Morgunblaðið - 18.01.1997, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 18.01.1997, Qupperneq 4
4 LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Rottugangur í vesturbænum ÍBÚAR í vesturbæ Reykjavíkur hafa kvartað yfir rottugangi í hverfinu undanfarna mánuði og segjast hafa séð rottum bregða fyrir í húsagörðum, á götum úti og jafnvel inni i ibúðarhúsum. Anna Kristíne Magnúsdóttir, íbúi á Ránargötu, segist til að mynda hafa séð rottu í kjailaranum hjá sér rétt fyrir jólin. „Ég var að hlusta á tónlist í einu herberginu þegar ég fékk það á tilfinninguna að einhver væri að horfa á mig. Ég skimaði í kringum mig og leit upp og horfðist í augu við rottuna sem sat í lítilli skoru í veggnum," segir hún með hryllingi. „Ég hringdi bæði á Neyðarlínuna og í meindýraeyði, en rottan fannst ekki aftur,“ segir hún. Þetta er reyndar ekki í fyrsta sinn sem Anna Kristíne verður vör við rottugang i húsinu því fyrir um tveimur árum fundust rottur á milli þilja þess. „En eft- ir að ég lét gera við skólprör undir húsinu, fyrir rúmu ári hef ég ekki heyrt í rottum, þ.e. ekki fyrr en núna rétt fyrir jól,“ seg- ir hún. Annar íbúi við Ránargötuna segist einnig hafa orðið áþreifan- lega var við rottur í húsakynnum sínum nýlega, er heimiliskettirn- ir báru inn rottuhaus og aðra hluta dýrsins. Hátt ífimm hundruð tilkynningar um rottur Að sögn Guðmundar Björns- sonar verkstjóra hjá Meindýra- vörnum Reykjavíkurborgar, skjóta rottur alltaf upp kollinum annað slagið í Reykjavík, en til- kynningar um rottur hafa ekki verið meiri frá vesturbænum en öðrum bæjarhlutum að undan- förnu. „Við fengum rúmlega fjögur hundruð útköll víðs vegar að úr bænum á síðustu ári vegna rottugangs, en algengast er að rottur sjáist allt frá vesturbæ og austur að Elliðaánum. Önnur svæði borgarinnar virðast að mestu vera laus við þessi dýr,“ segir hann og bætir því við að rottur sjáist nær eingöngu ofan- Morgunblaðið/Ema Margrét Ottósdóttir KÖTTUR gerir sig líklegan til að ráðast á rottu en á endanum var það rottan sem hvæsti á kettina tvo svo þeir hrökkluðust frá. Mynd- in var tekin fyrir skömmu á horni Bárugötu og Stýrimannastígs. jarðar séu holræsakerfi biluð í nágrenninu. Að sögn Inga Arasonar, for- stöðumanns hreinsunardeildar Reykjavíkurborgar, hefur rottu- gangur í Reykjavík farið minnk- andi undanfarin ár, einkum eftir að farið var að bæta holræsa- kerfi borgarinnar. „Með því að fækka útrásum holræsakerfisins og beina þeim lengra út í sjó eru strandlengjurnar hreinni og því erfiðara fyrir rotturnar að þríf- ast,“ segir hann. Þá segir Ingi að yfir sumartím- ann sjái sérstakir starfsmenn borgarinnar um það að setja rottueitur ofan í holræsabrunna í þeim tilgangi að halda rottu- stofninum í skefjum. „Það eitur sem við notum núna virðist virka ágætlega," segir hann. Ný tegund strætisvagna ÞRÍR nýir strætisvagnar með mun lægra gólfi, en þeir sem í notkun eru hér, verða teknir til notkunar á höfuðborgarsvæðinu í dag, laugardag. Þessi tegund strætisvagna hefur ekki verið áður hér á landi, en gólfhæðin í vögnunum er aðeins 32 sm frá jörðu, sem þýðir að af gangstéttarbrún er gengið nánast beint inn í þá. Nýju vagnamir hefja akstur á milli Hafnarfjarðar, Garða- bæjar, Kópavogar og Reykjavík- ur og verður frítt í þá ura helg- ina I kynningarskyni. ♦ ♦ Landlæknir um læknaskort á landsbyggðinni Tekist hefur að manna öll héruð nema tvö ÓLAFUR Ólafsson landlæknir seg- ir að tekist hafi að ráða lækna í lausar stöður frá og með 1. febr- úar í öll þau héruð þar sem útlit var fyrir að yrði læknaskortur að tveimur stöðum undanskildum en það eru Bolungarvík og Raufar- höfn. Ólafur sagði að útlitið hefði ekki verið gott í upphafi árs þegar fyrir- sjáanlegt var að læknaskortur yrði í sjö til átta byggðarlögum en nú hefur hins vegar tekist að fá lækna til starfa á Reyðarfirði, Flateyri, Fáskrúðsfirði, Patreksfirði, Kirkju- bæjarklaustri og Þingeyri. Ölafur sagði að þrátt fyrir að tekist hafi að ráða bóta á vanda þessara staða sé engu að síður ástæða til að hafa áhyggjur af ástandinu. „Það er áhyggjuefni að það fer færra ungt fólk í heimils- lækningar en áður og einnig að fólk, sem lokið hefur framhalds- námi erlendis, kemur ekki heim sökum mun betri kjara erlendis. Við þetta bætist svo viss hætta á faglegri og félagslegri einangrun úti í einstökum héruðum,“ segir Ólafur. NÝ TEGUND strætisvagna er komin hingað til lands. Morgunblaðið/Ásdís Brotist inn í Metró-Norman •• Ollu tölvu- kerfinu stolið BROTIST var inn í verslunina Metró-Norman í fyrrinótt og þaðan stolið öllu tölvukerfi fyrirtækisins, samtals sex hörðum diskum og þremur skjám, en þrír tölvuskjár voru skildir eftir. RLR hefur málið til rannsóknar. Styggð virðist hafa komið að þjófunum því smár en þungur pen- ingaskápur sem fyrirtækið á, var kominn út á mitt gólf og við hans lágu borvél, hamar, sleggja og kúbein og ýmis verkfæri önnur, en ekki var búið að bijóta skápinn upp. Tilbúnir að greiða „lausnargjald“ Bergur Hjaltason, verslunar- stjóri hjá Metró-Norman, segir það tilfinnanlegt tjón að missa tölvu- kerfið, ekki síst þar sem í því sé geymdar upplýsingar um lager- kerfið, öll vörunúmer, birgðastaða, sölusaga vöru og viðskiptamanna o.fl. „Við tókum seinast afrit af birgðayfirliti um áramót og allt sem hefur verið fært inn síðan er horf- ið. Við þurfum að færa allt saman inn aftur, birgðastöðu, bókhald og skrá allar nótur sem eru mörg þús- und talsins, þannig að mikil vinna er framundan að óbreyttu. Við telj- um vélbúnaðinn kosta á milli 800 þúsund krónur og milljónar, en við það bætist kostnaður við að fá tölvufræðinga til að setja upp bún- að og gangsetja hann, auk inn- sláttarins," segir Bergur. Verslunin er við Hallarmúla og höfðu þjófamir brotið rúðu sem veit að porti aftan við hana og síð- an opnað hurð að aftanverðu, þang- að sem þeir höfðu dregið ýmsan vaming, þar á meðal loftpressu. Bergur segir koma til greina að greiða „lausnargjald" fyrir tölvu- búnaðinn, þó ekki væri annað en spara vinnu við innslátt þeirra upp- lýsinga sem hann geymir. „Það væri mikils virði að fá tækin, þó það væri ekki annað en netþjón- inn,“ segir hann. Félagsdómur úrskurðaði um forgangsrétt stéttarfélaga árið 1974 Tveir geta ekki krafist forgangs að sömu vinnu SAMKVÆMT úrskurði Félagsdóms frá árinu 1974 getur stéttarfélag ekki knúið vinnuveit- anda til að veita sér forgangsrétt að vinnu ef það hefur áður gert samning við stéttarfélag í sömu starfsgrein um forgang að sömu vinnu. VR hefur sent VSl bréf þar sem óskað er eftir viðbrögðum VSÍ við brotum Pósts og síma hf. á forgangsréttarákvæði samnings VR og VSÍ. í framhaldi af samningi Pósts og síma hf. við Póstmannafélag íslands og Félag íslenskra símamanna hefur Verslunarmannafélag Reykjavíkur sent VSÍ bréf þar sem bent er á að samkvæmt ákvæði í grein 5.1. í kjarasamn- ingi VR og VSÍ hafa félagsmenn í VR forgangs- rétt til starfa hjá aðildarfélögum VSÍ. „Hér með er óskað eftir afstöðu VSÍ til ákvörðunar Pósts og síma hf. og hvemig VSÍ hyggst bregðast við brotum aðildarfélaga sinna á samningnum. Svar óskast fyrir 25. janúar n.k,“ segir í lok bréfsins. Magnús L. Sveinsson, formaður VR, sagði að samskonar bréf yrði sent Pósti og síma hf. þar sem vakin yrði athygli stjómenda fyrirtæk- isins á broti þess á samningi VR og VSÍ. Að- spurður sagði Magnús að hann vonaðist eftir að þetta mál leystist farsællega og ekki þyrfti að koma til þess að því yrði vísað til Félagsdóms. Hluti af Pósti og síma eríVSÍ Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ, sagði að stjórn Pósts og síma hf. hefði óskað eftir því að fá aðild að VSÍ fyrir hluta af starfsemi sinni, þ.e. þann hluta sem ekki er sinnt af starfsmönnum í Póstmannafélaginu og Félagi símamanna. Framamkvæmdastjómin hefði orðið við þessum óskum þrátt fyrir að þetta væri óvenjulegt. Hann sagði að VSÍ hefði ekki brotið samninga eða samþykktir sem það hefði gert. » Árið 1974 úrskurðaði Félagsdómur í máli sem snerti forgangsrétt verkalýðsfélaga. í nið- urstöðu dómsins segir: „Dómurinn telur að fylgja verði þeirri grundvallarreglu, að hafi stéttarfélag náð samningi við vinnuveitanda um forgangsrétt félagsmönnum sínum til handa megi annað stéttarfélag í sömu starfsgrein ekki beita verkfalli til að knýja þann sama vinnuveitanda til að skuldbinda sig til að veita sér sama rétt, enda er það andstætt réttum rökum, að tveir aðilar geti haft hliðstæðan for- gang til vinnu.“ Um þennan dóm ritaði Hákon Guðmundsson, fyrrverandi forseti Félagsdóms, í Tímarit lög- fræðinga. Þar segir hann: „Hafi stéttarfélag náð gildum samningi um forgangsrétt félags- manna sinna verða önnur stéttarfélög að hlíta þeim samningi og geta ekki heimtað í sínar hendur þann rétt á kostnað fyrri forgangsrétt- arhafa."
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.