Björn með fordóma. Hann ætlar að hreinsa til í kerfinu sem er fullt af heilaskít og hugardrullu. Það á að sópa fallistunum út, og fá þá til að opna veskin. Skipta á einkunnarbók- um þeirra og bankabókum. Glæpur og refsing Allt þetta er sanngjarnt því á prófum falla þeir sem ekkert kunna, geta eða skilja. Að minnsta kosti taka þeir nám sitt ekki alvarlega, sem er alvarlegt mál. Menn skulu gjalda þess dýru verði að fíflast með menntastofnanir okkar og ríkissjóð, því það er stuldur úr sparibauk þjóð- arinnar að þykjast stunda nám. Og glæp fyigir refsing. Svo er nefnilega í lífinu að tækifærin eru ekki á hveiju strái, ekki eru alltaf gefnar þijár tilraunir, eða aukalíf eins og í tölvuspili. Þetta veit Björn, og hann vill engum gera Bjarnargreiða. Það er ekki hans að veita aukalíf, heldur kirkjunnar. Hann veit líka að menntabröltið í óvitunum kostar þjóðina undraverðar upphæðir. Hann er enginn fjársóði ,og gætir vel að fjársjóði ríkisins. Sem má ekki verða tómur eins hausinn á námsmanni. Þess vegna er mikil- vægt að sem fæstir eyði tíma í skóla- göngu. Og bara þeir sem hafa vit til. Eins og Björn. Mildur meistari Hann beitir refsivendi blíðum og tuskar til óþekku börnin sem allt vilja læra en ekkert skulda í bönk- um. En það er sama hvað þau orga og orga, Björn mun ekki borga. Þeim er það líka fyrir bestu. Hjá honum fæst aldrei lán í óláni. Hann þarf engar ráðleggingar frá náms- mönnum. Hann er eldri og vitrari og brosir breitt. Hann veit nákvæm- lega um hvað málið snýst. INGÓLFUR GÍSLASON, NEMI Kögurseli 34,109 Reykjavík. Stefnan Frá Ingólfi Sigurðssyni: HVERT stefnum við? Ég er ekki alveg sáttur við afleiðingar kven- réttindabaráttunnar. í vetur var mikið talað um unglingavandamál af ýmsu tagi, unglingadrykkju, fíkniefnavandamál unglinga og annað slíkt í þeim dúr. Er ekki málið það að unglingavandamálin svokölluðu endurspegla það þjóðfé- lag sem við lifum í? Það held ég að ætti að vera alveg ljóst. Hvernig getur það öðru vísi verið? Eru það ekki foreldrarnir sem móta af- kvæmin með hegðun sinni og skoð- unum? Það er vanlíðan og upplausn í þjóðfélaginu og auðvitað kemur það niður á unglingum, börnum og full- orðnu fólki, það kemur niður á fólki á öllum aldri. Það þýðir ekki að reisa endalaust ný meðferðarheimili og setja boð og bönn um alla skap- aða hluti, það er alls engin lausn. Það heitir að sópa vandamálunum undir teppið,_ eins og lengi hefur viðgengizt á Islandi og annars stað- ar á Vesturlöndum. Þegar hlutirnir eru bannaðir verða þeir bara meira spennandi, það hefur margsannað sig. Það er ekki hægt að kæfa þá ólgu sem undir niðri býr, vandamál- in verða ekki leyst nema með rétt- um aðgerðum. Það er ekki rétt að dæma ungl- inga endalaust og kalla þá vanda- málahóp í þjóðfélaginu, og ef þeir eru það þá hlýtur að vera einhver skýring á því. Heimilið verður ætíð kjölfesta þjóðfélagsins. Eru ekki konur að kaupa réttindi sín fulldýru verði ef þær verða að fórna uppeldi barna sinna fyrir þau? Hafa þær alveg gleymt því að það eru sérstök for- réttindi konunnar að fá að ala upp börnin og sjá um heimilið? Hvað hafa konur grætt á valda- baráttu sinni? Eru þær orðnar eitt- hvað sáttari við sjálfar sig en þær voru og þann heim sem þær lifa í? Það held ég ekki. Þvert á móti virð- ist mér óánægja þeirra og karlanna líka aldrei hafa verið meiri. Karlar eru í kreppu. Konur eru í kreppu. Ætli það séu engar skýringar á því? INGÓLFUR SIGURÐSSON, Digranesheiði 8, Kópavogi. Tannverndarráð ráðleggur foreldrum að gefa börnum sínum jóladagatöl án sælgætis Iberna ICM-31 Iberna ID-28 Iberna ID-24 Iberna IMP-245 Iberna IMP-1 4.3 Iberna IMP-30.0 H x B x D = 163 X 60 x 60 cm H x B x D = 143 x 60 x 60 cm H x B x D = 143 x 54 x 60 cm Kælir ofan 221 Itr. Kælir neðan 213 Itr. Kælir neðan 181 Itr. Frystir 65 Itr. Frystir 67 Itr. Frystir 44 Itr. Rétt verð 63.900,- Rétt verð 50.950,- Rétt verð 43.980,- H x B x D = 143 x .54 x 60 cm Kælir 204 Itr. Frystir 20 Itr. Rétt verð 41.960,- H x B x D = 85 x 54 x 60 cm Kælir 118 Itr. Frystir 14 Itr. Réttverð 35.910,- HxBxD = 143x60x60cm Kælir 302 Itr. Frystir enginn Rétt verð 46.900,- NÝTT FRÁ FÖNIX ítalskir ísskápar iberno TAKIÐ EFTIR! Nú selur Fönix ítalska ísskápa af betri gerðinni á verði, sem gerist vart hagstæðara. iberno fyrsta flokks frá /ronix HÁTÚNI6A REYKJAVlK SfMI 552 4420

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.