Morgunblaðið - 18.01.1997, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 18.01.1997, Qupperneq 60
. 60 LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ MYNDBOND/KVIKMYNDIR/UTVARP-SJONVARP SPAUGAÐÁ STÖÐINNI Stöðin hefur hafíð göngu sína enn eitt árið og virðist í fullu fjöri þrátt fyrir væringar á sjónvarpsmarkaðnum. Pétur Blöndal heils- aði upp á Spaugstofubræður og fylgdist með upptökum á glænýju efni. MÁBJÓÐA þér kaffi," spyr Örn Árnason og brosir vinalega með hárið upp í loftið. Hann er augljós- lega nývaknaður og sama má segja um félaga hans í Spaugstofunni, Pálma Gestsson, Sigurð Sigurjóns- son og Randver Þorláksson. Karl Ágúst Úlfsson reynir hins vegar að bera sig mannalega, kveður hópinn og segir: „Ég er farinn að skrifa." „Hann þarf þá að hafa hraðan á,“ hugsar blaðamaður með sér. „Tökur eiga að hefjast eftir hálftíma!" „Má bjóða þér kaffí?“ spyr Öm aftur og heldur enn á kaffíkönnunni. „Ha, já,“ svarar blaðamaður, rankar við sér og réttir honum bollann. Jón Viðar í framhaldsatriði Það er föstudagsmorgunn og tök- ur eru að hefjast á atriðum fyrir Spaugstofuþáttinn sem er á dagskrá Sjónvarpsins í kvöld. „Sáuð þið grein Stefáns [Baldurssonar] um Jón Við- ar [Jónsson] í Mogganum í morg- un,“ spyr Randver glaðhlakkalegur. „Náðir þú að lesa hana?“ spyr Sigurður Snæberg, upptökustjóri. „Nei, Guðrún las hana fyrir mig,“ svarar Randver. „Átt þú svona konu sem les upphátt fyrir þig á morgn- ana?“ spyr þá Sigurður fullur lotn- ingar. „Ég reyni að vekja mína í tvo klukkutíma," segir hann armæðu- lega, „og gefst svo upp.“ Þannig líður stundin framan af morgni með þeim félögum, notalegar samræður yfír ijúkandi kaffíbolla um allt og ekkert. Og Jón Viðar. Sitt sýnist hveijum um gagnrýnand- ann og er slegið á létta strengi. „Þetta er framhaldsatriði sem við tökum á morgnana - að ræða um Jón Viðar,“ hvíslar Sigurður Snæ- berg að blaðamanni. „Þannig hefur þetta verið lengi - alveg síðan hann byijaði." Aldrei alveg hugmyndasnauðir Eftir hálftíma kaffiþamb er lagt af stað á tökubílnum frá Sjónvarpshús- inu. Fyrsta atriðið er tekið upp í Hagkaupi í Skeifunni. Á leið þangað segir Sigurður Siguijónsson blaða- manni frá vinnutilhögun Spaug- stofubræðra. „Við hittumst allir á þriðjudögum og miðvikudögum og hendum inn því Sem okkur dettur í hug. Síðan minnkum við hópinn og ég, Örn og Karl Ágúst komum sam- an á fimmtudögum. Að lokum tekur Karl Ágúst við þessu og færir inn í handrit.“ „Verðið þið aldrei hugmynda- snauðir?" spyr blaðamaður. „Nei, en auðvitað þurfum við að hafa mismikið fyrir þessu," segir Sigurður. „Við reynum að taka mið af fréttum í fjölmiðlum og auðvitað getur komið gúrkutíð hjá okkur eins og þar. Þá höfum við ýmislegt upp á að hlaupa, nokkurs konar heils- ársgrín sem getur verið þægilegt.“ „ .. . og hlægilegt," hugsar blaða- maður með sér. Saman til sólarlags „Hvað er Spaugstofan orðin göm- ul, “ skýtur Ragna Fossberg, förðun- armeistari, inn í samræðurnar. „Hún er orðin sjö ára,“ svarar Sigurður. „Ég var að reikna það út um daginn að við gætum sýnt Spaugstofuna í tvo sólarhringa samfleytt og rúm- lega það.“ Að þessum orðum töluðum stað- næmist bíllinn fyrir utan Hagkaup og Sigurður segir einbeittur: „Við verðum að vera rosalega snögg.“ Örn Árnason, sem leikur fyrsta at- riðið, sest í förðunarstólinn. „Ég sá þig snemma dags, í sumar seint í ágúst," byijar hann að raula fyrir munni sér og Pálmi tekur undir: „Saman til sólarlags, við ein sátum á þúst.“ Skilur ekki þessa pólitík Eftir að tökum lýkur þarf Örn að drífa sig annað. Hann er að vinna að leikritinu Litli Kláus og Stóri Kláus sem verður frumsýnt á fímmtudaginn kemur. Karl Ágúst sest í förðunar- stólinn og innan skamms stendur nýr maður upp úr stólnum, nirfíllinn. Áð þessu sinni ætlar hann að skila skíð- um í Útilíf vegna snjóleysis. „Ekkert smávegis pirraður gæi,“ segir einn tökumaðurinn og virðist sjálfur orð- inn svolítið pirraður. Pálmi Gestsson leikur búðarklerk- inn og sest næst í stólinn. „Gerðu mig bara sætan,“ segir hann. „Það er að vísu erfítt, en ég treysti þér til þess.“ Nirfillinn er byijaður að leita að einhveiju í rútunni og bölvar með sjálfum sér: „Hvað er málið? Ég skil þetta ekki, skil ekki þessa pólitík.“ „Mér fínnst nú að álverið eigi heima á Keilisnesi," segir þá Stein- grímur Hermannsson og er engu lík- ara en að hann sé kominn í bílinn. Karl Ágúst hlær og Pálmi heldur áfram: „Hvers vegna eiga þeir í Kjó- sinni að sitja einir að umhverfisspjöll- um. “ Morgunblaðið/Halldór SPAUGSTOFUMENN hefja daginn á því að leggja á ráðin og svo hrista þeir fullmóta spéfugla fram úr erminni. holds og sálar ► KVIKMYND um banda- ríska ljóðskáldið Walt Whit- man verður sýnd á Stöð 3 í kvöld. ► Whitman fæddist árið 1819 og gaf út ljóðasafnið Leaves of Grass árið 1855. Hann hélt áfram að auka við það í mörgum seinni út- gáfum. Þar er m.a. að finna þekktasta ljóð hans, Song of Myself eða Söngur um sjálfan mig. Jfe- Einar Benediktsson þýddi kafla úr Leaves of Grass og kallaði Úrgras- blöðum. Siðar hafa bæði Sig- urður A. Magnússon og Ingi- mar Erlendur Sigurðsson þýtt ljóð úr Leaves of Grass. |> Þýðing Einars birtist i Útsýn árið 1892 ásamt um- fjöllun eftir dr. Jón Stefáns- son. Þar er Whitman m.a. þannig lýst: „Hann liggur oft úti og bakast í sólinni." ► Sama ár lést Whitman. ► Brot úr þýðingu Einars Benediktssonar á ljóðinu Söngur um sjálfan mig úr ljóðabókinni Úr grasblöðum: „Eg er skáld holdsins; og ég er skáld sálarinnar. Með mér er himnanna gleði, og með mér er helvítis kvöl; gleðina sái ég og græði út á sjálfum mér, - kvölinni vík ég við á aðra tungu. Ég er konu skáld jafnt og karls; og að kona sé manni ei minni, eru orð mín; og að ekkert sé manna móður fremra, eru orð mín. Ég flyt brag þroskunar eða sjálfs- þótta; nú er nóg, að ég ætla, orðið af bæn- umogbeygingum; ég sýni, að stærðin er vöxtur og við- gangur." z/ian Björn Freyr Ingólfsson, skiptinemi í Little Rock, Arkansas í Bandaríkjunum 1995 -1996 Körfuboltaliðið í J.T. Robinson Highschool. Við kepptum að meðaltali einu sinni í viku. Phil bróöir minn og ég ásamt vinum okkar í sumarhúsi við Lake Mowell. • Vilt þú öðlast dýrmæta reynslu sem endist ævilangt? • Erum að taka á móti umsóknum með brottför næsta sumar. Nrínari upplýsingar rí skrifstofu AFS rí íslandi, Laugavegi 26, súni 552 - 5450. Fjölskyldan mín. Frá vinstri: Ég, pabbi (Don), rr (Í3on)f mamma (Debby), Phil og'litla systir mín, Rachel. AfS Á ÍSL4NPI Alþjóðleg fræðsla og samskipti ■1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.