Morgunblaðið - 18.01.1997, Side 35

Morgunblaðið - 18.01.1997, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1997 35 Tóbakslýðveldið ísland DAGLEGAR REYKINGAR, 18-69 ÁRA, EFTIR SKÓLAGÖNGU GA GNFRÆÐA/LA NDSPR. SKYLDUNÁM VERKL. FRH. NÁM BÓKL. FRH. NÁM STÚDENTSPRÓF HÁSKÓLAPRÓF ___________________0%______10% 20% 30% 40% BYGGT á könnun Tóbaksvarnanefndar 1996. Þrjú þúsund voru spurðir (slembiúrtak) - svarhlutfall rúmlega 71%. ÞAÐ er engum vafa bundið að kostnaður heilbrigðisþjónustunn- ar vegna reykinga ís- lendinga er verulega mikill og er það kald- hæðnislegt að tekjur ríkissjóðs af sölu fíkni- efnisins nikótíns brenna að mestu eða öllu leyti upp í með- höndlun heilbrigðis- þjónustunnar vegna skaðsemi reykinga. Reikningsdæmið er margþætt, þar sem taka verður inní dæm- ið kostnað vegna legu- daga, læknishjálpar, aðgerða, lyfj'a, örorkubóta og þannig má lengi telja, að undanskildum sparnaði í heilbrigðisþjónustunni við að fjöldi reykingafólks deyr langt um aldur fram! Hver reyk- ingamaður veit að mannslíf hefur og verður aldrei metið til fjár svo verðmætt er það, en hvað er hann þá að hugsa, þegar hann kveikir sjálfur í sinni tímasprengju við að reykja, vitandi að í tóbaksreyk eru meira en 4.000 efnasambönd og fleiri en 40 þeirra eru krabbameins- valdandi. Þið sem reykið eða eruð meðreykjandi í tóbaksreyk frá öðr- um, andið þessu öllu að ykkur. Arsenik: Eitrað við innöndun og við inntöku. Akrólein: Eitrað við innöndun. Ertir augu, öndunarfæri og húð. Akrýlónítríl: Getur valdið krabbameini, einnig eitrað við inn- öndun, í snertingu við húð. Hvað er hægt að gera? Ein leið er fær ef litið er til lengri tíma, og er sú að horfast í augu við það að nikót- ín er í flokki harðra fíkniefna sem neyt- andinn ánetjast á skömmum tíma. Það er nauðsynlegt í þeirri stöðu sem við erum í í dag að beina spjótum okkar að þeim ung- mennum sem ekki hafa þegar ánetjast og koma í veg fyrir að þau hafí aðgang að efninu ef við ætlum okkur að eignast reyklausa kynslóð. Þeir neytendur sem þegar hafa ánetj- ast og vilja hætta, þeim skal veitt öll sú faglega aðstoð sem möguleg er til að auðvelda þeim skrefið, en þeim, sem ekki kjósa að hætta, skal vera fijálst að reykja en þó með þeim skilyrðum að sækja verður tóbakið til sérstakra útsölu- staða gegn framvísun lyfseðils, og það þýðir að setja verður tóbak Sá sem reykir pakka á dag í eitt ár, segir Guðbjörg Pétursdótt- ir, hefur brennt upp hundrað þúsund krónur og stytt ævilíkur satt. Ég er viss um að það er lít- ill hluti þingmanna sem er sam- þykkur þessum ósóma, kippið þessu burt úr vísitöluni og hækkið tóbak. Þetta hefur verið gert í Belgíu, Frakklandi og Lúxemborg, en ekki er að sjá að þessar þjóðir séu á barmi gjaldþrots né sérstakr- ar stjórnarfarslegrar örvæntingar. Þetta er verksvið fjármálaráðu- neytis, ekki satt. Eftir 1. febrúar 1997 verða alls 127 mismunandi tóbakstegundir til sölu, fijálst fíkniefni í fallegum umbúðum. Hvenær megum við búast við því að inn í landið streymi 227 tegund- ir tóbaksfíkniefnis í neytendavæn- um umbúðum, þannig að tóbaks- framleiðendur úti í heimi og inn- flytjendur tóbaks verði sællegir eins púkinn á fjósbitanum af þegn- um sínum í tóbakslýðveldinu ís- landi? Dæmisaga Eins árs barn horfir saklausum augum til foreldranna sem eru að reykja, það nuddar svíðandi augun og finnst lyktin vond, loftið frá þeim vekur hjá því ógleði en samt vill barnið vera hjá þeim sem það elskar. Tíminn líður, barnið stækk- ar og það venst menguninni frá foreldrunum. Enn líður tíminn, barnið prófar að taka reyk úr síg- arettu sem foreldrið skildi eftir í Guðbjörg Pétursdóttir öskubakkanum, oj bara og barnið hóstar ákaft. Það er orðið ungling- ur og ætlar að hitta félagana niðri í fjöru eða bakvið sjoppuna. Spennan við að reykja eins og ,j þeir fullorðnu er sterk. 15 ára kemur unglingurinn til foreldr- anna, sest niður hjá þeim og kveik- ir sér í sígarettu, oh vá, ég er orðinn fullorðinn. Af þessari sögu má það vera ljóst að ef þú reykir ert þú fíkni- efnaneytandi og þér er ekki sjálfr- átt í þátttöku þinni að gera barnið þitt að mögulegum fíkniefnaneyt- anda sem tekur inn frá þér nikót- ín og öll hin efnin sem þú blæst frá þér út í umhverfið. Þér er það fullljóst að það krefst átaks og mikils sjálfsaga að hætta sem mörgum reynist erfitt. Þú færð bæði líkamleg og andleg fráhvarf- seinkenni sem orsakar það að tób- aksneytandinn fellur aftur og aft- ur. Ég veit að til eru ótal afsakan- ir, eins og þessi: Þetta er nú það eina sem ég læt eftir mér. Hér á eftir kemur nánari lýsing á því hvað þú lætur eftir þér. Á einu ári hefur sá sem reykir einn sígarettupakka á dag: Breytt hálfum kílómetra af sígarettum í reyk og ösku. Sogið úr þeim eiturefni 50-60 þúsund sinnum. Fengist við það samanlagt í 800 , klst. (100 dagsverk). Spillt andrúmsloftinu allan þennan tíma með eitruðum reyk. Eytt 24 tijám sem voru notuð við vinnslu tóbaksins. Minnkað lífslíkur sínar um einn til tvo mánuði. Brennt upp hundrað þúsund krónur. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og varaformaður Tóbaksvarnanefndar. Ammoníak: Eitrað við innönd- un. Asetaldehýð: Getur valdið varanlegu heilsutjóni, ertir augu og öndunarfæri. Benzen: Getur valdið krabba- meini, einnig eitrað við innöndun. Benzó(a)pýren: Getur vaidið krabbameini, arfgengum skaða á litningum og fósturskaða. Blásýra: Sterkt eitur við innönd- un, í snertingu við húð og við inn- töku (höfð í rottueitur). Brennisteinsvetni: Sterkt eitur við innöndun. Dímetýlnítrósamín: Getur vald- ið krabbameini, einnig eitrað við inntöku og innöndun. Endrín: Sterkt eitur við innönd- un, í snertingu við húð og við inn- töku. Fenól: Eitrað í snertingu við húð og við inntöku. Ætandi. Formaldehýð: Getur valdið var- anlegu heilsutjóni. Getur valdið ofnæmi í snertingu við húð. Eitrað við innöndun, í snertingu við húð og inntöku. Hýdrazín: Getur valdið krabba- meini, einnig eitrað við innöndun, í snertingu við húð og við inntöku. Kadmíum: Getur valdið krabba- meini, einnig eitrað við innöndun og við inntöku. Kolmónoxíð: Eitrað við innönd- un (er líka í útblásturslofti bif- reiða). Metanól (tréspíritus): Eitrað við innöndun og inntöku. Naftalen: Hættulegt við inn- töku. Beta-Naftýlamín: Getur valdið krabbameini, einnig hættulegt við inntöku. Nikótín: Sterkt eitur við innönd- un, í snertingu við húð og við inn- töku (vanabindandi fíkniefni). Pólóníum 210: Getur valdið krabbameini (mjög geislavirkt efni). Pýrídin: Hættulegt við innönd- un, í snertingu við húð og við inn- töku. Úretan: Getur valdið krabba- meini. Vinýlklóríð: Getur valdið krabbameini. um mánuð. undir lyfjaeftirlit ríkisins. Leið þessi er róttæk og krefst þess að stranglega verði tekið á ólöglegum innflutningi og sölu á tóbaki rétt eins og öðrum fíkniefnum. Ég geri mér grein fyrir að hugmyndir sem þessar eiga líklega ekki póli- tískan hljómgrunn í dag, en rót- tækar hugmyndir dagsins í dag eru hversdagsleiki morgundags- ins. En hvað er þá til ráða hér og nú? Miðað við veruleika dagsins í dag tel ég besta kostinn að verð- leggja tóbakið eftir áhættu, þeirri áhættu sem neytandinn leggur á sjálfan sig og sameiginlegan sjóð landsmanna sem borgar brúsann þegar undan hallar, sem þýðir að tóbak þarf að vera dýrt. Éf einn pakki af sígarettum kostaði 600 kr. myndi ungum tóbaksneytend- um stórfækka og þeir sem hafa reynt að hætta oft á dag fengju ærna ástæðu og óvænta aðstoð. Ekki má gleyma staðfasta reyk- ingafólkinu, það færi að hugsa sig um. Væri þá ekki tilganginum náð? Nei, ekki alveg svo einfalt, því tóbak sem inniheldur fíkniefnið nikótín er bundið framfærsluvísi- tölunni sem er samverkandi þáttur í verðtryggingu fjármagns. Þetta er þá einn af hornsteinum íslensks velferðarkerfis, skammarlegt en BÓKHALDSHUGBÚNAÐUR fyr/rWINDOWS Sjáðu nýjan frábæran hugbúnað: www.treknet.is^throun H KERFISÞROUN HF. Fákafeni 11 - Simi 568 8055 FRÍSTUNDANÁM í MÐBÆJARSKÓLA OG MJÓDD ÍSLENSKA íslenska, stafsetning og málfræði. ítarleg yfirferð. íslenska fyrir útlendinga 1.-4. stig (í 1. stigi er raðað eftir þjóðerni nemenda). ERLEND TUNGUMÁL (byrjenda- og framhaldsnámskeið) Danska. Norska. Sænska. Enska. Þýska. Hollenska. Franska. ítalska. Spænska. Portúgalska. Gríska. Rússneska. Pólska. Japanska. Arabíska. Kínverska. Talflokkar í ýmsum tungumálum. Áhersla lögð á tjáningu daglegs máls, lesnar skáldsögur, smásögur, blaðagreinar o.s.frv. VERKLEGAR GREINAR OG MYNDLISTARNÁMSKEIÐ Fatasaumur. Skrautskrift. Postulínsmálun. Bókband. Glerlist. Teikning. Olíumálun. Vatnslitamálun. Prjónanámskeið. Leðurvinna. Öskjugerð. AÐSTOÐ VIÐ SKÓLAFÓLK OG NÁMSKEIÐ FYRIR BÖRN Stærðfræði - upprifiun oq aðstoð fyrir nemendur 10. bekkjar og foreldra þeirra. Stærðfræðiaðstoð á grunn- og framhaldsskólastigi. Nemendur mæta með eigið námsefni og fá aðstoð eftir þörfum. Fámennir hópar. DANSKA. NORSKA. SÆNSKA. ÞÝSKA fyrir 6-10 ára gömul börn til að viðhalda kunnáttu þeirra í málunum. Leiklist fyrir böm 9-12 ára. ÖNNUR NÁMSKEIÐ Galdrar í heiðnum sið á Norðurlöndum. Galdrafárið í Evrópu. Galdrar í dag. Sex vikna námskeið. Dagur Þorleifsson. Trúarbraaðasaaa. Yfirlitsnámskeið. Dagur Þorleifsson. Ásatrú - norræn aoðafræði. Dagur Þorleifsson. Listasaaa. Fiallað verður um helstu ttmabil listasögunnar. Þorsteinn Eggertsson. Ritlist. Að skrifa fyrir börn. Elísabet Brekkan og Árni Árnason. Lestu betur. Námskeið til að auka lesskilning og lestrarhraða. Árni Árnason. Samskipti oa siáifsefli fvrir konur. Jórunn Sorensen. Heimilisbókhald. Tveaaia vikna námskeið. Raggý Guðjónsdóttir. Skokknámskeið. Byrjenda- og framhaldshópar. Jakob Bragi Hannesson. Tarotspil. Tákn og túlkun spilanna (kennsla fer fram á ensku). Carl Marsak. INNRITUN STENDUR YFIR í MIÐBÆJARSKÓLANUM, FRÍKIRKJUVEG11, Upplýsingar í símum 551 2992 og 551 4106. Kennt verður í Miðbæjarskóla og í nýju húsnæði okkar í Mjódd á efri hæð skiptistöðvar SVR. SVO LENGI LÆRIR SEM LIFIR.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.