Morgunblaðið - 18.01.1997, Síða 47

Morgunblaðið - 18.01.1997, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1997 47 MESSUR A MORGUIM Yfirlýsing vegna stjórnarkjörs í Dagsbrún Guðspjall dagsins: Er þér biðjist fyrir. (Matt. 6.) ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Kaffisala safnaðarfélagsins eftir messu. Kirkjubíllinn ekur. Árni Bergur Sig- urbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Foreldrar hvattir til þátttöku með börnunum. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Guðni Þ. Guðmunds- son. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Guðsþjónusta kl. 11 við upphaf samkirkjulegu bæna- vikunnar. Erlingur Níelsson kap- teinn frá Hjálpræðishernum préd- ikar. Tónlist flytur sönghópur frá Hjálpræðishernum. Dómkirkju- prestarnir þjóna fyrir altari. Fulltrú- ar safnaðanna lesa ritningarorð. Barnasamkoma kl. 13. Bílferð frá Vesturbæjarskóla. Messa kl. 14 helguð þeim sem gengið hafa í hjónaband í Dómkirkjunni. Sr. Jak- ob Á. Hjálmarsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Hjalta Guðmundssyni. Guðrún Jónsdóttir, sópransöngkona syngur einsöng. Kammerkórinn syngur, stjórnandi og organleikari Marteinn H. Frið- riksson. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðs- þjónusta kl. 14. Sr. Gísli Kolbeins og Þórey Mjallhvít Kolbeins annast messugjörð. Organisti Kjartan Ól- afsson. Félag fyrrverandi sókn- arpresta. GRENSÁSKIRKJA: Barnasam- koma kl. 11. Messa kl. 11. Altaris- ganga. Prestur sr. Halldór S. Gröndal. Organisti Árni Arinbjarn- arson. HALLGRÍMSKIRKJA: Barnasam- koma og messa kl. 11. Sr. Karl Sigurbjörnsson. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Ingileif Malmberg. HÁTEIGSKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Sr. Helga Soffía Konr- áðsdóttir. Messa kl. 14. Organisti Pavel Manasek. Sr. Tómas Sveins- son. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Messa kl. 11. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson, prófastur setur sr. Jón Helga Þórarinsson inn í embætti sóknarprests. Kór Lang- holtskirkju, Kammerkórog Gradua- lekór syngja. Málmblásarakvintett- inn „Korretto" leikur. Organisti Jón Stefánsson. Boðið upp á léttar veitingar á eftir. Barnastarf kl. 13 í umsjá Lenu Rósar Matthíasdótt- ur. LAUGARNESKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Félagar úr Kór Laugar- neskirkju syngja. Organisti Gunnar Gunnarsson. Barnastarf á sama tíma. Guðsþjónusta kl. 14. Eldri borgurum sérstaklega boðið til kirkju. Drengjakór Laugarneskirkju syngur undir stjórn Friðriks H. Frið- rikssonar. Kirkjukaffi að lokinni guðsþjónustu. Ólafur Jóhannsson. NESKIRKJA: Barnastarf kl. 11. Opið hús frá kl. 10. Sr. Frank M. Halldórsson. Frostaskjól: Barna- starf kl. 11. Húsið opnar kl. 10.30. Guðsþjónusta kl. 14. Guðbjörg Jó- hannesdóttir, guðfræðingur, préd- ikar. Sr. Frank M. Halldórsson. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur sr. Hildur Sigurðar- dóttir. Organisti Viera Manasek. Barnastarf á sama tíma. ÁRBÆJARKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Altarisganga. Organleikari Kristín G. Jónsdóttir. Vænst er þátttöku fermingarbarna og for- eldra þeirra í guðsþjónustunni. Stuttur fundur með foreldrum fermingarbarna eftir messu. Prest- arnir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Messa kl. 11. Altar- isganga. Heimsókn Kristilegu skólahreyfingarinnar. Sr. Guð- mundur Karl Brynjarsson, skóla- prestur, prédikar. Ungt fólk flytur helgileik og tónlist. Samkoma Ungs fólks með hlutverk kl. 20. Gísli Jón- asson. DIGRANESKIRKJA: Messa kl. 11. Altarisganga. Barnaguðsþjónusta á sama tíma. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. Prestur sr. Hreinn Hjartarson. Barnaguðsþjónusta á sama tíma í umsjón Ragnars Schram. Organisti Lenka Mátéová. Jazzmessa kl. 20.30. Prestur sr. Sigurður Árni Eyjólfsson. Kvintett sér um tónlistarflutning. Sigurður Flosason alto sax, Ólafur Jónsson tenor sax, Kjartan Valdimarsson píanó, Gunnar Hrafnsson bassi og Pétur Grétarsson trommur. Prest- arnir. GRAFARVOGSKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Umsjón hafa Hjörtur og Rúna. Barnaguðsþjón- usta í Rimaskóla kl. 12.30 í umsjón Jóhanns og Ólafs. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Hörður Bragason. Prestarnir. HJALLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Kristján Einar Þorvarðarson þjónar. Barnaguðsþjónusta kl. 13 í umsjá sr. írisar Kristjánsdóttur. Organisti OddnýJ. Þorsteinsdóttir. Prestarnir. KÓPAVOGSKIRKJA: Barnastarf í safnaðarheimilinu Borgum kl. 11. Guðsþjónusta kl. 11. Prestur dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðs- prestur. Organisti Örn Falkner. Ægir Fr. Sigurgeirsson. SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir préd- ikar. Organisti Kjartan Sigurjóns- son. Sóknarprestur. FRÍKIRKJAN, Rvík: Guðsþjónusta kl. 20.30. Organisti Pavel Smid. Cecil Haraldsson. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Laug- ardag: Messa kl. 8 og kl. 14. Sunnudag: Hámessa kl. 10.30, messa kl. 14, messa á ensku kl. 20. Mánudaga til föstudaga: mess- ur kl. 8 og kl. 18. Miðvikudag: Sam- kirkjuleg bænastund kl. 20.30. KFUM og KFUK v/Holtaveg: Al- menn samkoma á morgun kl. 17. Upphafsorð hefur Bjarni Gíslason. Ragnar Gunnarsson sér um hug- leiðingu. Systurnar Helga Vilborg og Agla Marta syngja saman. Barna- og unglingasamverur. Mat- sala eftir samkomuna. MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Messa kl. 11 á sunnudögum. HVÍTASUNNUKIRKJAN Filadelfía: Brauðsbrotning kl. 11. Ræðumað- ur Hafliði Kristinsson. Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður Tómas Ibsen. Allir hjartanlega vel- komnir. MESSÍAS-FRÍKIRKJA: Rauðarár- stíg 26, Reykjavík. Guðsþjónusta sunnudag kl. 20 og fimmtudag kl. 20. Altarisganga öll sunnudags- kvöld. Prestur sr. Guðmundur Örn Ragnarsson. ORÐ LÍFSINS: Grensásvegi 8. Al- menn samkoma kl. 11. Ræðumað- ur Ásmundur Magnússon. Fyrir- bænaþjónusta/bænaklútar. Allir hjartanlega velkomnir. FÆREYSKA SJÓMANNAHEIM- ILIÐ: Samkoma á morgun kl. 17. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudag kl. 11 sunnudagaskóli. Hjálpræðis- samkoma kl. 20. Elsabet Daníels- dóttir talar. LÁGAFELLSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 14. Barnastarf í safnaðar- heimilinu kl. 11. Jón Þorsteinsson. BRAUTARHOLTSKIRKJA, Kjalar- nesi: Messa kl. 14. Gunnar Krist- jánsson, sóknarprestur. VÍDALÍNSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sunnudagaskóli á sama tíma í Kirkjuhvoli og kl. 13 í Hofstaða- skóla. Bragi Friðriksson. BESSASTAÐA- og GARÐASÓKN- IR: Guðsþjónusta í Víðistaðakirkju kl. 14. Samkoma í Kirkjuhvoli, Garðabæ á eftir athöfn. Heimili við Ásbúð í Garðabæ sjá um veiting- ar. Eldri borgarar sérstaklega vel- komnir. Bragi Friðriksson. VÍÐISTAÐAKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Dagur aldraðra í Víðistaða-, Álftanes- og Garðasóknum. Kór eldri borgara og kór Víðistaðasókn- ar syngja. Einsöngur Sigurður Skagfjörð Steingrímsson. Org- anisti Úlrik Ólason. Einar S.M. Sveinsson prédikar. Samkoma að guðsþjónustu lokinni í Vídalíns- kirkju i Garðabæ. Ferð frá Hrafn- istu og Miðvangi 33. Sigurður Helgi Guðmundsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Sunnudagaskóli í Hafnarfjarðar- kirkju kl. 11 fer að þessu sinni fram í Ljósbroti Strandbergs. Umsjónar- menn sr. Þórhildur Ólafs, Natalía Chow og Katrín Sveinsdóttir. Sunnudagaskóli í Hvaleyrarskóla kl. 11. Umsjónarmenn sr. Þórhallur Heimisson, Bára Friðriksdóttir og Ingunn Hildur Hauksdóttir. Helgi- stund í Ljósbroti Strandbergs kl. 14. Prestur sr. Þórhildur Olafs. Prestarnir. FRÍKIRKJAN, Hafnarfirði: Barna- samkoma kl. 11. Umsjón Edda, Aðalheiður og Sigríður. Einar Eyj- ólfsson. KAPELLA St. Jósefssystra, Garðabæ: Þýsk messa kl. 10. JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa kl. 10.30. Rúmhelga daga messa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Messa sunnudaga kl. 8.30. Aðra daga kl. 8. Allir velkomnir. GRINDAVÍKURKIRKJA: Sunnu- dagaskóli kl. 11. Foreldrar, ömmur og afar eru hvattir til að koma með börnunum. Guðsþjónusta kl. 14. Fermingarbörn og foreldrar þeirra eru sérstaklega beðin að mæta. Fundur um fermingarundirbúning- inn. Sóknarprestur. INNRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11 sem fram fer í Ytri-Njarðvíkurkirkju. Börn sótt að safnaðarheimilinu kl. 10.45. Guðsþjónusta kl. 14. Kirkjukórinn syngur undir stjórn Steinars Guð- mundssonar organista. Baldur Rafn Sigurðsson. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11. Baldur Rafn Sigurðsson. KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnudaga- skóli kl. 11. Munið skólabílinn. Messa, altarisganga, kl. 14. Prest- ur Sigfús Baldvin Ingvason. Kór Keflavíkurkirkju syngur. Organisti Einar Örn Einarsson. Sóknarprest- ur. KAÞÓLSKA kapellan, Keflavík: Messa kl. 14. HVERAGERÐISKIRKJA: Fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 11. Jón Ragnarsson. KOTSTRANDARKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 14. Jón Ragnarsson. SELFOSSKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11. Messa kl. 14. Sóknarprest- ur. ÞORLÁKSKIRKJA: Sunnudaga- skóli kl. 11. Messa kl. 14. Altaris- ganga. Fundur með fermingar- börnum og foreldrum þeirra eftir messu. Sóknarprestur. STOKKSEYRARKIRKJA: Messa kl. 14. Úlfar Guðmundsson. EYRARBAKKAKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Úlfar Guð- mundsson. ODDAKIRKJA, Rangárvöllum: Guðsþjónusta kl. 14. Sóknarprest- ur. EGILSSTAÐAKIRKJA: Sunnu- dagaskóli kl. 11. Messa kl. 14. Vig- fús Ingvar Ingvarsson. HVAMMSTANGAKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Brúðuleikrit eldri barna (Kristrúnar, Antons og Sigurðar Helga), hljóðsaga, söngur og leikur undir stjórn barnafræðar- anna Lauru Ann og Guðrúnar Helgu. Sóknarprestur. AKRANESKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta í dag laugardag í kirkjunni kl. 11. I l l samvera í safnað- arheimilinu kl. 13. Stjórnandi Sig- urður Grétar Sigurðsson. Fjöl- skylduguðsþjónusta sunnudag kl. 14. Vænst er þátttöku fermingar- barna og foreldra þeirra. Björn Jónsson. Fríkirkjusöfnuðurinn i Reykjavik Sunnudagur 19. janúar Síðasti sunnudagur eftir þrettánda: Guðsþjónusta kl. 20.30 t r r STJÓRN Verkamannafélagsins Dagsbrúnar í Reykjavík hefur beðið Morgunblaðið að birta eftirfarandi yfirlýsingu vegna greinar Árna H. Kristjánssonar, sem birt var hér í blaðinu í gær: „Vegna greinar Árna H. Krist- jánssonar, stjórnarmanns í Verka- mannafélaginu Dagsbrún, í Morgun- blaðinu í gær, föstudaginn 17. jan- úar, er nauðsynlegt að eftirfarandi staðreyndir komi fram. 1. Árni H. Kristjánsson er stjórn- armaður í Vmf. Dagsbrún fram að næsta aðalfundi félagsins. Honum hefur því aldrei verið vísað úr stjórn félagsins eins og hann segir í grein sinni. Hann hefur tekið þátt í stjórn- arfundum og ákvörðunum félagsins og ber þannig jafna ábyrgð og aðrir stjórnarmenn á stjórnarstörfum Dagsbrúnar á yfirstandandi kjör- tímabiji. 2. ÁHK fullyrðir í grein sinni að „engar róttækar breytingar hafi orð- ið á starfsháttum Dagsbrúnar". Árna H. Kristjánssyni ætti að vera ljóst að miklar breytingar hafa verið gerðar á starfsháttum félagsins og hefur stjórnin verið mótandi í því starfi. Mikill fjöldi félagsmanna Dagsbrúnar hefur komið að öllum störfum félagsins á síðastliðnu ári. Ekki hefur komið fram óánægja ÁHK með þær breytingar sem stjórnin hefur beitt sér fyrir. 3. Það er sérkennileg uppsetning hjá ÁHK, þegar hann lýsir sjálfum sér sem „óbreyttum stjórnarmanni" í Dagsbrún sem megi ekki tala „gegn vilja forystu félagsins" og vísar þá til sjónarmiða sinna á ASI-þingi. Stjórn félagsins, þ.e. allir stjórnar- menn, er forysta félagsins og þar skiptast menn ekki í óbreytta stjórn- armenn og forystu. Árni H. Krist- jánsson er hluti af þessari forystu. Það er sjálfgefið í allri verkalýðsbar- áttu að menn reyni að mynda sam- hentan forystuhóp og marka sam- eiginlega stefnu. 4. AHK lýsir því að hann hafi viljað „leggja höfuðáherslu á grunn- kaupshækkanir" í komandi samn- ingum, „vinnustaðasamningar þýði ekkert annað en veikari samnings- stöðu“. Hann taldi fráleitt að „samið yrði til 26 rnánaða". Hér verður að minna Árna H. Kristjánsson á að 130 manna samninganefnd Dags- brúnar og Framsóknar samþykkti stefnumótun félaganna í samninga- málum einróma. Forgangskrafan í komandi kjarasamningum er einmitt hækkun grunnlauna. Barátta núna við atvinnurekendur stendur um grunnlaunahækkunina. Stjórn Dagsbrúnar hefur aldrei talað fyrir vinnustaðasamningum á forsendum VSI. Við höfum gert vinnustaða- samninga áratugum saman á samn- ingsforsendum okkar og atvinnurek- enda. Honum á að vera vel kunnugt um skilyrðin fyrir 26 mánaða samn- ingi, þ.e. að samningsforsendur verði ásættanlegar. Varðandi óskir hans um fleiri félagsfundi verður einnig að minna hann á að ný löggjöf um stéttarfélög færir samninganefnd- inni mikið vald í hendur. 5. Árni H. Kristjánsson vitnar í símtal við Ágúst Þorláksson, for- mann uppstillingarnefndar félags- ins, sem jafnframt er stjórnarmaður Dagsbrúnar með Árna. Alvarlegar athugasemdir verður að gera við lýsingu Árna á því samtali. Stað- reyndirnar eru þessar. Árna var aldr- ei vikið úr stjórn félagsins. Rætt var við hann um stöðu hans innan stjórn- ar og hvort hann gæfi kost á sér áfram við uppstillingu til stjórnar 1997. Svar hans var jákvætt og einn- ig sagði hann að breytingar væru allar af hinu góða og það væri sárs- aukalaust af sinni hálfu að hann færi úr stjórn. Hann gerði engar athugasemdir í þessu samtali við breytingar á starfi sínu, þ.e. flokks- stjórastarfi, og afsögn sem trúnaðar- maður. Samtalinu lauk á þann hátt að gert var ráð fyrir að hann yrði látinn vita um niðurstöðu uppstill- ingarinnar um kvöldið. Það var ekki hægt, því vinnu við uppstillinguna lauk ekki fyrr en morguninn eftir. Að morgni 9. janúar var uppstilling- in endanlega ákveðin og reyndi for- maður uppstillingarnefndar allan þann dag að hafa samband við hann sem ekki tókst. Formaður uppstill- ingarnefndar var aldrei í beinu sam- bandi við formann félagsins um málið, en á stjórnarfundi sama dag fór stjórnin yfir málið og taldi ekki ástæðu til breytingar á veru Árna í stjórninni vegna breytinga á störfum hans. Því var samþykkt að gera til- lögu um Árna H. Kristjánsson til stjórnar áfram, en hann afþakkaði boðið og taldi sig ekki geta starfað með þessu fólki áfram. 6. Að lokum þetta. Verkamanna- félagið Dagsbrún þarf á öllu öðru að halda um þessar mundir en óein- ingu í sínum röðum. Það á engin deila að þurfa að standa milli Árna H. Kristjánssonar og stjórnar Dags- brúnar, enda er hann hluti af núver- andi stjórn sem hefur starfað vel saman á kjörtímabilinu og breytt miklu til betri vegar í starfsemi fé- lagsins." Stjórn Vmf. Dagsbrúnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.