Morgunblaðið - 18.01.1997, Síða 15

Morgunblaðið - 18.01.1997, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1997 15 VIÐSKIPTI Ráðstefna Skýrslutæknifélags íslands um samkeppni í fj arskiptaþj ónustu Rekstrarleyfi auglýst árí eftir samþykkt ESB Morgunblaðið/Ásdís SAMKEPPNI í fjarskiptaþjónustu var umræðuefni ráðstefnu Skýrslutæknifélags íslands sl. fimmtudag. ÞRÁTT fyrir að tilskipun Evrópu- sambandsins um frelsi í farsímaþjón- ustu hafí öðlaðst gildi hinn 16. jan- úar 1996 var útboð um rekstur GSM- farsímaþjónustu á íslandi ekki aug- lýst fyrr en 12. desember sl. Útboð GSM-rekstrarleyfis númer tvö fer því fram nærri heilu ári síðar, þrátt fyr- ir að einkaaðilar hafi þrýst á stjórn- völd um málið um þriggja ára skeið. Þetta kom meðal annars fram í máli Yngva Harðarsonar, stjórnarform- anns Fjarskiptafélagsins ehf., á ráð- stefnu Skýrslutæknifélags íslands um samkeppni í ijarskiptaþjónustu í gær. Að sögn Yngva voru útboðsskil- málar rekstrarleyfis GSM-farsíma- þjónustu kynntir 17. desember, en ný lög um fjarskipti tóku gildi um síðustu áramót. Hefðu skilmálamir verið öðruvísi ef Póst- og fjarskiptastofnun hefði samið þá? „Óvissa er um hver úthlutar rekstrarleyfi til annars GSM-rekstra- raðila, en skv. nýjum lögum er það hlutverk Póst- og fjarskiptastofnun- ar. Það virðist ekki ljóst hvort sam- gönguráðherra ráði niðurstöðu út- boðsins eða Póst- og ijarskiptastofn- unin. í útboðslýsingunni virðist það vera samgönguráðherra en út frá nýjum fjarskiptalögum ætti það að vera Póst- og fjarskiptastofnunin. í útboðslýsingunni kemur þó fram að ef breytingar verði gerðar á viðeig- andi reglum á meðan útboðsfrestur er ekki liðinn sem hafí áhrif á útboð- ið verði umsækjendur látnir vita af því og gefið tækifæri á að aðlaga umsókn sina. Þannig virðast þeir sem sótt hafa útboðsgögn ekki endilega vita hver fari með umsókn þeirra áður en þeir leggi fram formlega umsókn. Það er varla við hæfi að æðsti yfirmaður Pósts og síma hf. fari með umsókn væntanlegra sam- keppnisaðila. Þá gætu umsækjendur haft áhyggjur af því hvað verði um umsóknir og fylgigögn þeirra aðila sem ekki hljóta rekstrarleyfi." Mat í höndum erlends ráðgjafarfyrirtækis Aðspurður sagði Sigurgeir H. Sig- urgeirsson, deildarstjóri í samgöngu- ráðuneytinu, að Póst- og fjarskipta- stofnunin taki til starfa 1. apríl nk. Þangað til verði mál sem hana varð- ar í höndum samgönguráðuneytisins. Frestur til að skila inn tilboðum renn- ur út 2. apríl. „Mat á tilboðum í rekstur GSM- farsímakerfis verður fyrst og fremst í höndum erlends ráðgjafarfyrirtækis sem hefur unnið nánast eins vinnu fyrir hollensk, írsk og dönsk yfirvöld. Niðurstaðan um hver hlýtur leyfið mun væntanlega byggjast á þeirra mati. Póstur og sími hf. verður að skila inn tilboði vegna útboðsins líkt og önnur fyrirtæki og ráðgjafarfyrir- tækið mun einnig fara yfir umsókn þeirra og kanna hvort það uppfylli skilyrði útboðsins.“ Sigurgeir segir ástæðuna fyrir því hversu langur tími leið frá samþykkt ESB um frelsi í GSM-farsímaþjón- ustu tók gildi og útboðið var auglýst vera þá að gert hafi verið ráð fyrir því að frelsi í GSM-kerfi tæki giidi 1. janúar 1998, þegar fullu frelsi verður komið á í fjarskiptum innan EES. „Það lá ekki ljóst fyrir fyrr en í lok ársins 1995 að samþykktinni um GSM-kerfið yrði flýtt og strax í byijun ársins 1996 hófst undirbún- ingsvinna, sem stóð í tæpt ár, varð- andi útboðið, hvaða kröfur yrðu gerð- ar og ýmis tæknileg atriði." Evrópa stærsti markaðurinn Auk Yngva fluttu Jón Þóroddur Jónsson, framkvæmdastjóri þjón- ustusviðs fjarskipta Pósts og síma hf., Sigurgeir H. Sigurgeirsson, deildarstjóri í samgönguráðuneytinu, og Stein Erik Larsen, framkvæmda- stjóri Global-One í Noregi, erindi. Stein Erik Larsen kynnti ráð- stefnugestum umsvif Global-One í heiminum, en það er í eigu SPRINT, Deutche Telecom og French Tele- com. Um 60% af alnetssamskiptum í Evrópu fara fram í gegnum Global- One, en Stein Erik Larsen segir að þrátt fyrir að helsti markaður fyrir- tækisins í alnets- og talsímaþjónustu sé í Evrópu nái þjónusta fyrirtækis- ins um allan heim og hjá því starfí yfír 2.900 starfsmenn í um 70 lönd- um. Hann segir að erfitt sé að segja til um hvað framtíðin í fjarskipta- þjónustu beri í skauti sér. Miklar breytingar hafí átt sér stað á undan- förnum árum og nýjasta dæmið megi finna á forsíðu Financial Times sl. miðvikudag, þar sem sagt er frá því að Toyota, stærsti bílaframleiðandi í Japan, eigi í viðræðum við þýskt fyrirtæki á fjarskiptasviðinu um samstarf á því sviði. Hlutafjárútboð Jökuls hf. öu bréfin seldust ÖLL bréfin seldust í hlut- afjárútboði Jökuls hf. á Rauf- arhöfn og hluthöfum fjölgaði úr 102 í 216. Kaupendur voru einkum stofnanafjárfestar og einstaklingar. Alls var boðið út nýtt hlutafé að nafnvirði 20 milljónir króna á genginu 5,0, bæði til forkaupsrétthafa og í almennri sölu, þannig að heildarsöluandvirði bréfanna nemur 100 milljónum króna. Hlutafjárútboðið hófst hinn 15. nóvember sl. og höfðu þáverandi hluthafar forkaupsrétt að nýju hlutafé fyrstu tvær vikurnar í hlut- falli við hlutafjáreign sína. Stærsti hluthafinn, Raufar- hafnarhreppur, afsalaði sér forkaupsréttinum í útboðinu og mæltist til þess að það hlutafé yrði selt til einstakl- inga á almennum markaði. Var það gert í samræmi við yfirlýsta stefnu hreppsins um að minnka eignarhlut sinn í félaginu og fjölga hluthöfum, að því er fram kemur í frétta- tilkynningu frá Kaupþingi Norðurlands sem hafði um- sjón með útboðinu. Raufarhafnarhreppur með 63% hlut Raufarhafnarhreppur á nú 63% hlut í Jökli hf. en átti 83% fyrir útboðið. Hlutabréf Jökuls eru skráð á Opna tilboðsmarkaðnum en sótt hefur verið um skráningu á Verðbréfaþingi íslands. Jökull gerir út ísfisktogar- ann Rauðanúp ÞH 160, fjöl- veiðiskipið Arnarnúp ÞH 272 og rækjubátinn Öxarnúp ÞH 162. Þá á fyrirtækið rækju- vinnsluna Geflu hf. á Kópa- skeri og meirihluta í Fiskiðju Raufarhafnar hf. Um 120 manns starfa hjá féiaginu og dótturfyrirtækjum þess. Búnaðarbanki Islands og BI líftrygging Brunabótafélags Islands buðu upp á skuldavátryggmgu fyrir áratug I athugun að bjóða aft- ur skuldavátryggingu Þátttaka verður að vera almenn BÚNAÐARBANKI íslands er með i athugun að bjóða viðskiptavinum sínum upp á skuldavátryggingu á nýjan leik, en fyrir um tíu árum bauð bankinn upp á slíka tryggingu í samvinnu við Brunabótafélag Is- lands. Tryggingin lognaðist út af á nokkrum árum vegna lítillar þátt- töku lántakenda. Jón Adolf Guð- jónsson, bankastjóri Búnaðarbank- ans, segir að nú kunni að vera breyttir tímar og kominn grundvöll- ur til að endurvekja þessa trygg- ingu, en Ingi R. Helgason,_ sem var forstjóri Brunabótafélags íslands á þessum tíma og átti frumkvæði að því að boðið var upp á þessar trygg- ingar, hefur efasemdir um að þýði að bjóða þessar tryggingar nema þær séu skylda. Skuldavátrygging hefur talsvert verið til umræðu eftir að Árni Sig- fússon borgarfulltrúi vakti máls á þörfinni fyrir slíkar tryggingar fyr- ir skömmu. Með skuldavátrygingu Búnaðarbankans og BÍ líftrygging- ar Brunabótafélags íslands tryggði lántaki sér að eftirstöðvar láns til einkanota yrðu greiddar við fráfall hans eða eftirstöðvar í hlutfalli við örorku ef um slys var að ræða. Þannig var tryggt að eftirstöðvar lánsins féllu ekki á aðstandendur og breytti engu þar um þó trygging- ar hefðu verið settar fyrir greiðslu þess. Kostnaður af töku tryggingar- innar nam 0,5% af vátryggingar- fjárhæðinni á ári og var innifalið í þeim kostnaði iðgjald af dánará- hættutryggingu og örorkuslysa- tryggingu, stimpilgjald, söluskattur og skjalagjald. Iðgjaldið greiddist fyrirfram fyrir allan lánstímann og var það reiknað út samkvæmt ákvæðum skuldabréfsins um niður- greiðslu lánsins og fylgdi réttum eftirstöðvum á hveijum tíma. Vá- tryggingarfjárhæðin var nákvæm- lega sú sama og lánsfjárhæðin og gat verið á bilinu frá 100 þúsund krónur til 4 milljónir króna miðað við verðlag síðla árs 1986. Trygg- ingin greiddi eingöngu réttar eftir- stöðvar láns, þ.e.a.s. hún tók ekki til vanskila þess. Ingi R. Helgason sagðist hafa fengið hugmyndina að þessum tryggingum í Noregi þar sem slíkar tryggingar hefðu verið í boði. Hins vegar hefði tilraunin lognast út af vegna lítillar þátttöku, því ef ið- gjöldin ættu að vera viðráðanleg og ekki veruleg viðbót við vextina yrði þátttakan að vera mjög al- menn. Það hefði sýnt sig að hópurinn sem hefði tekið trygginguna hefði verið of lítill til að mæta hinu út- reiknaða iðgjaldi. Æskileg áhættu- dreifing hefði ekki náðst og hann væri þeirrar skoðunar að hún næðist ekki á fijálsum markaði í svona litlu samfélagi. Því yrði að hans mati að gera svona tryggingu að skyldu, að minnsta kosti þar til menn sæju kostina við svona trygg- ingu. Jón Adolf Guðjónsson sagði að þeim hefði þótt þetta mjög spenn- andi mál á sínum tíma og að mikil þörf væri fyrir tryggingu af þessu tagi. Talsvert hefði verið lagt í und- irbúninginn með BÍ líftryggingu áður en farið hefði verið af stað. Það hefði hins vegar sýnt sig að þeir hefðu verið alltof fáir sem höfðu áhuga á að taka trygging- una. Verðið hefði ekki verið ástæð- an, því þessi trygging hefði verið mjög ódýr. Þeir hefðu verið til sem hefðu haft skilning á nauðsyn henn- ar en það hefði ekki verið nógu almennt og þar hefði komið að Brunabótafélagið hefði kveðið upp úr með að ekki væri hægt að bjóða upp á trygginguna lengur. Iðgjöldin hefðu miðast við að þátttakan yrði almenn. Jón Adolf sagði að sú skuldavá- trygging sem rætt væri um nú væri að öllu leyti sambærileg við það sem bankinn hefði boðið upp á í samvinnu við Brunabótafélagið á sínum tíma að öðru ieyti en því að nú væri rætt um að tryggingin næði einnig til greiðslufalls af völd- um atvinnuleysis. Eiga að vera valkostur Aðspurður sagðist Jón Adolf ekki telja að tryggingar af þessu tagi ættu að vera skylda heldur ættu þær að vera valkostur sem stæði lántakendum til boða. Það gæti vel verið að tími þessara trygginga hefði ekki verið kominn fyrir 10 árum en hann væri kominn nú. Það væri í athugun hjá bankanum að bjóða upp á þessar tryggingar á nýjan leik. Vegna fyrri reynslu þyrfti ekki nema skamman undir- búning að hrinda því í framkvæmd. „Mér finnst ekkert að því að fara á stað og gera aðra tilraun," sagði Jón Adolf. Hann sagði að kostirnir við svona tryggingu væru ótvíræðir. Ef að- stæður breyttust og greiðslugeta lántakandans yrði önnur en reiknað hefði verið með kæmi tryggingin til skjalanna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.