Morgunblaðið - 18.01.1997, Side 60

Morgunblaðið - 18.01.1997, Side 60
. 60 LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ MYNDBOND/KVIKMYNDIR/UTVARP-SJONVARP SPAUGAÐÁ STÖÐINNI Stöðin hefur hafíð göngu sína enn eitt árið og virðist í fullu fjöri þrátt fyrir væringar á sjónvarpsmarkaðnum. Pétur Blöndal heils- aði upp á Spaugstofubræður og fylgdist með upptökum á glænýju efni. MÁBJÓÐA þér kaffi," spyr Örn Árnason og brosir vinalega með hárið upp í loftið. Hann er augljós- lega nývaknaður og sama má segja um félaga hans í Spaugstofunni, Pálma Gestsson, Sigurð Sigurjóns- son og Randver Þorláksson. Karl Ágúst Úlfsson reynir hins vegar að bera sig mannalega, kveður hópinn og segir: „Ég er farinn að skrifa." „Hann þarf þá að hafa hraðan á,“ hugsar blaðamaður með sér. „Tökur eiga að hefjast eftir hálftíma!" „Má bjóða þér kaffí?“ spyr Öm aftur og heldur enn á kaffíkönnunni. „Ha, já,“ svarar blaðamaður, rankar við sér og réttir honum bollann. Jón Viðar í framhaldsatriði Það er föstudagsmorgunn og tök- ur eru að hefjast á atriðum fyrir Spaugstofuþáttinn sem er á dagskrá Sjónvarpsins í kvöld. „Sáuð þið grein Stefáns [Baldurssonar] um Jón Við- ar [Jónsson] í Mogganum í morg- un,“ spyr Randver glaðhlakkalegur. „Náðir þú að lesa hana?“ spyr Sigurður Snæberg, upptökustjóri. „Nei, Guðrún las hana fyrir mig,“ svarar Randver. „Átt þú svona konu sem les upphátt fyrir þig á morgn- ana?“ spyr þá Sigurður fullur lotn- ingar. „Ég reyni að vekja mína í tvo klukkutíma," segir hann armæðu- lega, „og gefst svo upp.“ Þannig líður stundin framan af morgni með þeim félögum, notalegar samræður yfír ijúkandi kaffíbolla um allt og ekkert. Og Jón Viðar. Sitt sýnist hveijum um gagnrýnand- ann og er slegið á létta strengi. „Þetta er framhaldsatriði sem við tökum á morgnana - að ræða um Jón Viðar,“ hvíslar Sigurður Snæ- berg að blaðamanni. „Þannig hefur þetta verið lengi - alveg síðan hann byijaði." Aldrei alveg hugmyndasnauðir Eftir hálftíma kaffiþamb er lagt af stað á tökubílnum frá Sjónvarpshús- inu. Fyrsta atriðið er tekið upp í Hagkaupi í Skeifunni. Á leið þangað segir Sigurður Siguijónsson blaða- manni frá vinnutilhögun Spaug- stofubræðra. „Við hittumst allir á þriðjudögum og miðvikudögum og hendum inn því Sem okkur dettur í hug. Síðan minnkum við hópinn og ég, Örn og Karl Ágúst komum sam- an á fimmtudögum. Að lokum tekur Karl Ágúst við þessu og færir inn í handrit.“ „Verðið þið aldrei hugmynda- snauðir?" spyr blaðamaður. „Nei, en auðvitað þurfum við að hafa mismikið fyrir þessu," segir Sigurður. „Við reynum að taka mið af fréttum í fjölmiðlum og auðvitað getur komið gúrkutíð hjá okkur eins og þar. Þá höfum við ýmislegt upp á að hlaupa, nokkurs konar heils- ársgrín sem getur verið þægilegt.“ „ .. . og hlægilegt," hugsar blaða- maður með sér. Saman til sólarlags „Hvað er Spaugstofan orðin göm- ul, “ skýtur Ragna Fossberg, förðun- armeistari, inn í samræðurnar. „Hún er orðin sjö ára,“ svarar Sigurður. „Ég var að reikna það út um daginn að við gætum sýnt Spaugstofuna í tvo sólarhringa samfleytt og rúm- lega það.“ Að þessum orðum töluðum stað- næmist bíllinn fyrir utan Hagkaup og Sigurður segir einbeittur: „Við verðum að vera rosalega snögg.“ Örn Árnason, sem leikur fyrsta at- riðið, sest í förðunarstólinn. „Ég sá þig snemma dags, í sumar seint í ágúst," byijar hann að raula fyrir munni sér og Pálmi tekur undir: „Saman til sólarlags, við ein sátum á þúst.“ Skilur ekki þessa pólitík Eftir að tökum lýkur þarf Örn að drífa sig annað. Hann er að vinna að leikritinu Litli Kláus og Stóri Kláus sem verður frumsýnt á fímmtudaginn kemur. Karl Ágúst sest í förðunar- stólinn og innan skamms stendur nýr maður upp úr stólnum, nirfíllinn. Áð þessu sinni ætlar hann að skila skíð- um í Útilíf vegna snjóleysis. „Ekkert smávegis pirraður gæi,“ segir einn tökumaðurinn og virðist sjálfur orð- inn svolítið pirraður. Pálmi Gestsson leikur búðarklerk- inn og sest næst í stólinn. „Gerðu mig bara sætan,“ segir hann. „Það er að vísu erfítt, en ég treysti þér til þess.“ Nirfillinn er byijaður að leita að einhveiju í rútunni og bölvar með sjálfum sér: „Hvað er málið? Ég skil þetta ekki, skil ekki þessa pólitík.“ „Mér fínnst nú að álverið eigi heima á Keilisnesi," segir þá Stein- grímur Hermannsson og er engu lík- ara en að hann sé kominn í bílinn. Karl Ágúst hlær og Pálmi heldur áfram: „Hvers vegna eiga þeir í Kjó- sinni að sitja einir að umhverfisspjöll- um. “ Morgunblaðið/Halldór SPAUGSTOFUMENN hefja daginn á því að leggja á ráðin og svo hrista þeir fullmóta spéfugla fram úr erminni. holds og sálar ► KVIKMYND um banda- ríska ljóðskáldið Walt Whit- man verður sýnd á Stöð 3 í kvöld. ► Whitman fæddist árið 1819 og gaf út ljóðasafnið Leaves of Grass árið 1855. Hann hélt áfram að auka við það í mörgum seinni út- gáfum. Þar er m.a. að finna þekktasta ljóð hans, Song of Myself eða Söngur um sjálfan mig. Jfe- Einar Benediktsson þýddi kafla úr Leaves of Grass og kallaði Úrgras- blöðum. Siðar hafa bæði Sig- urður A. Magnússon og Ingi- mar Erlendur Sigurðsson þýtt ljóð úr Leaves of Grass. |> Þýðing Einars birtist i Útsýn árið 1892 ásamt um- fjöllun eftir dr. Jón Stefáns- son. Þar er Whitman m.a. þannig lýst: „Hann liggur oft úti og bakast í sólinni." ► Sama ár lést Whitman. ► Brot úr þýðingu Einars Benediktssonar á ljóðinu Söngur um sjálfan mig úr ljóðabókinni Úr grasblöðum: „Eg er skáld holdsins; og ég er skáld sálarinnar. Með mér er himnanna gleði, og með mér er helvítis kvöl; gleðina sái ég og græði út á sjálfum mér, - kvölinni vík ég við á aðra tungu. Ég er konu skáld jafnt og karls; og að kona sé manni ei minni, eru orð mín; og að ekkert sé manna móður fremra, eru orð mín. Ég flyt brag þroskunar eða sjálfs- þótta; nú er nóg, að ég ætla, orðið af bæn- umogbeygingum; ég sýni, að stærðin er vöxtur og við- gangur." z/ian Björn Freyr Ingólfsson, skiptinemi í Little Rock, Arkansas í Bandaríkjunum 1995 -1996 Körfuboltaliðið í J.T. Robinson Highschool. Við kepptum að meðaltali einu sinni í viku. Phil bróöir minn og ég ásamt vinum okkar í sumarhúsi við Lake Mowell. • Vilt þú öðlast dýrmæta reynslu sem endist ævilangt? • Erum að taka á móti umsóknum með brottför næsta sumar. Nrínari upplýsingar rí skrifstofu AFS rí íslandi, Laugavegi 26, súni 552 - 5450. Fjölskyldan mín. Frá vinstri: Ég, pabbi (Don), rr (Í3on)f mamma (Debby), Phil og'litla systir mín, Rachel. AfS Á ÍSL4NPI Alþjóðleg fræðsla og samskipti ■1

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.