Morgunblaðið - 18.01.1997, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1997 49
Áskorun til ríkis
stjórnarinnar
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi:
„SAMKVÆMT nýlegum skýrslum
Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna
(UNICEF) hafa 576 þúsund börn í
Irak látist af völdum hins víðtæka
alþjóðlega viðskiptabanns sem hef-
ur staðið yfir frá því í ágúst 1990.
Ennfremur er hætt við að vannær-
ing af völdum viðskiptabannsins
gæti dregið úr geðþroska heilla
kynslóða þar í landi. Slíkt tilræði
gegn börnum heils samfélags á
ekki sitt fordæmi í nútíma mann-
kynssögu. ísland er aðili að þessu
viðskiptabanni.
Alþjóðasamningar sem íslensk
stjórnvöld hafa undirritað og heitið
að virða banna þó alfarið og undan-
tekningalaust atlögu sem beinist
að óbreyttum borgurum. Ein meg-
inregla í réttarfari okkar er að ekki
má refsa saklausum mönnum. Að
beita óbreytta borgara annarra
landa kúgun til að etja þeim gegn
eigin stjórnvöldum er skilgreint sem
alþjóðlegt hi-yðjuverk. Að svelta al-
menna borgara sem tilraun til að
ná hernaðarlegum ávinningi telst
stríðsglæpur. Viðskiptabannið gegn
írösku þjóðinni er því ekki lögmæt
stjórnmálaathöfn heldur flokkast
samkvæmt þjóðarrétti til alþjóða-
glæpa.
íslensk stjórnvöld styðja með lög-
formlegum hætti þetta viðskipta-
Langholtssöfn-
uður tekur á
móti nýjum
presti
LANGHOLTSSÖFNUÐUR fagnar
nýjum presti, sr. Jóni Helga Þórar-
inssyni, sunnudaginn 19. janúar,
sem er bænadagur á vetri.
Sr. Ragnar Fjalar Lárusson,
prófastur í Reykjavíkurprófasts-
dæmi vestra, setur sr. Jón Helga
inn í embætti við messugjörð kl.
11. Fram yfir guðspjall þjónar
prófastur altari en segur þá hinn
nýja prest inn í embættið og tekur
hann þá við messugjörðinni. Fyrsta
embættisverk hans verður að skíra
systurdóttur sína og flytur síðan
sína fyrstu predikun.
í tilefni þessara tímamóta verð-
ur margt gert til hátíðarbrigða.
Allir kórar kirkjunnar, Kór Lang-
holtskirkju, Kammerkór Lang-
holtskirkju og Gradualekór Lang-
holtskirkju taka þátt í messunni
en í þeim eru um 130 manns.
Frumflutt verður nýtt verk sem
Árni Harðarson tónskáld samdi í
tilefni dagsins fyrir blandaðan kór
og barnakór við vers úr 32. sálmi
Davíðs. Kór- og Kammerkór Lang-
holtskirkju flytja Laudate eftir
Knut Nysted en það var samið
árið 1990 og er textinn Davíðs-
sálmur 117. Gradualekór Lang-
holtsskirkju flytur Vögguljóð úr
Bernska Krists eftir Berlios og all-
ir kórarnir flytja síðan tónlist und-
ir altarisgöngu.
Málmblásarakvintettinn Kor-
retto leikur forspil og eftirspil og
einnig í sálmum safnaðarsöngs.
Eftir messu býður sóknarnefnd
öllum kirkjugestum í súpu. Barna-
starf er síðan að vanda kl. 13.
Samkirkjuleg
bænavika hefst
á morgun
HIN árlega samkirkjulega bæna-
vika hefst á morgun, sunnudag 19.
janúar, með guðsþjónustu í Dóm-
kirkjunni kl. 11. Þar predikar Erl-
ingur Níelsson, kafteinn í Hjálpræð-
ishernum, og sönghópur frá Hjálp-
ræðishernum syngur. Einnig syng-
bann og bera því siðferðilega og
lagalega ábyrgð á afleiðingum
gerða sinna til jafns við ríkisstjórn-
ir annarra landa.
Um leið og við undirrituð skorum
á íslensk stjórnvöld að binda tafar-
laust enda á þátttöku íslands í við-
skiptabanninu gegn írösku þjóðinni
pg setja lög sem banna þátttöku
íslands í hóprefsingum af þessu
tagi, krefjumst við þess að þeir ís-
ienskir ríkisborgarar sem hafa með
embættisverkum sínum tryggt þátt-
töku íslands í þessu viðskiptabanni
verði lögsóttir fyrir alvarleg brot á
þjóðréttarlegum skuldbindingum
Islands.
Með því að bera fram þessar kröf-
ur teljum við okkur uppfylla lagaleg-
ar og borgaralegar skyldur sem
þegnar í lýðræðissamfélagi.
Amþór Helgason, forstöðumaður,
Carlos Ferrer, sóknarprestur, Einar
Ólafsson, rithöfundur, Eiríkur
Brynjólfsson, skáld og kennari, Erp-
ur Eyvindsson, nemi, Eyjólfur Ey-
vindsson, atvinnulaus, Eyvindur Er-
lendsson, rithöfundur, Elías Davíðs-
son, tónskáld, Gunnvör Rósa Ey-
vindardóttir, deildarstjóri, Jón Múli
Árnason, þulur, Leifur Þórarinsson,
tónskáld, Margrét Guðmundsdóttir,
kennari, Sigurður Flosason, strætis-
vagnastjóri, Sigurður A. Magnús-
son, rithöfundur og Þórunn Magnús-
son, sagnfræðingur."
ur Dómkórinn og Marteinn H. Frið-
riksson dómorganisti er við orgelið.
Dómkirkjuprestarnir þjóna fyrir alt-
ari.
Miðvikudaginn 22. janúar verður
samkoma í Kristskirkju í Landakoti
kl. 20.30 og þar predikar dr. Jo-
hannes Gijsep, biskup kaþólsku
kirkjunnar á íslandi.
Fimmtudaginn 23. janúar verður
samkoma i Herkastalanum og pre-
dikar þar Hafliði Kristinsson, for-
stöðumaður Fíladelfíusafnaðarins.
Sú samkoma hefst einnig kl. 20.30.
Föstudaginn 24. janúar kl. 20.30
verður samkoma í Aðventkirkjunni
við Ingólfsstræti og predikun flytur
þar dr. Hjalti Hugason, prófessor.
Bænavikunni lýkur með sam-
komu í Fíladelfíukirkjunni laugar-
daginn 25. janúar kl. 20.30 og þar
predikar sr. Hjalti Guðmundsson.
Allir eru velkomnir á samkomur
bænavikunnar.
Janúarmessa
Kvennakirkj-
unnar
JANÚARMESSA Kvennakirkjunn-
ar verður haldin í Hallgrímskirkju
sunnudaginn 19. janúar kl. 20.30.
Umfjöllunarnefni messunnar verð-
ur: Ástin og vinnan. Konur leggja
fram mikla vinnu sem ekki er alltaf
metin. En hvað vilja konur, er spurt
í fréttatilkynningu.
Sr. Yrsa Þórðardóttir predikar
og fjallað verður um vinnu kvenna
á ýmsan hátt. íris Erlingsdóttir
syngur einsöng og Kór Kvenna-
kirkjunnar leiðir almennan söng við
undirleik Aðalheiðar Þorsteinsdótt-
ir. Kaffi á eftir í safnaðarheimilinu.
Hagyrðinga-
kvöld
KVÖLDVÖKUFÉLAGIÐ Ljóð og
saga verður með hagyrðingakvöld
í Skaftfellingabúð Laugavegi 178
laugardaginn 18. janúar kl. 21.
Margt annað verður til skemmt-
unar.
Ljóð og saga var stofnað 1961
og hefur starfað óslitið síðan. Marg-
ir þekktir hagyrðingar eru meðal
félagsmanna. Einnig hefur félagið
á að skipa kór, Kvöldvökukórnum.
Formaður félaasins er Hrafnhild-
ur Kristinsdóttir.
Dregið í jóla-
leik Pfaff
DREGIÐ hefur verið í jólaleik
Pfaff sem birtist í aukablaði
Morgunblaðsins 1. desember sl.
Vinningshafi er Elsa Hrönn Búa-
dóttir í Reykjavík og vann hún
Candy uppþvottavél. Á myndinni
sést Magnús Kristmannsson,
þjónustufulltrúi Pfaff, afhenda
Elsu vinninginn.
ITC Kvistur
20 ára
ITC deildin Kvistur var stofnuð 19.
janúar 1977 og er fyrsta deildin
sem stofnuð var í Reykjavík. Fyrsti
forseti deildarinnar var Aðalheiður
Maack. Kvistur er því tuttugu ára
um þessar mundir og verður hald-
ið upp á þessi tímamót með kaff-
isamsæti á afmælisdaginn sunnu-
daginn 19. janúar í Kornhlöðunni,
Lækjarbrekku v/Bankastræti og
hefst það kl. 16.00.
í fréttatilkynningu segir að ITC
séu fjölmennustu alþjóðasamtök
sem eingöngu starfi á fræðilegum
grundvelli. Markmið þeirra sé að
veita einstaklingum tækifæri til
að afla sér þjálfunar til forystu og
bæta tjáningu sína í orðum. ITC
vonast til að með bættum tjáskipt-
um takist þeim að efla skilning
manna á meðal um víða veröld.
í Kvisti eru nú starfandi tuttugu
manns og eru fundir haldnir annan
og fjórða hvern mánudag í Litlu
Brekku, Lækjarbrekku, og eru
þeir öllum opnir. Núverandi forseti
deildarinnar er Kristín Halldórs-
dóttir.
Múmínálfar
í Norræna
húsinu
KVIKMYNDASÝNINGAR fyrir
börn og unglinga eru í Norræna
húsinu alla sunnudaga kl. 14.
Sunnudaginn 19. janúar verða
sýndar þrjár teiknimyndir um
múmínálfana eftir Tove Jansson.
Sýningin tekur 64 mín. og er með
sænsku tali.
Áður en kvikmyndasýningin
hefst á sunnudag mun Lisbet Ruth,
yfirbókavörður, tilkynna hver vann
í samkeppninni um nafnið á her-
berginu undir bókasafninu sem var
formlega opnað sl. laugardag.
BÓKHALDSHUGBÚNAÐUR
fyrirWmOm
Einföld lausn á
flóknum málum
gl KERFISÞRÓUN HF.
Fákafeni 11 - Sími 568 8055
Hádegisverðarfundur
Evrópusamtaka
Áhrif EES á
atvinnulíf
E VRÓPU S AMTÖKIN gangast
næstkomandi þriðjudag, 21. janúar,
fyrir hádegisverðarfundi um áhrif
EES-samningsins á starfsumhverfi
íslensks atvinnulífs. Frummælandi
á fundinum er Björn Friðfinnsson,
ráðgjafi ríkisstjórnarinnar í EES-
málum, en hann hefur undanfarin
þrjú ár setið í framkvæmdastjórn
Eftirlitsstofnunar EFTA í Brussel.
í fréttatilkynningu frá Evrópu-
samtökunum segir: „Björn starfar
nú tímabundið að kynningu á EES-
samningnum fyrir ríkisstjórnina í
leyfi frá störfum sem ráðuneytis-
stjóri í iðnaðar- og viðskiptaráðu-
neytinu. Björn hefur mikla sérþekk-
ingu á EES-samningnum og sér-
staklega því, sem lýtur að þeim
möguleikum og hömlum sem hon-
um fylgja fyrir íslenskt atvinnulíf.“
Fundurinn hefst kl. 12.07 í Korn-
hlöðunni við Lækjargötu í Reykja-
vík. Fundargjald er 1.200 krónur
fyrir félagsmenn í Evrópusamtök-
unum og 1.400 kr. fyrir aðra. Há-
degisverður er innifalinn í fundar-
gjaldi.
Reykjavík
1474 útköll
slökkviliðs í
fyrra
ALLS urðu útköll á eldvarnarsvæði
Slökkviliðs Reykjavíkur, sem er
Reykjavík, Kópavogur, Seltjarnar-
nes og Mosfellsbær, 1.474 á árinu
1996 á móti 1.471 á árinu 1995.
Talin til útkalla er öll aðstoð
slökkviliðsins þ.el eldsvoðar, efna-
lekar, vatnslekar, losun slasaðra úr
bíflökum og ýmis önnur aðstoð.
Eldsútköll, þar sem um eiginlegan
eld var að ræða, urðu 440 á árinu
á móti 548 á árinu 1995. Þar af
var farið vegna árlegra sinubruna
56 sinnum.
Vegna viðvörunarkerfa, þar sem
ýmist var um grun um eld að ræða
eða bilun, var farið 381 sinnum.
Alls urðu sjúkraflutningar á
svæðinu 11.857 á móti 11.766 árið
áður.
Bókafundur
Sagnfræðinga-
félagsins
ÁRLEGUR bókafundur Sagnfræð-
ingafélagsins verður haldinn í
Sögufélagi í Fischersundi laugar-
daginn 18. janúar og hefst kl.
13.30.
Rætt verður um bækur sem komu
út fyrir jól: Helgi Þorláksson um
Konur og kristmenn í útgáfu Ingu
Huldar Hákonarsdóttur (Háskóla-
forlagið), Sigrún Pálsdóttir um ís-
land framandi land eftir Sumarliða
ísleifsson (Mál og menning) og
íslandsförina eftir Guðmund
Andra Thorsson (Mál og menn:
ing), Þorleifur Friðriksson um í
eldlínu kalda stríðsins eftir Val
Ingimundarson (Vaka-Helgafell)
og Örn Hrafnkelsson um Hug-
myndaheim Magnúsar Stephen-
sens eftir Inga Sigurðsson (Bók-
menntafélagið).
■ FURÐULEIKHÚSIÐ sýnir í
dag kl. 14.30 leikritið Mjallhvít
og dvergarnir sjö í Ævintýra-
Kringlunni sem staðsett er á 3.
hæð í Kringlunni. í þessari nýju
leikgerð leikhússins er einfaldleik-
inn í fyrirrúmi. Leikarar eru Mar-
grét Pálsdóttir og Ólöf Sverris-
dóttir og leika þær öll hlutverkin.
Gunnar Gunnsteinsson er leik-
stjóri og lokalagið samdi Ingólfur
Steinsson.
■ ALÞJÓÐLEGI trúarbragða-
dagurinn verður haldinn 19. jan-
úar nk. í fréttatilkynningu kemur
fram að af því tilefni efni Baha’i
samfélagið í Reykjavík til um-
ræðna um trúmál og býður unn-
endum sérhverra trúarbragða til
samveru og umræðufundar sunnu-
daginn 19. janúar kl. 20.30 að
Álfabakka 12, 2. hæð. Þar er öll-
um trúfélögum og hópum boðin
þátttaka í almennum umræðum.
LEIÐRÉTT
Rangt farið með nafn
í MORGUNBLAÐINU í fyrradag
var rangt farið með nafn fram-
kvæmdastjóra Iðnnemasambands-
ins og hann sagður heita Rafn Jóns-
son. Hið rétta er að hann heitir
Brjánn Jónsson. Beðist er velvirð-
ingar á þessum mistökum.
TILBOÐSDAGAR
á húsgögnum og Ijósum
At\Q/ A,,tað
afsláttur