Morgunblaðið - 18.01.1997, Blaðsíða 52
)2 LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
BRIPS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Reykjavíkurmótinu
lýkur um helgina
SVEITIR Hjólbarðahallarinnar,
Júlla, Landsbréfa og VÍB spila í
undanúrslitunum í Reykjavíkur-
mótinu í sveitakeppni, sem fram
fer um helgina.
Sveit Landsbréfa vann sveit
Eurocard nokkuð örugglega í átta
liða úrslitunum. Lokatölur
113-68. Sveit VÍB tapaði fyrstu
lotunni gegn Búlka en gerði síðan
út um sinn leik í 2. og 3. lotunni
og vann leikinn 108-74. Barning-
úr var í leik Hjólbarðahallarinnar
gegn Roche en hinir fyrrnefndu
unnu 118-106. Sveit Samvinnu-
ferða/Landsýnar sá aldrei til sólar
í sínum leik gegn Júlla en hann
stóð yfir til kl. 4 um morguninn.
S/L sveitin tapaði þremur
fyrstu lotunum og í lokalotunni
sátu pörin eins. Eftir nokkrar
bollaleggingar var lotan dæmd
0-0 og spilararnir fóru til síns
heima en voru skömmu síðar
hringdir út á ný en þá hafði ný-
sett dómnefnd setzt á rökstóla
og dæmt að lokalotan skyldi spil-
uð og það strax. Spilað var fram
á fjórða tímann en Júlla og hans
fhönnum varð ekki haggað. Loka-
tölur 118-84.
Undanúrslitin hefjast í dag kl.
11 og verða spilaðar fjórar 12
spila lotur. Júlli spilar við Hjól-
barðahöllina og risarnir Lands-
bréf og Verðbréfamarkaður ís-
landsbanka mætast.
Úrslitaleikurinn verður svo
spilaður á morgun og hefst einnig
kl. 11. í þeim leik verða spiluð
64 spil.
Þá spila sveitirnar sem lentu í
6.-8. sæti í báðum riðlum í
Reykjavíkurmótinu um þrjú sæti
í undankeppni íslandsmótsins.
Spilamennskan hefst kl. 13 á
laugardag og verða þá spilaðar 2
umferðir en þrír leikir verða spil-
aðir á sunnudag og verður þá
byijað að spila kl. 11.
Ahorfendur eru að sjálfsögðu
velkomnir í Bridshöllina um helg-
ina. Báðir leikirnir í undankeppn-
inni verða eflaust mjög spenn-
andi. Umsjónarmaður er ekki
vanur að geta sér til um hver
verður sterkastur þegar upp verð-
ur staðið en svona til að kynda
svolítið undir í veðbönkunum spá-
ir hann að VÍB og Júlli spili til
úrslita.
Bridsfélagið Muninn
Sandgerði
Ágæt þátttaka er í þriggja
kvölda hraðsveitakeppni, sem
hófst sl. fimmtudag eða 8 sveit-
ir. Sveit Guðfinns KE byijaði
best og skoraði 570 stig en með-
alskor er 504. Sveit Kjartans
Ólasonar er með 561 stig, Gunn-
ar Siguijónsson hefir 557 stig
og Kristján Kristjánsson hefir
547 stig.
Keppninni verður fram haldið
nk. fimmtudag og er hægt að
bæta við sveit eða sveitum ef
einhveijir hafa setið eftir í start-
holunum.
Spilamennskan hefst kl.
19.45. Keppnisstjóri er ísleifur
Gíslason.
Innilegar þakkir til allra, sem glöddu mig með
’ heimsóknum, gjöfum og heillaóskum á 90 ára
afmœli mínu 27. desember sl.
Guðbrandur Vigfússon,
Bústaðavegi 105.
Sigrún Guðbrandsdóttir frá Áshóli sendir öllum
þeim, er heimsóttu hana á Hótel Örk 1. janúar
1997 vegna áttrœðisafmœlis hennar, svo og
öllum þeim, er sendu henni skeyti, gjafir og
blóm, bestu þakkir og óskar þeim alls góðs á
komandi árum.
o Kútmagar tilb. í pottinn
w Hrogn og lifur^glæný bleikja og laxá góðu verði
Fiskbúðin okkar býður allar helgar upp á ÚRVAL AF NÝJUM FISKI s.s.
glænýja bleikju og Iax, ýsuflök og heila ýsu, rauðsprettu, hvalkjöt,
skötusel, háf, gellur og kinnar á góðu verði. Ekki ma heldur gleyma
vinsælu fiskirettunum, fiskibollunum og sósurettunum. Lattu sja pig!!..
um ncestci h«lgi
Verð á sölubás f>;rir
kompudót er þááaðeins
kr. 1950,- á dag
KOLAPORTIÐ
MARKAÐSTORG
Inniskór frá 490 cmácVÓr 'bláu húsi
kuldaskór frá 1990 v/Fákafen
I DAG
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags
Netfang: lauga@mbl.is
Enn um aldamót
VARÐANDI bréf Pálínu
Magnúsdóttur af Pálsætt
um aldamót sem birtist í
dálki þínum 16. janúar sl.
langar mig að reyna að
leiðrétta þann misskilning
sem berlega kemur fram í
bréfi hennar.
Tímatali okkar er þann-
ig háttað að talað er um
ár fyrir Krist og ár eftir
Krist og er miðað við at-
burðinn fæðingu Krists.
Samkvæmt þessu er talað
um árið 1 fyrir Krist og
árið 1 eftir Krist, þ.e.a.s
fyrsta árið fyrir Kristsburð
og fyrsta árið eftir Krists-
burð. Einbeitum okkur að
árunum eftir Krist. Fyrsta
árið eftir burð Krists er
árið 1, ekki árið 0, því við
erum að tala um hið fyrsta
ár eftir fæðingu Krists.
Þegar eitt ár er liðið frá
fæðingu Krists, þ.e.a.s.
þegar Kristur á eins árs
afmæli (svo við höldum
okkur við þær útskýringar
sem Pálína notar í bréfi
sínu) þá hefst árið 2 eftir
Krist. Af þessu sést að
Kristur er eins árs gamall
allt árið 2 eftir Krist og
verður ekki tveggja ára
fyrr en á miðnætti þegar
árið 3 gengur í garð. Ef
við höldum svona áfram
og teljum árin þar til Krist-
ur verður 2000 ára gamall
þá sést af framangreindu
að það verður ekki fyrr en
á miðnætti þegar árið
2001 gengur í garð. Eins
og glöggir gera sér grein
fyrir af framansögðu eru
ekki liðin full 2000 ár fyrr
en á miðnætti þegar árið
2001 gengur í garð. Hver
öld er 100 ár (ég vona að
við séum sammála um það)
og því eru ekki liðnar 20
aldir fyrr en liðin eru 20
sinnum 100 ár eða 2000
ár eru að fullu liðin og 21.
öldin hefst því ekki fyrr
en hinu síðasta hinnar 20.
lýkur á miðnætti árið 2000
og árið 2001 hefst, þ.e.a.s.
hið fyrsta ár nýrrar aldar,
hinnar 21. og 2000 ár eru
liðin frá fæðingu Krists
(Kristur heldur upp á tvö
þúsund ára afmælið á mið-
nætti þegar árið 2001 eftir
Kristsburð gengur í garð,
sbr. framar fyrir þá sem
hafa týnt þræðinum). Við
sem kunnum að telja (og
reikna) og vitum að við
byijum að telja á einum
en ekki núll sættum okkur
því fullkomiega við að vera
á 20. öldinni þangað til.
Ég get hins vegar alveg
skemmt mér konunglega
og skálað við Pálínu á mið-
nætti þegar árið 2000
gengur í garð einfaldlega
af því að ártalið er svo
fallegt þótt ég muni neita
að skála fyrir 21. öldinni
fyrr en ári síðar.
Með bestu kveðjum,
Hildur Svavarsdóttir.
Yina leitað
GEORGE Daniels skrifar
blaðinu og biður um aðstoð
við að leita uppi vini sína
sem bjuggu í Winnipeg í
Kanada á tímabilinu
1975-1985 en fluttu síðan
til íslands. Nöfn þeirra eru
Debbie Wickes og Ómar
Jónsson. Hann biður
Debbie eða Ómar um að
hafa samband við sig, ann-
að hvort að senda sér fax
á númer (204)254-1651
eða hringja í síma
(204)256-1651.
Meira um
leikfimi
MIG langar til að taka
undir með konunni sem á
við offítuvandamál að
stríða, það sama er að hjá
mér, ég er 35 kg of þung
og ég treysti mér ekki
heldur á þessa staði sem
eru aðallega með fólk sem
er 10-15 kg of þungt, ég
myndi gjaman vilja að ein-
hver léti heyra í sér sem
býður upp á leikfimi fyrir
þetta fólk.
Kona.
Tapað/fundið
Úr tapaðist
KARLMANNSÚR, silfur-
litað, tapaðist í leið 4 eða
leið 140 miðvikudaginn 15.
janúar um kvöldmatarleyt-
ið. Skilvís finnandi vinsam-
legast hringi í síma
568-8940, milli kl. 3-4.
Tapaðir
vettlingar
ÚTPRJÓNAÐIR, drapplit-
ir vettlingar töpuðust milli
jóla og nýárs. Skilvís
finnandi vinsamlegast
hringið í síma 553-0823.
Dýrahald
Kettlingar
TVEIR yndislegir kettling-
ar óska eftir góðu framtíð-
arheimili. Upplýsingar í
síma 568-7234.
SKAK
Umsjón Margeir
Pctursson
SVARTUR leikur
og vinnur.
KROSSLEPPUN er stef
sem getur verið stórglæsi-
legt. Á þessari stöðumynd
horfum við á hvíta kónginn
á hl, drottingu hans á c2,
og svarta biskupinn á b7.
Línur þessara þriggja
manna skerast í e4 reitnum.
Þetta gefur færi á afar fal-
legri fléttu:
Staðan kom upp á rúss-
neska meistara-
mótinu í Elista í
Kalmykíu í haust.
H. Tsjébekov
(2.240) var með
hvítt, en stór-
meistarinn Viktor
Varavin (2.520)
hafði svart og átti
leik.
31. - Rxe4!! 32.
Hxe4 — Hxe4! 33.
Bxe4 — Dg6!
(Stórkostleg kros-
sleppun) 34. Rd2
- He8 35. Hel -
Dxg3 36. He2 -
He6 (Nú ræður máthótun á
h6 úrslitum) 37. Hg2 -
Del+ og hvítur gafst upp.
Keppni í unglinga-
flokki á Skákþingi
Reykjavíkur hefst í dag kl.
14 í félagsheimili TR, Faxa-
feni 12.
COSPER
SEGÐU sjálf þegar þú er búin, amma.
Víkveiji skrifar...
VÍKVERJA hefur borizt bréf frá
Jóni A. Arasyni, sem er ósátt-
ur við skoðanir Víkverja á því hve-
nær ný öld hefst. Víkveiji færði rök
að því hér í dálkinum fyrir viku að
aldamót væru um áramótin 2000-
2001, en ekki 1999-2000, eins og
sumir virðast halda.
Jón skrifar m.a.: „í Ríkissjón-
varpinu byrjaði nýiega þáttur sem
nefnist „Öldin okkar.“ Þar kemur
fram, að aðstandenda mati, að
umræddri öld, 1900-1999, sé senn
að ljúka. Og svo ég vitni í orðabók
líka, þá stendur í Oxford Diction-
ary undir „Century: A period of
100 years, i.e. AD 1900-1999.“
Ég veit nú að Bretar eru skrítnir
en þó ekki heimskir.
Til þess að einfalda allt þetta
skulum við hverfa aðeins aftur í
tímann. Ef við gefum okkur að
Kristur hafi fæðst/dáið árið 0, og
að árið 0-1 hafi verið fyrstu 365 'A
dagar fyrstu aldar eftir Krists
burð, þá held ég að til sanns vegar
megi færa að árið 1999-2000 verði
hundraðasta, og síðasta ár tuttug-
ustu aldar. Eða er ég úti að aka
ásamt öllum íbúum Bretlands-
eyja?“
xxx
ÍKVERJI lætur lesendum eftir
að meta hvort Jón sé úti að
aka (ekki veit hann hvort allir íbúar
Bretlandseyja eru sömu skoðunar
og hann). Hins vegar hefur Vík-
veiji til þessa talið að fyrsta ár tíma-
talsins hljóti að hafa verið árið 1,
en ekki 0. (Yfirleitt byija menn að
telja á einum, eða hvað?) Fyrstu
áramótin í tímatali kristinna manna
hafi því verið áramótin 1-2. Sam-
kvæmt þessu er árið 2000 tvöþús-
undasta ár tímatalsins — síðasta
ár annars árþúsundsins og tuttug-
ustu aldarinnar — og árið 2001
fyrsta ár nýrrar aldar og nýs árþús-
unds. Hinn 1. janúar árið 2001 eru
með öðrum orðum liðin full 2000
ár af tímatalinu. Víkveija finnst
þetta satt að segja ekkert vafamál,
burtséð frá því hvað orðabækur
segja, en hann hefði þó gaman af
að sjá fleiri óvenjulegar og frumleg-
ar röksemdafærslur að því að svo
sé ekki.
VÍKVERJI fór að sjá kvik-
myndina Hamsun í Háskóla-
bíói fyrir skömmu og hafði gaman
af. Max von Sydow og Ghita
Norby fóru svo sannarlega á kost-
um í hlutverkum Hamsun-hjón-
anna. Víkveiji var hins vegar, einu
sinni sem oftar, óánægður með
þýðingu kv-ikmyndarinnar á ís-
lenzku. Oft voru heilu og hálfu
samtölin látin óþýdd af einhverj-
um orsökum, en siíkt er algengt
í kvikmyndaþýðingum. Ekki skildi
Víkverji þó af hverju þetta gerð-
ist; honum heyrðist þessi samtöl
ekki vera torskildari en önnur í
myndinni. Öllu verri þótti Víkverja
þó þýðingin í upphafi myndarinn-
ar. Þar er farið með fyrstu línurn-
ar úr skáldsögu Hamsuns, Að
haustnóttum. Það hefði ekki kost-
að þýðandann mikla fyrirhöfn að
finna hina prýðilegu íslenzku þýð-
ingu Jóns Sigurðssonar frá Kald-
aðarnesi á bókinni og notast við
hana. Þess í stað gerir hann sjálf-
ur atlögu að texta Hamsuns og
satt að segja verður úr óttalegt
hnoð og flatneskja.